Þjóðviljinn - 21.04.1949, Síða 6

Þjóðviljinn - 21.04.1949, Síða 6
ÞJÓÐVIL JINN Fimmtudagur 21. apríl 1949. i'Sgeten'jU: Ss.meinlngarfli>kkur alþýðu — SósíalÍKtaflokkuimn Kitstjórar: Magnús Kjartanssou. Sigurður Guðmundsson (áb> Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaöam.: Ari Kferasoc, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. RStatjóin, afgreiðsla, augíýsingar, prentsmiðja. Skólavörðu- *tíg 38 — Sími 7600 (þrjár ISnu r) Akkrirarverð: kr. 12.00 á mfenuði. — LausasCluverð 60 aur. eint, Prentsmiðja Þjððrlijaus h. f. Sósialistaflokkurinn. Þórsgötu 1 — Sími 7610 (þrjár línur) r ‘ í dag heilsar íslenzka þjóðin sumri, þriðju sumarkomu í tíð fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins. Það er vissulega ekki verðskuldun þeirrar örmu stjórnar ef fólk fagnar sumri nú sem endranær og lundin léttist með lengri dögum. Ríkisstjórnin hefur sannai’lega gert allt sitt til að hafa af fólkx eðlilega lífsgleði og innrætt því í staðinn kvíða og ótta og öryggisleysi. ■ ■ Og það. er vissulega langt síðan almenningur hefur haft óstæðu til að ugga svo um sig sem nú. Undanfarin tvö ár hefur ekki linnt árásunum á íslenzku þjóðina, lífskjör hennar, frelsi og sjálfstæði með þeim árangri að nú hlasa við efnahagslegt og þjóðfrelsislegt ósjálfstæði. Fyrir þrem vikum var það verk unnið sem verst mun verða talið í sögu þessarar þjóðar og um leið var gefin mynd af þeim fasisma sem ætlazt er til að móti þjóðlífið næstu árin. Og fyrir rúmri viku var undirritaður nýr Vérzlunarsamning- ur við Breta, samningur sem mun skerða gjaldeyristekjur Islendinga um tugi milljóna á þessu ári og verða nýr máttarviður í grafhýsi íslenzks efnahagssjálfstæðis. Þannig eru almenningi í fersku minni tveir meginþættirnir í starfsferli fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins. ÍT Það er því ekki að furða þó fólk óttist að hinir löngu dagar kunni að f-æra ný ótíðindi. Alþingi situr enn þrátt fyrir það að nær sjö mánuðir séu síðan það var kvatt sam- an. Því hefur ekki tekizt enn að ganga frá fjárlögum þótt um þriðjungur ársins sé liðinn. Og enn ræðir ríkisstjórn- in um nýjar „ráðstafanir gegn dýrtíðinni” og krafan um gengislækkun er nú háværari en nokkru sinni fyrr. Ríkis- sjóður er að kalla má gjaldþrota, á varla fyrir gulum seðl- um, þótt Emil Jónsson kynni að vilja rifja það bjargráð upp. Atvinnuhorfur eru nú verri en nokkru sinni í mörg ár, m. a. verður ekki annað séð en verð á síld til fiski- manna verði lækkað vegna brezku samninganna, og þá óséð hvort fært verður talið að gera út á síld yfirleitt! Og þannig mætti lengi telja. ★ y Það er því ekki að ástæðulausu að almenningur heilsar nú sumri með allmiklum ugg. Og þó er engin óstæða til að láta hugfallast. Sú stjórn landráða og efnahagshruns. sem nú hefur þjakað þjóðina á þriðja ár lifir ekki miklu lengur en þjóðin ann henni lífs. Jafnvel þótt hún skríði í skjól bandarískra byssustingja mun henni duga sú vernd skamma stund, ef þjóðin er nógu einhuga. Sú alda sem reis hæst 30. marz verður enn að vaxa og hækka, þar til sópað verður burt fyrstu stjórn Alþýðuflokksins og af- leiðingunum af illvirkjum hennar. Sumaróskir Þjóðvilj- ans til íslendinga eru ' í;kjtr/,vUb; 'írr BURT M£» LEPPSTJÓRNINA MNGROF OG NÝJAR KOSNINGAR . Í5ÆJAI1P0STIKINNI AltlarfJárBungsafmœli., Aldarfjórðungsafmæli þykja alltaf merkileg tímamót þótt ekki séu 25 ár langur aldur. Eitt vinsælasta félag þessa bæjar, Barnavinafélagið Sum- argjöf, átti aldarfjórðungsaf- mæli 11. þ. m. Félagið gaf út snoturt afmælisrit í tilefni af afmælinu þar sem rakin er sag- an af starfsemi félagsins í þágu reykvískra barna. Það er saga um lítið félag sem varð stórt vegna þess að það átti nauð- synlegu hlutverki að gegna, — og hefur leyst það svo vel af hendi að bæjarbúar hafa séð og skilið. * „I borgum annarra menningarlanda“ 1 afmælisriti Sumargjafar er m. a. komist svo að orði: „ I borgum annarra menning- arlanda höfðu menn um all- langt skeið barizt við svipuð uppeldisvandamál og Reykja- vík átti nú við að etja. Smám saman hafði telkizt að finna uppeldi borgarbarnsins hentugt form, eða a. m. k. bæta að veru legu leyti úr þörfum þess fyrir leik, starf og umsýslu. Leystu menningarborgir þennan vanda með því, að koma upp barna- leikvöllum, vinnustofum, les- stofum, dagheimilum og vor- og sumarskólum; ennfremur á þann hátt, að skipuleggja í stórum stíl sumardvalir kaup- staðabarna í sveitum, þar sem því varð við komið. . . .“ ★ Börnin liöfðu gleymzt Þegar Reykjavík breyttist úr fiskiþorpi í borg gleymdust börnin og þarfir þeirra. Það gleymdist að Reykjavík var ekki sveit þar sem börnin gátu leikið sér á túninu. Enn í dag er tilfinnanlegur skortur leik- valla fyrir börnin í Reykjavík. ★ I skuld við Sumargjöf Það voru sjálfboðaliðarnir í Sumargjöf er tóku sér fyrir hendur að uppfylla þær skyldur vanrækt. Sumargjöf reisti vanrækja. Sumargjöf reisti barnaheimili og leikskóla og starfrækti þau. Fyrir það starf er ekki aðeins æska Reykjavík- ur í þakkarskuld við Sumar- gjöf, heldur einnig þjóðfélagið. ★ Sumargjöf endurgreiðir framlag þitt með vöxtum. Þrátt fyrir fómfýsi og góð- an vilja forystumanna Sumar- gjafar hefði starf hennar ekki orðið eins árangursríkt ef Reykvíkingar hefðu ekki skilið hve nauðsynlegt starf félagið vinnur, og lagt sinn skerf fram til þess. Sumargjöf hefur líka sýnt það, að því meira sem lagt er fram til starfsemi hennar þvi meira og betra starfi skilar fér lagio, því fleiri barnaheimili eru starfrækt, því fleiri börn komast úr ryki og hættum götunnar í örugga umsjá á barnaheimilum. ★ Sýndu það í dag Þú sem átt börn og skilur nauðsyn þess að þau geti átt sem öruggasta og glaðasta æsku; þú sem átt engin börn, en lilýtur þó oft að hafa séð litla hnokka leika sér í svaðinu á götunum, af því þeir áttu sér hvergi athvarf til leika ann- arstaðar, og þú sem sjálfur hefur kannski fyrir nokkrum árum orðið að lifa dg leika þér á götunni — sýndu í dag aS þú skiljir þarfir litlu samborgar- anna, þú gerir það með því að kaupa barnadagsmerkið og Sólskin. H ÖFNI N. Togararnir Jón forseti, Elliði, Askur og Egill Skallagrímsson komu ailir af veiðum í gær. Jón forseti, Elliði óg Askur fóru í gær áleiðis til útlanda með aflann. Eg- ill Skallagrímsson var hér síðdegis í gær og Egill rauði. Tryggvi gamli var væntanlegur af veiðum í gær- kvöld, Katla átti að fara áleiðis til Ameríku síðdegis í gær. EIMSKIP: Brúarfoss fór frá Grimsby í fyrradag 19.4. til Amsterdam. Dettifoss er væntanlegur til R- víkur í dag 21.4. frá Antwerpen. Fjallfoss hefur væntanlega farið frá Grimsby í fyrradag 19.4. til Antwerpen. Goðafoss fór framhjá Cape Race í fyrradag 19.4. á leið frá Reykjavík til N. Y. Reykjafoss hefur væntanlega farið frá Leith í fyrradag 19.4. til Svíþjóðar. Sel- foss er í Kph. Tröllafoss fór frá N. Y. 15.4. til Reykjavíkur. Vatna- jökull kom til Reykjavíkur 17.4. frá Leith. Katla er í Reykjavík. Hertha er á Akureyri. Linda Dan er í Reykjavík. Laura Dan er í HuII. RIKISSKIP: Esja er í Reykjavík. Hekla á að fara frá Reykjavík i dag vestur um land í hringferð. Herðubreið átti að fara frá Reykjavík kl. 20.00 í gærkvöld austur um land til Akureyrar. Skjaldbreið var á Hvammstanga í gær á norðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Einarsson & Zoiiga: Foldin er væntanleg til Vest- mannaeyja í dag. Spaarnestroom er í Reykjavík. Reykjanes er í Amsterdam. '"vvr" Hekla fór kl. 8 í morgun til Gauta- borgar. Tekur þar farþega til Kanada Geysir var væntan legur frá Kappmannah. og Prest- vík seint í gær. Gullfaxi er í Reykjavík. Fer n. k. þriðjudag til Prestvíkur óg Kaupmannahafn- ar. EkkeTti flbgið innanlands í gær vegna veðurs. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hjördís Pétursd. og Páll Hannesson verk- fræðinemi frá Undirfelli. Ilúnvetningafélagið heldur skemmtifund annað kvöld í Mjólkurstöðinni við Laugaveg. Meðal skemmtiatriða eru nýjar ísl. kvikmyndir þ á. m. úr Húnavatns sýslu. Nánar í augl. í blaðinu. 8.S0 Heilsað sumri: Ávarp. — Tónleik- ar. 11.00 Skáta- messa, i. D.ómkirkj- unni, (géra Sveinn Víkin’gur). 13.15 Frá útihátíð barna, — Ræða: dr. Broddi Jóhannesson. ------------- Tónleikar. 15.00—17,00 Miðúegisút- varp: Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur — Erindi — Upplestur —- Söng ur — Hljóðfæraleikaur. 18.30 Barnatími (Hildur Kalman): a) Leikrit: „Hildur kemur heim“ eftir Indriða Einarsson. b) Söngvaþátt- ur; „Ferð út i buskanri." 19.30 Tón leikar: Vor- og sumarlög (plötur). 20.20 Sumarvaka:. a) Útvarpshljóm sveitin leikur sumarlög (Þorárinn Guðmundsson stjórnar). b) Ávarp (Alexander Jóhannesson irektór há skólans). c) Erindi: Framíjíðar- skógar Islands (Valtýr' Stefánsson ritstjóri). 22.05 Danslog 01.00 TDag- skrárlok. Útvarpið á morgun: 20.30 Útvarpssagan: „Catalína" eftir Somerset Maugham; I. lestur (Andrés Björnsson). 21.00 Strok- kvartettinn „Fjarkinn": Kvartett í D-dúr eftir Haydn. 21.15 Frá út- löndum (Jón Magnússon, fréttarit- stjóri). 21.30 Tónleikar: Lög úr óperettunni „The Gondoliers" eftir Gilbert og Sullivan (plötur). 21.45 Á innlendum vettvangi (Emil Björnsson fréttamaður). 22.05 Vin- sæl lög (plötur). ^2.30 Dagskrár- lok. Nýlega voru gefin saman í hjónaband, Ragnh. Jóns- dóttir bankarit- ari, Garðastræti 45 og Ingi Jónsson, Tjarnargötu 10 A. Heimili þeirra er í Garða- stræti 45. Nýtt hefti af tímaritinu Syrpu er ný- kornið út. 1 því er þetta‘efni m. a.:;, 1908-^1949. Aðalb^þrg jSig- urðardóttir. Háskal^gur mi^skiln- ingur. Jóhanna Knudsen. Húsgögn og híbýli; Svefnhé'fbérgið. Kristín Guðmundsdóttir. (Sagnálist í ljóð- um: Jón Thoroddsen og Kristján Jónsson). Björn Sigf.ússon. „Eg er að leita að rrtanni." j. Linnankoski. Island er líka að leita 'að manni. Það er svo margt, ef að er gáð. Broddi Jóhannesson. Skákdæmi. Áki Pétursson. Menning — ómcnn- ing? Spurningar og svör sjö manna við þoim. Karladálkur. Skólamynd frá vorinu 1906. Ævin- týri H. C. Andersen, sem ekki hafa komið út á íslenzku fyrr. Biðilsför undir merki steingeitarinnar. Mor- ley Roberts. Dægradvöl o. fl. --- Iönneminn, málgagn Iðnncmasam- bands Islands, aprilheftið 1949, er komið út. í heftinu eru þessar greinar: Félag framreiðslunema, Meistararnir og iðnnámslöggjöfin, Um uppruna og þróun samvinnu- hreyfingarinnar, erindi flutt á fræðslufundi iðnnema af Vilhjálmi Árnasyni, Myndaopna .frá, iðju og iðnaði samvinnufélaganna, Fréttir frá sambandsfélögum 'o. fl. ----- Útvarsptíðindi. 5. tbl., hefur borizt blaðinu. 1 þessu heíti er m. a.: Grein um magnaraverðina; Kvöld- dagskrá Háskólastúdenta; Þáttur hinna óánægðu; Barnatimirin; Óráðshjal, smásaga eftir Úlf að austan. Q CD ***=■ • Qn (S) • CI> O. c: Q o- o* Q Q Q 3 Q 3* <D Q O* </» Q -k Q Crs O o Q 3 Q. in ***• • O Q O. c 3 -k ■** Nætúrakstur í nótt annast B.S.R. — Sími 1720. Aðra nótt: Hreyfill. Hdgldagslæknlr: Úlfar Þórðar- —*- Sioii 6633. son,'Bferugötu 13. — Simi 4738.' . , 'á'.V: '00

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.