Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.05.1949, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 4. maí 1949. ÞJÓÐVILJINN Réttvisin í þjénustu lyginnar. ¦• * i veroi svnaar yndir a man ariKjsraui eru msvegar s bsssum söras Atbur'ðirnir á Austurvelli 30. marz lifa ekki aðeins í endur- minningu þúsundanaa sem tóku þátt í þeim og blaðaskrifum þeim og umræðúm, sem síðar hafa orðið, heldur voru þeir ifestir á kvikmyndir. Kvik- myndir þéssar eru einstæð sönnunargögn um það, hvað raunverulega ' gerðist þennan dag, hvernig það gerðist og hvar sökudólganna er að leita. Nokkrar þessara kvikmynda éru nú tilbúnar til sýninga, og hafa þegar verið sýndar völd- um einstaklingum. Þegar um það fréttist kröfðust lögreglu- stjóri og sakadómari þess að fá að sjá þær og var að sjálf- sögðu látið að kröfum þeirra. Myndirnar höfðu slík áhrif á þessa yfirmenn réttyísinnar að þeir lýstu yfir því^ að myndir þessar mættu alls ekki koma fyrir almenningssjónir og lög- reglustjóri gekk svo langt að hann kvaðst myndu banna það í krafti embættis síns að þessar myndir yrðu sýndar. Höfðu hiyndir þessar þá verið boðnar kvikmyndahúsum hér til sýn- inga, en væntanlega verður því boði ekki tekið nema lögreglu- 'stjóri heykist á ný á banni sínu. Hins vegar hafa Bandaríkja- menn komist yfir kvikmynd hjá einum íslenzkum ljósmyndara, klippt hana sundur, skeytt hana saman og falsað hana og sýna hana nú ásamt fleiri fréttamyndum fyrir vestan haf. Ástæðan til þess að lögreglu- stjóri hefur lagt bann við sýn- ! ÍhISí um ingu kyikmyndanna er að sjálf- sögðu sú, að þær sýna atburð- ina eins og þeir gerðust í raun og veru. Þær 'sýha hinn frið- sama, rólega mannfjölda s'em vottar andstöðu sína við land- ráðin með því einu að hrópa í kór: þjóðaratkvæði, þjóðarat- kvæði. Eina „ólöglega" athæfið sem gerist er að nokkrir stráklingar sjást henda eggjum og ganga um með spýtur ög að lögregla „afvopnar" þá með friðsemd og spekt. En annars er mannf jöldinn fyllilega róleg- ur, karimenn sjást reykja píp- ur sínar í makindum og lesa Vísi! Því næst sést hvernig hvít- liðarnir geysast út í þennan mannfjölda, óðir og lemja á báða bóga. Tryllingur þeirra er sannaður þarna á þann hátt, er ekki Verður hrakinn og hin snejpulegu bardagalok þeirra sjást einnig fullvel. Það sést einnig, hvernig a. m. k. tveir lögregluþjónar missa alla 'stjórn á sér eins og versti hluti hyítliðaskrílsins. Þá sanna kvik- myndirnar að gasárásin var framkvæmd í því skyni einu, að bjarga hvítliðunum þegar þeir voru komnir í algera sjálf- heldu, afvopnaðir og frá sér af skelfingu. Það er þetta sem Reykvík- 'ingar mega ekki sjá, sannleik- urinn um atburðina 30. marz. Enda er það eðlilegt. Þessi sam- tímagögn hrekja á óvéfengjan- legan hátt það lygakerfi, sem stjórnarliðið hefur byggt upp undanfarinn mánuð með súrum sveita. Þau sanna að yfirheyrsl- urnar og fangelsarnirnar eru ofsóknir og ekkert annað en ofsóknir, að sökudólgana er að finna í hópi hvítliðahna og lög- regluliðsins og þeirra manna, sem æstu þennan lýð til hryðju- verka sinna. Afstaða lögreglustjórans er því mjög vel skiljanleg, þótt hún varpi einnig skýru ljósi á réttarfarið í landinu á því herrans ári 1949. Hitt er s'vo annað mál, hvort lögreglustjór- inn hefur nokkra heimild til að banna kvikmyndasýningar eins og þessar. Að minnsta kosti virðist það ekki samrýmast vel fréttaírelsi í landinu, þótt það Ðrengjaglíma Einar Einaisson vmnm „Siguijóns-skjöldinn" Föstudáginn 29. apríl var háð Drengjaglíma Ármanns í húsi Jóns Þorsteinssonar. Kepp- endur voru 13 og þeim skipt í tvo fl'okka, eftir þyngd. 0rslit urðu þessi: I. flokkur, drengir 60 kg og þar yfir: 1. Einar Einarsson 5 vinningar; 2. Gauti Arnþórs- son 4 virihingar; 3. Yngvi Guð- mundsson 3 vinningar. II. flokkur, undir 60 kg: 1." Baldvin Þórir Þorsteinsson § vinningar; 2. Haraldur Elling- sen 5 vinningar; 3. Kristinn Karlsson 31/* vinningur. Einar Einarsson vann að þéssu sinni Sigurjónsskjöldinn, sem gefinn var af Þórði Helga- syni fyrir mörgum árum. Þátt- takendur voru flestir drengir, sem sótt háfa glímunámskeið félagsins í vetur og sýhdu þeir furðanlega mikla kunnáttu, eft- ir ekki meiri æfingu. Námskeið- ið var að þessu sinni mjög vel 'sótt. Kerinari drengjanna er Þorgils Guðmundsson fr* Reykholti. sé í álgeru samræmi við frelsis- hugmyndir þær sem Banda- ríkjaiepparnir framfylgja. frá Húsgagnaverzlun Austurbæjar h.f Frá og-með deginum í dag, mun verzlunin gera íólki auðveldara að prýða heimili sín með hinum glæsi- legu húsgögnum, sem hún ávallt hefur á boðsíólum, með því að selja húsgögnin OEaON HFBOEGUM 9 Eííirtalin húsgögn eru ávallt íyrirliggjandi: Borðstlof uskápar, margar teg. Bókaskápar, margar teg. Sófasett. Svefnsóffar. Armsóffar Armstólar. Bívanar. Svefnherbergissett. Klæðaskápar, margar teg. Barnarúm, með eða án dýnu. Búmfatakassar. Barnagrindur. Barnabaðker. Barnapúlt. Kommóður, margar teg. Standlampar. Vegghillur. Blómasúlur. Stofuborð. Borðstofuborð. Sófaborð Spilaborð. Eldhúsborð. Útvarpsborð. Innskotsborð. Skrifborð. Bitvélaborð. Borðstofustólar. Eldhússlólar, margar teg. Garðstólar.. Garðsett. Píanóbekkir. Straubretti. Ermabretti. Kamínur. Baðspeglar. Húsgagnaverzlun Ausrurbæjar h.f. Laugaveg 118—Kiapparstíg 26 — Vestuigötu 21 — Símar 4577 — 5867.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.