Þjóðviljinn - 04.06.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.06.1949, Blaðsíða 6
6 ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 4. júní 1949. Stjórnarskrá Framhald af 5. síðu. trú og hollustu. Uppreisniij veiklaði danska konungsvaldið, en var hins vegar mikill pólitísk ur styrkur dönsku lýðræði, þvi að konungur og einveldissinnai' áttu óhægra um vik að streit- ast gegn kröfum lýðræðismann- anna, er öll þjóðin vár vopnum búin og átti í styrjöld fyrir ein ingu ríkisheildarinnar. Þetta var því mikilvægra sem flóðalda byltingarinnar var sem óðast að fjara út á meginlandi Evr- ópu, einkum á Frakklandi og Prússlandi. Uppreisnarástandið í hertogadæmunum veitti þess vegna danska stjórnlagaþinginu nokkur setugrið til að ljúka að fullu við löggjafarstarf sitt á þeim sömu mánuðum, er þýzku þjóðliöfðingjarnir steyptu sín- um ,,marzráðuneytum“ og ráku þingfulltrúana heim til kvenna sinna. Á danska stjórnlagaþing inu voru einnig raddir uppi um það, að fresta skyldi stjórnar- skrármálinu unz deilunum við liertogadæmin væri lokið og full trúar frá Slesvík gætu tekið þátt í þingstörfum. Þetta var ein háskalegasta tilraunin til að gera að engu starf stjórnlaga- \ þingsins og koma stjornar- skránni fyrir kattarnef. Þjóð- frelsismenn og Bændavinir sner ust auðvitað einhuga gegn þessu, og Orla Lehmann særði stjórnlagaþingið við sæ og báru að láta ekki þetta sögulega tæki Danmerkur færi sér úr greipum ganga, ,,svo að vér að minnsta kosti getum bjargað úr þessu syndaflóði byltinganna þeirri sáttmálsörk, er hafi að geyma fyrirheit um hamingju og frelsi framtíðar- innar.“ Það var gifta Danmerkur, að íýðræðissinnum stjórnlagaþings ins tókst að bjarga „sáttmáls- örk byltingarinnar“ — Júnílög- unum — úr klóm þess aftur- halds, er nú fór eldi um alla álfuna. Þingið hóf umræður um álit stjórnarskrárnefndarinnar 26. febrúar 1849 og 25. maí s. á. var heitum og hörðum umræð um lokið og hin nýju stjórnar- lög tilbúin til undirskriftar kon- ungs. Á síðustu stundu virðist Friðrik VII. hafa verið í nokkr- um vafa um, hvort hann ætti að samþykkja stjórnarskrána, en mun hafa látið undan þrábeiðni nánustu vina sinna, þar á meðal ástmeyjar sinnar úr undirstétt, Louise Danner. En margir ráð- gjafa hans hörmuðu það, að konungur skyldi skrifa undir þau lög, er lögðu hornstein að dönsku lýðræði nútímans, og fórust einum þeirra svo orð: ,,Eg mundi með ánægju varpa mér út um gluggann niður í hallargarðinn ef ég gæti með því losað konung við að skrifa undir.“ Tvennt var það einkum, er deilum olli við samningu Júní- laganna: kosningarétturinn og spurningin um það, hvort lög- gjafarþingið skyldi vera einnar málstofu eða tveggja. I þessu efni var um að ræða meginmál allrar þeirrar hreyfingar, er ber nafn byltinganna 1848: inntak og yfirgrip lýðræðisins, hlut fólksins í ávöxtum þeirrar bar- áttu, er alþýðan háði um miðja síðustu öld. Ótti borgarastéttar- og menntamanna þeirra tíma við hinn ruddalega, snauða al- múga í borgum og sveitum var ákaflega ríkur, og um stund leit svo út sem hinn almenni kosn- ingaréttur, er Monrad hafði með herkjubrögðum komið inn í frumdrög stjórnlaganna, yrði skorinn niður við trog. En Vinstrimönnum tókst að vekja slíka mótmælaöldu um land allt gegn afnámi hins almenna kosningaréttar, að meirihluti stjórnlagaþingsins þorði ekki annað en slaka til í þessu efni og samþykkja almennan kosn- ingarétt, eins og það hugtak var skilið á þeim árum. En til þess að afstýra „öfgum lýðræð- isins“ var danska ríkisþinginu skipt í tvær málstofur, Þjóðþing og Landsþing. Allir karlmenn,er náð höfðu þrítugs aldri og voru hvorki hjú né sveitarlimir, höfðu kosningarétt til þjóðþings ins. Sami. kosningaréttur gilti til Landsþings, en kosningar til þess voru tvöfaldar, þ. e. frum- kjósendur kusu kjörmenn og kjörmenn þingmenn, en kjör- gengi til Landsþings var miðað við 40 ára lágmarksaldur og 1200 ríkisdala árstekjur eða 200 rikisdala skatt. Á þessa lund liugðust feður Júnílaganna tryggja hinni nýju skútu þá kjölfestu íhaldsseminnar, er vera yrði innan borðs, ef fleyið ætti ekki að fara í kaf. Samkvæmt Júnílögunum var þingbundin konungsstjórn sett á stofn í Danmörku, þar sem konungur og ríkisþing fóru með löggjafarvald í sameiningu. 30. gr. stjórnarskrárinnar gaf kon- ungi þó aukið löggjafarvald, er síðar reyndist hættulegt lýð- ræði landsins, svo sem kom fram á dögum Estrups. Sam- kvæmt þeirri grein hafði kon- ungur leyfi til að gefa út bráða birgðalög milli þinga, og var purkunarlausum ríkisstjórnum með því fengið háskalegt vopn í hendur. Hins vegar tryggði ríkisþingið sér rétt til að koma saman til fundar fyrsta mánu- dag í október ár hvert, ef kon- ungur hefði ekki áður kvatt þing saman. Bæði i þessum atr- iðum sem ýmsum öðrum má greinilega kenna hinna pólitísku átaka lýðræðismanna og ein- veldissinna í Danmörku á þeim tíma, er lýðræðið bar víðast ann ar staðar skarðan hlut frá borði. Þegar allra aðstæðna er gætt, má það furðulegt teljast, hve miklu hin frjálslynda treyf ing Danmerkur gat bjargað úr hinu almenna skipbroti bylting- anna 1848. Innnan ramma stjórnarskrár- laganna frá 5. júní 1849 hefur dönsk lýðræðisbarátta verið háð allt fram til þessa dags. Á grundvelli hins almenna kosn ingaréttar, sem Júnílögin viður- kenndu og lögfestu, hefur dönsk alþýða sótt fram til æ víðtækari mannréttinda, efna- hagslega og pólitískra, og þótt lífið fari oft hörðum höndum um anda . laganna og bókstaf, þá hefur hver dönsk kynslóð funaið, er hún stóð fyrir fram- an kjörborðið, að á þeim stað var hver Dani öðrum jafn. Júní- lögin voru fyrsta staðfesting þessa jafnréttis. Þessa júnídaga mun danskur æskulýður kynda bál um land sitt allt til að fagna aldargömlu pólitisku frelsi Danmerkur. Okk ur íslendingum er ekki eins ljúft, heldur skvlt að fagna með þeim. Við neituðum því að vísu jafnan, að Island heyrði undir Júnílögin, að stjórnar- skrárjög Dana væru Islending- um lög. Við kröfðumst jafnan íslenzkra júnílaga. En engu a’ð síður var pólitísk frelsisbar- átta Dana á 19. öld snar þáttur í okkar eigin baráttu. Frammi fyrir hinu danska konungsvaldi krpfðust íslendingar jafnan sama réttar og Dönum var veitt ur, við vildum ekki vera horn- rekan í Danaveldi, og því varð hver sigur lýðræðisins í Dan- mörku hvatning til Islendinga um aukinn íslenzkan rétt. Á þá lund tvinnuðust saman örlög beggja þjóða Islendinga og Dana. En nú hafa leiðir skilizt. Skilnaður Danmerkur og Is- Framhald á 7. síðu. SUÐUSLMIDSBKAUT sími 80430- I dag tekur Iiin nýja afgreiðslustöð vor við Suðnrlandsbraut tiS síarfa að fullu. Benzínafgreiðsla ’fM 'ínv ■ Smurningsstöð 1 l> II Þvotta- og Bónstöð Sækjum 09 sendum, eí óskað er. Hvergi hetri afgreiðsliiskilyrði. Fyrsta fíokks vinna. Fulíkomið Iireinlæti. Aherzla Kigð á vandvirkni. Reyni § viðskiptín. H.F. rSHILL“ á ÍS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.