Þjóðviljinn - 12.06.1949, Síða 6
mi
6
ÞJÓÐVILJINN - Simnudagur 12. júni 1949L
* I<m IiiVi ■■■■ nimn li >1 i'i >' IIII IIII ÍI • !■«———■———Im ..........'‘"'"VU1/.11 1 1''*■* 1 .. 45'^V^f‘Í"*'’
T
Island og Franco-Spánn
Jslendingar eru lýðræðissinn-
uð og friðsöm þjóð. Þegar
ísland gekk í alþjóðasamtök
Sameinuðu þjóðanna vonaðist
þjóðin til, að okkar litla lóð
yrði á þeim vettvangi ævinlega
lagt í metaskál lýðræðis og
frelsis. Engum Islendingi datt
í hug, að við gætum ráðið
miklu um gang alþjóðamála, en
jafn atkvæðisréttur allra þjóða,
stórra og smárra, á þingi SÞ,
^agði okkur í hendur vald og
ábyrgð. Draumur allra Islend-
inga var, að við mættum bera
gæfu til að beita því valdi
þannig, að þrátt fyrir smæð
okkar áynnum við okkur virð-
ingu allra góðra manna með
eindregnum stuðningi við mál-
stað lýðræðis og friðar, sem SÞ
voru stofnaðar til að vernda.
Því miður hafa þessar vonir
brugðizt. Æðsta vald í íslenzk-
um málum, og þá um leið yfir
framkoma fulltrúa okkar á al-
þjóðavettvangi, hefur komizt í
hendur spilltrar og óhlutvandr-
ar sérhagsmunakliku, sem hef-
ur sett hvern blettinn öðrum
svartari á þjóðarheiður okkar.
takanlegast var nafn og
virðing Islands dregin í
svaðið á síðasta þingi SÞ í New
York, er Thor Thors var látinn
greiða atkvæði með því að SÞ
afturkalli fordæmingu sína á
fasistastjórn þeirri, sem nú hef
ur í áratug kúgað spönsku þjóð
ina. Hver Islendingur hlýtur að
roðna af blygðun, við að sjá,
i hvaða félagsskap fulltrúi Is-
lands var við þessa atkvæða-
'greiðslu. Þarna var í raun og
veru greitt atkvæði með eða á
móti fasismanum, fulltrúarnir á
þingi SÞ sýndu með afstöðu
sinni í þessu máli hver aivara
ríkisstjórnum þeirra er, þegar
þær við hátíðleg tækifæri gefa
innfjálgar yfirlýsingar um holl-
ustu sína við lýðræði og þjóð-
frelsi. Þarna lögðu blessun sína
yfir blóði stokkinn glæpafélaga
Hitlers og Mussolinis fulltrúar
tólf einræðisríkja í Suður-Amer
íku, meðal þeirra fulltrúar
nokkurra herforingja- og fas-
istaklíkna, sem nýverið hafa
með ofbeldi og aðstoð banda-
rísks peningavalds steypt af
stóli þjóðkjörnum lýðræðis-
stjórnum í löndum sinum. I
annan stað veittu Franco að
málum Arabaríkin sex, sem fyr
ir rúmu ári fóru með árásar-
stríði á hendur Israelsríki, Lest
ina ráku önnur fasistaríki eins
og Grikkland, Tyrkland og
Thailand. Og svo auðvitað
ÍSLAND, eina Evrópuríkið í
þessari fylkingu auk lands af-
tökusveitanna og fjöldamorð-
anna, Grikklands. Bandaríkja-
stjórn sem stóð að baki tilraun
þessari til að hvítþvo Franco-
t stjórnina, vildi sjálf hvergi
| nærri skítverkunum koma opin
j berlega en atti á foraðið auð-
; sveipustu leppum sínum, þar á
■ meðal leppunum í hvíta húsinu
f við Láekjartorg.
' ilraunin til að ógilda for-
dæminguna á Franco-stjórn
inni mistókst, en ríkisstjórn Is-
í Jands lét það ekki á sig fá.
:o Hún útnefndi sendifulltrúa i
í Madrid og þverbraut þar með
‘ þá samþykkt SÞ, sem henni
hafði ekki tekízt að fá hrundið.
Allt tal um, að þeir sem for-
dæma þetta hneyksli vilji ekki
verzla við Spán er tilraun til
að draga athygli frá kjarna
málsins. Það er ekki um það
rætt hvort eigi að verzla við
Spán eða ekki, heldur hitt,
hvort Islendingum sé það sam-
boðið að rjúfa samþykktir al-
þjóðasamtaka sem þeir teljast
til, eftir fyrirskipun fasistísks
einræðisherra suður í Madrid.
Stjórnarflokkarnir þrir setja
auðsjáanlega þjónustu við skip
anir Francos öllu öðru ofar.
Þeir finna til skyldleikans.
Bjarni Benediktsson viðurkenn-
ir sjálfur í Morgunblaðinu, að
allt sé í óvissu um viðskipti við
Spán. Hann hefur því ekki einu
sinni selt sóma Islands fyrir
blóðappelsínur, heldur fleygt
honum fyrir borð af einskærri
löngun til að fylla flokk fas-
ista á alþjóðavettvangi.
átt varpar jafn skýru ljósi á
alger svik Alþýðuflokksfor-
ystunnar íslenzku við allt sem
á skylt við lýðræði og sósíal-
isma, og að hún skuli hafa for-
ystu fyrir ríkisstjórn, sem veit-
ir hinum spönsku verkalýðs-
böðlum alla þá hjálp, sem hún
megnar, á þingi SÞ. Svo djúpt
eru ekki einu sinni hægrikrat-
arnir í öðrum Marshalllöndum
sokknir. Meðan umræður stóðu
yfir á þingi SÞ um afstöðuna
til Spánar samþykkti alþjóða-
ráðstefna sósíaldemókrata í
Hollandi mótmæli gegn tillög-
unni um að afturkalla fordæm-
inguna á Franco-stjórninni. I
„Arbejderbladet" málgagni
norsku sósaldemókratastjórnar-
innar, birtist um sama leyti
ritstjórnargrein, sem gæti virzt
stíluð beint til íslenzka „bræðra
flokksins." Þar segir: „Við eig-
um að gæta grundvallaratriða,
sem við verðum að virða og
halda í heiðri. Fyrst og fremst
vegna okkar sjálfra en einnig
vegna allra þeirra, sem verða
að þola órétt og kúgun. Kvala-
ópið sem rís upp frá spönsku
þjóðinni — heimafyrir og er-
lendis — kemur okkur öllum
við. Við höfum skyldur og rétt-
indi. Og ábyrgð, sem við getum
ekki hlauþizt frá — nema
svíkja tiip leið sjá'lfa okkur og
frelsishugsjónir okkar." Þarna
er dómur norskra sósíaldemó-
krata um forystumenn íslenzka
„bræðraflokksins," þeir hafa
gerzt opinberir svikarar við
frelsishugsjónir sósíalismans
með því að hlaiiþa undir bagga
með böðlum spanskrar alþýðu.
M. T. Ó.
EVELYN WAUGH:
41. DAGUR.
KEISARARIKIÐ AZANIA
ASM. JONSSON
þýddi.
Basil hafði árangurslaust eytt hálfum deginum
i að reyna að sannfæra keisarann um, að þetta
byggingarlag ætti ekki við í hitabeltislöndum.
Hann var nú að gera nýar áætlanir með f jármála-
sérfræðingnum um hindrunarráðstafanir, þegar
hurðin þeyttist allt í einu upp á gátt, og hertog-
inn af Ukaka kom æðandi inn.
„Hafðu þig út, Youkoumian," sagði hann, „ég
þarf að tala við meistarann.“
„Já, já, hr. herforingi, ég skal fara. Afsakið.“
„Bull. Hr. Youkoumian er fjármálafulltrúi
ráðuneytisins, og ég æski þess ákveðið, að hann
sé viðstaddur viðræður okkar.“
„Eg, hr. Seal? Eg á ekkert vantalað -við her-
foringjann."
„Eg æski þess að þér verðið viðstaddur."
,,Út,“ sagði hertoginn og hreyfði sig ógnandi
í áttina til hans.
„Ó, afsakið mig, herrar mínir,“ sagði hr. Youk-
oumian og þeyttist út um dyrnar og inn á skrif-
stofu sína.
Það var vinningur fyrir Connolly.
,Eg sé, að jafnvel þessi litli svartkámugi labba-
kútur er svo skynsamur að fara af skónum.“
Annar vinningur fyrir Connolly.
En í eftirfarandi samtali stóð Basil sig vel.
Herforinginn byrjaði: „Fyrirgefið, að ég varð
að henda fíflinu út — ég þoli ekki daiminn af
honum. Jæja nú skulum við spjalla svolítið sam-
an. Hverskonar helvítis þvættingur er þetta eig-
inlega um stígvél ?“
„Mér finnst dagskipan hans hátignar ákaflega
auðskiljanleg.“
„Hinar ljósgrænu buxur hans hátignar. í guðs
bænum, stígðu niður af þessum háhesti, gamli
minn, og hlustaðu á mig. Andskotinn hafi að ég
gefi fimm aura fyrir þessa nýskipan ykkar. Ann-
ars kemur það mér ekkert við — mér stendur ná-
kvæmlega á sama um, þó þið setjið hverja ein-
ustu negrahræðu í öllu landinu við að leysa kross
gátur — en ég vil engin afskipti eða fiflalæti með
mina menn. Ef þið reynið að koma stígvélum á
lappirnar á hermönnunum, þá verða þeir orðnir
draghaltir eftir tvo daga. Heyrðu mig nú — það
er engin skynsamleg ástæða til að við förum að
ybbast nokkuð út af þessu. Eg er búinn að vera
svo lengi héma í landinu, að ég sé í gegnum
fyrirætlanir hr. Youkoumians. Það hefur verið
aðalatvinnan hér í Debra-Dovv eins lengi og ég
man, að selja stjórninni skran og skít. Mín vegna
megið þið svo sem skara eld að ykkar köku eins
og aðrir. En heyrðu nú — með því að gefa jám-
brautarstarfsmönnunum bendingu, get ég séð
um, að Sakyamir ræni lestina og steli allri stíg-
vélasendingunni. Þið fáið skaðabætur, fyrir —
skipunin fellur í gleymsku, og það bíður enginn
tjón við það. Eigum við að koma þessu svona
fyrir?“
Basil hikaði drykklanga stund við að taka á-
kvörðun, sem var örlagaríkari en báða grunaði.
Herforinginn settist kumpánalega á borðshomið
og sveigði stafinn sinn á hnénu. Það var vin-
gjarnlegur sannfæringarsvipur á andliti hans.
Basil hikaði. Var það einhverskonar ættgeng
yfirburðatilfinning, sem orsakaði stíflyndi hans?
Eða var það sært stómennskubrjálæði, vegna
þess, að hr. Youkoumian hafði læðst svo bljúgur
út á sokkunum?
„Þér hefðuð átt að gera gagnráðstafanir yðar
fyrr,“ sagði hann. „Tónninn í fyrstu orðsendingu
yðar gerði mér ókleyft að ræða málið við yður.
Stigvélin verða send hermálaráðuneytinu í næstu
viku.“
„Þér eruð ungur andskotans grasbítur,“ sagði
Connolly og fór.
Þegar dyrnar opnuðust, hörfaði hr. Youkoum-
ian frá skráargatinu. Herforinginn strunsaði
framhjá honum.
„Ó, hr. Seal — hversvegna í andskotanum vilj-
ið þér komast í klandur við hann, ha ? Hvað segið
þér um, að ég hlaupi á eftir honum og gangi frá
þessu, ha?“
„Keraur ekki til mála að þér gerið það. Nú
höldum við tafarlaust áfram með fyrirætlanirnar
um alþýðuhátíðina.“
„Ö nei, nei, hr. Seal. Það var aldrei ætlunin a5
lenda í illdeilmn við hann.“
Fréttin um þetta ósamkomulag fór eins og eld-
ur í sinu um borgina. Það var fyrirtaks efni í
slúðursögur. Hinir rúmlega tuttugu njósnarar,
sem ýms hagsmunasamtök höfðu í keisarahöll-
inni, komu fréttinni í sendiráðin og verzlanirnar,
hlaupari færði jarlinum af Ngumo fréttina,
Svarta Meri sagði hárgreiðslustúlkunni sinni
hana, bankaritari sagði bankastjóranum hana,
og bankastjórinn sagði biskupinum hana. Hr.
Youkoumian skírði frá atburðinum með tilheyr-
indi handapati í barnum í L’Empereur Seth, Conn
olly skýrði Fjodor fursta frá því krossbölvandi í
Le Perroquet og innanríkismálaráðherrann útbás
únaði með miklu hugmyndaflugi vanskapaða út-
gáfu af því í hópi ungra stúlkna frá helztu fjölJ
skyldum borgarinnar. Um kvöldið var ekki til
svo vesælt hreysi í Debra-Dowa, að málið væri
ekki rætt frá öllum hliðum og í einstökum atrið-
um við kvöldborðið.
, Þetta er leiðinlegt," sagði sir Samson Court-
eney. , Eg býst við, að það hafi þær afleiðingar,
að þessi Seal venji komur sínar hingað oftar en
áður. Fyrirgefðu, Prudence — hann er sjálfsagt
ágætis maður, en meinið er, að mér getur aldrei
hugkvæmzt iieitt að segja við náungann, því á-
hugamál okkar eru svo sundurleit — hann talar