Þjóðviljinn - 28.06.1949, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.06.1949, Qupperneq 1
Kolaverkfall. Algjört verkfall hófst í gæn í kolanámum. Ástralíu. Krefj- ast námumenn stytts vinnu- tíma og hækkaðs kaups. Ströng kolaskömmtun hefur verið tek- in upp í landinu vegna verk- fallsins. Ivarp fsá Al^éðasaznbandi veskalýðsíélaga: „Verkalýðseining er nú nauð synlegri en nokkru sinni fyrr í tilefni af öoru þingi sínu, sem hefst í Mílanó á ítalíu á morgun, hefur Alþjóðasamband verkalýðs- félaga gefið ut ávarp til vinnandi manna og kvenna um heim allan. if I ávarpinu segir m. a. „Ann- að Alþjóðasambandsþingið verð ur tákn um einingu alls félags- hundins verkalýðs án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, stjórn málaskoðana eoa trúarbragða. Nú þegar raunveruleg hætta er á að menn lifi upphaf nýrrar heimsstyrjaldar og' nýja efna- hagskreppu, er eining verkalýðs ins nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr. Einungis með því að sameina krafta sína geta verka- menn varið brýnustu hagsmuni sína, rétt sinn til vinnu og þær félagslegu fratnfarir, sem átt hafa sér stað. Einingin er einn- ig nauðsynleg til að verkamenn geti veitt hverjir öðrum gagn- kvæma, bróðurlega hjálp í starfi sínu. '* Klofnitig stundar- fyrirbrigði Um klofninginn, sem hægri- sinnaðir forystumenn verka- lýðsfélaga I Bretlandi og Banda ríkjunum eru að reyna að stofna til í röðum heimsverka- lýðsins, til að þóknast verstu ó- vinum verkalýðshreyfingarinn- ar segir í ávarpinu: „Alþjóða- samband verkalýðsfélaga lítur á það sem stundar fyrirbrigði, að nokkur verkalýðsfélaga sam- bönd hafa sagt sig úr samtök- unum og fulltrúar þeirra, sem eru meðlimir í framkvæmda- nefnd Alþjóðasambandsins, gegna ekki iengur skyldustörf- um sínum. Alþjóðasambandið leggur til, að þeir sem hafa kvartanir, gagnrýni og athugn- semdir fram að færa, mæti á þinginu, svo að þeir geti notið réttar síns að sýna fulltrúum frá verkalýðsfélögum alls heimsins óskir sínar um að efla' alþjóðlega einingu verkalýðsins og að þroska starfsemi Alþjóða sambandsins. Tsaidaris myndar stjóra Tsaldaris, foringi grískra konungssinna, myndaði nýja stjórn í gær, eingöngu skipaða flokksbræðrum sínum. . Sjálf- ur er Tsaldaris forsætis-, utan- ríkis- og hermálaráðherra. Fjórveldaviðræð- uríBerlín Að frumkvæði yfirforingja sovétsetuliðsins í Berlín koma setuliðsstjómir hernámsveld- anna saman á fund þar í dag. Ræða þeir framkvæmd fyrir- mæla utanríkisráðherrafundar- ins í París um ráðstafanir til að draga úr óþægindum af á- framhaldandi klofningu Þýzka- lands. Ku Klux Klan veður uppi Bandaríski leynifélagsskap urinn Ku Klux Klan veður nú uppi í Suðurríkjun- um sérstaklega Alabama. Þar hafa menn í hvítum kuflum og með grímur fyr- ir andliti brotið upp hús fólks á næturþeli og mis- þyrmt því. Dómstólar og lög- regla fást ekki til að gera neitt til að vernda fólk gegn jfbeldi Ku Klux Klan. Ná- lægt Birmingham, Albama, var lasburða kona barin af hvítklæddum grímumanna- múg, sem hótaði að brenna hana lifandi ef hún léti „ó- siðsemi” áfram viðgangast í húsum sínum. í sama bæ var veitingamanni misþyrmt fyr- ir að afgreiða bæði hvíta menn og svertingja. Þriðja konan var dregin út úr híisi sínu á næturþeli ásamt dætr- um sínum 16 og 18 ára og barin til óbóta af hópi grímu manna. Samsteypa áfram í Beriín Unga stúlkan á myndinni heldur á ein'um af bókamiðum Menn- ingar- og fræðslustofnunar SÞ. Miða þessa geta menn keypt fyrir gjaldeyri síns eigin lands og keypt síðan fyrir þá bækur frá hvaða Iandi sem er. Miðamir hafa verið gefnir út til reynsiu i í nokkrum löndum á þes$u ári. Úrslit í þh.jjkosningunum í Belgíu urðu þau, að í fulltrúa- deildinni fengu kaþólskir 104 pingsæti (höfðu' 92), Sósíal- iemókratar 66 (69), frjálslynd r 30 (17) og kommúnistar 12 (23). 1 öldungadeildinni fengu kaþólskir hreinan meirihluta. Stjórn Spaaks sagði af sér í gær, en talið er víst, að ný samsteypustjórn verði mynd- Hafnarverkfall í London 1 gær gerðu 7000 hafnar- verkamenn i London á ný verk- fall í samúðarskyni við kana- diska sjómenn. Höfðu útgerðar- menn strax rofið samning við sjómennina, sem gerður var sl, föstudag. 1 dag verður haldinn útifundur í London til að á- kveða, hvort allir hafnarverka- menn í borginni skuli leggja niður vinnu, ^ . Kreppa vofir yfir Bretum „■, s * •***■■ 5) § Útfluiningur til Bandaríkjanna minnkar ört j Bretland virðist ætla að verða fyrsta Vestur-Evrópu- landið* sem alvarlega fær að kenna á afleiðingum kreppunn- ar í Bandaríkjunum. Útflutningur frá Bretlandi til Bandaríkjanna hefur dregizt ört saman undanfarnar vikur vegna kreppunnar. New York Times segir, að dollaraskortur Breta sé orðinn svo tilfinnan- legur, að til reglulegra vand- ræða komi í næsta mánuði, jafn vel svo minnka þurfi matar- skammtinn í Bretlandi og draga úr innflutningi hráefna, sem myndi þýða lokun brezkra verksmiðja. 1 viðræðum undanfarið um greiðsluáætlun milli Marshall- landanna í Evrópu hefur Sir Stafford Cripps fjármálaráð- herra Bretlands, hafnað öllum kröfum Frakka og Belga, sem studdar hafa verið af Banda- ríkjamönnum, að gera ster- lingspundaupphæðir þær, sem Bretar lána öðrum Marshall- löndum, yfirfæranlegar í doll- ara. í gær var talið, að Banda- ríkjamenn hafi borið frarn miðlunartillögu um að gera upphæðirnar yfirfæranlegar í hvaða Vestur-Evrópumynt, sem er, en ekki í dollara, Verðfall á kauphöllinni í London hélt áfram í gær. Rík- isskuldabréf féllu sérstaklega mikið í verði. Síðustu níu daga hefur verðfallið numið hundr- uðum milljóna sterlingspunda. Verðfallið er skýrt með almenn um ótta við yfirvofandi kreppu í auðvaldsheiminum. Snyder, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, er væntanleg- ur til Evrópu á næstunni. Heiin sækir hann höfuðborgir helztu Marshalllandanna. Þótt það sé borið til baka í Washington gengur þrálátur orðrómur um, að Snyder ætli að fylgja eftir bandarískum kröfum um geng- islækkun í Marshalllöndunum, Sigurjónskan og farmennirnir Samningar Sjómannafélags Reykjavíkur á kaupskipa- flotanum voru sem kunnugt er útrunnir 1. júní s.l. Far- mennirnir hafa því brátt verið samningslausir í heilan mánuð, án þess að stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur liafi nokkrar ráðstafanir gert til þess að knýja fram kjarabætur með nýjum samningum í tæka tíð. Það er á almanna vitorði að Sigurjón & Co. sögðu samningunum upp sárnauð'ugir, entla allt kauphækkunarbrölt í beinni aiulstöðu við húsbændur þéirra í ríkisstjórninni. Mcining Sigurjóns og þeirra félaga var að fá einhverjar smávægi- legar lagfæringar á gamla samningnum án þess að mik- ið bæri á og umfram allt án „verkfallsbrölts.“ En þeg- ar til átti að taka, neituðu stópaeigendur að ræða við Sigurjón og Sæmund, nema þeir liefðu samningsumboð frá sjómönnam og sú hætta útilokuð að sjómenn gætu fellt væntanlegt „samnkomu!ag“, sem Sigurjón og Sæmundur gengju inn á. Þessa reynslu fengu útgerðar- menn í vetur í togaradeilunni, þegar sjónienn litu ekki við því samingsuppkasíi, sem „foringjarnir“ í landi liöfðu gengið inn á og mælc með við sjómenn. Þess vegna hefur stjórn S. R. loks nú síðustu daga orðið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um lieimild til vinnustöðv- unar, en jafnframt beðið um samningsumboð fyrir stjómina. M. ö. o. Sigurjónarnir hafa mánuði of seint fullnægt einföldustu formsatriðum til þess að samningar geti liafizt og sjómenn vinna samningslausir í heilan mánuð og hver veit livað lengi, fyrir handvömm og læpuskap Sigurjóns & Co. Rétt er að það komi fram, að þetta eru mennirnir, sem sjálfir telja sig eina hafa reynzlú og þekkingu á verka- lýðsmálum og eru drýldnir yfir. En vissara mun fyrir sjómennina á kaupskipaflotanum að veita Sigurjóni og félöguin iians nokkurt aðhaltl í samningun'um, ef dæma má af fyrri franimistöðu þeirra í samningum um kjör sjómanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.