Þjóðviljinn - 20.07.1949, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.07.1949, Blaðsíða 3
Miðvikudagur s 20. júli . 1949. j gfi•. A ' u ÞJOÐVHJINN 9 r^* Kosnlngasfigrar Sósíalistaflokksins 1945 gerbreyttu þróun stjórnmólanna á Islandi Alþýðan riðlaði fylkingu afturhaldsins með því að margfalda fylgi Sósíalista f I okksi ns „Sagan endurtekur sig“, sagði einn helzti stjórnmála- leiðtogi þeirrar kynslóðar, sem nú er að kveðja. Það er oft gaman að rifja upp í ljósi þess spakmælis nokkur atriði úr sögu þessa áratugs. 1940 lýstu allir þrír núver- andi stjórnarflokkar, Ihaldið, Framsókn og Alþýðuflokkurinn, því hátíðlega yfir á Alþingi að Sósíalistaflokkurinn væri óal- andi og óferjandi, það væri ekki hagt fyrir hina fínu og heiðarlegu þjóðstjórnarþing- menn svo mikið sem að tala við þingmenn slíks flokks, hvað þá að hafa samstarf við þá. 1942 voru þessir þrír flokk- ar orðnir svo hræddir við fólk- ið í komandi kpshingum að stjórnarsamsiarf þeirra sprakk. Þeir höfðu allir staðið saman að þrælalögunum, sem sett voru gegn verkalýðsfélögun- urn 1939, -í- en þegar íhald og Framsókn sameinaðist um gerðardómslögin í janúar 1942, þorði Alþýðuflokkurinn ekki að draslast með þeim lengur, eft- ir að hafa þó gert allt hvað hann gat til að hindra kaup- hækkunarbaráttu verkamanna. Stjómarsamstarf afturhalds- fylkingarinnar var rofið fyrir kosningar 1942. Meining þjóð- stjórnarliðsins var að skríða saman aftur um kaupkúgunar- ákvæði að afloknum kosning- um. En þá kom fólkið til skjal- anna og sagði sitt orð við tvennar kosningar á því ári. Sósíalistaflokkurinn kom þrefalt sterkari út úr síðari kosningunum en hann hafði farið inn í þær fyrri. Kjósendur landsins ger- breyttu allri stjómmálaþróim á Islandi með þeim kosninga- sigrum, sem þeir veittp Sósíal- istaflokknum. Verkalýðuririn og aðrir laun- þegar höfðu gert sér ljóst, eft- ir áð gerðadómslögin vom sett, Lansar stöður hjá Keykjavíkurbæ Eftirfarandi stöður hjá Reykjavíkurbæ eru hér með auglýstar til umsóknar: 1. Forstöðustarf Hvítabandsspítalans. 2. Aðstoðarstarf í skrifstofu borgarstjóra. (sérstaklega vélritun og fjölritun). Laun fara eftir launasamþykkt.Reykja- víkurbæjar. Umsóknum um stöður þessar sé skilað til skrifstofu borgarstjóra. í Austurstræti 16' fyrir 7. ágúst n. k- Borgarstjórinn í Reykjavík í sumarleyfinu eru Riddarasögurnar bezta og ódýrasta skemmtunin. íslendingasagnaútgáfan Túngötu 7. — Sími 7508. að þessi kúgnnarlög varð að ,,uppreisn“ og „skæruhernaði“! brjóta á bak aftur með tvenns- konar rácl^stöfunum: með ,,skæmhernaði“ gegn þeim í banni laga, — og með pólitísk- um sigri á Alþingi, til þess að knýja fram afnám þerra. — Og verkalýðurinn sigraði með því að beita báðum aðferðun- t um. Með kosningasigrum Sósíal- istaflokksins 1942 var enn- fremur valdahlutföllunum milli höfuðstéttanna í landinu ger- breytt á Alþingi: Alþýðan var orðin vald, sem að kvað á Alþingi. Auðmanna- stétti-' var ekki lengur alráð sem áður, ->v <? w: t. ^; Tl Endurbóta- og nýsköpunar- tímabilið 1944-’4ó, þegar al- I I . '. ! j . ‘ ' ’ . i . *. þýðan knýr fram stórkostleg- u&tu umbætur og atvinnulegar framfarir, sem orðið hafa á íslandi, er bein afleiðing af kosningasigmm sósíalist^- flokksins 1942. Launalögin 1945, þessi endurbót, sem starfsmenn ríkisins höfðu beð- ið eftir svo lengi, — Nýju al- þýðutryggingalögin, — nýju kauphækkanimar, — skólalö'j- gjöfin, — löggjöf um útrým- ingu heilsuspillandi íbúða, o. s. frv. — allt vom þetta ávextir af kosningasigrum alþýðunnar 1942. Eftir kosningarnar 1946 héldu hinir gömlu, útlifuðu og spilltu þjóðstjómarflokkar auð- valdsins íslenzka að fólkið væri nú búið að gleyma ávirðingum þeirra, fyrst það gaf þeim ekki nýja áminningu í kosningunum 1946. Þeir skriðu því saman á ný eftir þær kosningar og hafa síðan stritazt við að rífa eins mikið niður og þeir hafa þorað af umbótum og kjarabótum tímabilsins 1942-’46. Þeir halda nú að þeir geti leikið aftur sama gamla sjón- leikinn. Þeir gefa út hlægilegar yfir- lýsingar, sem enginn tekur mark á. Þeir dubba upp Grýlu sína og gleyma nú hve útjösk- uð hún er. Þeir setja þrælalög, — binda vísitöluna við 300, — og lýsa yfir með gorgeir að allir þeir séiu glæpamenn, sem brjóta á móti kúgunartilraunum þeirra! Og — þegar nær dregur kosningum — verða þeir svo hræddir á ný! Og nú er það ekki bara Alþýðuflokkurinn, sem er einkum dauðhræddur við kjósendur út af launakúg- uninni. Nú er helmingurinn af Ihaldinu það einnig — og lileypur til, af ótta við fylgis- tap til Sósíalistaflokksins, á síðustu nóttu Alþingis að 'hækka við starfsmenn ríkisins — og hækka enn meir, þegar Svo halda þeir að með því að að tvístrast fyrir kosningar, — haustið 1949 eða vorið 1950 — geti þessir stjómarflokkar komist hjá þeim þyngsta á- fellisdómi, sem nokkrir stjóm- arflokkar enn hafa fengið á íslandi. Þeir halda að þeir geti svo tekið höndum saman til að framkvæma gengislækkun og kaupbindingu að loknum þessum lcosningum! En þjóðin þekkir ráð til að refsa þeim svo það dugi: Að veita Sósíalistaflokknum aftur slíka sigra sem 1942. Hvíldarvika Framhald af 8. síðu. Mæðrastyrksnefndinni er það vel ljóst, að enginn þarfnast frekar hvíldar og upplyftingar en eimitt þessar konur, sem alltaf eiga langa starfsdaga að baki, og það er til þess að gefa þessum mæðrum kost á sumar- dvöl, — þó ekki sé um að ræða nema eina viku, að hún hefur gengist fyrir hvíldarviku mæðra og einstæðingskvenna. Vikan mun í þetta sinn verða haldin að Þingvöllum dagana 29. ágúst-4. sept. að öllu for- fallalausu. Það er einlæg ósk nefndarinn- ar, að sem flestar konur fái að njóta þessarar hv'Idarviku, en þar sem ekki er um ótakmark- að pláss að ræða, munu þær konur ganga fyrir — að öðru jöfnu, sem ekki hafa dvalið áð- ur á vegum nefndarinnar. Um- sóknir ættu að koma heldur fyr en síðar til skrifstofu nefndar- innar í Þingholtsstræti 18, sem er opin alla virka daga frá kl. 3-5 e. h. The Shell Petroleum ðompðny byggir eina stærstu olíuhreinsuitarsiöi Evrópu ! Frá h.f. Shell á Islandi hefur Þjóðviljánum borizt eftirfarandi:............. I dag, 20. júlí, taka til starfa í Stan-low í Bretlandi verk- smiðjur, sem framleiða munu ýms kemísk efni úr olíum. Vcrksmiðjur þessar, sem eru eign The Shell Petroleum Company Ltd., munu hafa kostað vun fjórar milljónir punda, og eru hluti af áætlun, sem Shell hefur á prjónunum að byggja í Stanlow olíuhreins- unarstöð, sem verða mun ein stærsta og fullkomnasta í sinni röð í Evrópu. Er endanlegt kostnaðarverð áætlað £20 millj. og afkastagetan 3J4 milljón tonn á ári. Enda þótt olíur unnar úr jörðu hafi verið og muni í framtíðinni verða not- aðar að langmestu leyti til brennslu, sem orkugjafi fyrir hvers konar vélar, hefur fram- leiðsla á ýmsum kemiskum efn- um úr olíu aukizt gífurlega bæði að magni og fjölbreytni, Að telja upp framleiðsluteg- undir verksmiðjanna væri of langt mál, því þær skipta hundruðum, en geta má þess að- þarna verða framleidd ýmis upplausnarefni fyrir málning- árLðnaðinri' og skyldan iðnað, efni í snyrtivörur og fleira. Einn stærsti liður framleiðsl- unnar verður á efni sem Teepol nefnist, en það er fljótandi sápulögur', á^m imninn 'fer úr olíum. Framíéidd verða af efni þessu 50.000 tonn á ári, en ráðgerð aukning er upp í 75 þús. tonn. I sambandi við opnun verk- smiðjanna hefur Shell gefið út bók er nefnist „Britain’s New Industry, Stanlow 1949“, sem send hefur verið víða um lönd til fréttastofa og blaða. 1 niður- lagi að formála fyrir bók þess- ari, sem ritaður er af Sir Stafford Cripps, kemst ráð- herrann að orði á þessa leið: ,,Það lilýtur því að vera hvatn- ing fyrir okkur öll að sjá hinar einkum hin síðari ár. Á þessu inýju framkvæmdir, sem verið símamenn síðar hóta annars sviði hefur Shellfélagið ávalt verið í fremstu röð og hafa rannsóknarstofur félagsins í Bretlandi, Hollandi og Ban^a- ríkjunum lagt drjúgan skerf til þeirra nýjunga, sem fram hafa komið. Opnun hinna nýju efnaverk- smiðja Shell í Stanlow er tal- inn mikill viðburður í fram- leiðslumálum Breta, sem liðrir í því mikla átaki, sem nú stend- ur yfir, í verzlunar og útflutn- ingsmálum landsins. Er talið að efnaverksmiðjur þessar ein- ar muni spara Bretum fimm milljónir dollara á ári auk þess sem þær munu létta á dollara- þörf ýmissa annara Evrópu- þjóða. hafa á döfinni í Stanlow síð- ustu mánuðina, og við kunnum að meta að það er ekkerf Lát á framtaki Shellfélagsins“. inimiiimiMiiimmiiiiimiiiumuiÞ» Til i Uggwr leiðiu liiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiimiiiiiiii

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.