Þjóðviljinn - 20.07.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.07.1949, Blaðsíða 6
ó ■ ii % Ri3 *' •3‘. -----...........-----:,■ ~ ,,Solidarity Jolidary for ever, r> The union makes us strong". (Samheldnin að eilífu, sam- tökin gera oss sterka) seg- ir í einum vinsælasta baráttu- söng brezkra verkamanna. Sú dýrmæta reynsla, sem hann túlkar, að í samheldninni ligg- ur styrkur verkalýðssamtak- anna, er greypt í hjarta allra stéttarþroskaðara verka- manna. Gagnkvæmur stuðn- ingur og samheldnin er fjör- egg verklýðshreyfingarinnar. Þessa dagana sýna brezkir verkamenn svart á hvítu, að jafnmikil alvará fylgir máli baráttusöngs þeirra nú og nokkru sinni fyrr. I London eru yfir 15000 hafnarverka- menn frá vinnu, vegna þess að þeir neita að rjúfa alþjóðlega samheldni verkalýðsins. Upp- haf hafnardeilunnar í London var, að.fyrir 14 vikum komu til London tvö kanadisk skip,' sem Kanadiska sjómannasam- bandið hafði lýst yfir verk- falli á vegna deilu við útgerð- armenn. Útgerðarrpenn í Kanada höfðu krafizt 50 til 20 dollara kauplækkunar á mán uði og afnáms forgangsréttar félagsbundinna sjómanna til vinnu auk fjölda annarra fríð- indaskerðinga. Kanadisku sjó mennirnir gerðu verkfall gegn þessari árás á kjör sín og - verkfallsverðir tóku sér stöðu við kanadisku skipin' í höfn- inni í London. í ðdínræmi við þær sámheldnisreglur, sem gilt hafa ^frá upphafi nútíma verkalyðsíireyfingar, neituðu hafna,i'verkamennirnir í Lon- dnn að afgreiða skip, sem voru í banni systupfélags. LLT var með kyrrum kjör- um í nærri þrjá mánuði. Kanadisku skipin lágu bundin en annars gekk vinna við höfnina í London sinn vana gang. En í Kanada hafði það gerzt, að útgerðarmenn voru farnir að reyna að manna skip sín með verkfallsbrjótum frá bandarísku glæpamannafé- lagi, sem kallar sig hvorki meira né minna en Alþjóða- samband sjófarenda, og reyndu með þess hjálp að brjóta Kanadiska sjómanna- sambandið á bak aftur. Kana- disku útgerðarmennirnir vildu nú fá skipin í London mönnuð verkfallsbrjótum og fengu hafnarstjórnina í Lon- don í lið með sér. Hún setti verkbann á hafnarverkamenn ina, tilkynnti að þeir fengju jkki að vinna við neitt skip [yrr en þeir hefðu gerzt verk- fallsbrjótar og afgreitt kana- iisku skipin. Þessu neituðu brezku verkamennirnir sem einn maður og vinna stöðvað- ist að miklu leyti í höfninni í London. ||Ú KOM sósíaldemókrata- sljórnin í Bretlandi til skjalanna. Hún tók algerlega for ever..." málstað atvinnurekenda og sendi hermenn á vettvang til að vinna sem verkfallsbrjóta að afgreiðslu skipa í London. Ekki nóg með það, heldur not aði hún illræmd kúgunarlög gegn verkalýðssamtökunum, sem íhaldsmenn settu 1920, og lýsti yfir neyðarástandi í Lon don. Jafnframt lýstu Attlee, Isaacs, Shawcross og aðrir ráð herrar yfir í froðufellandi heiftarræðum á þingi, að á- kvörðun verkamanna að standa með kanadiskum stétt arbræðrum sínum væri kommúnistiskt tilræði við vel ferð brezku þjóðarinnar. Brezka sósíaldemókratastjórn in notaði tilkynninguna um neyðarástand tjl að taka sér einræðisvajd pg gera verka- menn með öllu réttlausa. Stjórnin getur látið handtalsa og fangelsa hvern sem er án handtökutilskipunar, ritskoða og gera upptækar póstsending ar, hlerað símasamtöl og ann- að þessháttar. Ofbeldisað- gerðir stjórnarinnar urðu auð vitað til þess að þjappa hafn- arverkamönnum fastar saman.' VIK brezku hægrikratanna, sem hafizt hafa til for- ystu í brezka Verlcamanna- sambandinu, við dýrmætustu hugsjópir og grundvallarregl- ur verkalýðshreyfingarinnar, hafa sjaldan komið skýrar fram en í þessari hafnardeilu í London. Attlee forsætisráð- herra gaf þá frumlegu skýr- ing á því, hversvegna hermenn voru ekki látnir afgreiða kaná . disku skipin, en þá hefði deil- unni verið lokið, að slíkt „myndi þýða að hópur ábyrgð arlausra manna gæti sett afgreiðslubann á skip, ef það kæmi frá ákveðnum útgerðar manni, sem einhver verka- mannaklíka ætti í deilu við.“ | Á máli „verkamannaforingj- | ans“ Attlee heita semsagt verkalýðsfélög, sem eru í verkfalli „verkamannaklík- ur“. Sir Hartley Shawcross, hinn metorðagjarni opinberi ákærandi í Bretlandi, vildi auðsjáanlega ekki vera eftir- bátur Attlee foringja síns í níði um verkamenn. Hann kallaði samheldni brezkra hafnarverkamanna við kana- diska stéttarbræður sína „efnahagsleg og stjórnmála- leg landráð“. Alþjóðleg sam- heldni verkamanna hefur allt af verið í hciðri höfð af sönn- um verkalýðssinnum, hvar í flokki, sem þeir hafa staðið. Framkoma brezku hægri- krataforingjanna í hafnar- deilunni í London sýnir, að þeir hafa svikið dýrmætustu hugsjónir verkalýðshreyfing- arinnar, sem lyfti þeim til valda, og gerzt auðvirðileg leiguþý erlends og innlends auðvalds. M.T.Ó. ' ( *Lif < 4ÞJ©E)VHjJINN .•• Miðvikudagur 20. ■ júlí 1949. • mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmm^m^mm mmmmmmmmmrna\ EVELYN WAUGH: KEISARARIKID AZANIA ASM. JONSSON þýddi. „Ach&n — ég afhendi þér þennan spora. Sver þú, að knýja með honum hest þinn fram til bar- áttu fyxir réttlætinu og trúnni og til verndar fólki þínu og heiðurs kynþætti þínum?“ Keisarinn vældi eitthvað og leit undan. Jarl- inn af Ngumo spennti sporann á þann fót, sem til skamms tíma hafði borið þyngra skraut. Húrrahróp kváðu við, og fagnaðarlæti frá mann- fjöldanum úti á torginu. Að lokum kom kórónan. „Achon — ég afhendi þér þessa jíórónu. Sver þú, að bera hana í nafni réttlætisins og trúarinn- ar, og til verndar fólki þínu og heiðurs kyn- þætti þínum?" Keisarinn þagði, en biskupinn gékk til hans með hina stóru gullkórónu Amurath’s Hann setti hana einstaklega gætilega á hrukkótt ennið og hvítar hártjásurnar, en höfuð Achons riðaði undan þunganum ,svo kórónan valt aftur í hend- ur biskupsins. Aðalsmenn og prélátar þyrptust utan um gamla manninn. Þeir urðu skelfingu iosnir. Þeir hvísluðust óttaslegnir á. Mannfjöldinn, sem sá að eitthvað hafði komið fyrr, hætti samstundis fagnaðarlátunum, en tróðst í áttina til upphækk- unarinnar. „Æ, æ,“ hrópaði M. Ballon. „Þetta er óþolandi! Það var ómögulegt að sjá það fyrir*‘. Achou vah nefnilega dauður. William kom í seinna lagi til morgunverðar, og þegar hann var búinn að lýsa krýningarat- höfninni ,sagði sir Samson: „Já, mér er ómögu- legt að cjá, að þeir hafi unnið nokkuð við þetta. Nú neyðast þeir til að krýna Seeth aftur, og þá er allt þetta umstang únnið fyir gýg Skýrslurnar um þetta til utanríkisráðuneytisins verða ákaflega flónskulegar. Eg er ekki viss um, nema það væri ef til vill bezt, að segja ekki neitt um þetta brölt allt saman.“ „Vel á minnst“, sagði William. „Eg frétti líka dálitið annað í borginni. Brúin við Lumo er horfin svo járnbrautin kemst ekki niður til strandarinnar vikum saman.“ „Já, það er sjaidan ein báran stök.“. Það var heldur lítið olnbogarúm við mat- borðið en nú fóru biskupinn og kapellánarnir, bankastjórinn og Jagger, Porch etatsráðsfrú og ungfrú Tin að rekja garnirnar úr William um ástandið í borginni. Var eldurinn slökktur? Voru búðimar allar rændar? Var mikið af her- mönnum á götunum? Hvar var Seth? Hvar var hr. Seal? Hvar var Boaz barón? „Mér finnst alls ekki rétt að kvelja aumingja William svona“, sagði Prudence. „Allra sízt, þegar hann er í svona fallegum einkennisbúu- ingi“. „En ef brúin er nú eyðilögð, eins og þér seg- ið“, sagði Porch etatsráðsfrú, „hvernig er þá hægt að komast til Matodi?“ „Það er ekki um aðra leið að ræða, nema menn langi til þess að fara alla leið á úlfalda, með flutningalestum“. „Eigið þér með því við, að við neyðumst til að dvelja hér, þangað til búið er að gera við brúna ?“ „Nei, ekki hér“, skaut sir Samson ósjálfrált inn í, „ekki hér“. „Mér finnst þetta bara hneykslanlegt“, sagði ungfrú Tin. Áður en kaffið kom, stóð sendihérrann á fæt- ur frá borðinu. „Jæja, ég verð að fara að vinna eitthvað“, sagði hann glaðlega, „og þar sem ég mun eiga mjög annríkt það sem eftir er í dag, þá ætla ég að kveðja ykkur, núna — þið verðið eflaust far- in öllsömun, áður en ég er búinn að ljúka verk- um mínum“. Hann yfirgaf síðan þessa sjö þog’lu gesti, sem skelfingin stóð skráð á andiitunum á. Seinna , um daginn héldu þau leynifund í einu garðshorn- ! inu, til að ræða málið nánar. „Eg verð að játa“, sagði biskupinn, „að mér finnst það bæði ósanngjarnt og tillitslaust af sendiherranum, að ætlast til þess, að við förum aftur til borgarinnar, áður en við höfum fengið ; gleggri fréttir af ástandinu þar“. „Sem brezkir þegnar höfmn við rétt til að krefjast verndar undir fána okkar“, sagði Porch etatsráðsfrú, „og ég verð að minnsta kosti hér hvort sem sir Samson þóknast það betur eða ver“. „Það líkar mér að heyra“, sagði Jagger. Og eftir marg endurteknar og gagnkvæmar fullvissanir, var biskupinn sendur á fund gest- gjafa þeirra, til að tilkynna honum þessa ákvörð- un. Hann fann hann dottandi í hengirúmi milli stórra mangotrjáa. „Þið komið mér í ákaflega erfiða aðstöðu“. sagði hann, þegar biskupinn hafði sagt honum alla málavexti. „Eg vildi sannarlega, að ekkert þessháttar hefði gerzt. Ykkur líður eflaust öll- um saman miklu betur í borginni, og verðið alveg eins örugg þar og hér. En þar sem þið hafið nú ákveðið að dvelja hér, þá neyðist ég til að biðja ykkur, e.ð skoða ykkur hér sem gesti mína, þang- til þið hafið unnið bug á ótta ykkar“. Hinn óvið- jafnanlegi sendiherra hafði það á tilfinningunni, að hann hefði ekki lengur nein tök á atburðarás- inni, og valt sðfandi út af í hengirúminu sínu. Seinna um daginn, þegar lafði Conurteney var loksins búinn sð finna upp á einhverri dægra- dvöl handa gestum sínum, ýmist við rússneska biljardinn, spil, myndabækur eða krokket, bætt- ist einn gestur í hópinn — ekki sérlega velkom- DAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.