Þjóðviljinn - 11.08.1949, Side 6

Þjóðviljinn - 11.08.1949, Side 6
ÞJÖÐYIUDíN Firaratudag-ur 11. ágúst 1949. Lie áminnir Vesturveldin mjrEÐ hjálp SÞ hafa á liðnu ári fjórðungi mannkyns- ins ,sem bjó við styrjöld eða styrjöld vofði yfir, verið búin friðsamleg skilyrði, segir Trygve Lie, dðairitari Sþ( í skýrsiu'sinni um störf alþjóða- samtakanna á árinu sem lauk 30. júní sl. Öryg'gisráðið kom á vopnáþléi í Kásmír, en áf vopnaviðsiciptum þar stafaði sí- felld styrjaidarhætta íyrir 350 milljónir íbúa Indlánds og Pakistan. Er nú úndirbúin þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Kasmír undir yfirum- sjá Sþ. 1 Palestínu var fyrir milligöngu Sþ. endir bundinn á styrjöldina milli ísraelsríkis og Arabaríkjanna og horfur á endanlegum friðarsamningum á ráðstefnunni í Lausanne, sem Sþ. gengust fyrir, hafa vænk- azt nokkuð upp á síðkastið. Milli Indónesa og Hollendinga er nú komið vopnahlé. 1 skýrslu sinni leggur Lie á- herzlu á þá öru þróun, sem nú á sér stað i Asíu, þar sem meira en helmingur manri- kynsins býr. (,Ef þeim gefst tími og: efnahagsiegir iriögu- leikar þeirra ná að njóta sín“, segir hann, „rriunu Asíuþjóðirn- ar fá áhrif ,sem betur sam- svara höfðatölu þeirra, en á- hrifin, sem þær hafa riú“. ^RANGUR Sþ á síðasta ári náðist þrátt fyrir ósam- komulagið milli stórveldanna. Lie segir, að ldusn Berlínar- deilúnnar hafi dregið allveru- legu úr stríðsóttanum í heim- inum, og bendir á, áð Sþ. áttu drjúgán þátt í, að utanríki3- ráðherrafundurinn i Párís vár haldinn. Bramuglia, forseti ör- jiggisráðsins ,vann að lausn Berlínardeilunnar bak við tjöld in í París. Forseti allsherjar- þingsins Evatt og Lie sjálfur skoruðu á stórveldin með skír- skotun til samkomulags Roose- veíts, Stalins og Churchills í Jalta að styðja vi^eitni Bramuglia. i apríl hófust svo í salarkynnum Sþ. viðræður fulltrúa Sovétrilcjanna og Bandaríkjanna hjá Sþ, Malik og Jessup, sem leiddu til utan- ríkisráðherrafundarins. Trygve Lie bendir á í skýrslu sinni, að reynslan hefur orðið sú, að þótt Sþ. hafi ekki framkvæmda vald( löggæzluliði öryggisráðs- ins hafi ekki verið komið á fót, hafi hver deilan eftir aðra verið Jeyst friðsamlega og vopnaviðskipti verið stöðvuð, þar sem til þeirra hafði komið, með viðræðum, rannsóknum, málamiðlun, sáttum og gerðar- dómi, leiðum, sem sáttmáli Sþ bendir á sem helztu ráðin til varðveizlu friðar. Lie minnir á, áð er SÞ voru stofnaðar í San Francisco, ætluðust stofnend- urnir aldrei til að SÞ ættu eða gætu afnumið mismunandi hagsmuní og viðhorf. Hins veg- ár vonuðust þeir til að SÞ gætu haidið deilum bæði stórra ríkja og smárra innan friðsam- legra takmarka, og það telur Lie reynslu síðasta árs hafa staðfest. Aðalritarinn bendir á, að í raun og veru er sáttaleið- in sú' eina, sem SÞ geta farið til að jafna deilur stórveld- anna. Álcvæðið um einróma á- kvarðanir , (neitunarvaldið) gildir hvað snertir allar „nauð- ungarráðstafanir" og jafnvel þótt það ákvæði væri ekki til „myndi ástandið ekkert breyt- ast“. ^Nauðungarráðstafanir" gagnvart stórveldi yrðu ékki lögreglúaðgerð, þær yrðu ný heimsstyrjöld. „Ekkert kerfi eða stefna yrði við lýði á eftir, því að það yrðu hvorki sigur- vegarar né sigraðir .... Það skiptir miklu, að þjóðir heims- ins horfist í augu við þessar staðreyndir og geri sér ljóst, að það er ekki hægt að öðlast varanlegt öryggi fyrir styrjöld með fyrirkomulagi, sem útilok- ar eitt stórvéldanna.... sam- eiginlegu örýggi er aðeins hægt að ná með ráðum, sem gera öllum stórveldum fært að lifa saman í friði“. Trygve Lie er auðsjáanlega algerlega andvíg- ur hinum bandarísku kröfum um afnám reglunnar um ein- róma ákvarðanir, og hann hef- ur Utið dálæti á Atlanzhaís- bandalagrinu. jjj^KÝRSLU hans hefur því ekki verið meira en svo vel tekið í herbúðum Vestur- veldanna. Tillögur hans um að setja ítölsku nýlendurnar fyrr- verandi allar undir . verndar- gæzlu SÞ sjálfra rekast á fyr- irætlanir Breta og Bandaríkja- manna um að gera þær áð herstöðvum sinum. Tillaga Lie um að taka inn’ í SÞ öll þau 14 ríki, sem sótt hafa um upp- töku en ekki fengið, er sú sama og fulltrúi Sovétríkjanna hefur borið fram í öryggisráð- inu. Áminning Lie til stórveld- anna, um að leggja sig öll fram um að ná samkomulagi um Þýzkaland, Japan og kjarn orkumálin, kemur við kaunin á Vesturveldunum, sem gera allt sem þau geta til að draga friðarsamningana á langinn. „Timés" í London kvartar í rit- stjórnargrein x fyrradag yfir því, að Lie gagnrýni í skýrslu sinni Vesturveldin, dragi fjöð- ur yfir þýðingu kalda stríðsins og gæti þess ekki, að í deilu- málunum innan SÞ hafi meiri- hluti atkvæða verið á bandi Vesturveldanna. „Times“ gleym ir að markmið SÞ er ekki að knýja fram ákvax-ðanir, teknar með hjálp atkvæðafénaðar, sem ófyrirleitin stórveldi hafa afl- að sér með yfirgangi og hót- unum um viðskiptalegar refsi- aðgerðir. SÞ eru vettvangur, þar sem jafnrétthá, fullvalda ríki eiga að jafna deilur sínar með gagnkvæmum tilslökunum en ekki skipa hvert öðru fyrir verkum. Þessu hafa Vestur- veldin gleymt og það er von að þeim sárni áð vera minnt á það af norska sósíaldemókrat- anum sem er æðsti starfsmað- ur alþjóðasamtakanna. M. T. Ó. ltFramhaldssaga: HI HOSSTORMSINS EFTIR Mignmi G. Eberhart Spennandi ÁSTARSAGA. «1 7. DAGUR. Jim tók upp ferðatöskuna sína óg léit á Roy. „Það er bezt ég fari áð koma mér af stað.“ Bros Hermione hafði skyndiléga breytzt í hörkulega og ófyrirleitna línu; það var alls ekki bros lengur. „En hvað með peninga? Ó, ég skil. Roy lét þig hafa þá!“ Hún leit ekki einu sinni á Roy ,en hann tók upp vasaklútinn sinn og þurrkaði sér um ennið. Hermione hélt áfram að dekstra. „Elsku góði Jim minn, ég hef ekkert á móti því að sjá fyrir þér. Þú get- ur hjálpað mér við, — við sendiferðir og allt mögulegt. Þú ert ágætur í bridge. En í alvöru talað, þú mátt ekki láta eins og dutlungafullur krakki. Hvað mundi Roy halda um þig ? Hvað mundi Nonie halda ?’’ í„í Allt í einu sagði Roy: „Hættu nú, Hermione.“ Og Jim horfði á hana' þéssum stálgráu, ein- beittu augum og sagði mjög greinilega, hægt og ákveðið: „Ef ég fer ekki, Hermione, þá endar það með því að ég drep þig.“ Hermione hló. að athuga útlitið, kinkaði kolli ánægjulega og brosth .. ,;i:l ; ' Jim setti vélina í gang og hljóðið frá henni dró Hermione fram að handriði svalanna. Hún horfð á. Roy leysti kaðalinn sem báturinn var bundinn með og fleygði honum í skutinn. Síðan veifaði hann til þeirra. Mótorskellirnir urðu reglulegri, Jim sneri stýrinu hægt og að svo búnu stefndu þau frá Beadon-ey. Hafið var blátt með gullna slikju í skini sólarinnar. Himinninn var heiðskír. Nonie leit snöggvast til baka. Roy var að ganga upp í áttina til hússins. Hinn granni líkami Hermione sást fara hratt yfir svalirnar til móts við hann. Ofurlítið löður fossaði glitrandi undan bógum bátsins um leið og hann tók stóra beygju. „Jæja,“ sagði Jim allt í einu. „Þá kveður mað- ur Beadon-ey.‘ y Roy flýtti sér að segja: „Það er bezt þú farir að komast af stað, Jim, ... .Nonie mín, ertu viss um að þú getir klárað þetta? Eg gæti'svo vel farið með honum.“ „Hafðu engar áhyggjur, Roy. Eg þekki á bát- inn.“ Hvað hún talaði hratt og örugglega eins og hún hefði búið sig undir það! Þau flýttu sér yfir svalirnar og niður tröpp- urnar, Jim með töskuna sína og frakkann ,og Roý fylgdi þeim. Jim leit ekki um öxl til Hermione, óg hún stóð kyrr og óhaggpnleg raeð rautt brosið sem var eins og það hefði verið málað á andlitið. Þau gengu hratt niður stíginn og mæltu ekki orð frá vörum. Rpy fór á undan. Við endann á stígnum voru tröppur á bólverkinu niður að litlum lystibáti, sem vaggaði mjúklega á öldun- um. „Það er nóg af benzíni á geyminum," sagði Roy. „Flýtið ykkur nú upp í! Eg skal leysa bátinn." Jim lét töskuna og frakkann fallá niður í bátinn ,sneri sér því næst að Roy og rétti út höndina. „Þakka þér fyrir, Roy. Þakka þér fvr- ir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Mér þykir leiðinlegt að þetta þurfti svona að fara.“ „O, sussu, Hermy er nú einu sinni eins og hún er; það er ekkert við því að gera. En þú verður að flýta þér til að ná í póstbátinn. Góða ferð.“ Mennirnir tveir tókust snöggvast í hendur. Jim fór svo niður í bátinn og rétti upp hend- urnar til að taka á móti Nonie. Roy hjálpaði henni líka til að komast niður. Síðan leit hann skjótlega yfir kyrrt haf og himininn eins og til Hún leit skjótt til hans. Hinn náföli reiði- svipur var horfinn af andliti hans, en hann var þó ekki alveg búinn að ná sér. Rödd hans var þreytuleg og hrjúf. „Einhverhtíma kemurðu aft- ur“, sagði hún, Hann hrisfi höfuðið. „Ekki fyrr en þá eftir langan tíma. Líklega aldrei.“ „En þú ert eina skyldmenni Hermione. Ef eitthvað kæmi fyrir hana —Um síðir yrði hann að koma aftur til að taka við Middle Road. Hann mundi eiga heima á, eynni, nágranni og vinur Royals Beadon. Hann hrsti höfuðið aftur. „Þégar svo verður kpmið, verður það orðið of seint fyrir mig að gera sykurræktina að starf mínu og lífi. Nei, ég hef kvatt Middle Road fyrir fullt og allt.“ „En.það var þe^s vegna sem hún bað þig að koma! Þetta er ódrengilegt að fara svona með Þig • i „O, jæja, það tilheyrir allt fortíðinni .Eg hefði ekki átt að láta hana ná svona tökum á mér. Það er auðvitað satt, allt sem hún sagði. Eg hef enga peninga. Ekki grænan túskilding. Hermione á það allt, meðan hún er á lífi.“ „Eln þú hefur rétt til —“ „Nei. Raunverulega og samkvæmt öllum lög- um hef ég engan rétt til neins af fénu. Og hún gerði miklu meira fyrir mig en henni bar skylda til. Hún sendi mig í skóla, borgaði allt fyrir mig þangað til ég fór í sjóherinn. Og þegar ég kom aftur af sjónum, fékk ég vinnu. Eg er verk- fræðingur, og sem slíkur fer ég aftur til míns fyrra starfs, og ég gleðst yfir tækifærinu. Viltu rétta mér sígarettu, Nonie? Það eru nokkrar í frakkavasanum mínum.“ Hún reis upp á hnén á leðurpúðann og suddi sig' með annari hendi við öxl Jims. Báturinn valt lítið eitt um leið og hann fór inn í öldu. DAVÍÐ [..A/j rr I '■ ' ;• í m 'WmMm ■■ cskf-.-. V , . j?f’: '.i.«ý

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.