Þjóðviljinn - 10.09.1949, Page 8
Samband víð sSö
rúmri klakkustnnd eftir sð eldsins var
Bærinn Flekkudalur í Rjós, sem stendur norðan undir
Esjunni sunnan við Meðalfellsvatn, brann" í fyrrinótt. —
tbúðarhús og geymsluhús eyðilögðusíi alveg í eldinum. Tek-
izt mun hafa að bjarga allflestu af innanstokksmimunum,
og ekki urðu nein slys á mönnum eða skepnum.
Húsum í Flekkudal var svo,
hagað, að sambyggð voru hlaoa, |
fjós, stórt geymsluhús og íbúð-
arhúsiðl Var geymsluhúsið í
miðjunni, en íbúðarhúsið öðrum
megin við það, hlaðan og f jós-1
ið hinum megin. Hús þessi voru
steypt að utan en öll úr timbri
að innan. Eldurinn kom upp i
geymsluhúsinu, mun hafa kvikn
að úf frá benzínknúinni olíuvél
eem var í risi þess. Frá geymslu
húsinu breiddist eldurinn út til
hinna húsamna.
Oengur seint að ná
í slökkviliðið.
Eldsins varð vart kl. um 10
í fyrradvöld. Hófu heimamenn
þegar slökjívistarf, og á skömm
um tima dreif til þeirra hjálp-
arfóik frá bæjunum í kring.
Var vatn sótt í á eina, sem renn
ur í nokkurri fjarlægð frá bæn
um, og notuðu menn mest
jeppa til að flytja það á milli.
Jafnframt voru gerðar ráðstaf-
anir til að fá hjálp frá slökkvi-
liðinu í Reykjavík, en samband
Vestur-lslending-
nm haldið samsæti
Félag Vestur-íslendinga hafði
boð, síðastl. fimmtudagskvöld
í Oddfellowhúsinu, fyrir gesti
ifrá Vesturheimi er staddir eru |
hér í bænum. Um 80 manns
sátu þetta hóf auk hinna er-
lendu gesta.
Formaður félagsins Hálfdán
Eiríksson kynnti boðsgestína
og bauð þá velkomna. Eru hér
nöfn þeirra:
Mrs Regína Jólianr.a Eiríks-
son, Minneapolis., Mrs. Sólveig
Stefánsson, Baltimore, Mary-
land, Mrs. Halldóra Ólafía
Thorsteinsson, Winnipeg, Mrs.
Sóiveig Sveinsson, Chicago,
Mrs. Kristjana Jónasson, frá
.Ashern og Miss. María Jónas-
scn samast., Mrs. Sigriður Bene
diktsdóttir, Farmer Thonto,
Mrs Svava Athalstan, Minnea-
polis, Miss Ragnheiður Sigfús-
dóttir, Carolina, Mrs. King frá
Seattle, Mr. SkúTi Bjömsson,
L.os Angeles, Mrs. Margrét
Björnsson, s.st., Sr. Halldór
Johnson, Winnipeg, Mr. Eras-
mus Eliasson, Los Angeles.
Yfír borðum fluttu ræður, lir. |
Sigurgeir Sigurðsson biskup,
Pétur Sigurðsson erindreki og
Ragnar H. Ragnars söngstjóri.
En af hálfu Vestur-lslending-
anna, töluðu þau Sr. Halldór
Johnson og Mrs. Solveig Sveins
son. Ragnar Stefánsson
skemmti með söng, með aðstoð
Fritz Weisshappel. Aó lokum
var stiginn dans.
við það náðist ekki fyrr en
rúmri klukkustund eftir að elds
ins varð vart. Næsta aðalstöð,
sem er í Eyrarkoti, anzaði ekki,
og varð að senda þangað menn
í bíl til að síma í slökkviliðið.
Hiöðu og fjósi
bjargað.
Slökkviliðið lagði af stað úr
Framhald á 7. síðu.
Kommúnislaher-
inn tekur Sining
Herstjórn kommúnista í Kína
hefur tilkynnt, að her hennar
hafi tekið borgina Sining, höf-
uðstað Sjinghæfylkis í Norðvest
ur-Kína. Hefur herinn sem tók
Lansjá í Kansúfylki sótt fram
til Sining á skömmum tíma
yfir torfarið fjallendi og ger-
sigrað riddaralið múhameðstrú-
arhershöfðingjan Ma, sem talið
var harðsnúnasta lið Kuomin-
tangstjórnarinnar. Þrír herir
kommúnista eru í þann veginn
að hefja stórárás á þann kafla
járnbrautarinnar frá Hanká til;
Kanton, sem enn er í höndum
Kuomintanghersins. Fregnir af
ástandinu í Júnnanfylki í suð-
vesturhorni Kína eru mjög ó-
ljósar. Sumar fregnir segja, að
landstjórinn þar hafi gert upp-
reisn gegn : Kuomintangstjórn-
inni en aðrar að hann hafi svar
ið henni á ný trú og hollustu.
Það eina, sem vitað er með vissu
er, að fylkisstjórnin ræður ekki
neinu utan höfuðstaðarins Kúm
ming.
Bandaríska 'utánríkisi'áðuneyt
ið hefur tilkynnt,, að bandarísku
ræðismannáskrifstofupni í Han-
ká verði lokað og starfsliði á
skrifstofunum í Nanking og
Sjanghai fækk|ið um helming
vegna afstöðú kommúnista til
opinberra sendimanna erlendra
ríkja. Þar sem bandarísku skrif
stofurnar eru lagðar niður taka
brezku ræðismennirnir að sér
að gæta hagsmuna Bandaríkj-
anna.
Kefiun embæffss-
Manndráp á
Kóliimbmþingi
Einn þingmaður var skotinn
til bana og annar særðist hættu
lega, er til vopnaviðskipta kom
á þingi Suður-Ameríkuríkisins
Kólumbíu í fyrrad. Var það einn
af þingmönnum frjálslyndra,
stjórnarandstööuflokksins, sem
beið bana. Forseti íhaldsmanna
hafði áður en til þessara blóðs-
úthellinga kom beitt neitunar-
valdi til að hindra að ný kosn-
ingalög, sem þingmeirihluti
frjálslyndra hafði sett, gengju
í gildi. Þingið samþykkti þá, að
taka kosningalagafrumvarpið
aftur til umræðu og leiddi sú
ákvörðun til vopnaviðskipta í
þingsalnum. Herlið var í gær
á verði á götum í Bogöta, höfuð
borg Kólumbíu.
þJÓÐVILIINN
Ný félagsbék Máls og menningar
Annað bindi af sjálfsævisögu
danska stórskáldsins Martins
Andersens Nexös Undir berum
himni, er komið út sem félags-
bók Máls og menningar í þýð-
ingu Bjöms Franzsonar. Nexö
Sjálfstætf fólk á
sænsku og
tékknesku
Skáldsaga Halldórs Kiljans
Laxness, Sjálfstætt fólk, er ný-
lega komin út á sænsku í Þýð-
ingu Önnu Z. Osterman. Bóka-
útgáfa samvinnufélaganna gef-
ur bókina út, en eins og kunn-
ugt er gaf hún út íslandsklukk-
una i vetur í þýðingu Peters
Hallbergs. Hlaut sú bók fá-
dæma góðar undirtektir gagn-
rýnenda og er fyrsta útgáfa
hennar alveg uppseld og verið
að prenta aðra útgáfu.
Þá kom Sjálfstætt fólk ný-
lega út í Tékkóslóvakíu og hef-
ur þegar selzt þar í 45.000 ein-
tökum.
Martín Andersen Nexö
varð sem kunnugt er áttræður í
sumar og var þá hylltur um
allan heim sem einn af öndveg-
ishöfundum heims. Margir telja.
sjálfsævisögu hans me&ta afrek
hans, enda. er hún mótuð af
slíkri sannleiksást, raunsæi cg
mannúð að ógleymanlegt er.
Unair berum himni er önnur
félagsbók Máls og menningar í
ár, Áður komu Islenzicar núiiima
bókmenntir eftir Kristin E.
Andrésson cg tvö hefti tíma-
ritsins, en eftir eru annað bindi
skáldsögunnar Lífsþorsti og
þriðja hefti tímaritsins.
Fundi Evrópu-
ráðsius slitið
Fundum ráðgjafafarnefndar
Evrópuráðsins í Strasbourg var
slitið í fyrrinótt. Nefndin sendi
samþykkir sínar til ráðherra-
nefndarinnar og bað hana að
taka þær til yfirvegunar hið
fyrsta.
Höfðingleg gjöf Jilíöna Sveinsdóttnr
Júlíana Sveinsdóttir JistmáJari tilkyr.nti í gær Mennta-
máJaráði að hún hefði ákveðið að gefa máiverkasafni ríkis-
ins mósaik-mynd þá af hcfði Krists sem sýnd hefur verið
á sýningu Júlíönu í Listamannaskálanum. Myndin er gerð
eftir frummynd í ítaiskri kirkju frá 4. öid.
Sýning Júlíönu hefur nú ver-
ið opin um tveggja vikna skeið
og eru síðustu forvöð að sjá
hana í dag og á morgun. Hún
hefur verið vel sótt, og hefur
mjög mikið verið keypt af hin-
um óvenjufagra vefnaði sem
þar er til sýnis og sölu.
Menntamálaráð hefur ákveð-
ið að kaupa tvö af málverkum
JÚUönu, og verða það senniiega
myndirnar frá Kolviðarhól (nr.
14) og Mannsmynd (nr. 15).
VerSIaun Feg
sms
i.
manna
Þing brezka Alþýðusambands
ins samþykkti í gær með mikl-
um meirihluta mótmæli gegn
keflun ríkisstjórnarinnar á op-
inberum starfshiönnum. Hefur
hún bannað embættismönnuni
að viðlögðum stöðumissi að láta
opinber mál til sín taka. Hægri
krataforingjarnir í Alþýðusam-
bandsstjóminni lögðust ein-
dregið gegn tillögunni en biðu
algeran ósigur. Þingið kaus í
gær Herbert Bullock forseta Al-
þýðusambandsins til eins árs.
Strasser stofnar
flokk í Vestur-
Þýzkalandi,
Tilkýnnt hefur verið, að 11.
þessa mánaðar verði stofnaður
nýr stjórnmálaflokkur í Dúss-
eldorf á brezka. hernámssvæð-
inu í Vestur-Þýzkalandi. For-
ingi flokksins verður Otto
Strasser, sem var einn af helztu
foringjum nazista unz hann
varð að fara úr flokknum
vegna ágreinings við Hitler.
Strasser dvelur enn á Kanada,
þar sem hann var stríðsárin, en
sækir fast að fá að fara til
Þýzkalands.
ClleÖilegt verkfall
Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu veitti Fegrunarfé-
lagið verðlaun fyrir fallegustu skrúðgarða í bænuns. Fyrstu
verðlaun blutu hjónin Björn Þórðarson, forstjóri, Flóhagötu 41,
og kona hans Elsa Jónsdóttir. Verðlaunin, sem eru forkunnar-
fagur vasi gerðnr af Gnðmundi Einarssyni frá Miðdal, voru af-i
hent í gær. — Á myndinni sjást hjónin í garðinum og
heldur Björn á vasanum.
í gær hófst á Italíu verkfall,
sem vakti óvenjulega ánægju.
Skattheimíumenn ríkisins lögðu
niður vinnu til þess að knýja
fram kröfur um hækkað kaup.
Víðtæk verkíallsalda gengur nú
yfir Italíu. Bankastarfsmenn og
starfsmenn tryggingarfélaga
hófu verkfall fyrir nokkrum
dögum. Verkfall er í bílaverk-
smiðjum Fiats í Torino og raf-
virkjar og málmiðnaðarmenn í
Neapel eiga í vinnudeilu. Verk-
föll breiðast út í byggingariðn-
aðinum víðsvegar um landið.