Þjóðviljinn - 24.09.1949, Blaðsíða 5
Laugajpdagur 24. septemb. '194$>
ÞíöÐviiJiírNr
v^r
og mnrasar
Fram til loka 18. aldar hafði
Kíaa verið mesta stórveldi
Asíu, keisarar þess gátu rætt
við erlenda þjóðhöfðingja með
kurteislegri fyrirlitningu. Keis-
areiættin frá Mansjúríu hafði
hernumið Tíbet, Sinkíang og
Mongólíu, en Kórea, Annam og
Burma voru kínversk „vernd-
arriki“. En á 19. öld urðu hér
á mikil umskipti. Evrópuríki
gerðust æ áleitnári við Kína-
veldi og leituðust við að
styrkja vígstöðu sína til verzl-
unar í hinu víðlendá ríki. Kín-
verska stjórnin hafði frá förnu
fari reynzt erlendum ríkjum
æði erfið viðskiptis og getað af-
stýrt þvi, að þau næðu tangar
haldi á kínversku landi. Við-
Ieitni Portúgala á 16. öld til að
ná fótfestu í Kaaton mistókst
algerlega, og á sömu lund fór
fyrir Hollendingum, er þeir
reyndu að hreiðra um sig í
borginni Amoy á 17. öld. Árið
1757 þjóðnýtti kinverska stjórn
in alla utanríkisverzlun lands-
ins. Útlendingar máttu hvergi
selja vörur sínar nema í Kan-
ton, og skrifstofa sölumiðstöðv-
arinnar var í höndum kínversku
stjórnarinnar. Þessari rikis-
verzlun var ætlað það hlutverk
að vernda innlenda framleiðslu
og afstýra því, að erlendar vör-
ur sigruðu í samkeppninni við
hana. Utanríkisverzlun Kín-
verja var raunar sáralítil, en
■sérhver aukning hennar hlaut,
að gera bændur og handverks-
menn snauðari. Kínverskur
handiðnaður, sem seldur var til
útlanda, var greiddur í gulli og
silfri, en hvort tveggja rann
til ríkiseinokunarinnar, emb-
ættismanna keisarastjórnarinn-
ar og stórjarðeigandanna. Síð-
ar tóku Evrópumenn að kaupa
silki og te af Kínverjum og
greiddu fyrir í ópíum og
evrópskum verzlunarvörum. Af
Jeiðingin af þessu varð sú, að
verzlunarjöfnuður Kínaveldis
varð óhagstæður, en gullið
streymdi út úr landinu.
Kínverjar þekktu ópíum þeg-
ar á 13. öld, en notuðu það að-
eins sem læknislyf. Portúgalar
kenndu Kínverjum að reykja
ópíum, en ekki var ópíumnautn
in þó algeng í Kína fyrr en
Bretar hófu ópíumræktun í stór
um stíl á Indlandi og brezk-
indverska verzlunarfélagið fékk
einkaleyfi á ópíumverzlun og
flutti það til Kína. Ópíumæðið
fór eins og farsótt um allt hið
kinverska þjóðfélag, frá manda
rína til burðarkarls, og stefndi
líkamlegu og siðferðislegu
þreki þjóðarinnar í vísan
voða. Öpíumverzlunin var
smyglverzlun, því að stjórnin
hafði bannað ópíumneyzlu og
lagt við líkamsrefsingar. En
brezk verzlunarskip lágu með
ópíumfarma sína utan við land
helgislínuna, og þangað var eitr
ið sótt og flutt í land. Árið
1838 var ópíum selt í Kanton
einni saman fyrir. upphæð, er
nema mundi 150 milljónum
amerískra dala. Fjárhagslega
var ópíumsalan eldur í auð
Kínverja, því að ópíum var
greitt í silfri, sem var lögslátta
landsins. Kínverska stjórnin
reyndi að afstýra þeim voða,
sem þjóðinni var búi in af
ASÍA seiur — ASMA vaktmr
m. G R E I N
neyzlu og sölu ópíums og lagði
jafnvel dauðarefsingu við ópí-
umnautn. Einn af fylkisstjór-
um kín versku st jórnarinnar,
Lín-Tse-hsú, kúgaði hina ensku
kaupmenn til að framselja
ópíumbirgðir sínar í Kanton
og eyðilagði þær. Hann fékk
því einnig framgengt, að. hver
sá útlendingur, sem fyndist
með ópíumbirgðir á kínverskri
grund, skyldi verða hengdur.
Bretum þótti nóg um þessar
aðgerðir. Brezkur biskup lýsti
því yfir, að ópíum t hófi neytt,
gleddi mannsins hjarta, en þeg-
ar sá gleðiboðskapur guðs-
mannsins hafði ekki tilætluð
áhrif á kínversku stjóriuna,
’var reynt að sannfæra hana
með öðrum ráðmn. Snemma
sumars árið 1840 sigldu 15
brezk herskip með 15000
manna liði upp að Kínaströnd-
um og skutu á Kanton og ýmis
strandvirki önnur allt norður
að mynni Jang-tse-fljótsins.
Stjórnin í Peking flýtti sér afc
senda menn til friðarsamninga
við Breta, en þeir neituðu öll-
um friðarumleitunum nema
þeir fengi Hong-Kong til
fullrar eignar og umráða. Ópí-
umstyrjöldin fyrri stóð í tvö
ár„ frá 1840-1842, og er ein-
hver dökkasti bletturinn - á
brezkri æru. Friðurinn sem
saminn var í Nanking var
einnig allur í anda þessarar
styrjaldar, sem háð var fyrir
hagsmuni brezkra einokur.nar-
kaupmanna. Það er . í fullu
samræmi við brezka hræsni í
opinberum viðskiptum, að ópí-
um er ekki nefnt á nafn í þess-
um friðarsamningi. En Hong-
Kong varð brezk eign, borgirn
ar Kanton, Amoy, Fútsjá. Ning
pó og Sjanghaj voru opnaðar
fyrir brezkri verzlun. Fullveldi
Kínversku stjórnarinnar var
skert með því, að brezkir þegn
ar, er brotlegir gerðust við kín-
versk lög, skyldu dæmdir áf
brezkum dómstólum. Loks
bættu Bretar gráu ofan á svart,
er þeir létu Kínverja greiða
sér kostnaðinn af styrjöldinni
og skaðabætur fyrir ópíum-
birgðirnar, er eyðilagðar höfðu
verið.
Fjórtáa árhm eftir friðinn í
Naaking stofnuðu Bretar til
hianar síðari ópíumstyrjaldar,
er .stóð frá 1856-1800. 1 þess-
ari styrjöid. voru Bretar að vísu
ekki einir 'um hituna, Frakk-
land tók einnig þátt í Ieiknum.
Hin vestrænu ríki kröfðust nú
af kinversku stjóriiinni, að
leyfð yrði sala á ópíum, að
Evrópumömium væri veitt verzl
unarréttindi x 'fleiri borgum og
að sendiherrum Evrópuríkja
yrði veitt viðtaka og full rétt-
indi í Peking. Þegar þessum
kröfum var synjað hertóku
brezkur og franskur her höfuð-
borgina og eyddu hina frægu
SumariiöII keisarans í Peking.
í nauðungarfriðinum í Peking
1860 urðu Kínverjar að ganga
að afarkostum. Þeim var gert
að greiða stríðskostnaðinn;
opna átta hafnir fyrir verzlun
Bretá, en sex fyrir verzlun
Frakka, lækka tolla á vörum
Frakka og Englendinga, veita
enskum og frönskum trúboðum
rétt til að starfa ihn í landi
og kaupa ja.rðir undir kirkjur
sínar.
Japan á Kínaveldi og tekur
Formósuey, veitir Kóreu sjálf
stæði, en innlimar landið 1910,
og kúgar Kínverja til að greiða
sér 190 mill. dollara í „stríðs-
skaðabætur". Árið 1898 fær
Þýzkaland Kíátsjáhéraðið á
Shantungskaga, sama ár taba
Bretar Wei-hal-vvei við inn-
siglinguna í Gula hafið, en
Rússar eru i sama mund að
leggja járnbraut yfir Mand-
Öpíumstyrjaldirnar moluðuj sjúríu og fá kínversku stjóm-
hinn kínverska múr einangrun- ina til að afsala sérPort Arthur
arinnar- mélinu smærra. Vest- og Dairen. Hin erlendu stór-
ræn menning var riðin í hlað | veldi höfðu þannig skipt Kína-
og sparkaði - og tróð í svaðið veldi í áhrifasvæði og sátu elas
hinn nosturslega og fíngerða ' °S hrafnar á hræi að auðlind-
blómagarð kínversku þjóðarirm; um Þess °S heimamarkaðL
ar. Ódýrar verksmiðjuvörur ' **•«•*•**.•«.»'*.
Evrópu flæddu inn í Iandið og
lögðu handiðjuna í eyði, en
heftu inníeada stóriðju. 1
stórborgum risu upp hverfi
erlendra manna, er ekki lutu
kínverskum Lögum, þar varð
griðastaður allra þjóða kvik-
inda, innborinna og erlendra,
er gátu jafnan gengið á snið
við kíaverskt réttarfar og kín-
verska stjómgæslu. Vestræn
vélámeaning kippti gömlum
kínverskum vinnustéttum upp
með rótum: fljótsbátamenn og
burðarkárlar urðu atvinnúlausir
þegar járnbrautirnar tóku að
teygja sig yfir landið, ritsáminn
kastaði kínversku boðberunum
á vonarvöl. Kínverskir bændur
höfðu tæplega getað fram-
fleytt sér og sínum meðan þeir
áttu aðeins að ala önn fyrir
hinni innlendu yfirstétt. Nú
var þeim einnig lagt á herðar
að greiða skaðabætur til er-
lendra ránsmanna, er létu kín-
versku þjóðina borga hverja
blóðtöku fullu verði. Ránsferð-
ir stórveldanna á hendur Kín-
Verjum urðu æ tíðari eftir því
sem leið á öidina. Hin miklu
útjaðrahéruð kínverska ríkisins
voru reitt af því hvert á fæt-
ur öðru. Frakkar hemema
Kotsjín-Kina árið 1862,
Kambodsja árið 1863, Annam
árið 1884 og Tongking ári
seinna. Bretar innlima Burma
árið 1886. Rússar sölsa undir
sig héraðin norðan Amúrfljóts
1885, en héraðin austan Ussúri
fljóts að Kyrrahafi, eru inn-
limuð Rússaveldi á árunum
Kínverska keisarastjórain £
Peking hafði verið ráðþrota
gagnvart innrásum hinna er-'
lendu stórvelda og beðið ósig-
ur í hverri viðureign. Það
mátti öllum vera ljóst, að Kína
mundi verða ofurselt erlendum
ríkjum með öllu, ef ekki yrði
undinn bráður bugur að því að
breyta atvinnuháttum landsins
og stjórnarfari. En það var
miklum erfiðleikum bundið.
Kínverska borgarastéttin var
fápaenn og afllítil fjárhagslega
og atvinnulega. Verksœiðjur,
námur og jámbrautir voru all-
ar I höndum útlendinga, og sá
litli vísir, sem var að innlendri
kínverskri borgarastétt, varð
oftast að gegna starfi leppsios
í þjónustu erlendra auðfélaga,
banka og ríkisstjórna.
Æðsta vald kínverska ríkis-
ins var á síðara helming 19.
aldar í höndum grimmlyndrar
og valdsjúkrar konu, keisara-
ekkjunnar Tzú-Hsí, þótt aðrir
bæru keisaranafnið. Hin gamla
keisaraekkja hélt fast við hið
forna stjórnarfar og fékk lengi
með slægð ruglað nokkuð tafl
stórveldanna og gert þeim erf
iðara um vik að skipta Kína-
veldi formlega í nýlendusvæði.
En hinn ungi keisari Kínaveld-
is, Kúang-Hsú, hafði orðið fyr-
ir áhrifum af hreyfingum meðal
kínverskra menntamanna og
borgara, er dreymdi um að
skapa nýtt Kína á grundvelli
evrópskra stjórnar- og atvinnu-
Tsúan prins aí'hendir Vilhjálmi H. Þýzkalamlskeisara friðmæl
ungshöiMimi í Berlín.
1871 og 1881. Árið 1894 ræðst hátta- Árið 1898 gaf keisari
út mai’gar tilskipanir um end-
urbætur með vestrænu sniði,
En keisaraekkjan, „hinn guli
dreki“, eins og sendiherrarair
kölluðu hana, svipti keisarann.
völdum og lét drepa helztu ráðu
nauta hans. Hin afturhaldssama
stjórn keisaraekkjunnar stóð
þó svo ótraustum fótum, að
hún varð að leita sér styrks
hjá þjóðinni. Um þetta leyti
ríkti mikil ólga í landinu. Ein
milljón manna drukknaði í flóð
um á árunum 1898-1899, hung-
ursneyð geisaði í mörgum hér-
uðum, og nú brauzt út lengi
innibirgt hatur Kínverja á út-
lendingum. Þjóðernishatur Kín-
verja beindist einkum gegn
j hinum kristnu trúboðum og
í Kínverjum þeim, er tekið höfðu
kristna trii. Trúboðarnir höfðu
jafnan krafizt sérréttinda fyrir
sig og hina kínversku trúbræð-
ur sína, og hin erlendu stór-
veldi höfðu lengi notað trúboðið
með fullkomnu blygðunarleysi
til þess að seilast eftir pólitísk-
Framh. á 6. síðu.
-M