Þjóðviljinn - 01.10.1949, Side 4
Si
ÞJÓÐVILJINN
Laiigardagar 1. aktóber 1949,
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn
Rltatjórar: Magnús Kjartansson (éb.), SigurSur GuSmundsson
Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason
BlaBam.: Arl Kárason, Magnús Torfl ölafason, Jónas Arnaaon
Augiýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson
Rltstjórn, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmlSja: Skótavörðn-
stíg 19 — Síml 7600 (þrjér linur)’
Xakriftarverð: kr. 12.00 & m&nuði — Lansasöluverð 80 aur. elnt.
Prentsmlðja ÞjóðvHjana luf.
Sórfalistaflokfcurinn, Þórsgötu 1 — Síml 7610 (þrj&r Unur)
2
Bandaríska auðvaldið hefur svarað vitneskjunni um
atómsprengjur Sovétríkjanna. Svarið er ekki samvinna,
friður, heldur aukin framleiðsla þessara múgmorðvopna, á-
framhaldandi hervæðingarkapphlaup. Og Morgunbl. íslenzka
fagnaði þessari ákvörðun og birti hlakkandi fyrirsagnir á
forsíðu sinni í fyrradag.
í gær skrifa svo vitsmunaverurnar sem því blaði
stjórna leiðara um kjarnorkumálin. Hvort þeir Valtýr Stef-
ánsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur 'hafa lagt vitsmuni
sína saman í leiðara þessum, er ekki vitað, en líklegt má
það teljast, samkvæmt reglunni um heimskra manna ráð.
Kjarnorkuspeki þeirra félaganna hljóðar svo:
„Hvað eftir annað hefur verið borin fram um það tillaga
á þingi Sameinuðu þjóðanna, að öll kjarnorka í heiminum
yrði sett undir virkt og öruggt eftirlit, og engum gæfist
nokkru sinni færi á að nota þetta eyðingarvopn, NEMA
VIÐEIGANDI REFSINGUM YRÐI KOMIÐ FRAM GEGN
SÖKUDÓLGNUM.
Fulltrúar Sovétríkjanna hafa staðið gegn þessháttar
samkomulagi eins og veggur. Þeirra ,,samkomulagstillögur“
hafa verið þær einar, að fyrst yrði gengið að því, AÐ EYÐA
ÖLLUM KJARNÖRKUSPRENGJUM, SEM TIL VÆRU I
HEIMINUM. Síðan væri hægt að tala um það, með hvaða
móti hægt væri að koma sér saman um notkun kjarnork-
nnnar í framtíðinni.
Með þvergirðing sínum í kjarnorkumálunum hafa ein-
valdar Sovétríkjanna beinlínis gefið í skyn, að ef þeim gæf-
ist færi, þá myndu þeir hafa fullan hug á að láta kné fylgja
kviði, í viðureign sinni við aðrar þjóðir, og NOTA SÉR
KJARNORKUVOPNIÐ TIL HINS ÍTRASTA TIL AÐ
KOMA HEIMSVALDAÁFORMUM SÍNUM I FRAM-
KVÆMD.“
Er þetta ekki dásamleg speki, skynsemi og rökvísi?
Sjálfsagt að leyfa framleiðslu atómsprengja, sjálfsagt að
auka hana sem mest, sjálfsagt að nota atómsprengjur sem
vopn — ef sökudólgunum verður aðeins refsað á eftir! Væri
það ekki einstæð liuggun fyrir íslendinga á Reykjanes-
-skaga, sem ríkissíjórnin liefur gert að skotmarki kjarnorku
sprengja ef til styrjalda kemur, að deyja í vissu um það að
sökudólgarnir muni fá refsingu? Myndi það ekki vega upp
tortímingu sem náð gæti til allra s3órborga heims að vita
að sökudólgarnir myndu fá makleg málagjöld? Það telja
vitsmunaverurnar við Morgunblaðið auðsjáanlega, þótt
þeim láist hins vegar að geta þess HVER Á AÐ FRAM-
KVÆMA REFSINGUNA að atómstyrjöldinni lokinni?
Jafn hrifnir og ritsíjórarnir eru af þessari ágætu til-
lögu, ámóta hneykslaðir eru þeir á tillögum Sovétríkj-
anna: „AÐ EYÐA ÖLLUM KJARNORKUSPRENGJUM
SEM TIL VÆRU f HEIMINUM“ og koma á öruggu eftir-
liti með því að engin slík framleiðsla ætti sér stað, er það
ekki einstæð sönnun þess að Sovétríkin ætli að „NOTA SÉR
KJARNORKUVOPNIÐ TIL HINS ITRASTA TIL AÐ
KOMA HEIMSVALDAÁFORMUM SlNUM I FRAM-
KVÆMD“? Það telja hinar rökvísu vitsmunaverur Valtýr
Síefánsson og Sigurður frá Vigur.
★
Þetta eru þeir menn sem auðmannastéttin íslenzka hef-
ur sérstaklega valið til að flytja almenningi boðskap sinn,
þannig er greind þeirra og maanúð. Maður blygðast .sín fyr-
Hafnarfjarðarrútan.
Halldór Pétursson skrifar:
• „Um margra ára skeið hef-
ur það verið einskonar krossferð
að ferðaat með áætlunarbílum
á Hafnarfjarðarleið. — Áður
en póststjórnin tók við rútunni;
var hún rekin af einstaklingum.
Ekki er því að neita, að á-
standið hjá þessum sérleyfishöf
um var að síðustu orðið óvið-
unandi; þó verður að segja
þeim til málsbóta, að fargjöld-
um var mjög stillt í hóf, og
ferðir á 10 mínútna fresti. Aft-
ur á móti voru vagnarnir of
litlir og mjög úr sér gengnir,
svo þeir gátu ekki fullnægt
þörfinni. — Svo tekur póststj.
við. Nú héldu menn að þessar
krossferðir væru á enda. Stórir
og glæsilegjr vagnar komu á
„leiðina" og þó fargjöldin
hækkuðu um 40%, þá ætluðu
menn að sætta sig með það
í þeirri von að þeir gætu nú
ferðast eins og menn.
□
Adam ekki lengi í
Paradís.
„En Adam var ekki lengi
í Paradís — Fyrsta kastið var
reynt að fullnægja flutninga-
þörfinni, en svo opnuðust augu
samgöngumálaráðherra fyrir
því að þetta var bara almenn-
ingur, sem þarna ferðaðist.
Ferðunum var smá fækkað allt
ofan í hálftíma og stundum
sleppt úr. — Loks er allt komið
í sama horfið, að vagnarnir
fara oft frá fyrsta áfanga troð
fullir og skilja svo eftir allt,
sem þeir eiga að taka á leiðinni.
Fari þetta fólk, sem eftir er
skilið ekki niður í Lækjargötu,
á það á hættu að bíða allt í IV2
tíma í hvaða veðri sem er.
□
Milljónar tap?
„Þetta var þá árangurinn.
Vagnarnir stækkuðu um helm-
ing, fargjöldin um 40% og
fciðtíminn lengdist um 20 mín-
útur milli ferða. Og í viðbót er
hvíslað um að tapið á þessari
útgerð muni vera við milljón,
eíðan breytingin varð. Enginn
þarf þó að segja mér að hin
útgerðin hafi verið rekin með
tapi og er þó óiíku saman að
jafna, eins og lýst hefur verið.
Þetta er heldur engin ný bóla,
heldur skipulögð starfsemi;
svona er það á öllum sviðum.
Falsvinir samvinnu og sam-
virkra hugsjóna hafa alltaf cin-
hver ráð. Þeir þykjast berjast
fyrir því að bæir og ríki reki
þetta og þetta, en komist það
í framkvæmd, er það skipu-
lagt í rústir til þess að „undir-
niðri einkavinirnir“ geti bent
á að ekkert geti borið sig nema
einstaklingsrekstur.
□
Rekin af mannhatri.
„Hafnarfjarðarrútan virðist
nú helzt rekin af mannhatri,
því sannanlegt er að nógir vagn
ar eru fyrir hendi. Útgerðin á
gamla vagna, sem hún getur
látið ganga í Kópavog á þeim
tímum dags þegar flutniugar
eru mestir og þannig létt á
stærri vögnunum. — Við núver-
andi ástandi verður ekki þagað
lengur, því samkvæmt dýra-
verndunarlögunum er strang-
lega bannað að flytja gripi eins
og fólk er flutt á þessari leið.
Eigi að koma upp gripaflutning
um, þá væri ekki úr vegi að
sett yrði reglugerð um að skipa
þingmenn okkar Ólaf Thórs,
Guðmund 1. og Emil ráðherra
umsjónarstórgripi í vögnunum,
þar gætu þeir fengið ókeypis
ferðalög og skemmtun.
Verði allar ábendingar á-
rangurslausar mun ég gangast
fyrir því, að prófað sé með
lögum hvort póstur og sími,
sem sérleyfishafi, hafi engar
skyldur gagnvart mannflutning
um, eins og aðrir sérleyfishaf-
ar. — Leiðin verður þá sú, að
í hvert skipti sem fólk er „skil-
ið eftir“ þá kaupi það „prívat“,
bíla og sendi reikningana á
póst og síma. Verði neitað að
borga, þá gangi þetta til dóms.
Verði það dæmt að fólkið hafi
engan rétt, þá sér það þó hið
rétta andlit, sem að því snýr.
Halldór Pétursson."
*
BÍKISSKIP:
Hekla er í Álaborg. Esja var á
Reyðarfirði í gærmorgun á norð-
urleið. Herðubreið átti að fara í
gærkvöid kl. 23 til Stykkishólms,
Flateyjar og Vestfjarðahafna.
Skjaldbreið var á Norðfirði í gær
a leið til Reykjavíkur. Þyrill va.r
á Dagverðareyri í gær.
EINABSSON&ZOÉGA:
Foidin er á förum til Englands
frá Austfjörðum með frosinn fisk.
Eingestrocm lestaði í Hull 28.
og 29. þ. m.
EIMSKIP:
Brúarfoss fór frá Reykjavík 29.
9 austur og ncrður um land.
Dettifoss fór frá Kotka í Finn-
landi í gær 30.9. til Gautaborgar
og. Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá
Kaupmannahöfn 28.9 til Leith og
Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Isa
firði 25.9. til New York. Lagarfoss
fór frá Rotterdam 30.9. til Hull
og Reykjavíkur. Selfoss kom tii
Reykjavíkur 29.9. frá Akranesi.
Tröllafoss fór frá Reykjavik 28.9.
til New York. Vatnajökull fór
frá Keflavík 28.9. til Hamborgar.
Bannsókn út af dauðaslysinu
sem varð á Njálsgötu í fyrradag
stendur enn yfir. Hefur rannsókn-
arlögreglan beðið blaðið að ítreka
það, að hún vill hafa tal af þeim
cr voru sjónarvottar að slysinu,
m.a. tveim konum er stigu út úr
bifreið hjá slysstaðnum ennfrem-
ur foreldrum telpunnar er komst
ir að edga orðastað við slík fyrirbrigði mannlegrar tilveru,
sem ekki virðist eiga neina sjálfstæða hugsun, menn sem
því nafni nefnast og ekkert er heilagt, ekki einu „sinni til-
vera þjóðarinnar.sem. byggir þetta land.
yfir grötuna, rétt áður en slysiö
varð.
Skólagarðar Keykjavíkur.
Þau börn, sem hafa ekki enn
þá sótt uppskeru sína i garðana
eru beðin að mæta i dag kl. 4-7.
Þann 29. þ. m. seldi Vörður
280,656 kg. í Hamborg og 28.f.m.
Seldi Jón forseti 300.338 kg í
Bremerhaven.
/ \ Iðnnemlnn blað
I. N. S. 1., 6,-
7. tbl., er komið
út. Efni: I. N.
S. 1. fimm ára.
Ungt að árum,
en rikt af
reynslu, eftir Óskar Hallgríms-
son; Sá hlekkur mun reynaat
traustur, eftir Magnús J. Jó-
hannsson; Iðnnemasamband Is-
iands 5 ára, eftir Egii Hjörvar;
Óskabarn islenzkrar iðnaðaræsku
5 ára, eftir Sigurð Guðgeirsson;
Formannaf undurinn á Akranesi;
Staða iðnaðarmannsins í þjóðfélag
inu, erindi eftir Emil Jónsson;
Þróun rafmagnsnotkunar hér á
landi, erindi flutt af Steingrími
Jónssyni; Gleriðnaðurinn í Banda
rikjunum, o.fl.
19.30 Tónleikar:
Samsöngur (plöt-
ur). 20.30 Dagsltrá
Sambands is-
lenzkra berklasjúkl
inga; Ávarp. —
Maríus Helgason form. sam-
bandsins; b) Ræða, frú Sigríður
Eiriksdóttir; c) Leikþáttur:
,,Meðan við 6íðum“ eftir Jón
Snara, Nína Sveinsdóttir. d)
Einsöngur, Sigurður Ólafsson.
e) Samtal í útvarpssal, Pétur
Pétursson o. fl. f) Gamanvisur,
Alfreð Andrésson. g) Erindi,
Oddur Óiafsson yfirlæknir. h)
Kórsöngur: Samkór Reykjavíkur
(plötur). i) Kveðjuorð, Ma.ríus
Helgason. 22.05 Danslög (plöt-
ur). 23.30 Dagskrárlok.
LOFTLEIÐIB:
1 gær var flogið
til Akureyrar, Isa
fjarðar, Þingeyrar,
og Blönduóss. 1
dag er áætlað að
fljúga til Vest-
mannaeyja, Akureyrar, Siglufjarð-
ar, Isafjarðar, Patreksfjarðar og
Kirkjubæjarklausturs. Einnig á
milli Hellu og Vestmannaeyja. Á
morgun er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja, Akureyrar og Isa
fjarðar. Geysir er væntanlegur
frá Prestvik, Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi um kl. 18 í dag.
í dag verða
gefin saman í
hjónaband af
séra Bjarna
Jónssyni, ung-
frú Erla Guð-
mundsdóttir (Benjamínssonar,
klæðskerameistara) Hringbraut
105 og Gunnar Mekkinóson (Björn
sonar kaupmanns). Heimili ungu
lijónanna verður að Laugaveg 33.
Nýleg^ voru gefin saman i hjóna
band af séra Bjarna Jónssyni,
ungfrú Katrín Einarsdóttir skrif
stofumær (Jónssonar kaupmanns
á Raufarhöfn) og stud. jur. Bragi
Sigurðsson (Arngrímssonar fyrrv,
ritstjóra). Heimili ungu hjónanna
er að Hringbraut 37.
» I Hjónunum Aðal-
. \ r?' / heiði Skaptadótt-
U /i ur og Þorgrími
í J&il ' Einarssyni, Mána-
t götu 24, fæddist
14 marka sonur í
(gær 30. september. — Hjónunum
Ernu Jónsdóttur og Sigurði Inga-
syni Barmahlíð 30 fæddist sonur
ninn 23. september.
C', Messur á rnorg-
un: Nesprestakail
í Mýrarhúsaskóla
kl, 2,30 Séra Jón
Thorarensen. —•
Lauganespresta-
kall Barpaguðsþjónusta kl. 10 f.
h. Séra Garðar Svavarsson. —
Dómkirkjan: kl. 11 f. h. Séra
Bjarni Jónsson. — Hallgríms-
kirkja: kl. 11 f. h. Ræðuefni:
Barnavernd. Séra Jakob Jónsson.