Þjóðviljinn - 01.10.1949, Page 5
Laugardagur .1. október 1949.
: -ÞJÓÐVILJENN
í Jóhann J. E. Káid:
Hifnarmál fiskiþorpniia im£r JöklL
Frá alda öðli hefur verið háð
hörð barátta við hafið um gæði
þess, af fólkinu sem búið hef-
ur í fiskiplássunum undir Jökli.
Tilvera þess og lífsskilyrði hafa
byggzt að miklu leyti á sjó-
sókn, samfara dálitlum land-
búnaði. Á öld áraskipanna voru
verstöðvar á þessum slóðum
sem frægar eru í sögnum, svo
cem Dritvík, Hellissandur og fl.
Ptaðir. Þama söfnuðust einnig
saman sjómenn víðsvegar að
frá Breiðafirði, sökum hinna
gjöfulu fiskimiða, því óvíða er
jafn stutt að sækja á vetrar og
vorvertíðum. Á hallæristímum
tyrri alda urðu verstöðvarnar
þarná vesturfrá til þess, að
bjarga þúsundum landsmanna,
frá hörðum hungurdauða. Enn-
þá er háð hörð barátta við
hafið, í fiskiþorpunum undir
Jökli. En nú er öld áraskip
anna liðin, svo brimlendingarn-
ar í hinum grýttu vörum þarna
vesturfrá, eru að mestu niður
iagðar. Nú á öld véltækninnar
skortir fólkið í þessum fiski-
þorpum fullkomin hafnarskil
yrði, svo það geti til fulls
notað hin gömlu auðsælu fiski-
mið undir Jökli til bjargar sér.
Þegar Stykkishólmi sleppir
vantar tilfinnanlega hafnarbæt-
ur í öllum þremur fiskiþorpun
um þar fyrir vestan. Grafarnes
í Eyrarsveit er yngzt þessarg
borpa, aðeins örfárra ára gam-
alt. Það fæddist eiginlega á dög
um nýsköpunarinnar í lok síð
ustu styrjaldar. Þorpið hefur
að ihestu orðið til þannig, að
byggðin hefur verið færð sam-
an. Þarna var fyrir fáum ár-
um byggt lítið hraðfrystihús,
og bryggja hefur verið byggð
að nokkru leyti. Nú er verið á
þessum stað að gera mikið fé-
lagslegt átak, sem er stækkun
hraðfrystihússins. Þessu lífs-
bjargarátaki fólksins í Eyrar-
sveit á að vera lokið nú fyrir
næstu vetrarvertíð. Með stækk-
un frystihússins kemur aukin
atvinna fyrir fólkið í þorpinu,
þar sem hægt verður að hag-
nýta þarna helmingi meira afia
magn en áður var. Þetta þýðir
aukna útgerð frá þessum stað.
Það verður því lífsnauðsyn fyr-,
ir þetta uppvaxandi þorp og -
afkomu fólksins sem þarna býr,!
að undinn verði að því bráður
bugur að fullgera bryggjuna,!
svo hægt verði til fullnustu að|
nota þau skilyrði sem nú eru’
þarna að skapast við stækkunj
hraðfrystihússins.
Vitamálastjórnin þarf líka að ^
gera skyldu sína í sambandi við j
þennan stað. Það sem er aðkallj
andi þarna og sem þarf að bætaj
úr strax er þetta: Ljósmagn;
vitans á Krossnesi þai'f að auki
ast úr 12 í 20 sjómílur. Setja!
þarf vita á Melrakkaey, og ljósj
dufl á Vesturboða. Þessi lag-
færing á vitamálunum þarna er
aðkallandi og nauðsynleg, svo
innsigling á Grundarfjörð,
verði auðveldari í náttmyrkri
og dimmviðri.
Ólafsvík er gamalt kauptún
og verziunarstaður, sem hefur
komið mikið við Sögu þessa
héraðs frá öndverðu. Þama er
háð hörð sjósókn við erfiðar
aðstæður sokum þess að kaup-
túnið vantar fullkomna höfn.
Þarna er stórt hraðfrystihús. Á
þessum stað virðist mér, að
gerð hafi verið nokkur mistök
; hafnarmálum, og ennþá má
ganga þurrum fótum um fjöru
við bryggju þá sem fiskibátarn-
ir verða að athafna sig við.
Slík aðstaða skapar mikla erf-
iðleika fyrir útgerðarmenn og
sjómenn og verður þar úr að
bæta. Það á ekki að þekkjast,
að í nánd við fengsæl fiskimið
þurfi fiskiflotinn að sæta sjávar
föllum til þess að athafna sig
við land. En þrátt fyrir þessar
erfiðu aðstæður, er sýnilegur
uppgangur í þessu kauptúni,
því fólkið er harðgert og dug-
legt sem þama býr; og er það
sameiginlegt fyrir öll fiskiþorp-
in undir Jökli. Að hafnarskil-
yrðin verði bætt þarna á næstu
árum er skýlaus krafa fólksins,
sem skapar þarna mikil út-
flutningsverðmæti við erfiðustu
skilyrði.
Þá er röðin komin að sjávar
þorpinu við norðan verðan Snæ-
fellsjökul sem er Hellisandur.
Þetta er gamalkunnug verstöð
og hefur ljingum verið mjög
fengsæl, því þarna er örskammt
á beztu fiskimið landsins. Á
tímum áraskipanna var þetta
mikið útgerðarpláss, og sjó-
menn sem þekkja af reynslunni
hin auðugu fiskimið, sem eru
j þarna svo að segja uppi í land-
Isteinum, hafa allt frá öndverðu
tengt miklar vonir við þennan
stað. En síðan öld véltækninn-
ar tók við af handaflinu hefur
Hellissandur . orðið útundan
vegna vöntunar á höfn, þar
sem fullkominn vélbátafloti
gæti athafnað sig. Þarna var
þó byggt hraðfrystihús á stríðs
árunum, en það býr við erfið
skilyrði sökum vöntunar á hrá-
efni, og er það bein afleiðing
af hafnleysinu. Það er öllum
sjáanlegt að valdhafar Islands
hafa algerlega ranrækt þennan
sstað, sem liggur við bæjardyr
hinna auðugu fiskimiða. Þarna
hefur þó á nokkru árabili verið
kastað talsverðum fjármunum í
að gera hafnarbætur á þurru
landi í svonefndri Krossavík,
utantil við þorpið. Nú munu þó
flestir vera farnir að sjá, sem
öllum hefði átt að vera sjáan-
legt strax, að þarna getur
aldrei nein höfn orðið. Nú eru
vonir Hellissandsbúa algjörlega
tengdar við hina fornu hafskipa
höfn í Rifsós, sem er full af
sandi og þarf að grafast uþp.
Þegar Áki Jakobsson var at-
vinnumálaráðherra fyrir Sósíal-
istaflokkinn í nýsköpimarstjórn
inni, flutti hann frumvarp á
Alþingi, um að hafizt væri
handa og hin forna Rifsós-
böfn byggð upp samkvæmt
kröfu tímans og gerð að lands-
höfn. Þetta hefur ekki fengizt
samþykkt ennþá, og því hefur
ekki verið hafizt handa í þessu
máli. Dýpkunarskip ríkissjóðs
var þó þarna örskamman tíma
í fyrra sumar og gerði það til-
raun með útgröft á sandi sem
gekk mjög vel.
Það er lífsnauðsyn fyrir
Hellissand, svo hann ekki legg-
ist í auðn að bygging hafnarinn
ar í Rifsósi verði framkvæmd á
ræstu árum, og að hafizt verði
handa og byrjað á verkinu
strax á næsta vöri, Hellissands-
bátum þar með gert kleift að
nota höfnina strax í byrjun,
því það ætti að vera auðvelt að
haga verkinu þannig. En þeg-
ar höfnin í Rifsósi væri full-
gerð, þá væru líka sköpuð á-
kjósanleg skilyrði fyrir fiski-
báta víðsvegar að af landinu,
en þessi skilyrði vantar nú til-
finnanlega. Það er svo mikil
vöntun á góðu uppsátri á vetr-
arvertíð fyrir báta utan af
landi, t. d. norðanbáta, að ó-
kleift má kalla að þeir fái ,at-
hafnað sig hér sunnanlands á
vetrarvertið. Það er því ekki
aðeins krafa Hellissandsbúa að
hér verði hafizt handa heldur
sjómanna og útgerðarmanna
víðsvegar um landið. En Hellis
sandsbúar þurfa að knýja hér
á, því undir þessum aðkallandi
framkvæmdum er komin öll
þeirra lífsafkoma í náinni fram-
tið. Þeir þurfa að kjósa sér
mann til forustu sem hefur
þrek og djörfung til að knýja
þetta í gegn á næsta Alþingi,
því málið þolir ekki lengri bið.
Þegar fólkið í sjávarplássun
um undir Jökli mætir á kjör-
stað til þess, að velja sér al-
þingismann þann 23. október n.
k. þá er það að marka örlög
sín og lífsafkomu alla næstu
fjögur ár. Það getur og verð-
ur að velja á milli kyrrstöðu
og ráðleysis núverandi stjórnar
flokka annarsvegar, og baráttu
sósíalista fyrir bættri' lífsaf-
komu fólksins hinsvegar.
Jóhann J. E. Kúid.
Berklavarnadagurinn 2. okt 1949
Á morgun er Berklavarnadagurinn, fjársöfnunardagur S.Í.B.S
fyrir byggingarsjóð VINNUHEIMILiSlNS AÐ REYKJALUNDI
Merki dagsins
verða seld á götum úti og
í heimahúsum.
VerS þeirra er 5 kr.
Merkin eru tölusett og
gilda Sem happdrættismiði.
Vinningur er:
Flugferð frá Reykjavík til
Kaupmannaliafnar og til
baka.
Tímarifið
Reykjaiundur
verður einnig á boðstólum.
Ritið er fjölbreytt að vanda
og flytur m. a. fræðandi
greinar, smásögur og ljóð.
Verð þess er 10 krónur.
Síyðjum sjúka til sjálfs-
bjargar. i
Reykvíkingar. Hver sá er kaupir merki Berklavarnadagsins,
tímaritið Reykjalund og miða í Vöruhappdrætti S.Í.B.S., er
þegar orðinn virkur þátttakandi í baráttunni gegn berklaveik-
inni og auk þess stuðningsmaður nýrrar og gæfulegrar þjóð-
félagsstefnu.
*
Börn og unglingar, sem selja vilja blöð og merki Berkla-
varnadagsins, geta fengið þau, gegn leyfi foreldra eða vanda-
manna, á eftirtöldum stöðum:
Kleppsholt: Eva Bjarnadóttir, Efstasundi 74, Margrét Guð-
mundsdóttir, Skipasundi 10.
Sogamýri: Ester Jósefsdóttir, Sogabletti 5.
Vogar: Vilhjálmur Jónsson, Karfavog 39.
Laugames: Ólafur Björnsson, Laugarteig 42.
Fossvogur: Þóra Eyjólfsdóttir, Fossvogsbletti 34.
Kópavogur: Guðrún Þór Skjólbraut 9.
Skerjafjörður: Gunnargestsson, Hörpugötu 12.
Seltjarnarnes: Sigurdís Guðjónsdóttir, Vegamótum, Halldór
Þórhallsson, Eiði.
Vesturbær: Maríus Helgason, Hringbraut 44, Steinunn Einars-
dóttir, Elliheimilinu Grund, Markús Eiríksson, Sól-
vallagötu 20, Kristinn Sigurðsson, Kaplaskjólsveg 5.
Miðbær: Skrifstofa S.Í.B.S. Austurstræti 9.
Austurbær: Fríða Helgadóttir, Miklubraut 64, c/o Ljósmynda-
stofa Vigfúsar Sigurgeirssonar, Hermann Guðmunds-
son, Miðtúni 6, Baldvin Baldvinsson, Mánagötu 3,
Ágústa Guðjónsdóttir, Sjafnargötu 8, Halldóra Ólafs-
dóttir, Grettisgötu 26, Árni Guðmundsson, Bergþóru-
götu 6 A, Jóhanna Steindórsdóttir, Freyjugötu 5.
Þar fást ennfremur miðar Vöruhappdrættis S.Í.B.S.