Þjóðviljinn - 08.10.1949, Page 4
!fp
ÞJÓÐVILJINN
«^Rri
Laugardagur 8. október 1949
plÓÐVHJINN
Útgefsndl: Sameiolngarflokkur alþýSu — Sósialistaflokkurinn
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (&b.), SlgurSur GuSmundsson
Fréttaritstjórl: Jón Bjamason
BlaSam.: Ari K&rason, Magnús Tcrfi Ölafsson, Jónas Ámascn
Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson
RJtstjóm, afgrelSsla, auglýslngar, prentsmlSja: SkólavörSu-
etlg 19 — Siml 7500 (þrj&x linur)’
ÁakrlftarverS: kr. 12.00 & mánuSi — LausasöluverS 00 aur. elnt.
PrentsmiSja ÞjóSvlljans h.f.
Sóslailstaflokburinn, Þórsgðto 1 — Siml 7510 (þrj&r Bnur)
Flugumaðurinn Rannveig
1 Þorsteinsdótfir
AgeDtar Eysteins Jónssonar fara nú hús úr húsi,
vinnustað af vinnustað og prédika það, að Rannveig Þor-
steinsdóttir hafi möguleika að komast á þing, að hún sé
st jóniarandstæðingur, að hún hafi sérstakan áhuga á k jör-
um. lauuafóíks, að hún sé andvíg yfirdrottnun Bandarikj-
anna á ísiandi, að hún sé skeleggur. baráttumaður í rétt-
indamálum kvenna.
Þessi áróður er ósvífin biekking, móðgun við dóm-
greind almennings. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur enga
möguieika að komast á þing. Hvert það^tkvæði sem hún
fær er ónýtt stjómarandstöðunni, ónýtt öilum heiibrigðum,
frjálshuga öflum með þjóðinni. Af sömu ástæðu er hvert
það atkvæði sem hún fær stuðningur við afturhaldið í 3and-
inu, stuðningui- við Bandaríkjaagentana og auðmannaklík-
una. í Reykjavík. Og það er einmitt sú staðreynd sem er
skýringin á frambooi Rannveigar.
Ríkisstjómin vissi að eimnitt hér í Reykjarík stóð hún
einna höllustum fæti. Mikill meirihluti Reykríkinga er.and-
vígur núverandi stjóm og er staðráðinn í því að veita henni
eftirminnilega ráðningu. Þess vegna varð ríkisstjómin að
finna einhver ráð til að riola fylkingu almennings. Og ráðið
varð framboð Rannveigar Þorsteinsdóttur og sá áróður
sem stundaður er í sambandi við það. Rannveig Þorsteins-
dóttir er flugumaður Eysteins Jónssonar, boðin fram til
þess eins að eyðileggja atkvæði sem flestra Reykvíkinga,
boðin fram í vonlausri tilraun til að fella Katrínu Thorodd-
sen, fulltrúa allra frjálshuga kvenna.
Ef Rannveig ætti eitthvað til af þeim hugðarmálum
sem reynt er að eigna henni í áróðrí eysteinsxnanna, myndi
hún vissulega ekki vera í framboði fyrir Framsóknarflokk-
inn, þá myndi hún vera stuðningsmaður Katrínar Thorodd-
sen í stað þess að gera vonlausa tilraun til að reyna að
fella hana. Framsóknarflokkurinn hefur verið allra flokka
ar.dvígastur þeim stefnumálum sem nú er rejmt að nota til
a'ð fleka fólk til að gera atkvæði sín ónýt. Framsóknar-
flokkurinn hefur alltaf og ævinlega barizt gegn hagsmunum
launafólks, seinasta dæmið er það að hann stóð sem veggur
gegn launahækkuninni til opinberra starfsmanna. Fram-
róknarflokkurinn hefur ávalt staðið sem veggur gegn rétt-
Indamálum kvenna, greiddi atkvæði gegn jafnrétti kvenna
; launalögum, og tók ásamt ihaldinu þátt í aðHkopast að
jafnréttisfrumvarpi Hannibals Valdimarssonar. Eysteinn
Jónsson, húsbóndi Rannveigar, er einn þægasti Baadaríkja-
þjónainn á Islandi, enda forframaðist hann til utanstefnu
eftir mútugjöf Bandaríkjastjómar. Hann hefur bannaö
frambjóðendum flokksins að minnast á sjálfstæðismálin,
cins og glöggt kom fram í útvarpsumræðum ungra manna,
og þeir hafa hlýtt. Þannig eru hin raunverulegu stefnumál
Framsóknarflokksins og Rannveigar Þorsteinsdóttur þver-
öfug við þann áróður sem stundaður er, enda vita allar þær
konur sem starfað hafa með Rannveigu i samtökum kvenná,
að Iiún hefur alltaf tekið afstöðu með ákveðnustu íhalds-
kpnum, enda 'hafa bær hampað henni mjög.
Rannveig Þorsteinsdóttir er send út af ríkisstjóminni
’ til að reyna að eyðileggia sem flest af atkvæðum Reykvik-
inga. Henni mun ekki takast það. Álmenningur lætur ekki
, blekkjast af ósvífnum áróðri sem er í algerri andstöðu við
'•staðreyndir. Reykvíkir.gar muiiu fylkja sér um Katrínu
'5h'orx>ddséu og txyggja henni sem gjæsilegastan. soguÁ
ekki að útskýra hvað það getur
haft alvarlegar afleiðingar, að
sjúkrakassarnir, eins og við
kölluxn þá, eru látnir standa
svona tómir. Hérna um daginn
meiddi sig maður í smiðjunni
hjá okkur, og þá var ekki einu
sinni til piástur í kassanum!..
En það er sem sagt sama hvern
ig við hringjum og hringjum
til að biðja um lagfæringu á
þessu, það koma aldrei neinar
lagfæringar, kassinn heidur á-
fram að standa tómur. Og nú
er það síðasta von okkar, að
úr þessu verði bætt, þegar það
hefur verið gert að umtalsefni
á pren,ti. — Dagur.“
□
Br»garbót.
4. skrifar: — Annaðhvort
hefur Víkverji vísvitandi rang-
fært kosningavísuna sem hann
birti í Mogganum s.l. föstudag,
ellegar þá að prentsmiðjupúk-
inn hefur krækt i hana öfugri
kló, og brjálað yrkinginn því
auðsjáanlega á vísan að vera
svona:
Sagan telur svika-hjörð
sífellf reiðubúna,
Skammkel, Gissur Móra Mörð
Mogginn um þá heldur vörð.
Kristínu L. Sig.
þakkað.
„Reykvísk“ skrifar: „Eg
þakka, Kristínu L. Sigurðar-
dóttur fyrir það innlegg í kosn
ingabaráttuna,. sem hún birti
í Morgunblaðinu í dag (7. okt.)
Því það er áreiðanlegt, að ef
við sósíalistar fáum dálítið
kvantúm af slíkum áróðri á
móti okkur, þá verðum við ör-
ugg með glæsilegan sigur í
kosningunum. Þessi grein í-
haldsframbjóðandans, sem hér
er um að ræða, lýsir nefnilega
svo .mikilii fávizku og þröng-
sýni,- að hún. hiýtur að hafa
alveg þveröfug áhrif við það
Sem henni er ætlað. Það ætti að
nægja að nefna citt atriði henn
ar, sem dæmi.
□
Gleðisögurnar og
sorpritin.
„Kristín þessi segir, að við
sósíalistar stöndum á bak við
alla þá útgáfu á „gleðisögum
og sorpritum", sem bókamark-
aðurinn hafi morað af á sein-
ustu árum. „Þessar nýtízku
bókmenntir eru liður í áætlun
kommúnista til að skapa vand-
ræðaástand, jafnt i siðgæðis-
málum þjóðarinnar sem öðru“,
segir Kristín. Er manneskjan
rugluð? Lætur hún sér detta
í hug, að sósíalistar hafi áhrifa
vald í einu einasta þeirra út-
gáfufyrirtækja, sem þarna eiga
hlut að máli ?... Veit hún ekki
það, sem allir vita, að það eru
einmitt hennar eigin flokks-
menn, sem mestu ráða um bóka
utgáfu hér á landi, já, standa
bókstaflega á bak við allt gleði
sagna- og sorpritafarganið ?...
Jú trúlegt er að hun viti það.
En hún treystir meir-á blekk-
ingar en sannleikann, eins og
vera ber um frambjóðanda í-
haldsflokksins. — Reykvísk.“
□
Tómar sjúkrakassl.
„Dagur" skrifar: „Það má
kannski segja, að það, sem ég
ætla. núna að gera að umtals-
efni, gefi ekki ástæðu til að
gert sé úr því blaðamál., Samt
er það svo, að aðrar leiðir
hafa hingað til reynzt ófull-
nægjandi til að fá fram lag-
færingu. 1 smiðjunni, þar sem
ég vinn, er sjúkrakassi, sem
staðið hefur tómur í langan
tíma, þeir sem eiga að sjá um
að allt sé í lagi xneð kassann,
hafa sýnt 'þann trassaskap að
láta hann standa svoná tómann
þrátt fyrir það að þeir hafa
hvað eftir annað verið beðnir
um að fylla hann með því sem
í hinum á að vera.... Það er
einn starfmaður Slysavamafé-
lagsins sem á að gera þetta...
Það er Slysavamafélagið, sem
hefur gengizt fyrir að hafðir
væru slíkir kassar á öllum
meiriháttar vinnustöðvum, og
er það þakkarvert eins og raun-
ar flest. sem þetta ágæta félag
hefur gengizt fyrir.
□
Getur haft alvariegar
afleiðingar.
Ncsturabstur annast HreyfiJl
-En. ég- jþazf -áreiðanlega .Súalefla3S.: . :*;■
HÖFNIN:
Egill SkaliagTÍmsson fór áleiSis
til Þýzkalands í fyrrinótt.
RIKISSKEP:
Hekla er í Álaborg. Esja er
í Reykjavík. Herðubreið er í R-
vík. Skjaldbreið var á Hornafirði
i gœr á norðurleið. Þyrill er norð-
anlands. Helgi er í Breiðafjarðar-
ferð.
EIMSKIP:
Brúarfoss fór frá Húsavík 6.10.
Væntanlegur til Reykjavíkur í gær
kvöld 7.10. eða í nótt. Dettifoss
kom til Reykjavíkur kl. 10 7.10.
frá Gautaborg. Fjallfoss fór írá
Leith 4.10. væntanlegur til Reykja
víkur síðdegis 8.10. Goðafoss kom
til N. Y. 3.10. frá Reykjavík. Lag
arfoss fór frá Hull 4.10. væntanleg
ur til Reykjavíkur í fyrrinótt 8.10.
Selfoss íór frá Reykjavík 5.10.
vestur og norður. Tröllafoss fór
frá Reykjavik 28.9. til N. Y.
Vatnajökull er í Antwerpen, fer
þaðan 7.10. til Rotterdam og R-
víkur.
EINARSSON&ZOfiGA:
Foldin er í Hull. Lingestroom er
á leið til Reykjavíkur um Færeyj
20.30 Útvarpstrió-
ið: Einleikur og
trió. 20.45 Leikrit:
,Horfin sjónarmið‘
eftir James Hilton
og Barbara Burnham. (Leikendur:
Ævar Kvaran, Þorsteinn Ö. Step-
hensen, Jón Aðils, Inga Laxness,
Valur Gíslason, Indriði Waage,
Árni Tryggvason, Lárus Pálsson.
— Leikstjóri: Lárus Pálsson).
22.05 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.
Skólagarðar Rcykjavíkur.
Þau bö*n, sem hafa ckki sótt
kartöflur sínar, verða að sækja
þær kl. 2 í dag.
MESSUR Á MORGUN:
Laugarnespresta-
kalJ: Messa kl. 2 e.
h. á morgun. Sr.
Garðar Svavarsson,
Barnaguðsþjónusta
kl. 10 f. h. Nes-
prestakall: Messa í kapellunni
í Fossvogi kl. 2 e. h. Sr. Jón Thor
arensen. — Dómkirkjan: Messa kl.
11 f. h. — Séra Jón Auðuns. Messa
kl. 5 e. h. — Séra Bjarni Jónsson.
— Fríkirkjan: Messa kl. 2 sr. Sig-
urbjörn Einarsson. Almennur safnt
aðarfundur kl. 4.30.
FLUGFÉLAG ISLANDS:
1 dag er áætiaff
að fljúga til Akui*
eyrar, Blönáuóss,
Isafjárðar, Vestm.-
eyja og Keflavíkur. Á morgun til
Akureyrar, Vestmannaeyja og
Keflavíkur. 1 gær var flogið til
Akureyrar, Fagurhólsmýrar (3
ferðir), Kirkjubæjarklausturs,
Hornaf jarðar og Vestmannaeyja.
® Nýlega voru
FtSAtaSTiÍlj gefin saman í
hjónaband af
sr. Bjarna Jóns
syni, ungfrú
Erla Auðlín Bót
ólfsdóttir og Guðmundur Krist-
leifsson húsksmíðanemi. Heimili
þeirra er í Breiðholti við Laufás-
veg. — Nýjega voru gefin sama.n.
í hjónaband af séra Jóni Auðuns,.
ungfrú Gyða Hjaltalín Jónsdóttir,
Ásvallagötu 25 og Ólafur Einars-
son, framkvæmdastjóri, Skóla-
vörðustíg 31. — Nýlega voru gefin.
saman í hjónaband af séra Sigur
jóni Árnasyni, ungfrú Þórey Eiríks
dóttir og Jón Friðrik Jónsson,
málari. — Heimili þeirra er á
Njálsgötu 8 B. — Þann 1. október
voru gefin saman í hjónaband af
séra Bjarna Jónssyni, Hansína Sig
urjónsdóttir, Sölíhólsgötu 7 og
Skúli Skúlason, bifvélavirki, Vest-
urgötu 66.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína.
ungfrú Ágústa F.
Lúðvíksdóttir, Með
ijalholti 3, Reykj'a-
. vili og , Eiður. Jó-
hannsson, Skúlaskeiði 30, Hafnar-
firði.
IJcilsuvemð,
timarit Nátt-
úrulækninga
félags Islands,
2. hefti 1949
(4. árg.), er
nýltomið út,
vandað að frágangi og fjölbreytt
að éfni. Ritstjórinn Jónas Krist-
jánsson, skrifar grein um sviss-
neska lækninn og vxsindamanninn
Bircher-Benner, einn helzta’ fröm
uð náttúrulæknihga í Evrópu, ' og
er mynd af honum á kápusíðu rits
ins. Þá kenjur grein: Atómkenn,-
ingin sem þáttur i í-annsókn nær-
ingarinnar, eftir hollenzkan vís-
indamann, forstjóra matvælarann-
sókna i Haag í Hollandi, Újörn
L. Jónsson ritar aðra grein sína
í flokknum Vörn og orsök krábba
meins; Lykillinn að gátu krábba-
meins, og auk þess greirx um
ensku safnhaugagerðina, með
nokkrum skýringamyndum. Þá er
þýdd grein um föstur eftir,
franskan læknj, og nokkrar
smærri greinar: Lifandi og dauð-
fæða, ungbarnadauði og heilsufar.
Bannað að bleikja hveiti m.eð-pitri.
Er gerilsneyðing mjólkur nauðsyn
iq - •Frambald á 7. giða.