Þjóðviljinn - 09.11.1949, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.11.1949, Blaðsíða 6
 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. nóv. 1949. Bæjarpósturinn Pramh. af 4. síðu, aftur á móti allir samstarfs- flokkarnir að sverja af sér. — Ingvar“. □ » t Sagan nm hvítu svunt- urnar. „Húsmóðir." — Sendir eftir- íarandi klausu: „Það fæst Htið Bf hvítum svuntum í bænum BÚna, en þetta eru einmitt svuntur sem framreiðslustúlk- lir þurfa mjög á að halda.... ISvuntur þessar fengust fyrir nokkru í Fatabúðinni og kost iuðu 15 kr. stykkið. Sama sort ifékkst líka í búð einni í Tjarn- Brgötu. Og kostuðu svunturn Br þar 20 kr. stykkið. Vinkona mín ein vísaði mér þangað, eft ír að hún hafði keypt sér Bvuntu á þessu verði, og fór iég þangað tveim dögum síðar. Þá var búið að hækka verðið upp í 29 kr., og konan í búð- anni sagði að þær hefðu alltaf kostað það. En það er ósatt. — 19 ára móðir.“ — Verðlagseft ^rliti^ athugar sjálfsagt málið. niiiiniif f miiiiiiiiiiiiiiiiiiimujimi” liggur leiðin flHIHWlHMIIMnHHmiHliÍWIWBWWB SKIPAUTCCRÐ RIKISINS Herðnbreið austur um land til Fáskrúðs- fjarðar hinn 12. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og á morg- un. Pantaðir farseðlar óskast sóttir á föstudag. rJ • W.EJ. • Bazarinn 'Verður á morgun (fimmtudag) í G.T.-húsinu og hefst kl. 2 eftir hádegi. Eins og vant er verður þar margt góðra muna. Tekið á móti munum eftir kl. 9 í fyrramálið. i Stjórnin. Tlior Thors Framhald af 8. síðu. stjórn Grikklands haft fulla samvinnu við nefndina, sam- kvæmt skýrslu hennar, I upphafi umræðnanna var einróma samþykkt tillaga Ástralíu um að ný sáttanefnd skipuð forseta allsherjarþings- ins og aðalritara Sameinuðu þjóðanna, formanni og varafor manni fyrstu nefndarinnar skyldi reyna að ná sáttum í málinu með viðtölum og bein- um samningum við fulltrúa Balkanríkjanna fjögra í New York. Var ákveðið, að nefnd þessi skyldi skila skýrslu ura störf sín innan þriggja vikna. Fulltrúi Póllands bar á sama fundi fram tillögu utan dag- skrár um að fyrsta nefndin skyldi óska eftir því, að dauða refsingu kommúnistans Katrín- ar Zevgos yrði frestað. Full- trúi Grikklands upplýsti þá, að ríkisstjórn Grikklands hefði á-l kveðið að fresta framkvæmdj dauðadóma þar í landi ogj áfrýja öllum slikum jnálum, þar| á meðal máli Katrínar Zevgos.! Væri þessvegna enginn grund-! völlur fj'rir tillögu Póllands. Margir nefndarmanna bentu einnig á, að innlandsmál Grikk lands væru ekki á dagskrá í nefndinni, enda hefðu Samein- uðu þjóðirnar ekki heimild til að hafa afskipti af þeim vegna ákvæða 2. gr. 7. mgr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna Þar sem sáttanefnd hafði ver ið skipuð og fulltrúi Grikk- lands hafði lýst því yfir, að ríkisstjórn Grikklands hefði þegar framkvæmt þau atriði, sem tillaga Póllands snérist um greiddi sendinefnd Islands at- kvæði gegn tillögu Póllands. Sömu afstöðu tóku þessi ríki: Abyssinia, Argentina, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bolivía. Brazilía, Bretland, Colombia, Costa Rica, Cuba, Danmörk, E1 Salvador, Equador, Filippseyj- ar, Frakkland, Grikkland, Guatemala, Holland, Honduras, Indland, Iran, Kanada, Kína, Lebanon, Liberia, Luxembourg, Mexico, Nýja Sjáland, Nicara- gua, Noregur, Pakistan, Panama Paraguay, Peru, Suður-Afríka, Svíþjóð, Tyrkland, Uruguay og Venezuela. Einungis 6 ríki greiddu at- kvæði með tillögunni, þ. e. Hvíta Rússland, Júgóslavía, Pól land, Soviet-Rússland, Tékkó slóvakía og Ukraina. fVið umræðurnar um tillöguna sagði hinn spaki fulltrúi Ind-j lands: „í nafni mannúðarinnar álít ég, að sættir og linkind séa‘ líklegri ef tillaga Póllandsj verður felld.“ Eg var sömu Iskoðunar. New York, 1. nóv. 1949. Thor Thors (sign.) Reykjavík, 8. nóvember 1949.“ FRAMHALDSSAGA: BRDÐARHRINGURINN EFTIR Mignon G. Eberhart S Unglinga vanfar til að bera blaðið til kaupenda á Seltjarnamesi Þjóðviljiim, Skólavörðnstíg 19. sími 75ÖÖ. an sig. Svo var allt í einu eins og einhver annar væri líka í skóginum, — þessi tilfinning greip hana undarlegum tökum. Já, þetta var undarleg tilfinning. Hún stanz- aði, beindi vasaljósinu allt í kringum sig og hlustaði. En hafi það verið fótatak sem hörfaði undan henni einhversstaðar úti í myrkrinu, hafi það verið brak í sprekum, þá heyrði hún það ekki aftur. Húii hélt áfram, en fór gætilegar en áður. Henni stóð nokkur stuggur af dimmum trjá- göngunum og draugalegum mosaþembunum, sem héngu í myrkrinu yfir höfði hennar. Henni stóð siuggur af trjábolunum sem stóðu í skuggan- um fyrir framan hana — og allt í einu virtist henni eins og einn þeirra hreyfðist. Það gerðist, þegar hún nálgaðist litlu bryggj- una .... Trjábolur einn, sem sást mjög óglöggt við enda ljósrákarinnar á undan henni, þetta var bara skuggi, — reyndist við nánari athugun ckki hafa verið neinn skuggi. Ekkert tré. Ekkert. Hún stanzaði aftur gegn vilja sínum, leit í kringum sig og hlustaði .... En það var ekkert nema þögnin, og ljósrákin sem hún beindi kring- um sig stöðvaðist ekki við annað en svarta trjá- boli og skugga þeirra. Hvergi nein hreyfing. Svo kom hún auga á bryggjuna, skútuna og fenin. Vatnið var svart og bjarminn frá vasa- ijósinu glitraði á því. Það var akkerisljós á skút- unni, sörmileiðis ljós á þiljum. Einnig barstljós í gegnum kringlótt kýraugað á klefa Henry dónx-. ara. Allt í einu skildist henni, að Henry dómari mundi ekki heyra neitt þó hún kallaði a£ bryggj- unni. Hún hafði gleymt því, hve heyrnarsijór hann var. Hún yrði að róa yfir. Eða — það sem betra var — hún gæti bara snúið við og sagt Eric að hann yrði að bíða til morguns. Hún var að því komin að leggja af stað aftur h.eim, en mundi þá skyndilega eftir hinum á- fcyggjufulla svip á andliti Erics. ! Árabáturinn lá bundinn við fætur henni. Hann sást greinilega í þröngum bjarmanum frá vasa- ljósinu, þar sem hann lá við bryggjuna. Henni var það ekki ljóst J>á, að ef aðeins var um þenn- an eina bát að ræða, þá hefði hann ekki átt að iiggja við bryggjuna núna (og hún hafði að- e:ns séð þennan eina bát um morguninn). Hún dró lítið eitt upp pilsið og steig niður í bátinn. Hún lagði vasaljósið logandi á þóftuna við hlið sér og tók árarnar. Þær voru óþægilega límkenndar, og hún hugsaði með sér, að dögg hlyti að vera mikil. Hún lagði af stað hina stuttu leið yfir að skútunni, og stýrði eftir ljós- inu á henni. Það heyrðist lágt hljóð, eins og muldur, þegar árarnar runnu til og það brakaði í einni þeirra. Eins og um morguninn veittist henni auðvelt að leggja bátnum upp að skútunni, binda hann 16. DAGUR. fastan og ganga uþp. Vegna Ijóssins, sem logaði um borð, taldi hún óþarft að taka vasaljósið með, skildi það eftir á þóftunni. Hún kallaði „Henry dómari“ einu sinni eða tvisvar niður í gegn um litlu káetudyrnar. Það kom ekkert svar, svo að hún gekk niður og hélt til stóra klefans, eins og hún hafði gert um morguninn. Dyrnar voru upplýstar, og hún hafði teygt fram hendina til að berja, þegar hún sá Henry dómara. Kýraugað fyrir ofan hann var opið. En hann héfði ekki getað heyrt hróp hennar frá bryggj- unni, jafnvel þó hann hefði haft fulla heyrn. Þvi að Henry Yarrow dómari, sem hafði sent svo marga menn í dauðann, hafði nú mætt sín- um eigin dauða; hann lá á grúfu í stórum blóð- polli. Það var blóðið, sem Róní kom fyrst auga á. Hún hlýtur að lokum að hafa hreyft sig og stigið nokkur skref inn í klefann, því að allt í eínu var hún farin að horfa beint niður á hann, ósjálfrátt farin að athuga smáatriðin. Hún veitti því t. d. athygli, að höfuð hins dauða lá á skakk, önnur höndin teygð út, og hjá henni lá bréfmiði. Það voru blóðblettir á bréfinu, og á það höfðu verið krössuð einhver orð. Hún las þetta ósjálf- rátt: Kona Erics myrti mig, vegna þess að ég vil ekki láta hann gera erfðaskrá eftir hennar höfðL Allar eigur mínar ganga tíl Blanche Radocsy. Þetta er minn hinzti viljL Henry Yarr- ow. Undirskri£tm. .var dautog kþasskennd, eins og hún hefði verið gerð með seinustu - kröftum ceyjandi líkama. Kona Erics — en, hamingjan góða; það var bún sjálf. Það heyrðist skvamp fyrir utan, skvamp af einhverjum þungum hlut. Síðan féll þögnin yfir aftur. I Svo heyrði hún dauft árahljóð. Það brakaði í annarri árinni. Hljóðið barst í gegnum hið svarta op kýraugans. Fimmti kafli: Skútan. Það var þetta, sem vakti hana af leiðslunni, árahljóðið sem barst í gegnum myrkrið þegar báturinn hvarf burt og skildi hana eina eftir um borð í þessari óheillavænlegu skútu, skildi hana eina eftir með dauðum manni. Þessi maður, sem lá við fætur henni, hafði verið myrtur. Það var þó ekki sýnileg nein byssa eða hnífur, né yfirleitt nokkurt vopn. Það var aðeins líkið af Henry dómara, og einkennilegur fclóðataður bréfmiði með fullyrðingu um, að hún — 'Róní Brace — hefði myrt hann. Nei, ekki Róní Brace — Róní Chatonier, kona Eriics. Morð! Þetta undarlega og hræðilega, sem var ÐAVÍÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.