Þjóðviljinn - 09.11.1949, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.11.1949, Blaðsíða 4
ÞJÖBVILJINN ■MidvikHfiagur ’naéesaf --.1949. PIÓÐVILIINN Útgafandl: Samelnl-agarflokkur alþýOu — Sósíallataflokkurlnn Rltatjórar: Magnúa Kjartansaon (áb.). SlgurOur QuOmundaaon Fréttarltatjórt: Jón Bjarnaaon Blaöam.: Arl Káraaon, Magnúa Torfl Olnfaaon. Jónaa Árnaaon Auglýslngaatjórl: Jónstelnn Haraldaaon Rltatjóm, afgreiOala, auglýslngar, prentamlOja: BkóIavörOu- attg 19 — Siml 7560 (þrjár línnr) LakrtftarverO: kr. 12.00 & mánuOl — LauaaaöluvexO 50 aur. elnt. PrentsmlOja ÞjóOviljana b.f. BðafaHstaflokkurlnn, Þórsgötu 1 — Slml 7516 (þrjáur Ilnur) Alþýðublaðið heimtar gengislækk- unarstjórn Alþýðuflokkurinn hafði andstöðu gegn gengislækkun að helzta baráttumáli sínu í kosningunum í haust. Hann hét því að berjast af öllum mætti sínum gegn yfirvofandi gengisiækkun og ta.ka þátt í hverjum þeim ráðstöfunum 't sem að gagni mættu koma til að hrinda iþeirri árás á lífs- kjör almennings. Þess er að vænta áð þeir sem flokkinn kusu hafi trúað þessum yfirlýsingúm, þrátt fyrir fdrtíð flokksbroddanna sem ekki er beiiUínis til þess fallin að styrkja trúnaðartraust manna. En reynslan um efndir Alþýðuflokksforsprakkanna virð- ist ætla að verða sú sama og jafnan fyrr. Nú, að kosning- um loknum, hafa ráðamenn flokksins valið sér þann kost, að minnsta kosti í bili, að lýsa því yfir að þeir afsali sér allri ábyrgð, að þeir ætli sér að vera í stjómarandstöðu á hverju sem gengur. Og þeir gera. meira. Þeir hamra á því dag eftir dag að það sé skylda ,,borgaraflokkanna“, íhalds- ins og Framsóknar, að mynda samstjóm og framkvæma gengislækkun þá sem sé eitt helzta stefnumái þessara flokka. Með öðrum orðum: Alþýðuflokksforsprakkamir krefjast þess að mynduð i verði afturhaldsstjórn á Islandi, stjóra sem eigi að gera það að fyrsta verkefni sínu að lækka gengið og banna kauphækkanir og kjarabætur!! Þetta mega kallast heldur sérstæðar efndir á hinum há- tíðlegu loforðum ráðamanna Alþýðuflokksins fyrir kosn- ingar. Ef gengislækkun verður framkvæmd skiptir það al- menning engu máli hvort þingmenn Alþýðufl. gera sér leik að því að greiða atkvæði með henni eða móti á þingi. Að- alatriðið er hitt að koma í veg fyrir að gengislækkun verði framkvæmd. Eina ráðið til þess er það að takast megi að mynda „vinstri stjórn", stjóm sem starfar í samræmi við hags- muni íslenzkrar alþýðu til sjávar og sveita og í samvinnu við samtök alþýðustéttanna. Slíka stjóm er hægt að mynda ef hleypidómar og pólitískt ofstæki blinda ekki augu manna. Og myndun slíkrar stjómar er sameiginleg krafa bænda til sveita og launþega í bæjunum. En ráðamenn Alþýðuflokksins virðast nú sem jafnan fyrr ætla að virða að vettugi hagsmuni óbreyttra fylgj- enda sinna. Eftir þeirra eigin yfirlýsingum að dæma virð- ast þeir enn ætla að svíkjá hin hátíðlegu heit sín um virka andstöðu gegn gengislækkun og róa í staðinn að því öllum árum að mynduð verði gengislækkunarstjórn; ef ekki sam- stjórn Framsóknar og íhaldsins, eins og nú virðist helzta hugsjón Alþýðubl., þá utanþingstjórn sem sé sama eðlis. Og síðan þykjast þeir geta þvegið hendur sínar með því að greiða atkvæði gegn gengislækkunarfrumvarpinu, þegar það kemur fram á þingi. Engum ætti að koma þessi afstaða Alþýðuflokksklík- unnar á óvart, þessi. beini stuðningur hennar við myndun gengislækkunarstjórnar, og þó ætti að rnega vænta þess að óbreyttir fylgjendur Alþýðuflokksins þættust nú enn grálega sviknir. Og enn er það á valdi þess alþýðufólks sem gert hefur Alþýðuflokksþingmennina að fulltrúum sínum að taka í taumana. Það er mikið í húfi hvernig til tekst um myndun nýrrar stjómar, og pólitískt ofstæki má ekki verða til þess að eyðileggja þá kosti sem hagstæðastir éru allri alþýðu. Enn stendur Sjómannaskólaklukkan. ,,Það hlýtur að vera lélegt sigurverkið í klukkunni á Sjó- mannaskólanum. Þetta er til- tölulegá ný klukka, en samt er hún alltaf að bila. Að minnsta kosti verður ekki önnur álykt- un dregin af þeirri staðreynd, að klukkan snarstanzar alltaf með fárra vikna millibili.“ — Þannig farast ,,Sogmýringi“ orð í bréfi, sem hann sendir okkur. Og hann heldur áfram: „En það merkilega er, að klukkunni er aldrei komið í lag aftur, fyrr en hún er búin að standa langa ieagi ____ Þetta sleifarlag er sérlega merki- iegt, þegar við athugum það, að úrsmiðafélagið gaf kiukk- una upphaflega, ... og maður skyldi halda að það væri sam- eiginlegt áhugamál úrsmiðanna allra, vegna virðingar stéttar- innar, að Sjómannaskólaklukk- an væri alltaf i sem beztu lagi. En svo virðist sem sagt ekki vera ... Nú hefur klukkan t. d. staðið í marga daga, og þeg- ar þessar línur eru skrifaðar verður þess ennþá ekki vart, að vísarnir hreyfist ... — Sogmýringur." □ Styður nafnið „götu vitar“. ,,Málvandur“ skrifar: >rEg er ætíð fylgjandi þvi, að við íslendingar reynum að finna falleg og hagleg orð yfir ný- ungar, þegar þær sækja okkur heim. Mér leizt til dæmis bölv- anlega á þessi „umferðarljós" eða „umferðaljósmerki" svo- kölluðu, þ. e. a. s. mér leizt bölvanlega á orðið. En nú hef ur einhver orðhagur maður valið fyrirbrigðum þessum nafn, sem að mínum dómi er hið ágætasta. Hann kallar þau „götuvita". — Gætum við nú ekki öll orðið sammála um að nota þetta nafn yfir umferðar- nýjungina, kallað ljósin götu- vita? — Málvandur." □ ... baðst eindregið undan endur- kosningu ...“ í gær birtist í Bæjarpóstin- um bréf eitt, sem skrifað var fyrir helgi, en hafði að geyma epádóm um, að skipt yrði um formann í félagi ungkrata á aðalfundi þess um helgina. Var í bréfinu fullyrt, að hin aftur- halassama forusta flokksins mundi vilja bola Eggert Þor- steinssyni frá formannsstöð- unni, af því að hann væri ekki nógu þægur henni, væri of stéttvís til að hljóta hylli aft- urhaldsins. Jafnframt var gizk að á, að Alþýðublaðið mundi þannig túlka fráför Egg erts, að hann hefði „eindregið skorazt undan endurkjöri". — Allt þetta rættist. Og Alþýðu- blaðið sagði í gær orðrétt um formannskosninguna: „Frá- farandi formaður, Eggert Þor- steinsson, baðst eindregið und- an endurkosningu“ (!) □ Sanaankurðurinn á tveim ríkisstjórnum. Ingvar skrifar: „Það er oft verið að gera samanburð á tveimur seinustu stjórnum. Framsóknarmenn hafa lagt sig sérstaklega fram við ófrægja nýsköpunarstjórn- ina, talið hana einhverja fyrirhyggjulausustu bruðl- stjórn sem verið hefur .... Þessar fullyrðingar Framsókn- armanna-eru út af fyrir sig' ekki svaraverðar. En mér datt í hug, í sambandi við þennan samanburð á tveimur ríkis- stjórnum, að benda á dálítið atriði, sem mér finnst að tali sínu máli um kosti og lesti þessara ríkisstjóma. Þannig bregður nefnilega við, að allir flokkar vilja þakka sér stefnu nýsköpunarstjórnarinnar (sem auðvitað var fyrst og fremst mörkuð af sósíalistum), en stefnu hinnar stjórnarinnar, afturhaldsstjórnarinnar, reyna Framh. á 6. síðu (tyennablaöið, á. ' tblV' " 1949, er komið út. 1 blað inu eru þessar greinar m. a.: Frá Alþjóða- hjúkrunarkvennaþinginu í Stokk- hólmi, eftir Sigríði Eiríksdóttur; Merkur gestur heimsækir F. I. H. Berklar í eldra fólki, eftir Þor- björgu Árnadóttur. 18.30 Islenzku- ÍSFISKSALAN: Þann 7. þ. m. seldu eftirtald- ir togarar afla sinn í Þýzkalandi: Egill Skallagrímsson 292,9 smál. í Bremerhaven, Keflvíkingur 286, í smál. í Cuxhaven, Helgafell 292,3 smál. í Bremerhaven, Bjarni ridd- ari 298,7 smál. í Cuxhaven,. Þann 8. þ. m. seldi Fylkir 278,7 smál. í Cuxhaven. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Reykjavík 7.11. til Kaupmannahafnar og Gautaborgar. Dettifoss fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöld 8.11. til Vestmannaeyja, Leith, Ant- werpen og Rotterdam. Fjallfoss er S Reykjavík. Goðafoss kom til Reykjavíkur 7.11. frá Leith. Lag- arfoss fór frá Hull 7.11. til Reykja víkúr. Selfoss fermir í Kasko og Kotka í Finnlandí 7.-12. nóvem- ber. Tröllafoss fer frá Reykja- vík í kvöld 9.11. til New York. Vatnajökull er. við Noröuriand. RIKISSKIP: Hekla fór frá Reykjavík í gær- kvöld vestur um land til Akureyr- ar. Esja er í Reykjavík. Herðu- breið or á Vestfjörðum á suður- leið. Skjaldbreið er á Akureyri. Þyrill er í Reykjavík. EINABSSON&ZOfiGA: Foldin fór frá Amsterdam s. 1. laugardag, væntanlcg til Reykja víkur á fimmtudag. Lingestroom er í Amsterdam. Beykjavíkursýningin er í dag einkum helguð blaða- og bókagerð Kvikmynd um þetta efni verður frumsýnd í dag. Einnig verða ýmsar vélar í gangi, bókhalds- vélar o. fl. Kvikmyndasýningar verða kl. 6 og kl. 10.30 Barna- gæzla verður frá kl. 2-6- kennsla; I. 19.00 Þýzkukennsla; II. 19.25 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.30 Kvöldvaka: a) Erindi: Forskynjun og forlög (Kristján Linnet fyrrum bæjar- fógeti). b) Útvarpskórinn syngur, undir stjórn Róberts Abraham. c) Upplestur: „Aldrei gleymist Austurland", kvæði eftir austfirzka höfunda (Broddi Jóhannesson les) d) Erindi: Kofnafar á Breiðafirði (Bergsveinn Skúlason). Ennfrem Ur tónleikar af plötum. 22.10 Dan3 lög (plötur). 22.30 Ðagskrárlok. LOFTLF.IBIB: ’ I gær var flógið til Vestmannaeyja, i | Akureýrar,- * - Isa- - j fjarðar. I dag .. er , áiBtlað að. fljjigii. til Vestmannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar, Fiateyrar, "• Þingeyrar. Á morgxirt er áætláð að ; fljúga tiþ .Sigluf jarðar, Isaf jarðar,, Hellissands, Vestmannaeyja, Ak-. ureyrar. FLÚGFÉLAG ISLANDS: I dag verður flogið til Akureyrar, Sigluf jarðar, Blönduóss, Sauðár- króks, Isafjarðar og -Hólmavxkur. I gær var - flogið - til Akureyrar.. Gullfaxi er væntanlegur um Prest vik frá Kaupmannahöfn kl. 17 í dag. Hjónunum Lilju. 4 \\'V Guðmundsd. og fo-”’ & ~ Ingibergi Her- f jtjl \ mannssýni, Lang-' í w v holtsvegi 39, fædd- ist 13 marka son- ur 1. nóvember. Opihberað hafa trú löfun sína, ungfrú Áslaug Nanna Jónsdóttir, Brekku í Aðaldal og .Hadl ur Júlíusson, Hörg, Svalbarðsströnd, Suður-Þingeyjar- sýslu. Systkinabrúð- kaup: S.l. laug- ardag voru gef in saman í hjónaband, ung frú Stefanía Sigurgeirsdóttir, Ártúni Kaldakinn og Þorgeir Pálsson (Jónssonar frá Grænavatni í Mývatnssveit). Ennfremur ungfrú Hildur Eiðs- dóttir, Þóroddsstað í Kaldakina og Jón Sigurgeirsson, Ártúni. — Nýlega voru gefin saman í hjóna band, ungfrú Þóra Þorvaldsdótt- ir, Brekkugötu 10 og Nikulás M. Nikulásson, Fálkagötu 34. — Ný- lega voru gefin saman í hjóna- band, ungfrú Vilhelmína Hjaltalín Akureyri og Jón Rósberg Jónssón, bifreiðastjóri frá Dunhaga í Hörg- árdal. Heimili ungu hjónanna verður að .Ránargötu G, ^kureyri — Nýlega voru gefin saman x hjónaband, Svcinbjörg Péturs- dóttir og Siguröur Haraldsson, trésmiðux-, Akureyri. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband á Möðruvöllum i Hörgárdal, ungfrú Sigrún Jóhannsdóttir, Ytri-Reist- ará og Baldvin Helgason, Kjarna. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Halldóra Snori'a dóttir, Syðri-Bægisá og Arnsteinn Stefánsson, Stóra-Dunhaga. Næturlæknir er í lælcnavarðstof unni, Austurbæjai'skólanum. ------ Sími 5030. Næturakstur í nótt annast Hreyfill, sími 6633.— Næturvörður ér í Ingólfsapóteki. — Sími 1330. ■ :

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.