Þjóðviljinn - 16.11.1949, Blaðsíða 6
6
ÞJÓÐVILJINN
Miðvikodag'ur 16. nóv. 1949.
Rokossovski og orustan
um Varsjá
HVERSU mörg- og djúptæk
sem ágreiningsefni for-
ystumanna vesturþýzka ríkis-
ins eru, hefur þess aldrei orðið
vart að þá greindi á um eitt,
nauðsyn þess að hrifsa af Pól-
verjum héröð þau austan ánna
Oder og Neisse, sem Attlee,
Churchill, Stalín og Truman
settu undir pólska stjórn með
Potsdamsáttmálanum. Sósíal-
demókratar einsog Schumacher
og Reuter borgarstjóri í Berlín
ög kaþólski forsætisráðherr-
ann Adenauer hafa verið alveg
jafn háværir í landakröfum
sinum á hendur Póllandi og
nýnazistar á borð við Hell-
wege, Loritz og Remer. Allir
reyna þessir herrar að fá íbúa
Vestur-Þýzkalands til að
gleyma neyðinni og atvinnu-
leysinu, sem marshallkreppan
hefur leitt yfir þá, með því að
æsa upp í þeim hefndarhug og
landvinningafýsn gegn Pólverj-
um, sem tvímælalaust voru
harðast leiknir af nazistum
allra þjóða. Krafa forystu-
manna sósíaldemókrata og
borgaraflokkanna í Vestur-
Þýzkalandi um endurheimt
landsins austan Oder og Neisse
er i raun og veru krafa um
styrjöld gegn Póllandi og þá
um leið gegn bandamanni þess
Sovétrikjunum, þar sem pólskir
forystumenn hafa marglýst þvi
yfir, að þessi héröð, sem nú eru
algerlega byggð Pólverjum,
verði varin til hins ýtrasta.
EFNDARSTRIÐSÁRÓÐ-
URXNN gegn Póllandi,
sem rekinn er í Vestur-Þýzka-
landi, olli því að Bierut for-
seti Póllands fór þess á leit að
fá leystan frá störfum i sovét-
hernum Pólverjann Rokossov-
ski marskálk, sem þar hafði
unnið sér heimsfrægð fyrir
snjalla herstjórn, m. a. við
frelsun Póllands undan oki
nazista. Þetta er Ijóst af dag-
skipuninni, sem Rokossovski
gaf út samstundis og hann
hafði tekið við embætti her-
málaráðherra í pólsku stjórn-
inni. „Ásamt sovéthernum mun-
um við standa trúlega á verði
um friðinn meðfram Oder-
Neisse landamærunum", segir
þar. Heimkoma Rokossovskis
var merki til áróðursstofn-
ana Vesturveldanna um að
vekja upp á ný eina óhrjáleg-
ustu áróðurssöguna, sem s;ð-
ustu mánuði styrjaldarinr.ar
voru notaðar til að eitra and-
rúmsloftið milli Sovétríkjanna
og Vesturveldanna og undir-
búa þar með jarðveginn fyrir
kalda stríðið. Því er haldið
fram, að Rokossovski hafi lát-
ið nazista brytja niður íbúa
Varsjár, án þess að reyna að
. koma þeim til hjálpar, þótt
honum væri það innan handar.
Svo vill til, að nýkomin er út
frásögn um þessa atburði við
Varsjá eftir brezka blaðamann
inn Ralph Parker, sem á stríðs
árunum var frét-tartari
„Times", luihnasta og viröuleg-
asta blaðs Bretlands, í Sovét-
ríkjunum Parker segir:
„Sovétfjandsamleg afstaða
flestra brezk-bandariskra dipló
mata í Póllandsmálunum náoi
hámarki meðan orustan um
Varsjá stóð. Þeir liöfðu tak-
markalausa samúð með Bor-
Komorowski, hermálafulltrúa
„London Pólverjannanna", sem
bar ábyrgð á því, að andstöðu
öflin í Varsjá létu til skarar
skriða án samráðs við Rauða
herinn. Harmleikur Varsjár af-
hjúpaði að fuliu svik pólsku
stjórnarinnar í London og
valdamanna i Englandi.
"■^EGAR hópur blaðamanna
heimsótti Lublin meðan
barizt var í Varsjá, gátu þeir
aflað sér óyggjandi sannana
fyrir því, hvernig menn, sem
settu stéttarhagsmuni siníuofar
föðulandsástinni, höfðu egnt til
þessarar ótímabæru uppreisnar.
Tækifærið, sem þessi heimsókn
til frelsaða hluta Póllands gaf
til að afla úr ýmsum áttum
samhangandi sögu uppreisnar-
Kokossovski
innar í Varsjá var sérstaklega
mikilvægt, vegna þess að það
fékkst á sama tíma og þeir
opinheru talsmenn og hálf opin
beru ráðunautar blaðanna, sem
urðu óðir ef minnzt var á vin
áttu milli Sovétríkjanna og Pól-
lands, voru að rugla almenn-
ingsálitið í Vesturveldunum ger
samlega og breiða út örvænt-
ingaróhróður um atburðina i
Póllandi. Um það leyti, sem
þessi för til Lublin var farin,
hafði vérið brotizt yfir Vislu
bæði norðan ög sunnan Varsjár.
Sunnan borgarinnar, við Warka
höfðu pólskar hersveitir og
sovéthersveitit 'hrundið áköf-
um árásum þýzkra, vél-
búinna herdeilda. Sóknin norð-
an Varsjár hafði ekki borið
þann árangur, sem vænzt hafði
verið, vegna þrautseigrar varn
ar Þjóðverja í Austur- Prúss-
landi. Herstjórn Rauða hersins
ætlaði að umkringja Varsja
og þyrma borginni með því frá
þeirri eyðileggingu, sem árás
beint á hana hefði haft í för
með sér.
YRIRÆTLANIP. sovéther-
stjórnarinnar um að um-
kringja Varsjá voru nákvæm-
iega útlistaðar fyrir pólska
hernum, sem barðist við hli'5
Rauða hersins, og Zymierski
liershöfðingi pólska hersins
sagði okkur, að þessi áætlun
hefði verið sú eina leið til. að
þyrma Varsjá við eyðileggingu,
se'm hann og herráð hans kom
auga á. Aðalmnrkmið pólsku
útlaganna í T.ondon var hins-
vegar að fulltrúar þeirra í Var
sjá skyldu hrifsa völdin gegn
vilja íbúanna áöur en Rauði
Frarnh. á 7. síðu.
FRAMHALDSSAGA:
1 BRDÐARHRINGURINN
EFTIK
Mignon G. Eberhart
g
■
:
§
22. DAGUK.
■
Það var auðséð, að byssan hafði ekki-verið
í eldhúsinu. Þau gátu heyrt fótatak sem fór
upp stigann einhversstaðar aftan til í húsinu
og gíðan heyrðist það uppi yfir þeim.
Logarnir sleiktu fingur Stuarts og hann
sleppti miðanum. Síðan kraup hann á kné og
sópaði brúnni pappírsöskuani saman við þá
ösku, sem fyrir var í arninum.
„Jæja, þá er það farið.“ sagði hann. „Fingra-
för og rithönd og alit. Og hver, sem var nógu
; klókur til að láta sér detta þetta í hug, hann
! mundi áreiðanlega líka hafa tekið fingraför og
; ritliönd með í reikninginn, og haft lag á að leyna
hvorutveggja. En hvað sem því líður, þá' er
þetta nú allt horfð.“ Hann hlustaði. „Þau eru
bæði uppi á lofti,“ sagði hann. „Áður en þau
koma niður, Róní, þá vil ég að þú vitir, að ég —“
hann sneri sér við og horfði í andlit henni. „Ef
þú þarfnast einhverrar hjálpar, þá geturðu allt-
af reitt þig á mig.“
Þau heyrðu ofan frá loftinu, að Catherine
sagði eitthvað, og Buff svaraði. Að öðru leyti
ríkti kyrrð í húsinu. Róní sagði: „Þakka þár
fyrir. Eg held ég sé dálítið hrædd. Morð —
þessi miði -—•“
Stuart reis upp: „Miðinn er brunninn. Enginn
fær nokkurn tíma að vita um hann. En þú —
ja, þú skilur, að það er vissara að þú sért vör
um þig. Hver svo sem skrifaði þetta — ja, það
er alla vega óþokkalegt fyrirbæri."
Aftur fannst henni ómögulegt að trúa því.
„Enginn gæti hatað mig svona mikið,“ sagði hún.
„Það er stundum ekki hatur, sem veldur slíku
sem þessu,“ sagði hann hægt. „Stundum er það
hræðsla. Stundum er það — segjum til dæmis
afbrýðisemi, ágirnd, — hér koma allskonar lest-
ir til greina. Einhver vildi koma Henry dómara
fyrir kattarnef, og sá hinn sami vill að þú verðir
ásökuð um glæpinn.“
„En hvað hef ég gert?“ 1
„Þú hefur ekkert gert,“ sagði hann. „Nema
— nema það að giftast Eric.“ Hún hélt höndun-
um um bakið á stólnum, sem hún stóð hjá. Augu
hans beindust að smaragðinum, sem skein með
djúpgrænum loga á vinstri hendi hennar. Hann
hafði búizt við að sjá þar brúðarhringinn, hring
inn sem hann hafði fyrstur sett á fingur henn-
Hún gat ráðið þetta af undrunarsvipnum er fór
sem snöggvast yfir andlit honum. En hann sagði,
* og horfði um leið á hönd hennar: „Þú hefðir
; ekki átt að fara hingað. Eg vissi það strax þá.
En þú og Eric, þið voruð —“ Hann hætti skyndi
! lega. Hann horfði lengi á hönd hennar. Síðan
; sneri hann sér við, sparkaði lauslega með tánni
í öskuna í arninum og sagði yfir öxl sér: „Eg
vil verða þér til hjálpar. Það er allt og sumt.
: Þú skilur það, er það ekki?“
| Hann þefði ekki átt að koma hingað. Hún
hefði aldrei átt að sjá hann aftur.
Hún svaraði ekki, og hann sneri sér snögg-
lega við og sagði hvasst: „Skilurðu ekki?
Róní —“
Það heyrðist fótatak í stiganum — hljóðið
af léttum hælum Catherine ög pilsaþytur. Og
vandræðin voru einmitt þau, að hún skildi allt.
Þegar augu þeirra mættust, þá var það eins
og opinberun fyrir þau bæði.
Svo opnaði Catherine dyrnar og kom inn
í herbergið, Buff fylgdi á eftir henni. Róní fannst
að þau horfðu bæði ásig og Stuart með ein-
kennilegu augnaráði, eins og þau yrðu vör við
einhverja spennu í loftinu. Buff sagði: „Cat-
herine fann byssu og nokkur skot. Hérna, tak-
ið þér hana, Westover“. Hann fékk Stuart
skammbyssuna. „Eg gæti ekki einu sinni hæft
heilt hús ef það væri á hreyfingu. Hvað þá held
ur Lewis Sed —“ Hann hrökk við í miðri setn-
ingunni. „Fyrirgefðu mér, Catherine. Jæja,
Westover, eigum við þá ekki að halda af stað?“
„Það er bezzt að þú sért hérna eftir,“ sagði
Stuart við Róní.
j„Já, auðvitað verður hún hér eftir,“ sagði
Buff óþolinmóðlega.
Catherine fylgdi þeim til dyranna. „Það er
vissast, að þú hafir hana hlaðna. Ef Lewis
er í skóginum —“ Þeir fóru yfir svalirnar og
voru horfnir, og hún lokaði dyrunum, læsti þeim.
Hún leit á Róní: „Eg átta mig nú allt í einu
á því — tvær konur einsamlar í afskekktu húsi,
og morðingi á ferli —. Æ, jæja, ég er ekkert
hrædd. Maður hefur þó alltaf símann.“ Hún
stanzaði og nasaði út í loftið. „Mér finnst vera
brunalykt hérna, lykt af brunnum pappír,“
sagði hún og leit á öskubakkann við hlið sér,
hreinan og skínandi, horfði því næst um her-
bergið. „Það hlýtur að hafa verið ímyndun í
mér. Heyrið þér, mundi yður þykja nokkuð verra
þó ég færi og klæddi mig snöggvast ? það er senni
legt, að lögreglumennirnir komi hingað. Lewis
—„ Hún greip andann á lofti, og það fór hroll-
ur um hana. „Buff sagði, að þér hefðuð fundið
Henry.“
„Já, ég fann hann.“
„Það hlýtur að hafa verið hræðilegt,11 sagði
Catherine. „Jæja, það er bezt ég fari að klæða
mig.“
Öskugult hár hennar var eins og samspunnið
gull og silfur. Hún gekk aftur út úr herberg-
inu, og Róní veitti því enga athygli hvert fóta
tak hennar fór. Húsið var mjög lítið, hún hafði
sterka meðvitund um nærveru Catherine, en hún
var fegin því, að Catherine skyldi láta hana
vera út af fyrir sig. Hún kærði sig ekki urn það
undir þessum kringumstæðum, að Catherine,
eða nokkur annar, gæti horft á sig, gæti séð of
mikið.