Þjóðviljinn - 18.12.1949, Síða 3
Sunnudagur 18. des. 1949
ÞJÖÐVILJINN
131
Hroðsigling dýrtíðarinnar
Hvergi hefur „hjá!p“ þeirri,
eem kennd er við Marshall,
verið sungið jafn einróma lof
og prís og í afturhaldsblöðun-
um íslenzku. Allir Moggarnir
kepptust við að koma þjóðinni
í skilning um að Bandaríkin
væru einskonar guðleg forsjón
hinna stríðsþjökuðu Evrópu-
þjóða og áherzla var lögð á
að íslendingar sem grætt höfðu
manna mest á styrjaldarárun-
um væru einnig sérstaklega
undir náðinni.
Fall sterlingspundsins gagn-
vart dollar og þar með krón-
. ■■KSKXKEKKKKB’KHBHKKaU
ÍMatar
■
Supp-
iskrift
I
Brúnarsináliöliur
% kg. síróp
y2 kg. sykur
3 egg
kg. smjör
1 tesk. rifin sítónbörkur
1 tesk. hjartasalt
1 tesk. pipar
% tesk. kanel
y2 tesk. negull
3 tesk. engifer
1 tesk. kardemommur
800 gr. hveiti
1 dl ylvolgt vatn
.Sírópið og sykri blandað
saman. Þá er vatnið látið út
í ásamt eggjunum, kryddinu,
bræddu smjörinu og hjarta-
saltinu, sem hrært er út í
einni matskeið af mjólk. —
Hveitinu er síðan hrært sam-
an við (ca. 6000 gr) eins
miklu og þarf til að gera
deigið svo þykkt að ekki sé;
hægt að hræra það lengur.!
Það er svo látið biða til næsta|
dags. Þá er það hnoðað svoj
að hveitið gangi upp. Breitt
út og búnar til kökur mótaðar
með glasi. Bakaðar Ijósbrúnar..
Möndlukökur
150 gr. smjör
150 gr. sykur 1
li/2 dl rjómi
100 gr. kartöflumél
200 gr. hveiti
2 teskeiðar vaniljudropar
150 gr. möndlur
Smjörið er brætt og hrært
með sykrinum, þar til það er
hvítt og froðukennt. Þá er
þeyttur rjóminn settur saman
við, ásamt hveitinu og vanilju
dropunum og afhýddum gróft
söxuðum möndlunum. Deigið
er látið með teskeið á smurða
plötu og kökurnar bakaðar
gulbrúnar.
unnar kom svo eins og þruma
úr heiðskíru lofti samkvæmt
,,ráðleggingum“ frá Bandaríkj-
unum, svo þau fengju greidda
Marshallaðstoðina á „heppileg-
an“ hátt. En allt var i lagi.
Hinir „ábyrgu" sögðu í mál-
gögnum sínum að þetta væri
engin gengislækkun og áhrifa
hennar mundi „lítt gæta hér. á
landi“.
En íslenzkur almenningur
hefur aðra sögu að segja. 1
kjölfar gengislækkunarinnar
flæðir nú ægileg dýrtíð yfir
landið. Jafnvel þótt við verzl-
uðum ekkert við Ameriku munu
áhrif gengislækkunarinnar
koma æ tilfinnanlegar í ljós,
þar sem Evrópuþjóðirnar eins
og t.d. England fá mikið af
bráefnum til iðnaðarins frá
dollarasvæðunum.
Ýmsar innílutningsvörur írá
Ameríku til framleiðslunnar
liafa þegar stórhækkað í verði,
ennfremur nauðsynjavörur, sem
almenningur verður að kaupa
síhækkandi verði, þótt vísitalan
haldi áfram að vera bundin cg
innsigluð í 300 stigum.
Kaffið sem við fáum frá
Ameríku hefur hækkað um
70%. Ekki svo lítil hækkun á
vöru, sem telst til þess munað-
ar, sern íslenzk alþýða til sjós
og sveita getur sízt án verið.
Annars væri fróðlegt að fá
sundurliðaða skýrslu frá verð-
lagsstjóra og sjá í hverju þessi
gífurlega verðhækkun er fólgin,
þar sém kaffi er ennþá verð-
jaínað. Það er ekki heldur
langt síðan að smjörlíki hækk-
aði úr 3,40 upp í 3,90 kg. og
nú aftur upp í kr. 4.22, og þó
er smjörlíki ennþá greitt niður
með eitthvað um tveim millj.
króna. Sykur hefur hækkað úr
kr. 2,20 upp í 2,35. Það er hægt
að halda áfram að telja, ekkert
virðist geta stöðvað, og ekkert
virðist vera gert til að stöðva,
hina rísandi öldu dýrtiðar, sem
látin er skella á þjóðinni.
Hve lengi rís almenningur
undir þessari stöðugu verð-
hækkun ? Hve lengi lætur hann
bjóða sér slíkt ástand?
i réttindamáluniun
;?1
M
Æa
Eftírfarandi greinarkafli er tekinn úr grein Nönnti Ólafs-
dóttur í hinn nýja hefti Melkorku er hún nefnir Gleymdu ekki
réttíndamálun'um.
Það er athyglisvert nú fyrir kosningarnar að meira er
ritað um kvennaframboðin en dæmi eru til um áður. Á þó
engin kvennanna öruggt þingsæti frekar en áður. Það dylst
engum að áhugi blaðanna er ekki fyrir konunum, sem fram-
bjóðendum, heldur fyrir konunum sem kjósendum. Stjórn-
málaflokkar á biðilsbuxum eru ekki hljóðlaus fyrirbæri, og’
óvenjumikill hávaði út af kvennaframboðum er aðeins a£
einni rót runninn.
Pólitisku flokkarnir eru famir að skilja, að framhjá.
konunum verður ekki lengur gengið, án þess að hljóta verra,.
af. Svo góða greind ber að virða. Hitt ber að þakka, að áróð-
ur flokkablaðanna fyrir þessar kosningar, hvers fyrir sínum:
frmbjóðanda, hefur vakið athygli allra landsmanna, svo aðj
héðan í frá þurfum við tæpast að óttast ð konurnar gleym-
ist alveg i framboðin. Þess þarf þó ekki að vænta að flokk-
arnir sýni beinlínis örlæti við úthlutun þingsæta til kven-
fólksins í framtíðinni. Konurnar verða því að vera á verði.
j hér eftir sem hingað til. Samt verður að telja þessa kosn-
ingabaráttu sigur, að því leyti, að þeirri kröfu kvemia að
fá fuiltrúa á þing, hefur vaxið fylgi, fyrst og fremst meðal
kvenna sjálfra. Það standa því vonir til að þær láti ekki.
bola sér frá meira og þegar þær loksins eru komnar af stað,,
þá mega hinir stóru fara að vara sig. Fullkomin þátttaka.
kvenna í þjóðmálum er það markmið, sem keppa ber að,.
bæði vegna kvennanna sjálfra og vegna almenningshags.
Á næstu þingum verða rædd ýms hagsmunamál kvenna..
Frumvarp Hannibals Valdimarssonar um réttindi kvenha
(sjá 1. tbl. þessa árg. af Melkorku) kemur án efa fram í
dagsljósið aftur. Þá eru breytingar á tryggingalöggjöfinni,
breytingar á skattalöggjöfinni o. fl. o. fl. Ættu konur að
fylgjast vel með störfum næstu þinga þegar þessi mál koma
til umræðu. Það er lítil fyrirhöfn, sem launast ríkulega.
Eins og stjórnmálamennimir hafa áhuga fyrir okkur
kvenfólkinu sem kjósendum, eins eigum við að sýna að við
höfum áhuga fyrir gerðum þeirra sem þingfulltrúa og meta.
þá samkvæmt því. Það fylgir ekki hugur málum hjá kon-
um í kvenréttindabaráttu, þegar þær styðja menn á þing,
sem fella hvert einasta réttindamál kvenna. Þaðer sama og
segja já með vörunum og nei með atkvæðaseðlinum. Annað
hvort er hégómamál, stjórnmálaskoðunin eða réttindamálin..
Kvenréttindi eru ekkert annað en almenn mannréttindi..
Þeim, sem leggur stein í götu mannréttinda, er annað kær-
•ara en réttur og vellíðan þegnanna. Ærandi háreisti fyrir
kosningar kann að hylja þennan kjarna, en eftir kosningar
gefst tóm til hugleiðinga — og að fagna auknum áhuga..
kvenna á-þjóðmálum.
F " j
| '
NÝTlZKU FKAKKI
úr smáköflóttu ullarelni.
Melkorka tímarit kvenna, 3.
hefti, er nýkomið út, f jölbreytt
að efni eins og að vanda. Rann-
veig Kristjánsdóttir skrifar b
grein er hún nefnir Gamalt og
nýtt til þrifnaðar og þægindaj
í sambandi við byggingasýn-!
ingu sem haldin var í Gauta- ,
borg síðastliðið sumar. Kynni
min af skáldkonunni Sigrid
Undset eftir Sigríði Einars frá
Munaðarnesi. Tvö kvæði eftir
Láru Eggertsdóttir Nelim frá
Laugardælum. Inga Þórarins-
son skrifar um skáldkonuna
Victoríu Benedictsson. Gamla
skautið eftir Auði Sveinsdóttir.
Framhaid á 14. síðu.
Trefill
úr gráum og dökkrauðum tvö--
földum lopa. Prjónaður með
klukkuprjóni eða tvær brugðn-
ar og tvær sléttar. Fitjaðar-
upp 76 lykkjur í gráa litnum.
Lengd 140 cm, breidd 30 cm.
í kögrinu er annar hver dúsk-
ur grár, en hinn rauður. Fjóriir
þræðir í hverjum dúsk.