Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 1
Stjómarliðið samþykkti gengislækk- unina endanlega sem lög í gærkvöld Fyrir harðvítuga baráttu sósíalista slakaði f)ó stjórnin nokkuð til á seinustu stundu 2. greinin felld niður Skrifmn samningaþáftur og óveniulegur undir lokin Sameinað þingmannalið Framsóknar og íhalds samþykkti gengislækkunarírumvarpið endanlega sem lög í efri deild í gær, eftir að það hafði gengið til aukaumræðu í báðum deildum. Fyrir harðvítuga baráttu sósíalista, hafði stjómin verið knúin til nokkurs undanhalds við 3. umr. frum- varpsins í efri deild, fulltrúar hennar í fjárhags- nefnd báru m.a. fram breytingartillögu um, að 2. greinin, sem kvað svo á, að ríkisstjórnin skyldi hafa rétt til að ákveða gengið, og um leið hæga aðstöðu til að lækka það eins og henni sýndist, hvenær sem verkalýðuiinn fengi íramgengt kaup- hækkun, yrði felld niður. Einnig hafði meirihluti fjár- hagsnefndar í efri deild borið fram breytingartillögu um, að kaupuppbætur samkvæmt nýju vísitölunni yrðu strax greidd- ar fyrir april, en fyrstu upp- bótargreiðslur samkvæmt henni yrðu ekki miðaðar við maí, eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu. Loks kom frá meirihlutanum breytingar- tillaga um, að skuldir vegna jgerðra kaupa á fasteignum eða af öðrum ástæðum, þurfi ekki, þrátt fyrir gengislækkunina, að greiðast hærri upphæð en skuldabréf tilskilur, jafnvel þótt þar sé ákveðið að skuldin sé háð skráðu gengi erlends gjaldeyris. Þessar till. voru líka samþykktar. Við 3. umræðu í efri deild flutti Steingrímur Aðalsteins- son tillcgu um að fella niður Skemmtifundur Æ.F1. í kvöld Æskulýðsfylkingin — fé- lag ungra sósíalista, lieldur eina af sínum vinsælu skemmt'unum í kvöld kl. 8,30, í samkomusalnum á Lauga- veg 162. Til skeir.mtunar verður: Gamanþátturinn Iáfið í skálanum; Björgvin Einarsson syngur, en leikið verður undir á gítar; tízku- sýning, (kjólar með hentugu sniði), og loks verður stutt kvikmynd sýnd, Skemmtun- inni lýkur svo með dansi. framleiðslugjaldið á útfluttum síldarafurðum. Minnti hann á þá staðreynd, að síldveiði hefði brugðist und- anfarin fimm ár samfleytt, og síldarútvegsmenn, af þeim sök- um, sokknir í skuldir. Það næði þess vegna engri átt, að leggja nýjan framleiðsluskatt á þessa atvinnugrein — einmitt í sömu andránni og menn látast vera að bjarga bátaútveginum úr þrengingum hans. Síldarútvegs. mönnum mundi sannarlega ekki veita af því að grynna á skuld- um sínum, ef svo lánlega tæk-j Joliot-Curie leggur til, að Alþjóða friðarhreyfingin skori á allar ríkisstjórnir að lýsa yfir, að þær muni líta á hverja þá rikisstjóm sem stríðsglæpa- menn, sem fyrirskipar kjarn- orkuárás eða lætur beita öðrum múgdrápsvopnum. 1 gær gekk sendinefnd frá Heim jfriðarnefndinni á fvmd ist, að sæmileg síldarvertíð kæmi. 1 þessu sambandi benti Stein- gr. einnig á það, að þau ákvæði frumvarpsins, sem heimila rík- isstjórninni að hækka fram- leiðslugjaldið eða fella það nið- ur, ef ekki næst tiltekið meðal aflamagn, myndu ekki koma síldarútvegsmönnum að neinu Framhald á 7. síðu. flíiokkunnn@ TKÚNAÐAKMANNAFUNDUR verður annað kvöld kl. 8,30 á Þórsg. 1. Venjuleg fundarstörf. Fulltrúar er'u beðnir að fjöl- menna og mæta stundvíslega. K YNNIN GARKV ÖLD. Njarðardeild, Skóladcild, Bar- ónsdeild og Bolladeild halda kynningarkvöld í kvöld kl. 8,30 á Þórsg. 1 í salnum. Dagskrá: 1. Erindi: Björn Þorsteinsson sagnfræðingur. 2. Kvikmynd. 3. Félagsvist (veitt verða verð- laun). Kaffi verður veitt. Allir deildameðlimir velkomnir og mega hafa með sér gesti. Skemmtinefndin. ÁSKRIFTASÖFNUNIN. I gær var bezti dagur söfn- unarinnar, skiluða 8 dcildir á- skriftum. Röð deildanna í sam- keppninni verður birt á þriðju- daginn. henti þeim ályktun friðarhreyf- ingarinnar um bann við kjarn- orkuvópnum. Fór sendinefndin þess á leit, að þessi ályktun yrði lögð fyrir cænska þingið. í sendinefndinni voru m.a. Nenni foringi ítalskra vinstrisósíal- demokrata og Pierre Cot fyrrv. franskur ráðherra. Tillaga Joliot-Curie í Siokkhóimi: Á fundi heimsfriöarnefndarinnar í Stokkhólmi hefur formaöur nefndarinnar, franski kjarncrkufræðingurinn og Nóbe’.sverölaunamaöurinn Fréderic Jolict-Curie lagt til, að kjarnorkuárás verði lýst stríðsglæpur. forseta sænska þingsins cg af- 66. tölublað, Bandaríkja- stjérn undirbýr gas- og sýkla hernað Louis Johnson, landvarn- arráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær, að Bandaríkjastjórn undirbyggi ekki aðeins framleiðslu vetn- íssprengjunnar. Ráðherrann sagði, að bandarískir vísinda- menn störfuðu að rannsókn- um á möguleikum á að reka sýklahernað og gashernað. S. l. miðvikudag komu saman á fund í Kanada bándarískir, brezkir og kanadiskir sérfræðingar I gashernaði. iandarísk herskip fá varmar viðtök- ur í Saigen Bandarísk flotadeild er nú í heimsókn í Saigon, aðalstöðvum frönsku nýlendustjórnarinnar í Indó Kína og stjórnarsetri franska leppsins Bao Dai. Bandarískj flotinn fékk að þreifa á því í fyrrinótt, hve veik er aðstaða Frakka í Indo Kína. Hersveitir Viet Nam lýð- veldisins hófu skothríð af sprengjuvörpum og vélbyssum á tvo bandaríska tundurspilla, sem liggja í höfninni í Saigon. Meirihluti Attlee kominn niðnr í 5 Við dauða verkamannaflokks- þingmannsins Adan McKinley hefur þingmeirihluti stjórnar Attlees í Bretlandi minnkað niður í fimm. Aukakosningum í kjördæmi McKinleys verður fylgt með mikilli athygli, því að hann vann það með aðeins 600 afckv. meirihluta í síðasta mánuði. Hvar er nú umhyggja Framsóknar lyrir braggabúunum? Geysileg verðhækkun á kolum Áhrif gengislækkunarinnar mun skella á al- menmngi þegar í þessari viku aö talsverðu leyti. Vörubirgðir eru nú engar í landinu, en á hafnar- bakkanum er nú mikið magn af ógreiddum vörum sem nú losna og hækka mjög í vcrði. Þar á meðal eru kolin. Þau hafa til þessa kostað 240 kr. tonn- ið en nú er talið að verðið komist yfir 400 kr., vegna þess að áhrif beggja gengis- lækkananna leggjast á í einu. Þessi eina verðhækkun mun þannig skerða ** lífskjör þess fólks sem hitar upp með kolum á mjög tilfinnanlegan hátt. Og hún leggst þyngst á fátækasta fólkiö, það fólk sem býr í bröggum ' og skúrum, og verður að' nota mikið af kolum til að líft sé í vistarverunum. Þetta fólk má nú minnast þess að fyrir kosn- ingarnar í haust biðlaði annar gengislækkunar- flokkurinn, Framsóknarflokkurimi, ákaflega til þess og þóttist allt vilja gera. Þá kom ein grein annarri sannarí um lífskjör fátækasta fólksins. Þá birti aðalmálgagn flokksins, Tíminn, hjart- næm ávörp undir nafni og skírskotaði til heztu tilfinninga Reykvíklnga um sameiginlegt átak til að draga úr sárustu íatæktinni. Hvers vegna þegir Tíminn nú? Hvers vegna birtir hann ekki greinar og ávörp um það, hver áhrif það hafi á lífskjör fólksins í skúrunum og bröggunum, ef kola tonnið hækkar um ca. 200 kr.? Var honum ekki alvara í haust? Voru hinar ágætu greinar hans aðeins kaldrifjuð kosningasvik — skrif- aðar til þess eins að tvístra samtökum alþýð- unnar, birtar í því einu skyni að gabba þá sem sízt skyldi til að kjósa GENGISLÆKKUN- ARRANNVEIGU á þing?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.