Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.03.1950, Blaðsíða 8
Italska afturhaldsstj ómiii afnemur fundafrelsið Xögcegia® í Toiisto hjálpar Hylasisiam í sókihzings ítalska. ríkisstjórnin ákvað' á fundi í gær að afnema íundafrelsi í landinu. Allir fundir á vinnustöðum og í verksmiðjum eru bannaöir. Italska stjórnin ákvað enn- fremur að neyta allra bragða til að koma í veg fyrir að jarð- næðislausir landbúnaðarverka- menn haldi áfram að helga sér óræktað land í eigu stórgóssa. Straks eftir að ákvarðanir ríkisstjómarinnar voru tilkynnt ar kom stjórn Alþýðusambands- ins saman á fund og mótmælti þeim. Segir sambandsstjórnin, að ríkisstjórnin sé að reyna að kæfa réttmætar kröfur lágt- launaðra verkamanna. Lokið er allsherjarverkfalli í Feneyjum og nærliggjandi borgum. Vinna í öllum verk- smiðjmn lá niðri og búðum og skemmtistöðum var lokað . til að mótmæla því að ríkislög- regla skaut á fund verkamanna Kveðjuhljémleik- ar Tii Niemela Vegna fjölda áskorana kalda hin góðkunnu finnsku listahjón kveðjuhljómieika í Gamla bíói á miðvikudaginn kemur, kl. 7,15 síðdegis. I dag syngur frú Niemela á Akureyri en á þriðjudaginn í Hafnarfirði. — Þau fara héðan af landi burt á fimmtudaginn. Li þeirn látna Ðönsk mynd með íslenzk- um texta í Nýja Bíó I dag hefjast í Nýja Bíó sýningar á dönsku kvikmynd- inni „Bréfið frá þeim látna“. Myndin er dönsk en Nýja Bíó hefur tekið upp þá lofsverðu nýbreytni að fá settan á film- una íslenzkan texta. Er hér um tilraun að ræða, en ef aðsóknin réttlstir það verður haldið á- fram að setja íslenzkan texta í danskar myndir, sem Nýja Bíó sýnir. „Bréfið frá þeim látna“ er sýnd í dag kl. 5, 7 Qg 9. og særði fimm þeirra. Síðastliðinn sólarhring hafa verið látlausar götuóeirðir í iðnaðarborginni Torino á Norð- ur-Italíu. Áttust þar fyrst við verkamenn og nýfasistar en lögreglan skarst i leikinn og kom nýfasistunum til. hjálpar og fangelsaði verkamenn tug-i um saman. Verkfall var í gær gert í fjölda verksmiðja í Tor-j ino til að mótmæla handtökun-J um. Ríkislögreglan hefur reist: véibyssuhreiður um allt mið- bik Torino. Menntatengsl Islands og Ráðstjórnarlýðveldanna Framhalds- stofnínndur í dag kl. I I dag kl. 2 hefst í Stjörnu- bíói framhaldsstofnfundur félagsins Menntatengsl Is- lands og Ráðstjórnarlýðveld- anna. Á fu,ndinum mun Þórbergur Þórðarson flytja framsöguerindi, en að lokn- um fundarstörfum verður sýnd rússnesk kvikmynd. Aðgöngumiðar sem óseldir eru fást við innganginn og kosta 2 kr. Stofnendur félagsins geta fengið skírteini afhent við innganginn frá kl. 1.30. þJÓÐVILJVNN Leopoldsdeilan í Belgíu harðnar Stjómin fer fzá, búizt við nýjum kosnmgum Deilan um afturkomu eöa valdaafsal Leopolds kon- ungs í Belgíu harönaöi enn í gær er ríkisstjórn kaþólskra og frjálslyndra baðst lausnar. Kúgun í Vsstur-Berlín 90 mamis handteknir fyriz „óheimilaða stjórn- málastarfsemi" Síðastliðna viku hafa yf- irvöldin á hernámshiutum Vesturveldanna í Berlin handtekið og fangelsað um 90 meðlimi Sósíalistiska oin- ingarflokksins. Er föngun- um gefið að sök að hafa „rekið stjórnmálatCarfsemi án opinbers leyfis“. F.Í.R. lýsir fyllsta staðningi við sam- þykktir verkalýðs ráðstefnunnar Á fundi í F.I.R. þann 17. þ.m., var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Fundur í Félagi íslenzkra rafvirkja 17. mar/, 1950, lýsir yfír fyllsta stuðningi sínum við samþykktir formannaráðstefnu Alþýðusambands Islands varð- andi framkomið fnumvarp um gengisskráningu, Iaunabrcyting ar o.fl. Jai'nframt skorar fundurinn á öil sambandsfélög að standa cinhuga um samþykktir ráð- stefnunnar og veita sambands- stjórn hverntþann stuðning sem unnt er og gera henni á þann hátt kleift að skipuleggja þær gagnráðstafanir sem verkalýðs hreyfingin kann að þtarfa að grípa til“. Ráðherrar kaþólskra vildu að báðar deildir Belgíuþings tækju ákvörðun um framtíð Leopolds á sameiginlegum fundi, þar sem þeir myndu hafa meiri- hluta og geta samþykkt að láta Leopold taka við kon- ungdómi á ný. Ráðherrar frjáls- lyndra, sem nú hafa ákveðið að styðja ekki endurkomu Leo- polds, vildu að hvor þingdeild greiddi atkvæði útaf fyrir sig, en í fulltrúadeildinni eru ka- þólskir í minnihluta. Fréttarit- arar í Brussel telja, að erfitt muni reynast að mynda nýja stjórn og mestar líkur séu til að kosningar verði látnar fara fram hið bráðasta. Verkföll til að mótmæla aft- urkomu Leopolds héldu áfram víða í Belgíu í gær. Á morgun hafa verið boðuð verkföll í Brussel og Antwerpen. „W\ tel ég mér ekki skylt asl svara hér“ Athyglisverð orðaskipii á þingi um faktúru- fölsunarfyrirtæki, gjaldeyrisþjófnað og of hátt vöruverð I greinargerð þeirra hagfræðinganna Benjamíns og Ólafs er eagt á bls. 45 að nú sé „verðlag á innfiuttri vöru óeðliiega hátt innanlands, borið saman við inn- kaupsverð erlendis.“ Um ástæðurnar segja hagfræðing- arnir á næstu síðu á undan að það muni „borga sig fyrir innflytjendur, ef þeir gætu komið því við — þótt ólöglegt sé — að liafa eigin firmu erlendis, sem þeir svo keyptu af, firm'u, sem legðu á vörurnar, áður en þau seldu hana hingað.“ I sambandi við þes;a mjög athyglisverðu rök- semdafærslu hagfræðinganna, lagði Steingrímur Aðal- steinsson i gær eftirfarandi fyrirspumir fyrir Björn Ólafsson, viðskiptamálaráðherra: 1. Er hæstvirtum ráðherra kunnugt um að slíkt ■hafi átt sér stað — og í það stórum stíl að veruleg áhrif hafi á verðlagið? 2. Sé honum það ekki kunnugt, hefUr hann þá látið rannsaka málið? 3. Hafi hann ekki látið rann;aka málið, telur hann, þá slíka aðferð vera svo saklausa — eða jafnvel sjálf- sagða — að ekki sé ástæða til að skipta sér af þessu? 4. Sé það skoðun ráðherrans — hefur þá ef til vill hans eigið fyrirtæki notað aðferðina? Björn Ölafsson stóð upp mjög vandræðalegur og svaraði, að hann vissi ekkert um þetta mál. Steingrímur skaut þá inn í, hvort ráðherrann sæi þá ekki ástæðu til að láta fara fram rannsókn. „Því tel ég mér ekki skylt að svara liér“, isagði Björn Ólafsson og settist! íslenzkir lista- menn sýna verk sín í Þann 22. þ.m. verður opnuð í Helsingfors sýning norræna Listbandalagsins. Sýning norrænna Listbanda- lagsins hafa nú verið á öllum hinum Norðurlöndunum, var hér í Reykjavík vorið 1948 og er Finnland seinast í röðinni. Er þetta í fyrsta sinn sem ís- lenzkir listamenn sýna verk sín í Finnlandi, en erlend listsýn- ing hefur ekki verið haldin í Iðja mótmælir gengislækkuninni Á félagsfundi Iðju félags verksmiðjufólks sem haldinn var 17. þ. m., var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einróma: „Fundur Iðju, íélags verksmiðjuíólks í Reykjavík, haldinn 17. marz mótmælir ein- dregið írumvarpi því um gengisskráningu, launabreytingar oíl., sem nú liggur fyrir Al- þingi og skorar á Alþingi að fella það. Telur fundurinn frumvarpið, ef að lög- um verður, leggi óviðunandi hömlur á starfs- semi verkalýðsíélaganna og rýri stórkostlega lífsafkomu alls almennings í landinu, án þess að leysa að nokkru vandamál atvinnuveg- anna". Finnl. síðan löngu fyrir stríð og er eftirvænting Finna að von um mikil í sambandi við nor- rænu sýnnguna. Þessir listamenn sýna af hálfu Félags ísl. myndlistar- manna: málaramir Finnur Jónsson, Þorvaldur Skúlason Kjartan Guðjónsson, Valtýr Pét ursson, Sigurður Sigurðsson, Pétur Fr. Sigurðsson, Jóhann- es Jóhannesson, Guðmundur Einarsson, Magnús Árnason, Gunnlaugur Scheving, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arin- bjarnar, Kristján Davíðsson Jóh. Kjarval, Sverrir Haraldss. Örlygur Sigurðsson, Vigdís Kristjánsdóttir, Barbara Árna- son. Höggmyndir: Gunnfríður Jóns dóttir, Sigurjón Ólafsson, Tove Ólafsson, Ásmundur Sveinsson, Magnús Árnason, Gestur Þor- grímsson. Gestir sýningarinnar eru þau Hörður Ágústsson og Gerður Helgadóttir. Fulltrúar Islendinga í Finn- landi verða Guðmundur Einars son og Sigurjón Ólafsson. Stúlka fótbrotnar I fyrrakvöld varð stúlka fyrir bifreið á Suðuriandsbraut, hjá Tungu, og fótbrotnaði. Stúika þessi heitir Ingibjörg Sigurðardóttir, og á heima að Bergi við Suðurlandsbraut. Hún var flutt á Landsspítalann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.