Þjóðviljinn - 26.03.1950, Síða 1

Þjóðviljinn - 26.03.1950, Síða 1
15. árgangur. Sunnudagur 26. marz 1950. 71. tölublað. ÐEILDAKFUNÐIE verða I öllum deiklum rmnað kvöld klukkan 8.30. DAGSKRÁ; Félagsmál. 20 fulltrúar þeirra þúsunda, sem urðu fyrir ofbeldinu 30. marz. (jrJ DÆMDIR I LANGVARA Ríkissffórnin auglýsir sfefnu sína með fasistískum réftar- ofsóknum í kfölfar gengislœkkunarinnar ÞRÍTUGASTI MARZ, DAGURINN ÞEGAR ÞRJÁTÍU 0G SJÖ ALÞINGISMENN SVIKU ÞJÓÐINA INN í STRÍÐSBANDALAG HELSPRENGJUAUÐVALDSINS BANDARÍSKA, DAGURINN ÞEGAR NÝFASISMINN BIRTIST í FYRSTA SINN GRÍMULAUS Á ÍSLANDI, DAGURINN ÞEGAR FORUSTUMENN AFTURHALDS FLOKKANNA KÖLLUÐU REYKVÍSKA ALÞÝÐU SAMAN TIL AÐ KYNNA HENNI TÁKN VELDIS SÍNS, KYLFUR OG GAS, DAGURINN ÞEGAR ÓÐUM HVÍTLIÐASKRÍL VÁR ATT Á FRIÐSAMAN ALMENNING, HEFUR NtJ FENGIÐ VERÐUGAN EFTIRLEIK. — í GÆR KVAÐ DÓMSTÓLL BJARNA BENEDIKTSSONAR UPP ÞUNGA FANGELSISDÓMA YFIR TUTTUGU ÞEIRRA MANNA SEM FYRIR ÁRÁSUNUM URÐU. DÓMSNIÐURSTCteUR VORU ÞESSAR: „Ákærði, Siefán Ögmundsson, sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærðu, Stefán Sigurgeirsson, Stefnir Clafs- son og Magnús Jóel Jóhannsson sæti fangelsi í 12 mánuði. Ákærðu, Stefán Ögmundsson, Stefán Sigur- geirsson, Stefnir Ólafsson og Magnús Jóel Jóhanns- son eru frá birtingu dóms þessa sviftir kosninga- rétti og kjörgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Ákærðu, Jón Kristinn Steinsson, Alfons Guð- mundsson og Jón Múli Árnason, sæti fangelsi í 6 mánuði. Ákærðu, Magnús Hákonarson, Jóhann Péturs- son, Kristján Guðmundsson, Garðar Óli Halldórs- son og Guðmundur Jónsson, sæti fangelsi í 4 mánuði. Ákærðu, Friðrik Anton Högnason, Gísli Rafn ísleifsson, Árni Pálsson, Guðmundur Helgason, Páll Theódórsson, Ólafur Jensson, Háifdán Bjarnason og Hreggviðui Stefánsson, sæti fangelsi í 3 mánuði. Ákærðu, Stefán Oddur Magnússon, Guðmundur Björgvin Vigfússon, Sigurður Jónsson og Kristófer Sturluson, skulu vera sýknir aí ákærum í máli þessu. Gæzluvarðhald ákærðu, Steíáns Sigurgeirs- sonar, Stefnis Ólafssonar og Magnúsar Hákonar- sonar, komi refsingum þeirra til írádráttar." Þessir dómar eru yfirlýsing hinnar nýstofnuðu rík- isstjórnar um aö áfram skuli haldið á hinni fasistísku- braut Bjarna Benediktssonar. Þeim var frestað þar til stjómarmyndun hafði tekizt og samið haföi verið um stefnuna. Það er ekki heldur nein tilviljun að þeir eru birtir rétt eftií að framkvæmd líefur verið stói’vægileg- asta árás á kjör íslenzkrar alþýðu sem gerð hefur verið: Annars vegar fátæktin; hins Vegar réttarofsóknir og fangelsanir, þao eru boðorð hinnar nýstofnuðu ríkis- stjórnar. Dómarnir eru að sjálfsögðu jafn lialdlausir lögfræði- lega og þeir eru siðferðilega. Þeir eru byggöir á vitnis- burði Ijúgvitna úr Heimdalli til að gefa þeim lögfræðilegt form. Hins vegar koma þeir ekki lögum við; þeir eru stjórnmál, stefna í íslenzkum þjóðmálum. Dómunum hef- ur þegar verið áfrýjað. Leppurinn Bjarni Benediktsson, maðurinn sem stjórnaði ofbeldiriu 30. marz, maðurinn sem skreið út í bíl sinn í skjóli gasmakkarins og lagðist þar á fjóra fætur, maðurinn sem flýð! til Bandaríkjanna sama kvöld- ið í amerískri. björgunarfíugvél, landráðamaðuririn sem síðan ákærði þjóð sína í heift og hræðsiu á bjagaðri ensku frammi fyrir öllum heiminum, þykist nú liafa hefnt sín að nokkru. En málinu er ekki lokið, og því lýkur ekki fyrir neinum dómstóli Bjama Benediktssonar, því lýkur fyrir dómstóli þióðarinnar, og þar munu hinir raunveru- legu sakbomingar fá þá refsingu sem þeir verðskulda. Um einstaka dóma er það að segja að Stefán ögmundsson, sem fær þyngstan dóm, er dæmdur eftir 100. og 118. gr. hegningarlaganna. Sú fyrri seg- ir: Hver sem ræðst á Alþingi, svo að því eða sjáifstæði þess er hætta búin, Iætur boð út ganga sem að því lýtur, eða Mýðir sliku boði, skal sæta refs ingu ekki skemur en eitt ár .. o. s. frv. Og sú síðari: „Ef mað ur kemur af stað upphlaupi í því skyni að beita menn eða muni ofbeldi eða ógna með að því verði beilt, þá varðar það SCefán Ögmundsson fangelsi allt að þrem árum eða varðhaldi. — Sömu refsingo skulu þeir menn sæta, sem gerzt hafa leiðtogar sltks upp- hlaups, eftir að það er byrj- að . . . . “ 100. grein er einnig beitt gegn þeim Stefáni Sigurgeirs- syni, Stefni Ólafssyni og Magn úsi Jóhannssyni. Aðrir eru dæmdir samkv. 106. gr. sem bannar að ráðast „með ofbeldi eða híCunum um ofbeldi á opin- beran starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu.“ o. s. frv. eða samkvæmt 108 gr. sem fjallar um „skammaryrði“ eða„móðganir“ við „opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyhlustarfi sínu.“ Allir sakborningarnir eru dæmdir fyrir brot á 1. gr. lög- reglusamþykktarinnar en þar segir svo: „Á almannafæri mega uppþot eða óspektir elíki eiga sér stað. Ekki mega menn þyrpa: »j saman á almannafæri s\o að tdl tálma sé íyrir um- ferð eða til óþæginda fyrir við- stadda.“ Eins og menn minnast Framhald á 8. síðu mm gegn Myna af Erlendi í Unuhúsi eftir Nínu Tryggvadóttur. Myndin er á mannaniyndasýningunni í Sýningarskála Ásmundar Sveins- sonar við Freyjugötu. Síðusta tækifæri til að sja sýniuguna er í dag klukkaa 2—10 Eins og kunnugit er fyrir- skipaði Bjarni Benediktsson einnig raálshöfðnn gegn Eiii- ari Olgeirssyni. Það mál hef- ur ekki enn verið hafið sök- uin þess að samkvæmt 49 gr. stjórnarskrárinnar er ckki hægt að höfða mál á nióti alþingismanni meðan j'ing stendur yfir. — Hins vegaf mun Bjarni eflaust hcTjast handa í því, ipáli þégar cr þlngi lýkúr í vor.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.