Þjóðviljinn - 26.03.1950, Side 3

Þjóðviljinn - 26.03.1950, Side 3
Sunnudagur 26. marz 1950. ÞJÖÐVILJINN í GUNNHILDUR I SKÁLHOLTI ÁTTRÆD Þegar klukkan verður þrjá stundarfjórðunga gengin í eil- efu á morgun er Gunnhildur í Skálholti áttræð. — Máske hef- ur verið farið eftir búmanns- klukku þegar hún fæddist, en það breytir þó ekki ýkja miklu um tímatalið. Konan sem geymdi Iykilinn. Fyrir nær 20 árum barði ég fyrst að dyrum í Skalholti, húsinu nr. 33 við Hverfisgötu í Hafnarfirði'. Út kom eldri kona, nokkuo hvöss á brúnina og hvatleg í hreyfingum. Hún var ekkert sériega mjúk á manninn, en svaraði erindi mínu jafnhikláust og hún hefði þekkt mig frá því ég fæddist. Svo vísaöi hún mér véginn að næsta húsi uppi í hrauninu og lauk því upp fyrir .mig. — Þetta var konan er geymdi lykilinn að húsinu sem ég var að flytja í. Þannig voru mín' fyrstu kynrii af Gunnhildi í Skálholti. Þegar frá leið komst ég að því, að þótt hún legði ekki í vana sinn að geyma lyklana að annarra hirzlum geymdi hún lykilinn að fleiru en húsinu nr. 35B — lykilinn að.margskonar óvenju- legum skilningi á lífinu. Þessi kona, komin af Þorsteini hvíta og heitin eftir Gunnhildi kónga- móður, var af sumum talin forn í skapi og háttum, af því hún hirti ekki um að skreyta sig fögrum klæðum né fleðulátum. Hún er fulltrúi þess fágæta hóps er ekki kann að smjaðra hugsar sínar eigin hugsanir, fer sínar eigin götur, segir skoð anir sínar á kjarnyrtu hiklausu máli jafnt hvort í hlut á hár eða lár, kallar hlutina feimnis- laust sínum réttu nöfnum hvort sem líkar betur eða verr, reynir ekki að leyna göllum sínum — og lætur ckki hlut sinn fyrir neinum. Gunnhildur var ekki aðeins fvrsti nágranninn sem ég kynnt ist á þefesum stað og sá sér- kennilegasti, heldur og sá hrein- skiinasti, hjálpsamasti og trygg asti. Spurt um ahlur. Fyrir nokkrum dögum barðí ég enn að dyrum í Skálholti. J þetta sinn til að rabbá vk' gömlu konuna um liðrm ævi. Innan við giuggann sat Gur.n- liildur og var að lesa. Gunnhildur í Ská 'mld hefur ekki mikið álit á I r.ðrmönnum, kvaðst fckkert viija hafa, með nein skrif. að ' gcrn,, hinsvegar of gestrisin t:I a ' spjalla ckki við gamlan n'ágranna. — Hvenær ertu fædd? — Ég hef einu sinni áður verið yfirheyrð um það. Bcz! að ég svari þér eins. — Hvenær var það ? — Það var fyrir nokkrum árum að til mín kom maður er sagði m' • að ég ætti að koma upp á sj it ’.la til gegnumlýsing- ar til að athuga hvort ég gengi með einhvern sjúkdóm. Ég spurði manninn: ,,Er þetta ckk nokkuð seint?“ „Þetta eru lög“ svaraði hann. Ég lo.faði engu um að koma, en fór þó; raunar bjó ég mig ekki eins og ég væri að fara til altaris. Þegar ég kom í nánd við spítalann liitti ég grannkonur mínar í sparifötunum. „Ertu á sömu leið og við?“ spurðu þær. „Trú legt er það meðan ég geng við hliðina á ykkur“, svaraði ég. Þegar röðin kom að mér spurði stúlkan í spitalanum: ,,Eruð þér ekkja?“ „Hvað kemur það heilsufræðinni við?“ spurði ég. „Jú, að vissu leyti“, svaraði stúlkan. Raunar gat ég ekki skiiið það, nema þá það ætti að rannsaka hvort ég gengi ekki með einhvern smitandi sjúkdóm er kynni að hafa orðið mannin- um mínum að bana. Svo spurði stúlkan mig hvenær ég væri fædd. Ég ev fædd fyrsta sunnu- dag í einmánuoi klukkan þrjú kortér gengm í elieiu 27. marz 1870. Barij^ég var í Borgarfirái. ■— Hvar ertu fædd ? — Áö Borg á Mýrum, svarar Gunnhildur, og eftir nokk.urt rabb gleynidi hún því að ég var kominn sem blaðamaður og leyfði mér að skrifa niður eftir- farandi: Barn ég var í Borgarfirði á brjóstum móður tvö ár alin; ættingjarnir allir báru á örmum litla stelpuhnokkann. Lærði ég furðu fliótt að tala; fullorðinsleg, lék mcr eigi. Erfði ég nafn af norni einu, nokkrir trúðu að því ég líktist. Borg var rétt hjá bænum mínum, bjuggu þar víst mætir álfar, en ég fékk þá ekki að líta, undrun mér þao vakti stóra. Af þeim margar sagði sögur sveitin öll á vetrarkvöldum. Lengi hef ég leitað þeirra litlu nær en fór þó víða. Heitin eftir Gunnhildi kóngamóður. — Þú sagðist hafa erft nafn af norn? — Gunnhildur kóngamóðir vitjaði nafns hjá móður minni, eftir henni er ég heitin. — Hvað hét móðir þín? — Matthildur Þorkeilsdóttir, dóttir sr. Þorkells Eyjólfssonar á Borg, systir Jóns Þorkellsson- ar — Forna. — Hver var faðir þinn? — Bjarni Þórðarson. Em- bættiskápa hans var fjárúlpa, fullur skrúði smalaprik. Þegar við ræðum um þetta kemur í Ijós að Gunnhildur tal- ar af miklum hlýleik um föður sinn, enda fylgt honum eftir en ekki móður sinni, þegar heimilið tvistraðist. — En það er ekki aðeins að Gunnhildur sé heitin eftir Gunnhildi kónga- inóður, ættfræðingar telja hana 23. eða 27. mann frá Þorsteini hvíta á Borg, „Bíttu bein fyrir þig sjálf . . Gunnhiidur er alin upp á Borg, í Lækjarkoti og Eskiholti. Það gefur nokkra hugmynd um kjör hennar í æsku að þegar hún var 8 ára kom móðir henn- ar sem gestur að Eskiholti, en þar var Gunnhildur þá, og þeg- ar hún kvaddi þessa 8 ára dótt- ur sína úti undir vegg, sagði hún að skilnaði: „Bíttu bein fyrir þig sjálf, Gunnhilda mín, það er ekki víst að aðrir verði til þess.“ Þá var kveðið fyrir vestan. Gunnhildur fór á 17. ári vest- ur að Staðastað til sr. Þorkels afa síns. Þaðan fór hún vestur í Stykkishólm til Guðrúnar Clausen, móðursystur sinnar og í Stykkishólmi giftist hún rnanni sínum, Birni Jónssyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Frá Stykkishólmi flutt- ust þau til Ólafsvíkur. Þar byggðu þau húc er þau nefndu Skálholt og bjuggu þar í 11 ár. ■— Þá var gott og frjáls- lynt fólk í Ólafsvík. Úti undir Jöklinum var til fólk sem var fjári framlágt, en yfirleitt var það bezta fólk, svarar Gunn- hildur spurningu minni um þetta efni. Frá Ólafsvík fluttu þau hjón- in suður á Mýrar og voru þar i önnur 11 ár, í Sigguseli. Gunnhildur kann frá mörgu skemmtilegu að segja frá dvöl sinni á Mýrum, þar eignaðist hún góðar kunningjakonur •— og kvaðst á við þær, en því miður mátti ég ekkert skrifa af þeim kveðskap, þó er hér brot úr kvæði er einn nágrann- inn sendi henni þegar hún flutti til Hafnarfjarðar: Þú hopar vart þótt harðni róður heldur þéttar hlumminn treystir. Oft eru harðdræg áratogin inn á sæluhafnarvoginn. Hvernig svo sem forlög falla framtiðar á ævibrautu, hvort blíða er um brún og hjalla, blómskrúð eða frost í lautu, eru kjör og útlit svanna ítök bæði guðs og manna. Bezti timinn. Það reyndist orð að sönnu að Gunnhildur hopaði ekki undan erfiðleikunum og oft þurfti hún á öllu þreki sínu að halda eftir að hún kom til Hafnarfjarðar eins og t.d. þegar hún missti son sinn með óvenjulegum hætti, en á þeim örðugleikum telur Gunnhildur sig hafa stækkað mest. Hún hefur nú átt heima í Hafnarfirði í 30 ár, „Það er að öllu leyti bezti tím- inn á ævinni“, segir hún. Ann- ars talar Gunnhildur lítið um sjálfa sig, „ég var alltaf ljót eins og Skallagrímsættin", segir hún og ræðir meir um móður sína, Matthildi er var ljósmóðir á Sandi í 30 ár og nafntoguð fyrir hjúlu unarstörf þótt vitan- lega hefði hún ekkert til þeirra lært •— og systur sína, sem dó 6 ára.... Eirikur bróðir henn- ar skipstjóri sigldi fyrir Breta á stríðsárunum, skipið var sprengt í loft upp. Annar bróðir hennar er Haraldur, bóndi á Álftanesi á Mýrum, systir henn ar, Hulda, kona Jónasar Böðv- arssonar skipstjóra. Það er það eina sem vit er í af . . Gunnhildur hefur orð fyrir að vera skygn og hún kveðst hafá séð móður sína nóttina sem hún dó. Um morguninn var hringt vestan af Sandi og Gunn hildi sagt látið hennar. Um andatrúna segir hún: „Það er það eina sem vit er í af trúar- brögðum, hitt er lítið annað en helviti og .tannagnístran. Ég GuiiiihikTur í Skálholti og Páll dóttursonur Gests sonar hennar. — Myndin tekin á s.l. sumri. — „Barn, það er lykillinn að hjört- um ailra á Iieimilinu.“ get ekki fellt mig við það ac annaðhvort séu menn settir r' ef-ta trón eða niður í neðsts víti. TnTT^rvi" - ---------------- Það vaníar meira af fólki sem má treysta. — Hvernig lýst þér á mann- lífið núna? spyr ég Gunnhildi. — Það er alveg prýðilegt. — Betra eða verra en í gamla daga? — Bæðj betra og verra. Nei, það er verra að því leyti að fólkið er svo óáreiðanlegt. Það vantar nóg af fólki sem má treysta. Hitt eru helv. heybræk- ur sem ekki er hægt að nota til neins. Og Gunnhildur fer litlum vii'ð ingarorðum um það að taka r I sparifé gamals fólks, eða því i sem börnum hefur verið gefio :, í sjóð, en hafa ekki manndáð til þess að hafa uppi á því sem stolið hefur verið undan og falið úti í löndum. Hjartað trútt sem undir slær. Áðan gat ég þess að sumum þætti Gunnhildur forn í skapi. Hjartað sem slær undir hennar hrjúfa hjúp -er þeim mun trúrra og heitara. Þessi vísa Gunn- hildar segir nægjanlega td um það að ekki muni hún hafa látið allt uppi er innifyrir bjó, heldur máske allt annað: Þögul andvörp eins má lieyra og þau sem að hærra kalla. Þeir færra segja meina oft meira,j þótt mæti þeim ekki bergmál I fjalla. Ég lief ekki í annan tíma séð hlýrri svip en þegar hún horfir á barnabörn sín. „Barn, — það er lykillinn að hjörtum allra á heimilinu“, segir hún. Þótt Gunnhildur sé nú átt- ræð notar hún ekki gleraugu, en les við stækkunargler, — og hún hefur lesið mikið um dag- ana. Hefði hún fæðst á öðrum tíma og til annarra kjara hefði hún getað orðið mikið skáld. Hún hefur stundum talað yfir vinum sínum látnum og fyrir gamlan kunningsskap fékk ég að hnýsast í þessi minnisblöð hennar og get ekki stillt mig um að taka eftirfarandi, er hún flutti yfir einum vini sínum látnum — mér finnst það lýsa henni sjálfri svo vel: „Sumir hugðu hann harð- lyndan • og kaldlyndan, eftir ytra útliti dærnt; svoleiðis grímu þurfum við oft að nota, jarðbúar, eða máske réttara sagt girða okkur því björgunar- belti yzt klæða -til þess að drukkna ekki á sjó örlaganna fyrir augum skilningslauss f jöldans.... “ — Þú átt ekkert að skrifa, segir Gunnhildur að síðustu. það hefur verið þagnarmál mitt lif. Eg vona hún fyrirgefi þótt ég hafi svolítið brotið þefesa fyrirckipun hannar. Svo þakka ég Gunnhildi-lær- dómsrika og góða kynningu og óska henni aíls hins bezta á óförnum ævidögum. J.B. Málverkosýning í sýningarsal Ásmundar Sveinssonar, Freyjugötu 41. Á sýningunni eru andlitsmyndir af þjóðkunn- um mönnum, málaðar af 14 kunnum listamönn- um. Auk þess átta höggmyndir. Sýningin er opin kiukkan 2—10 Síðasti dagur sýningarinnar. J. www/wwi*1 ’vwwwvwrvvwwwvwwawwwww^

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.