Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Sunnudagur 16. apríl 1950. 82. tölublað. Sósíalistafélag Hafnar- fjarðar heldur aðalfund mánudaginn 17. apríl í Góðtemplarahúsinu uppi. Vénjuleg aðalfundarstörf og ýms önnur mál. STJÓRNIN. Togari sfrandaði á Gelrfuglaskerjum fslendingar björguðu 17 mönnum, Bretar 5 þeirra lázt úr vosbúð emn Rétt fyrir miðnættið föstudaginn 14.. apríl strandaöi brezki togarinn Preston North End frá Grimsby á Geir- fuglaskerjum suðvestur af Reykjanesi. Togarinn náöi strax sambandi við tvo brezka togara aðra, er voru á veiöum á sömu slóðum, íslenzki togarinn Júlí, sem heyrði neyðarkalliö, gerði Loftskeytastöðinni í Reykjavík aðvart en hún tilkynnti það síðan Slysavarnafélaginu. Var björgunarskipið Sæbjörg þegar baðin að fara á vett- vang. Skipstjórinn á Sæbjörgu sagði 4 tíma siglingu á strandstaðinn. Nokkur tími fór í það fyrir brezku togarana, sem þarna voru, að finna strandstaðinn. Bað Slysavarnafélagið þá Sig- urð Þorleifsson, formann slysa- varnadeildarinnar „Þorbjörn" í Grindavík, að reyna að fá ein- hvern á mótorbátunum þar til að fara með bjö'rgunartæki og menn úr björgunarsveitinni á strandstaðinn, og fékk hann m. b. ,,Fróða“ ú! þessarar ferð ar. Friðrik Ólafsson Jé í*» r varð ijoröi Unglingasikákmóti í Birming- ham á Englandi lauk í gær. Reykvíkingurinn Friðrik Ólafs- son varð þar fjórði af 12 kepp- endum. Efstur varð Svíinn Högkvist. Kl. rúmlega 2 um nóttina hætti að heyrast í strandaða togaranum, var eins og smá drægi úr orku senditækjanna, ensku togarárnir tveir, voru þó áður búnir að ná radíómiðunum af strandstaðnum, sem þeir gáfu upp að væri 63.40 N. og 23.20 V., eða við Geirfugla- sker, en skipið sjálft hafði gef- ið upp að það væri strandað ná- lægt Eldeyjarboða. Ensku togararnir, töldu ljós- kastara sina ekki lýsa nægi- lega upp staðinn. Kl. 03.55 bað Slysavarnafél. amerísku björg- unarflugvéli'na á Keflavíkur- flugvellinum að lýsa upp strand staðinn með svifblysum sem þeir undir eins voru fúsir til, en töldu sig þurfa klukkutíma til að undirbúa flugvélina og kom flugvélin á vettvang klukkan rúmlega fimm, var þá björgun- arskipið Sæbjörg komin á stað- inn og búin að bjarga 10 mönn- um af áhöfninni sem hún fann í skipsbátnum marandi í kafi. Höfðu þeir komizt í skipsbátinn fyrr um nóttina, hraktir og Framhald á 8. síðu Leopold neitar að afsala konung- dómi Ávarpi frá Leopold konungi var útvarpað af plötu í Belgíu í gær. Leopold neitar að afsala sér konungdómi en kveðst til- leiðanlegur til að ckipa Baud- ouin erfðaprins ríkisstjóra um stundarsaikir en vill geta tekið við konungdómi sjálfur hvenær sem er. Frjálslyndir og sósíal- ^demokratar, sem eru andvígir afturkomu Leopolds til Belgíu, taka afstöðu til boðskapar kon- ungs næstu daga. Síðasta tækifærið er í da; Káthe Kolhvitz: Neyð, — (úr vcfarauppreisninni). í dag er síöasti dagur Kollwitzsýningarinnar í Sýn- ingarsal Ásmundar Svainssonar viö Freyjugötu. í dag er því síðasta tækifærið til að sjá þessa ágætu sýningu. Hún verður opin til kl. 10 í kvöld. Acheson að semja svar um flugvélina Landvarnaráðuneyti Banda- ríkjanna afhenti í gær utan- ríkisráðuneytinu skýrslu þá, sem svar Bandaríkjastjórnar við mótmælum sovét 'tjórnarinn ar gegn flugi bandarískrar her- flugvélar yfir Lettland og árás hennar á sovétcrustuflugvélar verour byggt á. Acheson utan- ríkisráðherra mun ljúka við að semja svarið á mánudag eða þriðjudag. í kvöld verður hætt leit á Eystrasalti að bandarísku her- flugvélinni, i:em týndist í fyrri viku. „Viðfeisnin'1 og bændur: Bændur krefjast erlends áburðar á gamla genginu Nýlega samþykkti Búnaðarfélag Fljótshlíðar á fjölmennum bændafundi að krefjast þess að bændur fengj'u tilhúinn áburð að þessu sinni á gamla genginu, eða eins og það var áður en krónan var felld. Sósíalistaflokkurinn benti á það að gengislækkunin hlyti óhjákvæmilega að hafa í för með sér minnkuð áburðar- og vélakaup bænda og verða hnekkir fyrir landbúnaðinn, en „bændafiokkarnir“, Framsókn og íhald- ið, ákváðu að bændur skyldu verða að smakka hlessun „viðreisnar“ sinnar. — Bændun'um smakkast „viðreisn- in“ þannig að þeir hafa margir afturkallað áburðarkaup sín og nú krefjast Fljótshlíðingar að fá áburðinn á gamla genginu. Yfirgnæfandi eining um * inlegan 1. mai Fyrsta maí-ávarpið samþykkt með 25 gegn 3 Þjóðviljinn hafði í gær tal af Birni Bjarnasyni for- manni 1. maí-nefndar Fuiltrúaráös verkalýðsfélaganna í Reykjavík og tjáði hann blaðinu að yfirgnæfandi eining hafi náöst um sameiginíegan 1. maí og hafi 1. maí- ávarpið veriö samþykkt með 25 atkvæðum gegn 3, Fyrsta maí-nefndin fól fjór- um mönnum, þeim Jóni Sigurðs- syni, framkvæmdastjóra Al- þýðusambandsins, Magnúsi Ást marssyni, Eðvarð Sigurðssyni og Birni Bjarnasyni að semja 1. maí-ávarpið. Kom fram hjá ö'llum þessum mönnum fullur skilningur á nauðsyn þess að verkalýðurinn komi fram sam- einaður 1. mai. Voru fjórmenn- ingarnir algerlega sammála um 1. maí-ávarpið með nokkrum orðalagsbreytingum á hinu fyrsta uppkasti. Fyrsta maí-nefndin samþ. siðan ávárpið með 25 atkvæðum gegn 3. Þeir þrir sem greiddu atkvæði gegn því voru fulltrúi verkamannafél. Framsókn, full- trúi Sambands veitinga- og framreiðslumanna og fulltrúi Sjómannafélags Reykjavíkur. Fulltrúi Framsóknar lýsti því yfir að Framsókn myndi ekki verða með í hátíðahöldum verka lýðsfélaganna þennan dag. Verkamenn og aðrir launþeg- ar fagna þeirri einingu sem náðst hefur. Árásir þær, sem gerðar hafa verið á lífskjör þeirra, bitna jafnt á þeim án tillits til mismunandi skoðana á einstökum málum, og er verkamönnum því ljóst að á slíkum tímum sem þessum ber þeim framar öllu að standa saman um hagsmunamál sín. ig Reykjavíknr Félagsfundur verður annað kvöld kl. 8,30 í íundarsal Skátaheimilisins, Snorrabraut.:» DAGSKRÁ: L Félagsmál. | 2. StjérnmálaviðhefSið og verkefni :• fMksins. Framsögumaður Einar •: Olgeirsson alþm. :■ Félagar íjölmennið og takið með ykkur nýja íélaga. STJÓRNIN. ■: rAVUVWAVW^VW.-AVJWVWVUWWW^VSn.VWUPWkWUVUWdVWMVWUVWWVWUVU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.