Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 8
„Viðrsismn" færist í aukana: SívaKaiicSi skortur á hversdags- legusfy leyzluvörum — Ný ver^hækkun á lýsi Húsmæður eiga nú í miklum örðugleikum að ná í óbrotnustu lífsuauðsynjar og verða oft að leggja á sig ferðalög bæjarhlutanna á milli til að leita að mat í næsta mál. Feitmeti er að heita má ófáanlegt, eklcert smjör, engin tólg og sama og ekkert smjörlíki. Korn- meti er einnig af mjög skorn'um skammti, bæði hafra- mjöl, rúgmjöl og hveiti. Sykur er oft ófáanlegur, sömu- leiðis kaffi. Af öðrum vörum má nefna rakblöð sem fást nú óvíða, og virðast því hinar sænsku birgðir Stefáns Jóhanns til þurrðar gengnar. Verðhækkun dagsins er sú að heilflaska af þorska- lýsi hefur verið hækkuð um kr. 1,25 og úfsalýsi um 75 aura. Það munt gert vegna. barnanna. Fjárhagsráð ber áhyrgðina á hinu óafsakanlega hringli með gildi skömmtunarmiðanna Reiði almennings út af hinu' óafsakanlega hringli með gildi! skömmtunarseðlanna um síð- ustu mánaðamót hefur neytt .skömintunaryfirvöldin til þess að reyna að gera grein fyrir þessari óafsakanlegu framkomu sinni. Fjárhagsráð birti tilraun sína til afsökunar í Morgunblaðinu 12. þ. m. og var sú mjög eins Plastiras myndar gríska stjórn Plastiras foringi miðflokka- samsteypunnar hefur myndað samsteypustjórn í Grikklandi, Foringjar frjálslyndra og sósí- aldemokrata eru varaforsætis- ráðherrar. Fimm ráðherrar eru úr flokki Plastiras, sex frjáls- lyndir og fimm sósíaldemokrat- ar. Þessir flokkar hafa 136 af 250 þingsætum. Dregið í A-flokki í gær var dregið í fjórða! sinn í A-flokki happdrættis- láns ríkissjóðs og komu hæstu vinningarnir á eftirtalin númer: 75 þús. kr. á nr. 70638; 40 þús. kr. á nr. 92329; 15 þús. kr. á nr. 146912; 10 þús. kr. komu á eftirtalin nr: 60260; 64168 og 141633. Fimm þús. kr. komu á þessi númer: 8658; 20134; 110813; 114852 og 142261. ;(Birt án ábyrgðar. og málefni stóðu til, eða harla bágborin. Vildi fjárhagsráð gefa í skyn að hringlið hefði verið gert fyrir tilmæli kvenna þeirra er eiga að gera tillög- ur um skömmtunarmál til fjár- hagsráðs. Daginn eftir birtu konur þessar yfirlýsingu í Mbl. þess efnis að þær hefðu þar ekki nærri komið. Sama dag sendi skðmmtunarstjóri, Elís Ó. Guðmundsson, öllum blöð- unum yfirlýsingu þar sem hann segir að fjárhagsráð hafi til- kynnt sér 24. marz, að vefn- aðarvörumiðarnir skyldu úr gildi falla um næstu mánaða- mót, en um hádegi 31. marz s. 1. tilkynnt að þeir skyldu gilda áfram. Er ekki að efa að skömmt- unarstjóri hefur einungis fram- kvæmt fyrirmæli sinna yfirboð- ara, eða fjárhagsráðs. Endar tilkynning hans á þessum orð- um: ,,Af framansögðu ætti það að vera hverjum manni ljóst, að ég hef á engan hátt gefið út rangar né blekkjandi tilk. til almennings, heldur aðeins skýrt rétt frá þeim ákvörðunum, sem i í gildi voru á hverjum tíma, og ckki auglýst neitt annað en það sem mér bar skylda til. Samkvæmt gildandi reglugerð um skömmtun fer fjárliagsráð með ákvarðanir sem þessa, og hef ég engan atkvæðisrétt þar um“. Það liggur því ljóst fyr- ir, að almenningi ber að þessu sinnr að hlifa Elís við reiði sinni en beina henni að heiðursmönn- ! unum í f járhagsráði. 5. erindi um frelsisbaráttu nýlendajijéðanna verðnr í dag kL 2 e. b. á Þérsgötu 1 Magnús Torfi Ólafsson blaðamaður flytur 5. erindi sitt um frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna í dag ld. 2 e.h. á Þórsgötu 1 (salnum). Erindi þetta fjallar um baráttu nýlenduþjóðanna í Afríku. — öllum heimill aðgangur. DJÓÐVILiniN Fræðsiusrindi um frelsisbaráttn íslendinga verður á þriðju- dagskvöld n.k. Björn Þorsteinsson flytur fræðsluerindi um frelsis- baráttu Islendinga n.k’; þriðjudagskvöld kl. 8,30 á Þórsgötu 1 (saln'um). Fjallar þetta eriudi um átökin á íslandi á 19. öld. — Öllum heimill aðgangur. Fjórða eriitdi Mæðralélagsins um ecf híbýlaprýði íiiiii í dag kl. 3 s Jkusturbæjarskólanum af Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing Á þsssum vetri hefur MæSrafélagiö gengist fyrir fræðsluerindaflokki um húsbyggingar og húsbúnaö og hafa þrjú fyrstu erindin þegar veriö flutt, en fjóröa og síðasta erindið flytur ungfrú Kristín Guömundsdóttir, hibýlafræðingur kl. 3 í dag, í bíósal Austurbæjarbarna- skólans og fjallar þaö um híbýlaprýði, litaval,, uppsetn- ingu gluggatjalda, urn eldhúsið og um hagkvæmt fyrir- komulag og skreytingu innan heimilisins. Til skýringar verða sýndar skuggamyndir, litmyndir. Vaxandi áhugi fyrir söngstarf- semi innan verka- lýðssamtakanna Söngfélag verkalýðssamtak- anna í Keykjavík (SVÍK) cfndi til kvöldvöku fyrir meðlimi verkalýðssamtakanna í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar í fyrrakvöld. Söngstjóri félagsins, Sigur- sveinn D. Kristinsson, flutti þarna ávarp, þar sem hann gerði grein fyrir markmiðum SVlR. Vakti hann athygli á því, að iðkun tónlistar innan verkalýðssamtakanna væri nú miklum mun sjaldgæfari en á fyrstu áratugum aldarinnar, og væri það miður. Tilgangurinn með stofnun söngfélags verka- lýðssamtakanna væri m. a. sá að innleiða sönginn að nýju sem þátt í félagslífi þeirra. í því skyni hyggðist félagið boða öðruhvoru fil kvöldvakna, þar sem kórfélagar stæðu fyrir al- mennum söng og kynntu ný eða lítt þekkt sönglög, en auk þess yrði svo kórsöngur og fleiri skemmtiatriði hverju sinni. Á þessari fyrstu kvöldvöku SVÍR flutti dr. Björn Sigfús- son fróðlegt erindi er hann nefndi: Réttur smælingjans og meistari Jón og Gísli Halldórs- son flutti kafla úr Pétri Gaut. Var hvorutveggja vel tekið. Öðru hvoru var almennur söngur, og að lokum söng kór- inn nokkur lög. Kvöldvakan var fjölsótt og þótti takast vel. Bar hún vott um vaxandi áhuga fyrir söng- starfsemi innan verkalýðsfélag- anna hér í bænum, en hann er höfuðskilyrði þess að söngfé- lagið geti starfað framvegis. KVIKM YNDASÝ NIN G Deildir Sósíalistafélags Reykjavíkur gangast fyrir sameiginlegum fundi með kvikmyndasýningu í kvöld kl; 8,30 á þórsg. 1 (salnum). Sýnd verður „Orustan um Stalíngrad“ (fyrri hluti). Uppselt! Nokkur lægð hefur komizt í söfnunina í kringum páskadag- ana, þó hafa nokkrar deildir sótt allverulega fram. Nú eru aðeins 18 dagar þar til söfnun- inni lýkur. Er því mjög nauð- synlegt að hver einasti félagi taki nú vel á þessa dagana. Tckið er daglega á móti á- skrifendum á skrifstofu Þjóð- viljans Skólavöró'ustíg 19, sími 7500 og á skrifstofu Sósíalista- félags Reykjavíkur Þórsg. 1, sími 7511. Sá er hreppti 2. vinnirg i áskr ifendali appdrættinu he f u r nú gefið sig fram. Er það Karl Sæmundsson vkm. frá Siglu- firði. Næsti vinningur og sá síðasti eru Istendingasögurnar og verður dregií- um þær síð- asta dag söfnunarinnar 2. mai. Ungfrú Kristín Guðmunds- dóttir, er eini háskólagengni sérfræðingurinn, sem við eig- um í híbýlafræði. Hún er dótt- i ir Guðmimdar Kr. Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur frá Hjarðarholti í Mýrarsýslu. Lauk stúdentsprófi frá Mennta skólanum hér vorið 1942 og stundaði eftir það nám í híbýla- fræði og heimilishagfræði við Northvvestern University í Cica- go og lauk þaðan prófi, en síðan stundaði liún nám bæði í Califomiu og New York. Fyr- ir tveimur árum kom hún svo heim að loknu námi og flutti þá snjallt og skilmerkilegt er- indi í útvarpið hér. Eins og ungfrú Kristín á kyn til er hún gædd ágætri smekk- visi og næmleik fyrir heimilis- fegurð og hefur glöggt auga fyrir litasamsetningu, enda hef Röð deildannn er nú þannig: 1. Bai'ónsdeild 111 % 2. Vogadeild 70 — 3. Laugarnesideild 68 — 4. Njarðardeild 60 — 5. Túnadeild 56 — 6. Langholtsdeild 53 — 7. Skóladeild 50 — 8. Vesturdeild 46 — 9. Meladeild 42 — 10. Kleppslioltsdeild 33 — 11. Sunnuhvolsdeild 31 — 12. Bolladeild 28 — 13. Þingholtsdeild 27 — 14. Nesdeild 20 — 15. Eskililíðardeild 15 — 16. Hlíðardeild 13 — 17. Valladeild 8 — 18. Skuggahverfisdeild 5 — GERIST ÁSKRIFENDUR AÐ ÞJÓÐVILJANUM. ur hún líka lagt stund á mál- aralist og föndur. Má því vænta þess að erindi hennar geti gefið þeim, sem óska þess að eiga að- laðandi og fallegt heimili, marg ar góðar og hagkvæmar bend- ingar, bæði þeim, sem þegar eiga heimili og ekki síður þeim, sem eiga eftir að eignast það. Strandið Framhald af 1. síðu. illa til reika og voru þeir strax háttaðir ofaní rúm og hlynnt að þeim eftir beztu getu. Þeir sem eftir voru í skipinu sáust hafast við uppi á þaki á stjórn- palli togarans, sem var það eina af skipinu sem stóð upp úr sjónum. Skotið var mö'rgum fluglínum til skipsbrotsmanna, en þeir virtust eiga erfitt með að handfjatla þær, björgunar- bátur, sem björgunarskipið Sæ- björg setti út, brotnaði og eyði- lagðist við skipshliðina í sjó- ganginum. Brezku togararnir, sem þarna voru settu báðir út báta og tókst öðrum „Kape Clouc- ester“ að bjarga 3 mönnum en 1 þcirra lézt úr vosbúð, hinum togaranum „Bizerta“ tókst að bjarga 2 mönnum. Voru allir þessir menn í sjónum í sund- beltum. M. b. Fróði, sem var með mennina úr björgunarsveit inni úr Grindavík, fór mjög ná- lægt til þss að bjarga hinum nauðstöddu mönnum og heppn- aðist að bjarga 6 sem eftir voru í skipinu. Björgunarflugvélin tilkynnti þá, að hún hefði fund- ið einn mann á fleka og gaf merki um það með blysum, og m. b. Jón Guðmundsson bjarg- aði þeim manni. Öll þessi skip sem björguðu mönnunum lögðu af stað í land og mun Fróði fara með þá sem hann bjarg- aði til Grindavíkur. (Frá Slysavamafélaginu). ÞjóSviljssöfnunin Heréið séknlna. Mmm II dagar eftir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.