Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 4
ff JðÐ VXL JINN Sunnudagur 16. apríl 1950. ' ' .'f-'TJ- ii-|’i ..... L i.i■.i-iii 1-1 'II p. i-l. ..|ÍU."||..L,1.1 1..J._' , 11« . . I . ...... ■—»■■■■ Ætlar afturhaldið eiíinig að selja nýju togarana úr landi? Um páskana auglýsti ríkisstjórnin eftir kaupendum aö þeim 10 togurum sem verið er að smíöa í Bretlandi og var jafnframt tilkynnt að kaupverðið yrði tæpar 8 milljónir. Umsóknir eiga aö hafa borizt fyrir 20. þ. m., þannig að ekki er væntanlegum kaupendum gefiö mikið i'áðrúm til að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Þessi vinnubrögö ríkisstjórnarinnar eru næsta kynleg. Fyrir Alþingi liggur enn frumvarp ríkisstjórnarinnar um tcgarakaupin óafgreitt, þannig að enn er ekki vitað hvernig kaupskilmálar verða. Neðri deild afgreiddi nýlega frumvarpiö eftir mikla erfiðleika stjórnarliðsins og er það nú í nefnd 1 efri deild. í neöri deild lögðu sósíalistar 'áherzlu á að bæjar- og sveitarfélögum yröi gert eins auö- velt og unnt væri að eignast þessi mikilvægu tæki og fengu því að lokum framgengt aö þeim aðilum er tryggð- ur forkaupsréttur og 75% andvirðisins að láni með sömu kjörum og brezka lániö sem fékkst til togarakaupanna. Hins vegar var felld tillaga sósíalista um að gengið yrði frá kaupunum fyrir gengislækkun og togararnir seldir við veröi sem samsvaraði gamla genginu. Afturhalds- flokkarnir áttu mjög erfitt við afgreiöslu málsins, ekkert mál mun hafa verið tekið 'jafn oft út af dagskrá þings- ins og þetta, og það heyrðist glöggt að afturlialdsfor- spr§,kkarnir óskuðu þess heitt aö þeir hefðu aldrei pant að togarana!! í Ijósi þessara undirtekta er hin skyndilega auglýs- ing ríkisstjórnarinnar næsta grunsamleg, og maður fær ekki varizt þeirri hugsun að ÁFORMIÐ SÉ AÐ ENGIN UMSÓKN BERISiT, þannig að ríkisstjórnin geti Iýst yfir því að enginn áhugi sé á kaupum þessara togara og þvi sé bezt að selja þá úr landi og þá væntanlega Þjóðverj- um eins og Gylfa og Kára. Sé þetta áform ríkisstjórnarinnar, og enginn efi er á að voldugir menn stefna aö þessum málalokum, verður þjóðin að koma í veg fyrir það. Nýju togararnir hafa að vísu orðið óheyrilega dýrir, vegna skammsýni og heimsku þríflokkaforsprakkanna, en engu að síður væri glapræði, að sleppa þeim úr höndum sér. Gjaldeyris hef- ur verið aflað með láni í Bretlandi, þannig að vandinn er aðeins fjáröflun innanlands. Togararnir eru enn stærri og fullkomnari en nýsköpunartogararnii, 8 þeirra eru dieseltogarar, og i þeim öllum er fiskimjölsverksmiðja, þ'annig að hægt er að fullnýta aflann. Ef íslendingar eiga sér nokkra framtíö sem fiskveiðaþjóð eru slík tæki óhjá- 'kvæmileg nauösyn. Þeir menn sem nú fara með stjórn landsins og enga trú hafa á framtíð þjóöarinnar, hinir „ráðsýnu“ og „gætnu“ menn sem komu veröi togaranna upp í 8 millj. munu eflaust reyna aö nota afglöp sjálfra sín sem röksemd til aö selja skipin útlendingum til veiða á ís- landsmiðum, enda hafa hinir bandarísku marsjallyfir- boðarar þeirra lagzt gegn kaupunum. En íslenzka þjóðin sem trúir á frahxtíð landsins mim ekki sleppa úr hönd- um sér þeim tækifærum sem gefast til bættrar lífsaf- lcomu. Öngþveitið í mjólkur- búðinni. Það eru margir gallarnir á fyrirkomulagi afgreiðslunnar í mjólkurbúðum þessa bæjar, — og verða sérstaklega tilfinnan- legir kringum helgidaga. — Sem dæmi má nefna það, hvern ig fór fyrir litlu telpunni, sem var send á laugardag fyrir páska til að kaupa rjóma. — Frá því kl. rúmlega 9 um morg uninn og fram að hádegi fór hún þrjár eða fjórar ferðir í búðina, áður en diún fengi af- greidda þá rjómalögg, sem hún var send eftir. Ástæðan til þessa var sú, að telpan hafði aldrei hið rétta ílát meðferðis. Fyrst kom hún með könnu, og þá var sagt að það væri eng- inn rjómi seldur nema í flö'sk- um. Svo kom hún með flösku, og þá var sagt það væri enginn rjómi seldur nema í könnur eða önnur slík ílát. Hún sótti könn una á ný, og þá var ástandið aftur komið á flöskustigið. Þannig gekk þetta sem sagt fram að hádegi. □ Þurfti lengi að bíða hverju sinni. Og athugum það, að í hvert sinn þurfti telpan að standa lengi í biðröð, áður en hún kæm ist að afgreiðsluborðinu, — það var ekki fyrr en þangað kom, að hún fékk að vita, hvort könn ur eða flöskur væru teknar gild ar. En þannig er það jú alltaf í mjólkurbúðunum, að fólk fær ekkert að vita um afgreiðslu- skilyrði (hvort heldur krafizt er flösku, brúsa, könnu), fyrr en það kemur að afgreiðsluborð inu, sama hvað löng biðröðin er. Og þó skyldi maður halda það þyrfti ekki að kosta neina sérstaka fyrirhöfn að veita fólki glögga vitnesku um þetta, strax eða fljótlega eftir að það kemur inn í búðina, til dæmis með því að láta skilyrðin standa skrifuð á sérstöku spjaldi, — líklega væri samt hentugast að einhver afgreiðslu stúlkan brýndi röddina ofurlítið annað veifið og tilkynnti hvern- ig ástatt væri. \__ □ Embættisskylda ráða- manna. En það er auðvitað ekki hægt að saka afgreiðslustúlkuna um þessa hluti. Sökin er öll lijá æðstu ráðamönnum Samsölunn- ar, sem eiga með greinilegum tilkynningum, í blöðum og út- varpi ef nauðsyn krefur, að sjá svo um, að almenningur viti alltaf nákvæmlega, hvemig mjólkurafgreiðslunni verður hagað hverju sinni. Þeim ber embættisskylda til að bæta úr því ófremdarástandi, sem nú ríkir I þessum málum. Borgarlæknir um bólu- sóttarvarnir. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, sendir athugasemd og fer hér á eftir fyrri hluti hennar: — „Vegna fyrirspurnar í blaði yðar í gær, varðandi bólusótt í Stóra-Bretlandi og varnarráð- stafanir hennar vegna hér í Reykjavík, skal ég taka þetta fram: — Bólusótt hefur stung- ið sér niður í Glasgow og Edinborg í Skotlandi. Nýrra sjúkdómstilfella mun ekki hafa orðið vart í næstum hálfan mán uð, og eftir fréttum að dæma mun, að óbreyttum ástæð- um, varnarráðstöfunum verða aflétt í Skotlandi á morgun. — Strax þegar fréttist um bólu- sótt þessa, áminnti landlæknir héraðslækna í hafnarstöðum að hafa sérstakar gætur á flugvél um og aðkomuskipum frá Stóra Bretlandi og gefa farmönnum og ferðafólki kost á bólusetn- ingu. Þessu hefur verið fram- fylgt hér. □ Álit heilbrigðisyfirvalda í Skotlandi. „Vmsar vamarráðstafanir voru þegar í stað gerðar og Framh. á 7. síðu. Höfnin Askur kom af veiðum í gær- morgun, með fullfermi. Færeyski togarinn Joannes Patursson kom hingað eftir salti og nokkrir fær- eyskir kútterar voru hér einnig í gær. Katla fór í strandferð, lest ar fisk. Skipadeild SÍS Arnarfell er á Hólmavík. Hvassa fell fór frá Neapel í gær áleiðis til Cladiz. Einarsson og Zoega Foldin hefur væntaniega komið til Palestínu í morgun. Linge- stroom er í Amsterdam. Ríkisskip Hekla er á Austfjörðum á norð- urleið. Esja er i Rvík. Herðubreið var á Djúpavogi síðdegis í gær á suðurleið. Skjaldbreið var vænt- anleg til Skagastrandar síðdegis í gær. Þyrill er í Rvík. Ármann fór frá Rvík síðdegis í gær til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss var væntanlegur til Rvíkur síðdegis í gær frá Akra- nesi. Dettifoss kom til Hull 14. þ. m., fer þaðan til Hamborgar og Rvíkur. Fjallfoss var væntan- legur til Rvíkur i morgun frá Stykkishólmi. Goðafoss kom til Antwerpen 12. þ. m., fer þaðan væntanlega 15. þ. m. til Leith og Rvíkur. Lagarfoss fór frá Sears- port 7. þ. m., væntanlegur til R- víkur í gærkvöld. Selfoss fer vænt anlega frá Heroya í Noregi 16. þ. m. til Rvíkur. Tröllafoss kom til N. Y. 8. þ. m., átti að fara þaðan 14. þ. m. til Baltimore og Rvíkur. Vatnajökull fór frá Tel-Aviv 11. þ. m., væntanlegur til Palermo 15. þessa mánaðar. Kl. 19.30 Tónleikar. 20.20 Samleikur á fiðlu og píanó tÞórarinn Guð- mundsson og Fritz Weisshappel). 20.35 20.35 Erindi: Islandsviðskipti Eng- lendinga á 15. og 16. öld (Björn Þorsteinsson cand. mag.). 21.00 Krikjutónlist (plötur). 21.15 Ávarp um almennan bænadag (Sigur- geir biskup Sigurðsson). 21.30 Tón- likar. 22.05 Danslög (plötur). 23.30 Dagskrárlok. — Mánudagur 17. apríl. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þóórarinn Guðmundsson stjórn- ar). 20.45 Um daginn og veginn (Þorvaldur Garðar Kristjánsson lögfræðingur). 21.05 Einsöngur (Sigurður Ólafsson): Lög eftir Ingunni Bjarnadóttur. 21.20 Er- indi: Sauðfjárrækt — girðingar — skógrækt (Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi.) 21.35 Tónleik- ar. 21.50 Frá Hæstarétti (Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari). 22.10 Létt lög (plötur). 22.30 Dag- skrárlok. Næturakstur í nótt annas# Hreyfill, sími 6633. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni. — Sími 5030. Helgidagalæknir er Thcodór Skúlason, Vesturvallagötu 6. — Sími 2621. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki, sími 1618. Kvenréttindafélagið heldur fund í Iðnó (uppi) annað kvöld. Rætt verður um breytingar á almanna- tryggingalögunum. Málshefjandi: Rannveig Þorsteinsdóttir, alþm. g 1 gær voru gef- in saman í . hjónaband af sr. Bjarna Jóns syni Magnea * Ólöf Finnboga- dóttir og Þorlókur Runólfsson. Heimili ungu hjónanna verður að Bergsstöðum við Kaplaskjólsveg. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband af sr. Jakob Jónssyni, Svava Þórðardóttir og Stefán Magnússon flugmaður. Heimili ungu hjónanna verður á Leifsgötu 14. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband Helga Ólafsdóttir frá Eyri í Svínadal í Borgarfirði og Gunnar Sigurgeirss., Hömluholtum í Hnappadalssýslu. Heimili þeirra verður á Snorrabraut 35. — 1 gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Anna Jónsdóttir og Sig- urður Stefánsson, endurskoðandi. Heimili ungu hjónanna verður í Mávahlíð 42. Nýlega opinberuðu frú Vilborg Guð- jónsdóttir, frá Lyngum, Meðál- landi og Magnúa H. Stephensen, Hringbraut 76. —■ Þann 26. marz opinberuðu trúlof- un sína, ungfrú Stefanía Guðna- dóttir, Setbergi, Seltjarnarnesi og Hjálmar Jónsson, málari, Lauga- teig 52. Áttræð. Frú Guðný Sigurðardóttir frá Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, verður áttræð mánudaginn 17. þ. m.. Hún dvelst nú á elliheimilinu í Hafnarfirði. Sextugur er I dag Gunnlaugur Hallgrímsson, fyrrverandi pöntun- arstjóri á Dalvík. Gunnlaugur er nú til heimilis á Njálsgötu 86 hér í bæ. Náttúnifræðing- urinn, 1. hefti þ. á. er komið út. Efni: — Náttúru- vernd (Sigurður Þórarinsson), Vis- indi og stjórnmál. Erfðakenningar Lysenkos (Sigurður Pétursson), Hafísinn (Trausti Einarsson), Nýjar súluvarpsstöðvar (Finnur Guðmundsson), Nokkrir fundar- staðir jurta á Austurlandi (Ing- ólfur Davíðsson), Ritstjórarabb og Lofthitt og úrkoma á Islandi. FRÉTTIBNAR 1 fyrsta lagi var ekki um neina flug vél að ræða. 1 öðru lagi var hún óvopn uð og í þriðja lagi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.