Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.04.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. april 1950. 9 JOHANNE DYBWAD 1867 — 1950 Johanne Dybwad. Málverk eftir Christian Krogh. f J ÖÐVILJINN i ■ ... i.ii. Jóhanna Dybwad andaðist þann 4. marz á heimili sínu í Osló, áttatíu og tveggja ára að aldri. Hún var tvímælalaust mesta leikkona sem Norðmenn hafa eignazt, og má því furðu- legt heita að láts hennar skyldi ekki getið í íslenzkum blöðum; þótt seint sé :kal starfs henn- ar stuttlega minnzt. Sextíu ár á leiksviði — það er ævisaga Jóhönnu Dybwad i fjórum órðum. Lif hennar var ekki umbreytilegt né atburða- ríkt í ytra skilningi, leikhúsið var henni heimili og athafna- svið frá því hún steig þangað fæti sínum. Hún fæddist í Osló 2. ágúst 1867, móðir hennar Johanne Juell var mikil og merk leikkona, en dó á ungum aldri, faðirinn einnig leikari að atvinnu. Jóhanna Dybwad ólst upp í Bergen og kom fyrst á svið nítján ára gömul, en vann ótvíræðan leiksigur ári síðar. Hún var ráðin að leikhú;:inu í höfuðstaðnum og komst skjótt til mikils þroska, enda þjálfaði hún líkama sinn, rödd og andlegt atgervi með dæma- fárri seiglu og óbugandi þreki. Hún var lítil vexti og hvorki glæsileg né fríð sýnum, en lét enga örðugleika á sig fá, sigur- viss og djörf ruddi hún sér braut til frægðar og hárrar listar. Þegar Þjóðleikhúsið norska tók til starfa árið 1899 varð hún sjálfkjörin drottning þess og fremsta leikkona æ síðan; þeirri stofnun vígði hún alla krafta sxna, en var tíður gestur erlendra leikhúsa. Fjör hennar og leikgleði áttu vart sinn líka, síðast lék hún þann 8. desember 1947, þá áttræð að aldri, Ásu í ,.Pétri Gaut“. Þó að ég hafi séð Jóhönnu Dybwad á leiksviði ætla ég ekki að reyna að lýsa eða skýra leik hennar og séri’tæða list- gáfu. Landar hennar hófu hana jafnan til skýja, sæmdu hana háfleygustu lofsyrðum tung- unnar, líktu henni við allt sem þeir vissu helgast og dýrast. Skapandi listamaður var hún í fyllsta skilningi orðsins, setti mark snilldar sinnar og ein- Btæðs persónuleika á öll hlut- verk sín, stór og smá. Hún var eldsál öllu framar, þrung- in heitri ástríðu, sannleiksást og hlífðarlausri dirfsku, gædd ótæmandi hugarflugi; skarp- gáfuð og skyggn á sálir. Ofsa- fenginn þróttur einkenndi list hennar, hún leitaði út yfir endi- mörk hins mannlega og var tæpast einhöm; oft er í það vitnað er hún lék Puek í „Jóns- vökudraumi“ og Gerð^ í ,,Brandi“. Fáir leikarar eða engir voru . henni víðfeðmari, hún naut tsín jafnt í harmleik og gleðileik, sígiidum verkum og nýtízkum; ekkert mannlegt ingu og þemu lék hún með jafn miklum yfirburðum, móður, eiginkonu og unga mey. Opin- ská og innfjálg var túlkun hennar á ástum kvenna; feimni og ljufsár þrá ungu sfúlkunnar, ástarvíma og fullsæla hinnar þroskuðu konu, vonbrigði og örvilnan — þar náði list henn- ar mestri fjölbreytni, hæstri snilld. Jóhanna Dybwad þrosk- aðist á blómaskeiði raunsæis- i=tefnunnar, en hvarf mjög frá henni er á leið, list hennar varð stöðugt hreinni og einfaldari í línum, stærri í sniðum. Hún spennti á stundum bogann of hátt, og fór ómildum höndum' um hlutverk og leikrit, en képpti aldrei að hinum lægri og hversdagslegri markmiðum. Það gat ekki hjá því farið að Jóhanna Dybwad yrði mikil Shakespeareleikkóna, ' verkum hins enaka meistara fann hún það sem hún þráði, skáldlega fegurð og hugarflug, logandi á- stríðu og £kæra lífsgieði. Og hún átti þvi láni að fagna að merta leikskáld nútímans var landi hennar, Henrik ■■ IbBen; hún lék átján hlutverk í leikrit- um lians, og rnörg með slikum ágætum að ekki verða nöfn þeirra skilin að, leikkonunnar og skáldsins. Af yngri skáldum Norðmanna var Nordahl Grieg henni hugfólgnastur, hún greiddi ætíð braut hans sem leikrit hans og síðan fleiri, meðal annarra „Vár ære og vár makt“. Þetta seiðrferka en alþýðlega verk, sem er í senn friðarlofsöngur og mannúðar og bitur og beinskeytt ádeila á yfirgang auðvaldsins, varð mikilfenglegt, hvetjandi og máttugt í höndhm Jóhönnu Dybwad, að minnsta kosti hreif sýningin mig sterkar en orð fá lýst, gekk opinberun næst. íslendingar mega minn- ast þess að það var frú Dybwad uem fyrst lék Höllu í „Fjalla- Bywindi,“snilld hennar og frægð átti hið óþekkta íslenzka skáld, Jóhann Sigurjónsson, mikið að þakka. Ári síðar, eða 1913, flutti hún „Fjalla-Eyvind“ til Noregs, og annað leikrit ís- lenzkt setti hún á svið Þjóð- leikhússins norska, „Oss morð- ingja“ eftir Guðmimd Kamban; sjálf lék liún aðalhlutverkið og bar það leikrit einnig fram til i'igurs. Jóhanna Dybwad var ráðrík og drottnunargjorn sem mikl- um leikurum er títt, leikhús- stjórarnir voi'u ekki ætíð öf- undsverðir af sinni stöðu. Og hún átti það til að oftreysta getu sinni, krafðist þess að fá að leika kornimgar stúlkur þótt komin væri á efri ár, og vakti fullkomið hneyksli er hún lék Ariel í „Storminum" sextug að aldri. En þó að hún biði ó- sigra stöku sinnum þurfti hún ekki að kvarta um fálæti eða skilningdeysi, hún var jafnan dáð og virt um aðra fram í Noregi, á öllum Norðurlöndum. Tvær leikkonor urðu frægastar um hennar daga, Sarah Bern- hardt og Eleneora Duse, en þegar þær leið var engin leik- kona í Evrópu talin henni fremri. Á efri árum varð Jó- hanna Dybwad eins konar dýrlingur norsku þjóðarinnar eða hálfguð; þess má geta að konungurinn sæmdi hana átt- ræða æðsfa heiðursmerki lands- ins, en slíkan sóma hefur eng- inn leikari í heiminum áður hlotið. Með Jóhönnu Dybwad hófst nútíðarsaga norskrar leiklistar; nú er i"æti hennar autt. En ekki má því gleyma þegar minnzt er hinnar látnu leik- konu að frábærir listamenn , stóðu við hlið hennar á sviði Þjóðleikhússins allt frá upp- hafi, þeirra á meðal August Oddvar sem var meðleikari hennar um alla aðra fram,, Egil Eide, Ragna Wettergreenr. Harald Stormoen, Ingolf Schanche, Stub Wiberg, Hauk. Aabel og Halfdan Christensen; margir dánir, aðrir setztir í helgan stein. þeir síðustu að hverfa af sviðinu. Norsk leik- list er í blóma nú á dögum, en gullöld hennar er liðin, það skeið i:em framar öllu var öld Jóhönnu Dybwad. Hú'n var í fremstu röð þeirra stórmenna í Noregi sem hófu land sitt og þjóð til vegs og virðingar á örlagaríkum tímum; Nordahl Grieg líkti henni með réttu við tindrandi sólskin og iðandi norðurljós, hreinsandi storm og eld brennandi. virtist henni framandi. Drottn- hún mátti, setti á svið fyrsta Á. Hj. Hvert er gildi frjóðviljans fyrir íslenzka alþgðu? Reykvískar alþýðuhúsmæður og aðrir, sem komnir eru yfir fertugt og muna eftir sulti og niðurlægingu á reykvísk- um verkamannaheimijum á árunum fyrir fyrri heims- styrjöld hljóta að sjá og við urkenna að þó ídenzk al- þýða eigi enn langt að mark- inu hafa kjör hennar stórum batnað á tveim til þrem síð- ustu áratugum. Þær miklu kjarabætur sem alþýðunni hafa hlotnazt á þessum árum eru fyrst og fremst því að þakka að hún hefur átt málgagn. Það eitt að eiga góða leiðtoga er ekki nóg, raddir þeirra þurfa að ná til fólksins. Hvaða gildi hefur þá Þjóðviljinn fyrir íslenzka al- þýðu ? Þjóðviljinn barðist einn allra reykvískra dag- blaða gegn innlimun okkar kæra fósturlands í hernað arbandalag Atlanzhafsþjóð- anna. Þjóðviljinn benst einn allra reykvískra dagblaða fyrir einingu alþýðunnar í baráttu hennar fyrir bættum lífskjörum. Þjóðviljinn er í minum augum ein aðal lífæð íslenzkrar alþýðu og hefur tvímælalaust mest gildi af öllu því sein hún á fyrir lífs afkomu hennar og menn- ingu. Ef Þjóðviljinn hætti að koma út mundi alþýðan missa mikið af þeim kjara- bótum sem unnizt hafa á síðustu árum. Fylkingar henn ar mundu fljótt riðlast og jafnvel sökkva í sama sult- inn sem við vorum í á árun- um fyrir fyrra etríð. Þá yrði aftur önnur aðalmáltíð dags ins kartöflulaust tros og hin normalbrauð, magarín og te. Nei, við getum með engu móti án Þjóðviljans verið. Hann er óskabarn alþýðu- konunnar. Hann kemur, sem kær og þráður vinur, sameinar fjölskylduna og gefur henni daglega nýtt og lífrænt umræðuefni. Hann sýnir okkur sannar myndir af baráttu alþýðunnar í flest um löndum heims undan oki auðvaldsins og tengir okkur við hana órjúfandi kærleiks böndum. Án Þjóðviljans yrði líf ís- lenzkrar alþýðu ekkert líf Fyrir harin eru okkur því engin ispor of þung og hann verður seint of dýru verði keyptur. Guðrún Guffjór.sdóttir* Gesisl áskdíendui aS HÓDVILIANliM Veena afeana sem fram fara á því, hvaö hægt sé að gera til hjálpar vangefnum og á annan hátt afbrigöilegum börnum, unglingum og fullorönum, eru aöstánd- endur eöa aörir framfærendur þeirra, sem þetta snertir í Reykjavikurlæknishéraöi, beönir að mæta til viötals 1 skrifstofu borgarlæknis, Austurstræti 10 a, IV. hæö, (sími 3210) fyrir 20. apríl. Borgarlæknirinn í Reykjavík ' >WWWWWVWVWtfWV^^WWWV'^WWWWWWWV» IftWAVJ'/.V^.V.VV.V.V.V.V.V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.