Þjóðviljinn - 25.04.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.04.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Þrlðjudagur 25. apríl 1950. 88. tölublað. fiDkkunnÉ Hlíðardeild Fundur verður í lrvöld kl. 8.30 á venjulegum stað. Dag- skrá: Félagsmál. Fræðslui- erindi frá Tékkóslóvakíu. Fé- lagar fjölmennið. Þióðviljasöfnunin I gær náði Vogadeild 100%. Hafa þá tvær deildir náð markinu nokkru fyrir tilsc'lt- an tíma. Nú ríður á að aðrar deildir verði ekki eftirbátar, og er því nauðsynlegt að herða róðurinn. — Tekið er daglega á móti nýjum á- skrifendum í skrifstofu Þjóð- viljans, Skólavörðustíg 19, sími 7500 og skrifstofu Sósí- atistafél. Reykjavíkur, Þórs- giXu 1, sími 7511. 2. maí verður dregið um síðasta vinninginr í áskrif- endahappdrætti Þjóðviljans, sem er Islendingasögurnar í veglegu skrautbandi. Hver sá, sem safnar nýjum áskrif- anda fær þátttökurétt í þessu happdrætXi og vinning þennan ef heppnin er með. Röð deildanna er nú þannig: 1. Barónsdeild 125% 2. Vogadeild 100— 3. Laugarnesdeild 73— 4. -5. Njarðardeild og Túnadeild 72— 6. Langholtsdeild 58— 7. Skóladeild 50— 8. Vesturdeild 49— 9. Meladeild 46— 10. Kleppsholtsdeild 33— 11. Sunnuhvolsdeild 31— 12. Bolladeild 28— 13. Þingholtsdeild 27— 14. Nesdeild 20— 15. Eskihlíðardeild 15— 16. Hlíðardeild 15— 17. Valladeild 12— 18. Skerjafjarðardeild 7— 19. Skuggahverfisdeild 6— Bréfaskólinn Sósíalistafélag Reykjavík ur hvc'.ur alla meðlimi sína að taka þátt í bréfaskóla Sósíalistaflokksins sem nú er að hefjast. Teldð er á móti þátttöku- beiðnum á skrifstofu félags- ins ÞórsgcXu 1. Þátttöku- gjald aðeins kr. 30.00. Slepp- ið ekkj þessu ódýra og' hent- uga taekifæri til þess að fræð ast. Hlntavelta Þjóðviljans Undirbúningur undir hluta veltu Þjóðviljans er í fullum gangi. Félagar og aðrir vel- unnarar Þjóðviljans sem acla sér að gefa muni eru beðnir að koma þcim á skrif stofur Sósíalistafél. Reykja- víkur Þórsgötu 1. sími 7511 Alger sigur Alþýð uhersins á Hainan Eítir að kínverski alþýðuherinn tók Hojhá, höíuðstað Hainaneyjar, á sunnudagsnótt, leystust varnir Kuomintang á eyjunni upp og má hún nú öll heita á valdi Alþýðuhersins. Yfirherstjórn Kuomintang á Hainan, sem hafði sezt að í Júlín á suðurstrond eyjarinn- ar, er flúin til Formósa. Brott- flutningur Kuomintang herliðs, sem Sjang Kaisék fyrirskipaði, hefur farið í handaskolum. Fréttaritarar í Hongkong telja, að flestir þeirra 120.000 Kuo- míntanghermanna, sem voru á Hainan, verði teknir höndum og miklar birgðir bandarískra hergagna falli í hendur Alþýðu- hernum. Alþýðuherinn var í gær sagð- ur 40 km. frá Júlín og skæru- liðasveitir höfðu sótt inn í út- hverfi borgarinnar. Með töku Hainan, sem er auðug af kolum og málmum, hefur hafnbann Kuomintang á suðurströnd Kína verið að engu gert. Frá eynni má ráða yfir siglinga- leiðinni til Indó Kína, þar sem franskur her á í höggi við sjálf stæðishreyfingu landsbúa. Grískir lýðræðis- sinnar áfram í fangahúðum Plastiras forsætisráðh. kynnti gríska þinginu í gær stefnu stjórnar sinnar. Hann stóð ekki við loforð sitt um að láta loka öllum fangabúðum, sagði að- eins, að handteknum skærulið- um, sem „iðruðui't" yrði sleppt úr haldi, þ. e. þeim, sem tekizt hefur að pína til að afneita skoðunum sínum. Æ. F. R. Aðalfundur Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík verð- ur haldinn n. k. miðvikudag kl. 8.30 við Þórsgötu 1. — Dagskrá: Venjuleg aðalfund- arstörf og önnur mál. TiIIögur uppstillinganefnd- ar Iiggja frammi í skrifst. félagsins. Stjórnin. eða Þjóðviljans Skólavörðu- stíg 19 sími 7500. Ath. Við sækjum ef þess er óskað. Frestur ‘,il þess að skila mun um er til 1. maí. Flokksgjöld Félagar eru vinsamlega beðnir að greiða flokksgjöld sín skilvíslega i skrifstofu félagsins Þórsgötu 1. Rekur hvorki né Belgíu r 1 gengur Van Zeeland forsætisráðherra efni í Belgíu fór í gær nýja ferð til Genf til að ræða við Leopold konung. Viðræður borgaraflokkanna og sósíal- demokrata yfir helgina um konungsdeiluna báru engan ár- angur. Frakkar deila við Bao Dai Trúa ekki leppi sínum íyrir vopnum ? Frét'taritari Reuters í Sai- gon \ skýrir frá því, affi franska nýlenduherstjórnini og stjórn franska leppsln® Bao Dai séu komnar í háf, saman útaf hernaðaraðstoðU inni, sem Bandaríkjastjórn) hefur lofað gegn sjálfstæðis-* hreyfingu landsbúa. Stjórnl Bao, sem Vesturveldin hafal viðurkennt, segir að hún eigi að fá vopnin Cil umráða etó franska herstjórnin bendip á, að stjórn Bao hafi ekk-< ert fylgi meðal landsbúa og ef hún færi að vopna hef væri hann vís til að gangal í lið með sjálfstæðishreyf-c ingunni. Louis Johnson Johnson gortar af birgðum mng- drápstækja Louis Johnson, landvarnaráð- herra Bandarikjanna, hefur lýst yfir að Bandarikin hafi nú til umráða öflugustu vopn, sem þekkst hafi. Smíði nýrra vopna hafi verið hraðað sem mei't er fregnin barst um kjarnorku- sprengingu í Soyétríkjunum miklu fyrr en sérfræðingar Bandaríkjastjórnar höfðu spáð. Johnson segir, að Bandarikin ráði nú ekki aðeins yfir fáum kjarnorkusprengjum af einni tegund heldur'miklum sprengju birgðum af ýmsum gerðum. Helmingur hafnarverkantanna í London í verkfalli Brezka sósíaldemokratastjóinin beitir herliði í til verkfallsbrota \ í gærmorgun voru 12.500 eða um helmingur hafnar- verkamanna í London í verkfalli og hafði þeim fjölgað um 4.500 frá því á laugardag. Er 1000 hermenn komu á vettvang og tóku að afgreiða skip að boði brezku ríkisstjórn- arinnar, lögðu hundruð hafnar- verkamanna í viðbót niður vinnu. I .gaerkvöld biðu 70 skip afgreiðslu í London en unnið var við 36. Sendinefnd verkfallsmanna var i fyrradag varnað inngöngu í Transport House aðalstöðv- ar félags þeirra, og Deakin forseti Flutningaverkamanna- sambandsins neitaði að ræða við nefndina kröfu verkamanna að þeir fái að greiða atkvæði um brottrekstur þriggja starfs- bræðra þeirra úr sambandinu. Sögðu nefndarmenn, að hafnar- verkamenn myndu kunna að svara hroka Deakins eins ogi verðugt væri, með því að leggjá sem flestir niður vinnu, eins og; kom á daginn. * , Landstjórn Sjómannafélagsins rýfur eininguna 1. maí Á fundi 1. maí nefndarinnar s.l. laugarclag lýsti fulltrúi Sjómannafélagsins yfir því að stjórn Sjómannafélagsins hefði tekiðl þá ákvörðun að taka ekki þátt í hátíðahöldunum 1. maí á grund- velli þess samkomulags sem nefndin hafði sam- þykkt. Nokkrir aðrir fulltrúar lýstu yfir því að afstaða þeirra félaga væri enn óráðin. Stjórn Sjómannafélagsins hefur með þessu fetað í fótspor Framsóknar, húsmæðrafélags AI- þýðuflokksins, en stjórn þess félags hafði klofið sig úr á næsta fundi á undan. Þessi klofningsstarfsemi sjómannafélags- stjórnarinnar mun mælast mjög illa fyrir meðal starfandi sjómanna og allrar alþýðu og hún er þeim mun furðulegri þegar þess er gætt að fram- undan er kjarabarátta sjómanna við atvinnurek- endur K)g aldrei brýnni ástæða til einingar. Adenauer hótar ú segja af sér Adenauer, forsætisráðherra’ Vestur-Þýzkalands, sagði í ræðvt í fyrradag, að það væri rétt’ hermt hjá þýzkum blöðum að einstakir ráðherrar og jafnvel! öll ríkisstjórnin hefði i hyggju að segja af sér vegna þess aði hernámsstjórar Vesturveldíinna' I i hafa hindrað með neitunarvaldií að skattalög og embættisfærslu' lög stjórnarinnar kæmu til fram.1 kvæmda. í gær hófust í Bonnl viðræður sérfræðinga hernáms- stjóranna og ríkisstjómarinnar) um málamiðlun í deilunni unsi skattalögin. Araba-Palestína innlimiið í Jordan Abdullah konungur í Jordanj lagði í gær fyrir nýkjörið þing lög um sameiningu Jordan og Araba-Palestínu. Lögin voru samþykkt þegar í stað og undir rituð af Abdullah í gærkvöld. Litlar líkur eru taldar til að önnur Arabaríki geri alvöru úr hótun sinni um hefndarráð- stafanir gegn Jordan vegna inni limunarinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.