Þjóðviljinn - 25.04.1950, Blaðsíða 6
«
Þ J Ó Ð V I L J I N N
Þriðjtidagur 25. apríl 1950.
!■
Sextugur sundkennari
r Framhald af 3. síðu.
1930 tók nýr sundkennari við
Æif Grími, Hallsteinn Hinriks-
•Bon.
Grímur var alltaf sami á-
liugamaðurinn um sund og sund
Jcennslu. Strax og því máli var
hreyft, að hér þyrfti að byggja
_ sundlaug, þá tók hann það mál
með öðrum á sínar herðar og
íbarðist fyrir því að það næði
fram að ganga, enda var hann
einn þeirra manna, er skipuðu
Veíklýðsforingjar í USE
Framhald af 8. síðu.
Verkamenn mótmaela.
Ráðstefna í New York sam-
iþykkti einróma áskorun til
verkafólks um að sameinast:
„Án tillits til stjórnmálaskoð-
ana, trúarbragða eða kyn-
iþáttar verður verkalýður New
York að sameinast gagnvart
sameiginlegri ógnun við frelsi
hans, öryggi og sjálft líf hans.“
Samstaða forseta CIO og
AFL með forystuliði afturhalds
og atvinnurekendavalds hefur
imselzt frámunalega illa fyrir
meðal óbreyttra verkamanna.
Streyma skeyti til forsetanna,
íþar sem framkomu þeirra er
mótmælt og þess krafizt, að
þeir taki aftur stuðning sinn
við ,,þjóðhollustudags“ fundina
®ða komi þar að minnsta kosti
fram sem einstaklingar en ekki
í nafni samtakanna, sem þeir
veita forstöðu.
_^j þá nefnd er kom því fyrirtæki
upp Varð svo. einn af fyrstu
starfsmönnum sundlaugarinnar.
En Grímur fann það fljótt, að
væri ekki félagsskapur í bæn-
um, er einvörðungu hefði sund-
ið á stefnuskrá sinni, þá myndi
verða erfitt að halda uppi
keppnum. Hann' hóf því þessa
hugsjón sína til vegs með því
á vígsludegi sundlaugarinnar,
að gefa tvo forkunnarfagra silf-
urbikara til að keppa um í 200
m. sundi fyrir konur og karla.
Og ekki var honum minna í
hug en það að hann tengdi
sjfera |um þessa bikara _við
konungstign í Hafnarfirði.
Svo árið 1945 þegar því máli
var hreyft að stofna yrði sund-
félag, þá varð hann einn af
forgöngumönnum um það mál.
Var kosinn varaform. í stjórn
þess, en hefur nú í fjögur ár
verið formaður þess. Einnig
hefur hann verið fulltrúi félags
ins í íþróttabandalagi Hafnar-
fjarðar og verið þar hinn til-
lögubezti maður.
Það er íþróttahreyfingunni
mikill fengur að hafa mann
svo aldinn að árum en ungan
í anda, starfandi innan vé-
banda sinna.
Því óska íþróttafélögin og
Í.B.H. honum til hamingju á
þessum tímamótum og langra
lífdaga, en óska um leið þess,
að njóta enn um langt skeið
starfskrafta hans.
Gísli Sigurðsson.
Frumsýningar Þjóðleikhnssins
Mér finnst það vera á mis-
skilningi byggt, að alþýðunni
sé misboðið þótt Þjóðleikhússtj.
hagnýti sér hégómaskap nokk-
urra broddborgara, sem vilja
borga hærri inngangseyri
fyrir að vera frumsýninga-
gestir. Þjóðleikhúsið hefur ekki
ofmikið rekstursfé. Ég efast um
að frumsýningar séu beztu sýn-
ingarnar. Frumsýningarnar eru
venjulega mestu áreynslusýning
at fyrir leikara, dansara og
aðra skemmtikrafta leikhúsa
yfirleitt. Þeir eru ekki öfunds-
verðir, leikararnir okkar, að
þurfa að frumsýna þrjá leiki
á nokkrum dögum. Ég fyrir
mitt leyti geri mig ánægðan
með að komast á 5. eða,7. sýn-
inguna.
. Aðalatriðið er þetta. Getur
alþýða manna veitt sér þann
munað, að njóta leiksýninga
í Þjóðleikhúsinu? Samkvæmt
útreikningi á framfærslukostn-
aði heimilanna á vísitölugrund-
velli, er ráð fyrir því gert, að
einstaklingurinn noti aðeins 25
krónur af skotsilfri sínu, yfir
allt árið, í bíó og leikhús. En
aðgöngumiði á góðum stað
kostai* 30 krónur. Hver sá er
lifir eftir heimilisreikningi Hag-
•stofunnar verður því að neita
sér um Þjóðleikhúsið og fara
í staðinn á 3—4 bíósýningar á
ári. Árið 1947 hefði alþýðumað-
ur úr láglaunastétt, getað far-
ið með fimm manna fjölskyldu
í leikhús, einu sinni eða tvisvar
yfir árið án þess að þurfa
að neita sér um máltíðir í
staðinn. Nú er slíkt útilokað og
fer dagversnandi síðan nýja
ríkisstjórnin kom.
Það er búið að semja rekstr-
aráætlun fyrir Þjóðleikhúsið.
Fjárhagslega er reynt að láta
það standa á eigin fótum. En
verður rekstur Þjóðleikhúss-
ins hagstæðari ef almenningur
hefur ekki efni á því að sækja
þangað sýningar?
Það mætti bæta dálítið úr
þessu með þeim hætti, að fé-
lagar á vinnustað, starfshópar
og ýmis félög svo sem verka-
lýðsfélög semji sérstaklega við
Þjóðleikhúsið fyrir meðlimi
sína og þeirra nánustu, um af-
slátt á aðgangseyri. Þessi félög
tækju allt Þjóðleikhúsið eða
hluta. af því, eftir f jölda með-
lima sinna. Slík leikhúskvöld
yrðu bæði skemmtilegri og fé-
lagslegri fyrir þá sem hlut eiga
að máli. Einnig væri æskilegt
að leikrit eins og Nýársnóttin,
væru sýnd börnum með niður-
settu verði.
En sú stund mun renna upp,
að alþýðan sjáif ríki yfir Þjóð-
leikhúsinu. Ekki aðeins í efna-
hagslegu tilliti heldur einnig
bókmenntalega og menningar-
lega. E. K.
'irl
og astir
!ohn
Stephen
S trange
39. DAGUR.
„Leigjendurnir hugsa aldrei um teppin,“ sagði
hún gremjulega. „Þér getið ekki hugsað yður —“
„Nei áreiðanlega ekki,“ sagði Higgins. „En nú
er glugginn- harðlökaður. Lokuðuð þér honum,
þegar þér komuð inn í herbergið ?“
„Eg kom ekki við hann. Eg dró bara tjöldin
frá.“
„Um hvað ertu að hugsa?“ spurði Meisner.
„Eg veit það ekki. sagði Higgins. „Þetta er
dálítið undarlegt með tímann. Og, það hefur
rignt talsvert inn um gluggann. Teppið er enn-
þá rakt eftir tólf tíma. Einhver hefur lokað
glugganum — sennilega Quinn.“
„Og hvað um það?“
„Ekki neitt,“ sagði Higgins. „Eru nokkur
spor á teppinu?11
„Nokkrir bleytublettir hérna og hjá rúminu.“
Meisner'benti á þá. „Hann hefði getað bleytt
skóna sína á því að standa á blautu gólftepp-
inu.“
Higgins kinkaði kolli. Hann lagðist á hnén og
skoðaði blettina gaumgæfilega.
„Jæja.“ sagði hann þungbúinn á svip. „Þú hef-
ur sjálfsagt rétt fyrir þér.“ Hann stóð upp, los-
aði gluggakrókinn og opnaði gluggann og fór
út á svalirnar.
„Við erum búnir að athuga þær,“ sagði Meisn-
er. „Þær eru hvítþvegnar eftir rigninguna."
Higgins leit niður í húsagarðinn. Til hægri
rétt við svalirnar var múrveggur sem aðskildi
húsagarð frú Moreno frá garði næsta húss.
Hann klifraði yfir handriðið og steig niður á
vegginn. Fyrir neðan stóðu þrjár öskutunnur
í röð. Þær voru fullar af ösku og mynduðu
prýðilega stökkpalla. Á einni þeirra lá saman-
brotið dagblað, blautt og óhreint. Hann klifraði
niður.
Garðurinn var ferhyrndur og steyptur í botn-
inn. I honum var ekkert nema öskutunnumar
þrjár. Hinum megin lá port gegnum húsið út að
Columbus götu.
Higgins horfði með athygli á öskutunnurnar.
Innihald þeirra var gegnblautt eftir rigninguna
kvöldið áður. Hann tók upp dagblaðið — Globe
frá því á föstudagskvöldið — braut það saman
og lagði það upp á vegginn. Síðan klifraði hann
upp á tunnurnar aftur og skoðaði vegginn sjálf-
an. Hann leit upp og sá að Meisner virti hann
fyrir sér að ofanaf svölunum.
Hann klifraði upp á vegginn, upp á svalirnar
og kom aftur inn í herbergið með blautt dag-
blað í hendinni. Frú Moreno var farin.
„Jæja,“ sagði Meisner hæðnislega. „Svo að
einhv.er, klifraði yfir vegginn."
„Eg veit það ekki,“ sagði Higgins.
„Eg lét nefnilega rannsaka þ'essi spor. Eg er
ekki fæddur í gær. Það var engin aska í þeim.“
„Eg sá það. Ef hann hefði stigið á dagblaðið
hefði engin aska verið.“
Þeir horfðust í augu stundarkom. Síðan sagði
Meisner við varðmanninn við dymar:
„Náðu í þjónustustúlkuna — Maríu.“
En María Gongalez, veslings þýið hjá frú Mor-
eno, gat engar upplýsingar gefið.
Hún var vesaldarleg og skorpin í einkennis-
búningi, sem var ekki of hreinn, þimnt svart
hár hennar var hert yfir höfuð hennar og aula-
legt brosið sýndi hálfskemmdar tennur. Hún
hafði komið með húsmóður sinni frá Rio de
Janeiro um það leyti sem hún gifti sig fyrir
tuttugu og fimm árum. Hún hafði alltaf átt
heima í húsinu, í litlu hex^bergi bak við eldhúsið.
Hún hafði verið þar kvöldið áður og legið and-
vaka í rúminu. Hún hafði heyrt samtal herra
Quinns og frú Moreno, þegar hann kom til að
tilkynna brottför sína og borga reikninginn. Hún
hafði heyrt útidymar skellast þegar hann fór
út. Hún hafði ekki heyrt fótatakið uppi á lofti,
en herbergi hennar var hinum megin — ekki
undir herberginu á fyrstu hæð. Löngu síðar hafði
hún heyrt herra Quinn koma aftur og fara
næstum undir eins, áður en frú Moreno var
komin upp tröppurnar.
Higgins hafði aðeins spurt einnar spurningar.
Hann spurði hana hvort herra Quinn hefði séð
nokkurt kvöldblað kvöldið áður, og hún játaði
því tafarlau.st. Það lá einmitt þama á skápnum.
Venjulega tók herra Quinn blaðið með sér heim,
en í gær hafði hann ekkert farið út. Um sex-
leytið hafði hann beðið hana að ná í Globe fyr-
ir sig. Hún hafði farið út í blaðasöluna á hom-
inu keypt blaðið og fengið honum það sjálf.
Þegar henni var sýnt blaðið á skápnum áleit
hún að það væri sama eintakið og hún hafði
keypt. Hún mundi eftir að efra hornið hægra
megin á blaðinu var rifið. Higgins bar það
saman við blauta dagblaðið sem hann hafði fund-
ið á öskutunnunni. Það var sama útgáfa.
Meisner yfirheyrði hana sundur og saman.
Honum tókst að hræða hana, en það var allt
og sumt. Hún hélt fast við sögu sína.
Þegar Gridley Carson kom í lögreglubílnum
upp að húsi frú Moreno í fylgd með óeinkennis-
klæddum lögreglumanni, lenti hann í miðjum
hópi blaðamanna sem voru samankomnir á
tröppunum. Þeir voru vingjarnlegir. Seaman,
feiti stríðshesturinn frá Sphere, sagði honum að
þeir væru allir komnir til að sjá hann tekinn fast-
an. Og Morton frá A.P. fullvissaði hann um það,
að útvarpsstöðvarnar væru stórhrifnar af því,
þegar fréttamenn þeirra væru flæktir inn í morð-
mál.
ih* ítíu'öhnii
Dov/ð
-jJíi