Þjóðviljinn - 25.04.1950, Blaðsíða 8
Verkalýðsforingjar í 1. maí göngu
jálssi og
afvimmrekendum!
Bandaríkjastjórn tekur upp I. maí sem „þjóð-
hollustudag" að dæmi nazista
Forsetar bandarísku verkalýðssambandanna
CIO og AFL, þeir Philip Murray og William Green.
gangast ásamt íoringjum samtaka bandarískra
verkaíallsbrjóta, atvinnurekenda og kaupsýslu-
manna íyrir gagnráðstöíunum gegn kröfugöngum
bandarísks verkalýðs I. maí í ár.
Það er Bandaríkjastjórn, sem
stendur bak við þessar gagn-
ráðstafanir eins og bezt sést af
því, að Tobin, verkalýðsmála-
ráðherra í stjórn Trumans, gaf
út fyrstu tilkynninguna um þær.
Segir í fréttatilkynningu To-
bins, að í flestum stærri borg-
um Bandaríkjanna sé verið að
undirbúa fjöldafundi 1. maí og
sé undirbúningnum stjórnað af
forystumönnum American Leg-
ion, samtaka fyrrverandi her-
marína, stjórn sambands banda
riskra iðnrekenda National Ass
ociation of Manufacturers,
stjórn bandaríska verzlunar-
ráðsins US Chamber of Comm-
erce og verkalýðssambandafor-
setunum Murray og Green. Am-
erican Legion hefur áratugum
saman verið hjálparhella banda
rískra atvinnurekenda við verk
fallsbrot og hverskyns ofbeldi
gegn verkalýðssamtökunum.
Tobein fer í föt dr. Ley.
Ráðstefna 800 fulltrúa verka
lýðsfélaga og annarra samtaka,
i New York, sem kom saman
til að undirbúa 1. maí kröfu-
göngu verkalýðsins þar í borg,
fordæmdi þátttöku Murray og
Green í hinum svokölluðu ,,þjóð
Brezkum togara
hleypt á land
vegna leka
Hornafirði í gær. Frá
fréttar. Þjóðviljans.
Leki kom að togaranum Og-
ano frá Grimsby úti af Horni
um hádegi í gær. Annar brezk-
ur togari ætlaði að draga hann
til Seyðisfjarðar en varð að
hætta við það og var það ráð
tekið að hleypa honum á land
í botni Stöðvarfjarðar.
Einn af skipverjum Ogano
hafði fótbrotnað og flutti hinn
brezki togarinn hann »lil Seyð-
isfjarðar.
Ekki er vitað hvað valdið
hafi leka togarans, þess getið
til að hann hafi rekizt á Hvít-
ingana, sem eru sker úti af
Eystra horni. Þar sem togaran-
um var hleypt á land í botni
Stöðvarf jarðar er góður sand-
botn.
Afli Hornafjarðarbátanna
hefur verið tregur síðustu dag-
ana.
hollustudags“ samkomum og
líkti þessu uppátæki við „1.
maí fjöldafundina, sem dr. Ley,
verkalýðsmálaráðherra Hitlers,
skipulagði til að æsa upp ófrið-
aranda í þriðja ríkinu.“
Framhald á 6. siðu
Aðalfundur
Aðalfundur Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis
var haldinn í Iðnó í Reykja-
vík, sunrudaginn 23. apríl
1950. Fundinn sátu 106 full-
trúar, af 131, sem rétt átt'u
til fuiidarseíu, félagsstjóra,
framkvæmdastjóri og er.dur-
skoðendur, svo og nokltrir
starfsmenn félagsins.
f félagsstjórn voru kosnir:
Jór Brynjólfsson (endur-
kosinn); Hallgrímur Sig-
tryggsson, starfsmaður hjá
S.f.S.: Borgþór Björnssson,
framkv.stj. Samb. ísl. bygg-
ingafél. Varamaður í félags-
stjórn var kosinr Guðmund-
'-r Finnbogason.
Skýrt verður ránar frá
fundinum í blaðinu á morg-
un.
Nýtt fjölbreytt og glæsilegt feeíti
af Viimunni
Jón Rafnsson hefur tekið við
ritstjórn hennar
Vinnan, tímarit Alþýðusam-
bands íslands og FuI.' rúaráðs
verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík, er nýkomið út, allmikið
breytt að efni og frágangi. Er
það 1.—3. tbl., sem nú kemur
út í einu hefti, 48 lesmálssíður
auk auglýsinga.
Sú breyting er orðin á rit-
stjórn Vinnunnar, að Sigurður
Róbertsson rThöfundur hefur
látið af störfum sem ritstjóri
tímaritsins, en Jón Rafnsson
tekið við því starfi.
Efni Vinnunnar er mjög f jöl-
breytt, birtir hún auk greina
um verkalýðsmál o. fl. mörg
kvæði og nokkrar smásögur
eftir innlenda og erlenda höf.
Þessar greinar eru í 1.—3.
hefti: Eining er afl (forystu-
grein), Verkalýðsráðstefnan, eft
ir Bjarna Þórðarson, Athyglis-
verð kjaradeila, Verkalýðsfélag
Bolungavíkur, eftir Ágúst Vig-
fússon; Belsen (kafli úr bók-
inni From D-day to Denmark,
eftir skozka blaðamanninn Ge-
org McMillan), Gengislækkunin
rýrir mjög lífskjör launþeg-
anna — en tryggir þeim ekki
atvinnu, eftir Steingrím Aðal-
steinsson; Lykillinn að skáld-
inu í manninum, eftir Rós-
berg G. Snædal, Stéttadómar og
mótmæli gegn þeim. Birtar eru
sögurnar Brúðkaupsferðin, eftir
Dorothy Parker og Mig
dreymdi, eftir Jón Jóhannes-
son, kvæðin Þjóðvísa eftir
Hjört Kristmundsson, Um kalda
nótt, eftir Sigríði Einars, Hauð-
lognið hæga, eftir Þorstein
Valdimarsson, Vísnabálkur eft-
ir Þórdísi Jónasdóttur, Það er
einhver að kalla og I nótt eft-
ir Kristján frá Djúpalæk, Hvar
viltu vera, eftir Ásgeir Ing-
vars og Sveitarómantík í þrem
pörtum eftir Jón Jóhannesson.
Ennfremur er í heftinu þetta
efni m. a. Af alþjóðavettvangi,
Athyglisverðar tclur, Stjórn
Framhald á 5. síðu.
Hæfmsglíma
Skarphéðiits
þlÓÐVILIINN
Fyrsta hæfnisglíma Héraðs-
sambandsins Skarphéðins, var
háð í Hveragerði s. 1. laugar-
dag. Keppt var um fagran
silfurbikar sem glímuflokkur
Ármanns gaf í tilefni af 40 ára
afmæli sambandsins.
Keppendur voru 12 frá 6
ungmennafélögum. Urslit urðu
sem hér sgir:
1. Rúnar Guðmundsson UMF
Vöku 832 stig, 2. Sigurður Er-
lendsson UMF Bisk. 544 st.,
3. Eysteinn Þorvaldsson UMF
Vöku 503 st., 4 Guðmundur
Pálsson UMF Laugd. 453 stig.
Erindi Einars Olgeirssonar
verður í kvöld
Einar Olgeirsson alþm. flytur erindi
í erindaflokknum: Úr frelsisbaráttu
íslenzku þjóðarinnar í kvöld kl, 8,30
á Þórsg. 1 (salnum). Erindi þetta
nefnir hann: úpphaf verkalýðsbarátt-
'unnar o.fL — Öllum heimill aðgangur.
Rætt um útfelutun tistamannalauna
á Alþingi
I ncðri deild Alþingis í gær var tekið til fyrstu umræðu,
frumvarp Magnúsar Iijartanssonar um úthlutun Iauna til lista-
marna, en það hefur áður verið birt hér í blaðinu.
Magnús fylgdi frumvarpinu
úr hlaðj. Hann benti í upphafi
á hversu kynlegt það væri að
þeir menn sem áhugasamastir
telja sig um andlegt frelsi og
aðbúð listamanna í útlöndum
eru næsta áhugalitlir um kjör
íslenzkra listamanna og breyta
oft gagnstætt við hinar fögru
kenningar sínar. Síðan rakti
hann í stórum dráttum úthlut-
un listamannalauna undanfarið,
ofsóknirnar gegn róttækum
höfundum í stríðsbyrjun og
eins nú eftir stríð. Vakti hann
athygli á því að frumvarp það
sem hann flytur er algerlega
samhljóða tillögum listamann-
anna sjálfra og væri það eitt
veigamikil röksemd fyrir sam-
þykkt þess. Að lokum vakti
hann athygli á því að þriðja
þing Bandalags íslenzkra lista-
manna stendur nú fyrir dyrum
og taldi að Alþingi ætti þess
kost að votta listamannasam-
tökrmum virðingu sína með því
að koma þessum málum í fast
og viturlegt horf á þessu þingi
eins og lagt er til í frumvarp-
inu.
Á sama fundi kom til fyrstu
umræðu frumvarp Gylfa Þ.
Gíslasonar um úthlutun lista-
mannalauna og listaráð, og
mælti flutningsmaður fyrir því.
Engar frekari umræður urðu
um frumvörpin og var þeim
vísað til menntamálanefndar og
annarrar umræðu samhljóða.
Karlakóú
Reykjavlkur
syngur í Gamla bíd M.
7,15 í kvöld
Karlakór Reykjavíkur held-
ur samsöng fyrir styrktarfélaga.
sina í Gamla bíó í kvöld kl.
7.15.
Söngskráin er mjög fjöl-
breytt. "Flytur kórinn m. a.
þessi verk: Frelsisljóð eftir
Árna Björnsson, Kvöld eftir
Jónas Tómasson, Agnus dey
eftir Bizet (einsöngvari er Guð-
mundur Jónsson), íslands hrafn
istumenn eftir Björgvin Guð-
mundsson, I félagsskap góðum,
úr op. Ástradrykknum eftir
Donizetti og úr hnotubrjótnum
eftir Tschaikovsky.
Auk Guðmundar Jónssonar
syngur Magnús Jónsson einsöng
með kórnum. Stjórnandi kórs-
ins er Sigurður Þórðarson, en
FTitz Weisshappel verður við
hljóðfærið.
Athygli styrktarfélaga skal
vakin á því, að aðgöngumiðar
frá þriðjudeginum 11. april
gilda að samsöngnum í kvöld.
Kvennadeild
slysavarnafélags-
ins gaf 50 .þús, kr.
til björgnnarflug-
vélar á 20 ára
afmæline
S. 1. laugardag hélt Kvenna-
deild slysavarnafélagsins í Rvík
hátíðlegt 20 ára afmæli sitt
með hófi að Hótel Borg og
tóku einnig þátt í því fulltrúar
af 5. landsþingi Slysavarna-
félags íslands. Frú Sigríður Pét
ursdóttir, gjaldkeri Kvenna-
deildar slysavarnafél. stjórn-
aði hófinu, sem fór mjög mynd-
arlega fram.
Margar ræður voru fluttar og
Guðmundur Jónsson söng ein-
söng. Formaður Kvennadeildar-
innar, frú Guði’ún Jónasson,
var mjög hylit fyrir ágæta for-
ustu í þágu slysavarnamálanna.
Tilkynnti hún í hófinu að deild-
in hefði ákveðið að leggja fram
50 þús. kr. til kaupa á full-
kominni björgunarflugvél af
helikoptergerð, auk þeirra 25
þús. kr. sem deildin hefur áð-
ur ákveðið að veita til þess-
ara kaupa. Samtals nemur nú
framlag Kvennadeildariniftr til
slysavarnarmála, þessi 20 ár
sem hún hefur starfað, kr. 308
þús. og hafa skýli og annað
verið afhent Slysavarnafélagi
Islands.
Deildinni barst fjöldi heilla-
skeyta og gjafa í tilefni af
afmælinu og konur færðu frú
Guðrúnu Jónasson öll rit Guð-
rúnar Lárusdóttur sem þakk-
læti fyrir fórnfúst starf.
Einar Þorgríms-
son
Einar Þorgrímsson forstjóri
Lithoprents lézt í gær á heimili
sínu hér í bænum, eftir þunga
legu, 54 ára að aldri.
Einar var vinsæll maður, ó-
venjulegum gáfum gæddur, at-
hafnamaður mikill. Hann dvald-
ist í Ameríku um 20 ára skeið,
kom aftur heim árið 1937 og
stofnaði skömmu síðar Litho-
prent, sem undir stjórn hans
varð brátt umfangsmikið fyr-
irtæki. Hafa á vegum þessa
fyrirtækis Einars verið gefnar
út margar bækur, sem mikill
menningarauki er að fyrir ís-
lendinga.