Þjóðviljinn - 06.05.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.05.1950, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. maí 1950. ÞJÓÐVILJINN 5 Jón Leifs tJtflutningur andlegra verðmæta íslendingar flytja nú and- legar afurðir svo að segja ein- göngu inn en ekki út, og svo hefur verið lengi. íslenzk tón- list til um það bil eitt hundrað klukkustunda flutnings liggur óhagnýtt að mestu, óprentuð og ófjölrituð, óupptekin á plöt- ur eða bönd og þar af leiðandi að mestu leyti óflutt jnnan iands og utan. Nótnaprentsmiðjur eru ekki til hér á landi og engir nótna- teiknarar á aiþjóðlegum mæli kvarða. Upptökutæki eru hér einnig ófullkomin og hljóm- sveitir og söngflokkar fyrir erfiðari lilutverk ekki til. T5t- varpið skoppar plötum af út- lendri vemdaðri gervitónlist og örfáum íslenzkum lögum, mest sömu verkum ár eftir ár, og notar ekki svo að nokkru nemi að-töðu sína til að útbreiða íslenzka líst erlendis. Þannig malast gull í myllu útlendra rétthafa, en íslenzk tónskáld fá ekki að hagnýta verk sin í öðrum löndum, nema að fram- selja megnið af tekjum sínum fyrirfram, þar til 50 ár eftir lát sitt, í hendur útlendra fyrirtækja. íslenzk tónskáld geta sem sagt tæplega verið búsett í sínu eigin landi. Jafn- vel umsóknum þeirra um lítii- fjörleg gjaldeyrisleyfi fyrir nótnapappír til að skrifa upp verk sín hefur á seinustu árum hér verið neitað. íslenzk tónskáld vilja þó vera íslendingar og búa í sínu eigin landi. íslenzkir höfundar hafa sjálfir stofnað sitt útflutn ingsforlag og með aðstoð góðra manna safnað til þess nokkru fé, en yfirvöldin hafa ekki heldur veitt þe;su fyrirtæki gjaldeyrisleyfi fyrir svo mikið sem einni einustu krónu til prentunar tónverka eða fjölrit- unar þeirra, til upptöku, né heldur til þess að kaupa erlend réttindi og afla með því gjald- eyristekna eða draga. úr gjald- eyriseyðslu. Öllum tillögum Menntamálaráðuneytisins í þá átt hefur verið hafnað. Þrátt fyrir það hefur þessu félagi, sökum þess öryggis er felst í nöfnum forráðamanna og listhöfunda, tekizt áð ná hagkvæmum samböndum og ';kamningum erlendis. Þessir menn hafa þrátt fyrir allar hindranir þegar sparað Islandi hundruð þúsunda króna í er- lendum gjaldeyri og sett sín eigin réttindi og væntanlegar gjaldeyriHtekjur af verkum sín um sem tryggingu fyrir samn- ingum. Gjaldeyrisyfirvöldin hafa þó ekki ennþá tekið i*pp samvinnu um ráðstafanir til gjaldeyrissparnaðar í þessum efnum. Þau leyfa og styðja inn- flutning listlausra andlegra afurða í stórum stíl, en loka fyrir útflutningsverzlun and- legra verðmæta frá Islandi. stöðvaður Margur lesandinn mun spyrja hvort íslenzkir hagfræðingar skilji í raun og veru ekkj svo einfaldar ástæður. Sumir þeirra skilja þetta ef til vi]] nú, af því að staðreyndirnar hafa byrjað að láta. til sín taka, en margir viðskiptafræðingar hér á landi virðast ekki sjá annan útflutning en afurðir sjávar- útvegs og landbúnaðar. Þeir hugsa sem svo: „Islenzk list, — það eru svo fáir fiskar. Ekki getur munað mikið um þá.“ — Þelrsir menn gæta þess eigi að efnaleg verðmæti eru tortímanleg, en andleg verð- I sambandi rið Listamanna- þingið hefur Jón Leifs beðið Þjóðviljann að birta eftirfarandi grein. mæti ekki. Það sem í askana er látið, er horfið um leið og það er etið, en andleg verðmæti aukast við afnotin og gefa oft vaxandi og mjög háar tekjúr er frá líður. Það er ekki undir því komið hve mörg andlegu verkin eru, heldur undir því hve. oft og hvernig þau eru hagnýtt, hve „upplagið" er hátt, hve oft þau eru marg- földuð eða flutt. Mönnum veit- ist erfitt að skilja það, en ein- mitt þetta sýnir að möguleik- arnir til gjaldeyrisöflunar fyrir Island eru mörgum sinnum fleiri, en tekjumöguleikamir af erlendum verkum hér á landi. Markaðurinn á íslandi er svo óendanlega lítill en markaður- inn erlendis óendanlega stór. Allt þetta skýrist nú senni- lega fyrir mönnum, ef þeir gefa sér tíma til að athuga það, en þá hugsa þeir sem svo, að verk íslenzkra höfunda séu svo Iítils virði að þau geti aldrei gefið mikið af sér. SannleikurJnn er hins vegar sá, að verzlunargildi andlegra afurða mótast ekki af listræniun sjónarmiðum. Al- þjóðlegir farvegir og sambönd skapa „umsetninguna" eius og á '7,rennibandí“ og það sem látið er á bandið gefur arð hvort sem það er lélegt eða ekki. Yfirgnæfandi meirihlut- inn af þessari verzlunarvöru er frá listrænu sjónamiiði mjög lélegur, og stundum er ekki einu sinni að þvi spurt hvort það sem iátið er á „bandið“ sé neytendum að skapi. Menn kaupa af „bandinu" án þess að vita nokkuð um það fyrirfram, alveg eins og félagsmean í bók- meúntafélagi kaupa þær bækur fyrirfram, sem forstjórunum þóknast að láta þeim í té. Hér á landi virðast menn hins vegar hugsa eins og forð- um þegar fluttur var sandur frá Danmörku til húsagerðar á Islandi, af þvi að íslenzkur sandur var talinn óhæfur. Is- lenzk tónlist er vitanlega eng- inn sandur, en allflest íslenzk tónverk geta verið alþjóðleg verzlunarvara án tillits til list- gildis. M©3tu listaverkin þurfa auðvitað lengstan tíma til út- breiðslu, en þau geta verið sem vín í kjallara, er verður þvi betra sem frá líður, unz þau verða að lokum meira virði en gullið sjálft. Ríkissjóðir og rik- isbankar erlendis kaupa sem kunnugt er heldur viðurkennd listaverk til tryggingar veltu sinni en gull með sífallandi verði. Undirritaður hefur nú í Hátt á þriðja ár verið að reyna að sýna forráðamönnum gjaldeyris mála hér að til sé eitthvað, sem heitir innflutningur og útflutn- ingur andlegra afurða samfara töluverðum gjaldeyrisviðskipt- um. Hann hélt að hér á landi mætti fara sömu leiðir og í öðrum löndum og sannfæra. menn með rökum, tölum og al- þjóðlegum staðreyndum, i en menn hafa margir aðeins hleg- ið, horft út um gluggann eða í síma rekið einkaerindi sín meðan á viðtalinu við gestinn stóð. Undirritaður lét einskis ófreistað ti] að upplýsa forráða menn, en jafnvel langar grein- argerðir með augljósum teikni- dæmum og skýrslum varðandi reglur um innflutning og út- flutning andlegra verðmæta virðast hafa Iegið ólesnar. Öll- um tillögum til að skapa við- skiptajöfnuð íslandi til gagns í þessum efnum var hafnað. Fyrir bragðið er óhjákvæmi- legt að fara öfugu leiðina í við- skiptamálum andlegra verð- mæta, því ekki verður komizt hjá alþjóðlegum staðreyndum. Sökum vanrækslu íslenzkra gjáldeyrisyfirvalda er viðskipta jöfnuður andlegra verðmæta milli Islands og annarra landa nú mjög óhagstæður fyrir oss, Hann væri sennilega þegar orð- inn hagstæður hefðu nauðsyn- legar ráðstafanir verið gerðar í tæka tíð. Hann mun þvi fyrr verða hagstæður sem skilning- ur forráðamannanna eykst skjótar í þessum efnum. Ekki verður til þess ætlazt að allir heimalnjngar hafi sama skiln- ing á þvi . i@m iáttuhiikl^r erlendir .r;eraIdarmennt- flutningur andlegra verðmæta er höfuðstoðin til álitsauka. Is- lendjnga og þeirra eina sjálfs- vörn, einnig öruggt en hægfara auglýsingatæki til að auka alla efnalega afurðasölu og vöruverð. Sérhver heimalning- ur getur hins vegar skilið að hagstæð fjárviðskipti andlegra verðmæta eru æskileg. Þess vegna eru íslenzkir rétthafar neyddir til að leggja nú höfuð- áherzluna á að sýna slíkar stað ISLEIFUR HÖGNASON I greinarkorni, sem birtist í Morgunblaðinu 3. þ. m„ þar sem rætt er meðal annars um skattfríðindi Kron, sem ekki er ný bóla, er meðal annars komist svo að orði: „Þetta. sama fyrirtæki (KRON), er styrkt af því opinbera, með því að veita því stórfelld skattfríðindi, sem engir af keppinautum þess njóta. Hvað ættu þá aðrar verzlanir að segja, sem allar selja með sömu álagningunni og KRON, en verða að gjalda skatta og skyldur að fu)Iu“. . Þar eð skattaframtöl verzl- ana. í Reykjavík eru ekki fyrir almanna sjónum, er ógerlegt að géra ábyggilegan saman- burð á því, í hverju skatt- fríðindi þau, sem Morgunblað- ið stöðugt tönglast á að KRON njóti umfram aðrar verzlan- ir, eru fólgin. Það er þó aðgcngileg heimild til fyrir því að KRON er síð- ur en svo skattfrjálst fyrir- tæki og er heimildin, Skattskrá. Reykjavíkur fyrir árið 1949. Samkvæmt henni er KRON ætlað að' greiða í skatta og út- svar s. 1. ár kr. 203.173.00. Auk þess greiðir félagið til Seltjarnarnesshrepps kr. 5000- 00, eða samtals kr. 208.173.00. 1 þessu sama heimildarriti, bls. 637—638, er hægt að sjá hvað 26 fyrirtæki sem öll eru nefnd verzlanir greiða að sam- anlögðu í skatta og útsvar sama ár. Skulu fyrirtæki þessi talin hér i sömu röð og £ skattskránni og aðeins þrjú felld burtu, en það er ein veiða- færaverzlun, ein blómabúð og ein byggingavöruvei'zlun, en KRON verzlar ekki með sam- bærilegar vörur og þær. Þessar 26 verzlanir reka 28 sölubúðir, en KRON ekki nema 17. KRON greiðir í skatta og útsvör kr. 208 þús- und, en verzlanimar 202 þús- und. Shattar og útsvör 1949. 1. Verzlun B. H. Bjarnason h.f......... 2. — Björns Jónssonar 3. — . Halla Þórarins 4. 9 Haraldar Hagan 5. — Lámsar F. Björnssonar 6. — Áhöld 7. — Ámunda. Ámasonar 8. Ás 9. — Dagrún 10. . — Dísafoss 11. — Eygló 12. Gimli 13. Gullbrá 14. Hamborg 15. — Hof 16. Holt 17. — Kristínar Sigurðardóttur 18. — Málmey 19. — Óli og Baldui 20. — Olympia 21. .. . Pfaff 22. Stella 23. — Stóra-Borg 24. — Urval 25. Vísir . . . . 26. - Von reyndir með augljóiTum dæmum reynslunnar. Hér á landi hefur sú skoðun náð fótfestu að listameun séu pft di'aumóramenn eð'a fífL, — að þeir séu margir nokkurs- konar Sölvar Helgasynir. Ef listamaður reynir að tala við menn í alvöru, þá hlægja menn stundum eins og ómenntaðir leikhúsgestir, sem skella upp úr við dýpstu speki og halda að isorgarleikur sé gamanleikur. Sumir ckkar listamanna hafa tekið þann kostinn vænstan að látast vera fífl, að léiba fifl, til þess eins að geta -betur þolað nærveru þessara listsnauðu manna, Það er sorgarleihur. Jón Leifs. 15.602 I. 370 43.642 510 4.08T 8.310 8.414; 8.160 510 3.892 4.978 19.715- 1.530 5.977 4.080 5.620 19.715 4.922 1.036 4.510 5.100 5.111 8.115 725 II. 256 5.100 202.006 Þá er þvi haldið fram £ sömu Morgunblaðsgrein, a.ð KRON njóti sérstakra fríðinda. um innflutning vara. umfram. káupmannav'erzia'nir. Þama er sahnleikanum einhig gersam- legá snúið við. Það lætur nærri að félagið hafi á siðastliðnuL ári, ekki getað útvegað félags- mönnum sinum nema, 1/5 af þeim vefnaðai'vörum og búsá- höldum, sem þeir höfðu rétt til að kaupa, samkvæmt útgefn- um skömmtunamiiðúm. Stafar það eingöngu af því, að kaup- mannaverzlanimar fá innflutn- ingsleyfin á þeim vömm, semi arðvænlegast er að verzla með en KRON sett til hliðar við út-» hlutun innflutningsvara. fsleifur Högnasonh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.