Þjóðviljinn - 06.05.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.05.1950, Blaðsíða 4
Laugardagur 6. maí 1950. ÞJÓÐVILJINN ÞlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjoti: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- son, Eyjólfur Eyjólfsson. . Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sífni 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Endurfæðing heildsalanna Fyrir skömmu var kveðinn upp hæstaréttaráómur í einu af heildsalamálum þeim sem hafin voru í tíö ný- sköpunarstjórnarinnar. Var þaö Friðrik Bertelsen sem nú var dæmdur endanlega, og var talið sannað að hann hefði komið undan fé erlendis, gefið upp of hátt inn- kaupsverð og hirt ólöglegan ágóöa af almenningi að upp- hæð kr. 151.143.29. Var hinn ólöglegi ágóði geröur upp- tækur og Friðrik jafnframt dæmdur í 65.000 kr. sekt eða 7 mánaða varöhald til vara. (Honum eru sem sé reiknuð næstum 10.000 kr. mánaðarlaun!). í sambandi viö þennan dóm munu margir minnast þess að alla tíð frá því ríkisstjórn Stefáns Jóhanns settisí að völdum og til þessa dags hefur ekkert nýtt heildsala- mál oröið opinbert. Það er því svo að sjá sem 5. febrúar 1947 hafi þessi stétt snögglega endurfæðzt, hætt að ræna gjaldeyri, hætt að falsa innkaupsverð, hætt að stela af almenningi. Er þetta kraftaverki líkast, og ber eflaust að þakka það viöskiptamálaráðherrum þessa tímabils, Emii • Jónssyni og Birni Ólafssyni. Endurfæðing Alþýðuflokksins Þa,ð eru fleiri sem endurfæðast en heildsalastéttin. Alþýðuflokkurinn og Alþýðublaöið hafa tekið algerum hamskiptum síðan stjórnarskipti urðu og forsætisráð- herrann gerðist „stjórnarandstæðingur“. Flest það sem Alþýðublaðið varöi áöur eins og votan sekk verður nú fyrir hinum þyngstu áfellisdómum. Þegar lesin eru skrif blaðsins mun mörgum detta í hug að nú séu „stjórnar- andstæðingarnir“ Stefán Jóhann Stefánsson og Emil Jónsson að gera upp sakirnar við ráðherrana Stefán Jóhann Stefánsson og Emil Jónsson! Helzta áróðursefni, Alþýðuflokksins er gengislækkun- in. Afleiðingar liennar eru raktar nákvæmlega dag frá degi og hinir þyngstu áfellisdómar eru kveðnir upp aö makleikum. Jafnframt er fylgzt nákvæmlega msð sí- vaxandi vöruskorti og örðugleikum útvegsins. Vissulega ber að fagna hinni nývöknuðu athyglisgáfu Alþýðublaðsins, en þó fer ekki hjá því að skrif þess virð- ast innantcm og botnlaus. Gagnrýnin svífur sem sé í lausu lofti og varazt er að kryfja málin til mergjar eða rekja afleiðingarnar til upphafs síns. Og þetta er ofur eðlilegl. Alþýöuflokkurinn ber ábyrgð á orsökunum og vill halda þeim við — hann er aðeins andvígur afleiö- ingum sinnar eigin stefnu! Af hverju stafar gengislækkun, markaðshrun, fram- leiðsluörðugleikar, vöruskortur? Allt er þetta bein af- leiðing marsjallstefnunnar, þeirrar stefnu sem Alþýðu- flokkurinn heldur við af öllum kröftum sínum. Með marsjallsamningnum skuldbundu íslendingar sig til að „koma á og viðhalda réttu gengi“ og sú skuldbindihg var framkvæmd með aðstoð bandarísks embættismanns og samkvæmt fyrirmælum hans. Framleiösluörðugleikarmr og vöruskorturinn eru bein afleiðing marsjallkreppunnar; þeir markaðir sem ísland hefur verið einskorðað við eru að hrynja í rúst. Af þessum ástæðum er endurfæöing Alþýðuflokksins næsta öfugsnúin. Það er erfitt að lofsyngja orsakirnar enr fordæma afleiðingamar! Enn ura brunann í görð- unum. E. B. skrifar: — „Kæri bæjar- póstur! Hr. E.B. Malmquist, ræktunarráðunautmr Reykja- víkur skrifar þér í dag nokkr- ar athugasemdir út af því, sem þú hafðir eftir mér þ. 30. apríl s. 1. um brunann í garð- löndum bæjarins í Kringlumýri. I tilefni af því og reyndar þessu máli í heild langar mig til að biðja þig fyrir fáeinar línur. Fyrst ætla ég að leið- rétta smáatriði, sem þú hafðir ekki alls kostar rétt eftir mér um daginn. Það var ekki kart- öflukofinn minn, sem eyðilagð- ist algjörlega| heldur kofi ná- granna míns í næsta garði. Mér tókst eftir hálftima baráttu við eldinn að bjarga mínum kofa frá algjörri eyðileggingu, af því að mér var gert aðvart í tíma. Þetta skiptir auðvitað ekki höfuðmáli — bruninn og eyðileggingin er staðreynd og mergurinn málsins :— en sann- leikurinn er sagna beztur. • ( Kofanum bjargað með naumindum. „Annars eru málsatvik þessi: Kvöld nokkurt i síðastliðnum mánuði kom heim til mín dótt- ir manns þess, er að framan getur og hefur garð á næsta leiti við mig í Kringlumýri, og segir við heimilisfólk mitt eitt- hvað á þessa leið: „. .ég ætlaði að láta ykkur vita af því, að það er eldur í kartöflukofanum ykkar inn í garði. Kofinn hans pabba er alveg brunninn. ...“ Var þá brugið f1 jótt við, feng- inn bíll og við fórum þrjú sam- a:i inn eftir. Sáum við strax, að það var rét.t, sem stúlkan hafði sagt, og kunnum við henni miklar þakkir fyrir lip- urð hennar, þv: að það var henni að þakka að við gátum bjargað okkar kofa frá eyði- leggingu. Aðstaðan við slökkvi- starfið var slæm, en þó réðum við niðurlögum eldsins að lokum. Sáum við þá sunnar í garðiöndunum bál eitt mikið, og fyrir forvitni sakir ókum við þangað og logaði þar í sinu og enginn maður þar ná- lægur til eftirlits. Ef hr. E. B. Malmquist véfengir, að kveikt hafi verið í kofanum mínum og nágrannans, veit ég að bæjar- pósturinn ljær mér rúm til að birta myndir máli mínu til sönnunar. Hverjir kveiktu í? „Og nú er spumingin: Hverjir kveiktu í ? Af hálfu bæjaryfirvaldanna var auglýst hér á dögunum, að fólk skyldi ekki láta sér bregða, þótt það sæi loga í garðlöndunum, því að verið væri að brenna sinu og hreinsa til í görðunum. Ein- hverjum mönnum hefur verið falið að brenna sinuna. Vegs- ummerki þeirra er víða að sjá. Á illa hirtum svæðum hafa þeir eytt sinunni, á skurðbökk- um og víðar, og meðal annars á skurðbakkanum allt í kring- um kofann min.-i og nágrann- ans. En eins og nauðsynlegt er að brenna sinu er það jafn nauðsynlegt að brenna sinu með varbámi og gæta þess, að eldurinn verði ekki neinum til tjóns. Af skiljan’egum ástæð- um get ég ekkert fullyrt um það, hver hafi kveikt í, því að ég var ekki til staðar þegar það var gert, en ég hef ríkar ástæður til að gruna þá menn sem hafa unnið að því fyrir bæinn að eyða sinu í garðlönd unum, því að þeí~ voru að verki á þessu svæði um þetta leyti. Gæti ég helzt hugsað mér, að þeir hafi farið heim úr vinnu að kvöldi, án þe.ss að ganga tryggilega frá þvi, að eldurinn leyndist hvergi. Og þessi verð- ur grunur minn, þar til ég fæ vitneskju um annað. Þeirri full yrðingu hr. E. B. Malmquist, að ég hafi með ósvífni ráðizt að heiðarlegúm verkamönnum með því að skýra frá þessum bruna, vísa ég heim til föður- húsanna. E. B.“ • Samanburður á skó- hlífaverði og launum. Dagur skrifar" „Nú skal ég segja þér merkilega sögu, Bæj- arpóstur góður. — í gær voru til sölu skóhlífar í verzlun einni og ég fór í biðröðina. Eg hafði 25 kr. í vasanum, og þótt- ist góður ...... Loks komst ég að afgreiðsluborðinu og bað um eitt par. En þá brá mér heldur en ekki í brún: Skóhlif- arnar kostuðu 31 kr.! Mér brá ekki sérstaklega í brún af því að ég hafði þannig til einskis staðið í biðröðinni. Hitt kom mér mest á óvart, að verðið skyldi vera orðið þetta hátt. Seinast þegar ég vissi til kost- uðu skóhlífar nefnilega aðeins kringum 20 krónur. Verðið á þessari nauðsynjavöru hafði m. ö. o. hækkað um heil 50%. En á sama tíma höfðu Iaun mín ekki hækkað um eitt einasta prósent! Hvemig er nú hægt að útskýra þetta fyrirbrigði í landi þar sem yfirvöldin þykj- ast hugsa um það eitt að sam- ræmi sé milli kaupgjalds og verðlags ?!!! — Dagur.“ ★ ÍSFISKSALAN: Mótorskipið Helgi Helgason seldi fyr.ir 3293 pund í Fleetwood 4. maí. E I M S K I P: Brúarfoss fór frá Gautaborg í gær til Reykjavíkur. Dettifoss fer frá Reykjayík í dag til Leith, Hamborgar og Antverpen, Fjall- fóss ;fór frá Halifax, N.S. 3.5. til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá Hull í dag til Rotterdam og Ant- verpen. Lagarfoss er í Reykjavik. Selfoss fór frá Reykjavík 4.5. vest ur og norður. Tröllafoss fer frá Reykjavík á mcrgun til N. Y. Vatnajökull fór frá Denia 29.4. til Reykjavíkur. Dido kom til Reykja víkur 3.5. frá Noregi. SkipadeUd S.l.S. Arnarfell er í Oran. Hvassafell er á Akureyri. Ríklssklp Hekla var á Akureyri í gær- kvöld, en þaðan fer hún vestur um land til Rvikur. Esja átti að fara frá Akureyri í gærkvöld austur um land til Rvíkur. Herðu- breið er á leið frá Austfjörðum til Rvíkur. Skjaldbreið var í Stykkishólmi síðdegis í gær á vesturleið. Þyrill var á Eyjafirði í gær. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 17.00 Kirkjutón- leikar (dr. Páll Isólfsson, Guðrún Þorsteinsd., Björn Ólafsson og Dómltirkjukórinn; — útvarpað frá Dómkirkjunni). 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 20.30 Dagskrá listamannaþingsins: „Hallsteinn og Dóra“, leikrit í fjórum þáttum eftir Einar H. Kvaran. Flutt af Félagi íslenzkra leikara. Leikstjóri: Haraldur Björnsson. — Leikendur: Harald- ur Björnsson, Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, Þóra Borg, Emilia Borg. Edda Kvaran, Friðfinnur Guðjónsson_ Sigrún Magnúsdótt- irí Klemenz Jónsson og Nína Sveinsdóttir. 22.30 Fréttir og veð- urfregnir. 22.35 Danslög (plötúr). 24.00 Dagskrárlok. Á fundi Náttúrulækningafélags Reyltjavíkur 4. maí s. 1. skýrði Jónas læknir Kristjánsson frá því, að honum hefði þá um dag- inn verið fengin í hendur spari- sjóðsbók með 10 þús. kr. inn- stæðu, og væri það gjöf í Heilsu- hælissjóð NLFl frá manni, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Afhenti læknirinn bókina frú Arn heiði Jónsdóttur, sem er formað- ur sjóðsins, og þökkuðu þau hin- um ókunna velunnara þessa stór- höfðinglegu gjöf. í gær voru gef- in saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, ung- ’ frú Eva Úlf- arsdóttir, Hólavallagötu 5 og Páll Th. Líndal lögfræðingur hjá Reykjavíkurbæ, Bergstaðastr. 76. Næturlæknir er í læknavarðstof unni, Austurbæjarskólanum. ------ Sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. — Sími 7911. Næturakstur: Bifreiðastöðvarn- ar eru opnar allan hólarhringinn. CiVVi'W Laugarneskirkja. * Messa kl. 2 e. h. ®r’ Gíarðar Svav- arsson. Barnaguðs þjónusta kl. 10 f. h. — Nespresta- kali Messa í Dómkirkjunni kl. 11 f. h. (Ferming). — Sr. Jón Thorarensen. Messa í Dómkirkj- unni kl. 2 e. h. (Ferming). Sr. Jón Thorarensen. — Óháöi frí- kirkjusöfnuðurinn. Messa í lcap- ellu Háskólans kl. 5 e. h. (Ferm- ing) — Sr. Emil Björnsson. Nesprestakall. Ferming í Dóm- kirkjunni 7. maí, kl. II. — Séra Jón Thorarensen. P I L T A R: Ketill Ingólfsson, Barmahlíð 29. Sigurður Steindór Björnsson, Kársnesbraut 2. Ragnar Halldórs- son, Borgarholtsbraut 21. Ólafur Rafn Jónsson, Hringbraut 87. Guðlaugur Þórir Lárusson, Greni- mel 31. Andreas Örn Arnljótsson, Hringbraut 41. Helgi Guðmunds- son, Hringbraut 39. Baldur Viðar Guðjónsson, Bræðraborgarstíg 26. Þórður Helgi Þórðarson, Sæbóli, Fossvogi. Sigurður Ásgeirsson, Smirilsvegi 22. Ásgeir Haukur Magnússon, Drápuhlíð 8. Einar Erlendsson, Lundi, Seltjarnarnési. Trausti Ríkarðsson, Brúarcnda, Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.