Þjóðviljinn - 24.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.06.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 24. jún! 1950. ÞJÓÐVILJ *■«» ■»• tll Viet Min Fraldcar heyja nýlendustyrjöldina í Indó Kína al fádæma grimmd. Þessi mynd af afhöggnum höfðum fanga úr her Viet Min, sem sett hafa verið á stjaka, birtist í bandaríska blaðinu „Time“ EFTIR NORMAN LEWIS I. SJÁLFSTÆÐISBÁRÁTTA íbúa Indó Kina gegn franskri nýiendukúgun hefur verið háð tuestum látlaust síðan 1945. Fjórir fimmtu hlutar þessa auðuga lands eru á valdi Viet Min, en Svo nefnist sjálfstaeðishreyfingin, og Frakkar o g leppar þeirra eiga í vök að verjast. Banda- rikjastjóm hefur nú hlaupið opinberiega undir bagga með nýlendultúgurunum og má því búast Við að viðureignin þarna austurfrá fari harðnandi á næstunni. FréttarXari frá brezka sósíal- demókratablaðinu „New Statesman and Nation“ dvaldi nýlega í Indó Kína, bæði á yfirráðasvæði Frakka og Viet Min. Eftir heimkomuna skrifaði hann í blað sl'lt frásögn þá, sem hér birtist. Viet Min, öðra nafni Sjálf- stæðisbandalagið Vietnam, kom í heiminn um sama leyti og Japanir hemámu Indó Kína mótspymulaust eftir ófarir Frakka fyrir Þjóðverjum. Marg ir Vietnambúar, sem í fyrstu höfðu léð tælandi áróðri Jap- ana eyru, urðu fyrir sárum vonbrigðum, því að þegar inn- rásarmennimir voru búnir að koma sér fyrir reyndust þeir gjörsneyddir allri samheldni við aðra Asíumenn. Byltingar- menn af gamla skólanum sem dirfðust að láta á sér bæra, voru þefaðir uppi og afhentir Frökkum, sem auðvitað voru himinlifandi. Franskir landnem- ar ranghvolfa í sér augunum af hrifningu, er þeir minnast þessara hveitibrauðsdaga sam- ivinnunnar við Japani, og viður kénna án þess að fara hið minnsta hjá sér, að það hafi yerið friðsamasta og gróðavæn legasta timabil, sem þeir hafi lifað. Japanir tóku af þeim ó- makið við að hafa hendur í hári allra friðarspilla og létu þá stjóma plantekmm sínum í friði. Svona vildi það til að Viet Min, sem stofnað var 1942, yarð eini virki andstæðingur . möndulveldanna i Suðaustur- Asíu. í marz 1945, þegar Japanir fundu að jörðin var að gliðna tmair fótum þeirra, hnepptu þeir Frakka í varðhald og settu á laggirnar ,,vinsamlega“ ríkisstjóm undir forystu Bao Dai keisara ,sem afsalaði sér í skyndi völdura við ósigur Japana í ágúst. Keisar- inn klykkti út valdaafsalsræðu sína með orðunum: „Lengi lifi lýðveldið!“ Lýðveldið, sem hann átti við, var lýðveldið Viet Min, sem var stjórnað af þingi, þar sem 10 Marxistar og 292 fulltrúar annarra flokka áttu sæti og Hó Sji Min var forseti. Mikilsvert er að hafa í huga þetta sex mánaða tíma- bil, þegar Bao Dai var leppur Japana, því að enginn íbúi Viet nam getur varizt að bera sam- an hlutverk hans þá og það, sem hann hefur nú, siðan Frakkar lyftu honum aftur á (veldisstólinn. Þetta skýrir að yerulepu leyti óvinsældir hans meðal þeirra, sem eiga að heita. þegnar hans. ,' 1 september 1945 gekk fransk |ir herleiðangur studdur af fcrezku liði á land í Saigon og- fáum mánuðum síðar leyfði Sjang Kaisék meira frönsku her liði að fara yfir kínversku landa mærin inní Tönking. Þannig byrjaði stríðið í Indó Kína, sem stendur enn í dag. Það hefur staðið í fjögur og hálft ár og kostað Frakka um milljón doll- ara á dag auk mannfalls, sem nemur á að gizka 120.000 fölln- um cg særðum og 15.000 tekn- um til fanga. Það hefur tekið Frakka allan þennan tima að leggja undir sig með miklum erfiðismunum mestan hluta hrís grjónasléttunnar í Tonkin og hér um bil helminginn af Kotsj in Kína. Þeir hafa einnig lagt undir sig stærstu borgirnar, þótt tök þeirra á þeim séu ekki öruggari en svo, að það að setjast niður á kaffihúsi í Saigon eftir diminingu er sama og að eiga á hættu að vera sviptur iifi eða limum með handsprengju. - í Kotsjin Kína hefur sam- göngum verið haldið uppi milli helztu borganna með því að byggja með mikilli fyrirhöfn varnai-tuma með tveggja kíló- metra millibili meðfram vegun- um. Þeir gera aðeins gagn með- an bjart er af degi. Á nóttunni dregur setuliðið upp stiga sína og býst um sem rammlegast, svo ao svæðið verður að einskis mannslandi. Engin leið er að koma þessu varðtumakerfi við á mlklum vegalengdum og bíla lestir eru því notaðar við skelfi legustu skilyrði, vegna þess hve frumskógurinn, sem hylur mest an hluta landsins, er þéttur. Á þeim köflum, sem álitnir eru hættulegastir, hefur verið reynt að ryðja frúmskógiim um 100 metra frá veginum á hvom veg, en það myndi taka mörg ár að ljúka því verki. Einsog nú háttar eru bílalestirnar varnarlausar fyrir fyrirsátum, hvar og hvenær sem Viet Min þóknast. Slíkar árásir hafa undantekningarlaust heppnazt og meðaltap Frakka er heim- ingur faratækjanni í hverri til að varpa niður fallhlífar- liði eru árásarmennimir búnir að dreifa sér. Svo naumt hald hafa Frakk- ar þá þrátt fyrir óhemju kostn að í mannslífum, fé og erfiði á kannski einum fimmta hluta Viet nam. Hvaða stjórnmála- skoðun, sem maður aðhyllist er það að blekkja sjálfan sig að telja sér trú um, að ríkis- stjórn og her Viet Min sé bara hermdarverkamenn og óþjóða- lýður, og það því fremur sem þeim hefur farizt tiltölulega vel úr hendi fjögurra ára stjórn í þeim hluta landsins, sem þeir hafa á valdi sínu. Einkennilega lítið er vitað um ástandið á yfirráðasvæoi Viet Min. Eg var búinn að vera nokkrar vikur í Indó Kína áð- ur en ég hitti nokkurn, sem gat skýrt mér frá því af eigin reynslu. Það var undirtylla í embættiskerfi Bao Dai, sem hafði verið tekinn fastur — auðvitað í lítilli virkisborg, sem átti að heita á valdi Frakka — sakaður um sam- starf við óvinina og dæmdur til ,,endurfræðslu“ um nekkurn tíma í Plaine des Jones. Þessi bækistöð Viet Min er geysileg- ur mýrarfláki í suðurhluta landsins, næstum eins víðlend- ur og Yorkshire (euskt hérað, 15.750 ferkílómetrar. Þýð.). Það er aðeins 16 kílómetra frá Saigon þar sem stytzt er. Þarna eru aðalstöðvar suður- hers Viet Min, sjúkrahús, vopnaverksmiðjur og varð- haldsstöðvar af þeirri gerð, sem þessi undirtylla Bao Dai fékk reynslu af. Þar sem land- svæði þetta er ókortlÖgð benda samhangandi skurða, sem vatnapálmar mynda þak yfir, eru njósnir úr lofti útilokað- lest. Þegar tími hefur unnizt ar og víkingaárásirnar, sem ESPERANTO Nokkrir sósialistar hittust á fimmtudagskvöldið, 22. júní, heima hjá Þorsteini Finnbjarnar- syni, Skclavörðustíg 46, og stofn- uðu þar „áhugamannahóp um notk- ui^ alþjóðamálsins esperanto til eflingar sósialisma og verkalýðs- hreyfingu," eins og segir í starfs- reglum hópsins, sem samþykktar voru á þessum fundi. •fc Verkefni hópsins eru að kynna íslenzkum sósialistum og verka1- lýðshreyfingunni esperanto og að ná með esperanto samböndum við erlenda sósialista til skipta og öfl- unar á blöðum og bókum. Enn- fremur esperantonám, með lestri umræðum og skrifum æfi þátttak endur sig í notkun málsins. Sósí- alistar hvar sem er á landinu bæði esperantistar og aðrir geta orð- ið félagar ef þeir vilja vinna á einn eða annan hátt að verkefnum hóþsins. En samkvæmt reglum hans verða þeir félagar, sem esperanto kunna, að vera meðlimir Sambands íslenzkra esp- erantlsta, annað þvort í einhverju félagi tnnan samhandsins eða ein- Frakkar gera öðru hvoru, kom ast aldrei langt áleiðis. Sögumaður minn aagði, áð í einni slíkri árás hefðu verðim- ir yfir honum gert sér lítið fyr ir og horfið en komu svo aftur, þegár hættan var liðin hjá. Viet Min hefur aldrei vjerið að burðast með neinar girðingar utanum stríðsfanga, heldur læt ur ála og króka koma í stað- inn fyrir gaddavír, en fangar sem ekki reyndu að kcmast undan þegar svona stóð á, fengu nokkur hrósyrði og stund um einhverja smávegis umbun. Sögumaður minn hafði lagt útí að flýja vegna þess eins, að eitthvert f jölskjddumál olli honum áhyggjum. Eitt var það, sem hafði haft djúp áhrif á hann í fangavistinni, og var í rauninni svo fjarstæðukennt, ao öll önnur reynsla hans hvarf í s’mggann hjá því. Þetta var, að það var refsiverð yfirsjón aö reka sína eigin prjóna nið- ur í hrísgrjónaskálina sem mat ur var borinn fram í. Til þess voru hafðir sérstakir prjónar, afskaplegt — og að því honum ■""*'ri algerlega óþarft — til hald, sem var óþekkt í fín- us.u ríkisveizlum í Vietnam. Seinna, eftir margar þrautir, lánaðist mér sjálfum að eiga skamma dvöl í einu virki Viet Min *á þessum slóðum. Þetta var útvarðstöð, sem verið var \v stækka til að koma fyrir liði scm verið var að flytja þangað annarsstaðar að. Hermenn uanu af miklum hraða að því að byggja svefnskála og skrif- stofur úr bambus og fléttuðum pálmablöðum. Engin tilraun var þarna gerð til að fara að einsog Frakkar, sem reisa fyr- •Perönmikla varnarmúra úr oddhvössum bambusstaurum, Frainhaid á 6. síðn staklingsmeðlimir. Félagar greiða enginn föst . gjöld til hópsins, Kostnaður sem verða kann af starfi hans greiðist með frjálsu framlagi félaganna. Form. áþugaiiópsins er Þorst. Finnbjarnarson guiismiöur, og átti hann frumkvæði að stofnun hóps- ins. . Þorstein þarf ekki að kynna íslenzkum esperantistum. 1 „Aiþjóoamál og málleysur" er þess getið að „Þorsteinn Finnbjarn arson, merkilegur esperantisti, kom upp 10 manna esperantisiafó- lagi á hressingarhælinu í liópa- vogi 1932.“ Næstu árin varð Þor- steinn forgöngumaður róttæku es- perantohreyfingarinnar hér á landi, sem kennd er við Unuiga Komitato, og hóf útgáfu blaðsins Mateno, sem !:om út í. nokkur ár og er ásamt fjörkippnum kring- um komu Krestanoffs 1938, helzta lífsmark esperantohreyfingar á Is landi í hléinu milli blómatíma „Esperantofélagsins í Reykjavík" og Auroro-hreyfipgarinnar. Þor- steinn Finnbjafnars. tiefur lengst Þor.úoinn Finnbjarr.arson 'f likiegast alltaf, átt erfiða ævi, 1 auk annars áratuga baráttu við ■ berklana. En hann er eldsál og ! hugsjónamaður, sjálfmenntaður í beztu merkingu þess orð, brenn- _ andi áhuga hans á framgangi sósí alisma og esperanto þekkja allir sem komizt hafa í snertingu viS hann. Þeir sem vilja verða félagar á- hugahópsins snúi sér til Þorsteins Finnbjarnarsonar, Vitastíg 14 tGulIsmiðaverkstaíðið), Reykja- vík. ..... ... j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.