Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 3
Ný félagsrit okkar sem nú lif ■uin í landinu eru nýkomin út •— fyrsta hefti þessa árgangs. Réttar var minnzt hér í blað inu fyrir skömmu, og verða þau sannmæli ekki endurtekin hér. En það má bæta einu við enn: hann er síðastur, fram til þessa dags, í allfjölskipaðri fylkingu íslenzkra tímarita sem höfðu það mið eitt að halda uppi vöm og sókn fyrir sjáif- stæði og frelsi þjóðarinnar, kenna henni að standa upp- réttri, á eigin fótum. Og er hami ekki þegar orðinn langlíf- ari en nokkurt þeirra sem á undan fóru? Einar Olgeirsson skrifar mestu grein þessa heftis, eins og löngmn fyrr. Þegar útvarpið rakti efni Réttar, um daginn, taldi það „einnig“ upp „stjórn- málagrein eftir Einar Olgeirs- son“. Eg vil nota tækifærið og koma að svolitlum fréttaauka. Greinin heltir sem sé: Á einok- un og eymd aftur að verða hlutskipti vor íslendinga ? Svona viðkvæmt er „hlutleysi" ríkisútvarpsins. ÞAÐ skal ekki auka fólkinu áhyggjur með upp ljóstrun þess leyndardóms að slíkra spurninga er nú spurt víðsvegar í landinu. En hvaða hlutleysi hefði hér verið brotið? Eru þá kannski emhverjir að leiða einokun og eymd yfir þjóðina! Fyrri hluti greinarinnar fjall ar um Pólitík Sósíalistaflokks- ins 1944—‘47, en hún er skil- greind sem: barátta fyrir af- komuöryggi Islendinga. En sú taug er af f jórum þáttum: bar- átta fyrir atvinmfhanda öllum, barátta. fyrir nýsköpun atvinnu lífsins, barátta gegn útlendu arðráni á þjóðinni, barátta fyr ir nægum mörkuðum — og er þó taugin eiji. Síðari og meiri hluti greinariimar ber yfirskrift ina: Engilsaxnesku einokunar- klærnar yfir Islandi 1947—’50. — Það er marsjallstefnan; og hennar svipa ríðm’ nú á baki alþýðunnar á íslandi. Annars eru hér engin tök 4 að rekja efni ritgerðarinnar. Menn skulu iesa hana sjálfir — og lesa Vandlega. Hún er vopnabúr sannjeikans í þessum máíum. Þeir sem liirða þar um rök og staðreyndir lesi nýjasta hefíi Réttar, bls. 33 til 61, að báðum meðtöldum. Brynjólfur Bjarnason skrifar Innlenda víðsjá, eins og áður. j'Sem kunnugt er f jallar sá þátt- ur uin síðustu viðburði og tíð- indi í stjómmálum landsihn, á hverjum tíma. Brynjólfur skýr- ir þau og gegnumlýsir í stúttu máli, rólegu, röksamlegu og Ijósu máli, að venju hinna beztu marxísku höfunda. Þá er þýdd grein um fyrir- hugðað mesta. mannvirki ver- aldar: stíflurnar í Ob og Jeníssei í Síberíu og kjarnorku- skurðinn gegnum Túrgæ-háls- ana. Verkið er þegar hafið, og það voru einmitt kjarnorku- sprengingar í Túrgæ-skurðin- um sem ollu titringnum á „land skjálftamælum" Bandaríkjanna í haust — og varð til þ-ess að Trúman hljóp í útvarpið og til kynnti að Rússar heíðu atóm- sprengjur, upp með vetnis- sprengjuna, áfram nu. •— Tveggja núkilmenna er minnzt í heftinu: Stepháns G. og Maó Tse-Túngs. Verðskulda báðir fyllri skil — og jafnvel betri. Hinir fyrstu skulu verða síð- astir. Fremst í þessu Réttar- hefti er kvæði eftir Þorstein Valdimarsson: Mig dreymdi kynlegan draum. Það er stórt intelektúelt átak, búið 'ham- römmu máli, hlaðið tröllaukn- um myndum. Ef það væri stormur bryti liann skóga — og feykti hrófatildri. Við höf- um ekki séð meira kvæði á ís- ienzku nú nm hríð. Margar spumingar brenna manni á vörum við lestur þess, m.a. þessi: hve myrkt má skáld yrkja? Eg sneiði hjá svarinu, en ef einhvern varðar það þá hef ég persónulega vissan unað af þungu kvæði, og er að einu leyti dálítið sméykur að rök- ræða það geð, rifa snndur þann ham, sem skáld hieypur í að sköpunarstarfi sinu. En annað rildi ég drepa á. Kvæðið fjallar um mann sem veit ekki hver hann er. Og þeg ar hann er spurður (af sam- vizkunni?) hliðrar hann sér hjá svari, kemst þó ekki undan, og það kemur upp úr kafinu að maðurinn, ég, sem kvæðið mæli, er Mannkynið. Þetta er nú ekki myrkt svar, og má þó skiljast á tvo vegu — þótt samhliða kunni að liggja. Er það meiningin að „ég“ sé mannkynið í þeim skilningi að ég sé samábyrgur því, sú mikla sök þess sem kvæðið taiar um sé „mín“ sök. Því mætti haida fram að sú sé niðurstaða skáltte ins. En hér væri brestur í, sprimga í sjálfum heimspeki- grunni kvæðisins. Því „ég“, einstaklingui’inn, er EKIH mannkynið, sök þess er EKKI „mín“ sök. Eg veit ekki hve gömul hún er, þessi hugmynd um samábyrgð manns og mann kyns. En hitt veit ég að hún hefur vaðið uppi vítt um lönd á síðari árum, einnig hér á landi. Það hefur um skeið ver- ið talið gáfumerki að kunna hana og beita henni. Eg veit líka að hún er falskenning, á meðan - við gerum kröfu til að orð feli í sér merkingu. Og í þriðja lagi veit ég að þetta er afturhaldshugmynd því hún er 1 skýrð svona: byrjaðu á sjálfum þér ef þú vilt bæta heiminn, þar er þörfin mest, en láttu ríkisstjórnina í friði, því ef hún er ill þá ertu samsekur henni. — Þannig var því lýst í útvarpinu um daginn hvernig ísiendingar allir, „ég og þú“, væru samsekir um misheppnun marsjallsamstarfsins. En sann- leikurinn er sá að marsjalisam starfið átti að „misheppnast". Þegar í upphafi átti að „skerða lífskjör þeirra (þ.e. Isiendinga) allverulega“, og má nú fletta upp í umræddu Réttar-hefti, •bis. 47—48. En sem sagt: fisk- markaðirnir eru hrundir, kaffi- kílóið komið í nær 30 krónur, svo það er ekki seinna vænna fyrir þig að betrumbæta sjálf- an þig, lagfæra hugarfarið. Það er komið atvinnuieysi, og líklega ertu dauðasekur, ásamt öllu mannkyni. Við höfnum,þessari hugmynd, forköstum henni, og snúum aftur heim til draumkvæðis okkar. Og vitaskuid er þá hinn skilningnrinn sanni nær, að rödd ,,mín“ sé aðeins rödd mánnkynsins, á þá leið að „ég“ sé notaður tii hægðarauka, af því Mannkynið V-r of þungt í vöfum eins kvæðis. Lokasvarið sem við hljótum: að ég sé mannkynið, sé aðeins skýring skáldsins á því að í kvæðinu liafi verið lýst viðhorfi og kvöl mannkynsins í spegli eins ein- stakiings, ekki þess sem er á- byrgðarmaður sektar þess og sakar, heidur hins sem skynjar raun þess og. getur því talað tungu þess. „Eg“ er ekki full- trúi mannkynsms, heldur, túlk- ur þess, og er hvergi til framar er kvæðinu lýkur. En. því má lieldur ekki neita að, útlínur þessa orðs, mannkyn, fara nú að verða allóljósar, því nokkur hluti þess, og vaxandi, þorir að hórfast í augu við sjálfan sig, og viðurkennir fúsiega og djarflega. hvér hann' er. En hann er kannski ekki ennþá svo stór að hiiin hlutinh; auð- valdið og blindingjar þess, fái ekki ráðið gátu þessa iífs til glötunar, eins og í kvæðinu seg ir. Og þá erum við komin þar, að við getum firr.t „mannkyn- ið“ sök, nema þeirri að hafa. ekki þegar drepið af sér auð- valdið. En er þá sök rétta orð- ið? Yfirgripsmikil, altsék ;orð eins og títtnefnt mannkyn eiga það til að verða okkur ttl traf- ala í baráttu okkar við atóm- djöfla og stríðsgislí»ménn,, úþ- Þegar leið á friðarráðstefn- una í París árið 1919 tók Winston Churchili, þáverandi hermálaráðherra Bretiands sæti Lloyd George á þingi því. Her- málaráðherrann hafði þegar frá upphafi verið andvígur friðarhugmjTidum og friðartil- lögum Wilsons Bandaríkjafor-. seta sem hraktist sjúkur skip- brotsmaður brott úr höfuðborg Frakklands, heim í andúðiífa og ósigurinn. En á friðarráð- stéfnunni hófust „langar um- ræður um hvernig hægt væri að veita herjum hvítliða sem árangursríkasta aðstoð gegn Sovétstjórninni". - „Churchill . . . lagði til, að þegar í stað væri seít á stofn af Bandamönnúm yfir-ráð fyr- ir Rússlandsmál, er skiptist í stjórnmálaiega, efnahagsíega og hemaðarlega deild. Hernað- ardeildin áttj að „taka til starfa þegar í stað“ við að ganga frá áætlun um víðtæka hernaðarihlutun". Fimmta maí 1919 hitti „op- inber fulltrúi hvitliðaherjanna", Gclovin. hershöfðingi, Mr. Chur chill í skrifstofu brezka her- málaráðuneytisins. „Hermála- ráðherrann talaði reiðilega um andstöðu brezkra vinstrimanna og verkamanna við hernaðar- hjálp ti] hvítliðaherjanna. Churchill sagðist vona, að þrátt fyrir þessa hindrun gæti hann sent tíu þúsund „sjálfboðaliða" í viðbót á norðúrvígstöðvarnar. . . Churchill lagði áherzlu á fús leika sinn til stuðnings Deníkín (rússneskur hvitliðastjóri. B. B.) Deníkin gæti a. m. k. vænzt 2500 ,,sjáifboðaliða“, hernaðarsárfræðinga og tækni- ráðunauta. Um tafarlausa hjálp sagði Churcill Golovin, að 24 milljónum sterlingspunda yrði skipt milli hinna ýmsu gagnbyltingarherja og séð yrði fyrir herbúnaði og hei'gögnum handa 100 þúsund júdenits- vatna hugmyndir okkar, svo ekki sé minnzt á það að taka ÞEIRRA sök á sínar eigin herð ar, eins og sumir sækjast eftir. Jafnrétt er hitt að í nýrri styrj öld kynni svo að fara að allt „mannkyn'1 sigidi einum báti undir Svörtuloft heljar. I skugga þeirrar ógnunar er það reyndar crt, kvæðið um hinn kynlega draum. Sú sameigin- lega skelfing ókkar flestra, ekki allra., er hvöt þess og tii- efni. En hin sósíalíska bjart- sýni lætur ekki að sér hæða. Skáldið kveður sig fx-á geig sín um: Saklausa líf, sem liíir þó í mér án dauða. — — I upphafi þessa. máis nefndi ég Rétt Ný íélagsrit okkar sem nú lifum. Það er nauð- synjalaust að gera hér saman- burð á þessum tveimur tíma- .ritujn. En nafngiftin helgast iaf því að þau eru gædd sama anda. B. B. • - *•- • V* -*•— ->H V» V vn w rv -> manna (annar hvítliða.foringi); til árásar á Pétursborg" .... „Árangurinn af viðtalinu fór' fram úr öllum vonum mínum“, sagði Goiorin í skýrslu til yfirboðara sinna. Það er góðra. manna siður að efna meira en heitið er. „Samkvæmt skýrslu er Churchill birti 15. sept. 1919, hafði Bretland þá eytt um 100 milljónum sterlings- pund. . . . til Deníkíns hers- höfðingja einmigis", en hann. var aðeins einn af mörgum, keisaraþrælum rússneskum sem kostaðir voru af auðvalds- stjórnum stríðshrjáðra Vestur- landa til að drepa rússneska al þýðu. En hurtséð frá þeim kumpánum höfðu herir 14 ríkja ráðizt*inn í Sovétríkin sumarið- 1919, án stríðsyfirlýsingar. Það kom síðar upp að „hálfsí þriðja árs blóðug íhlutunar-- stríð og borgarastyrjöld höfðu orsakað dauða urn sjö milljóna, Rússa, karia, kvenna og bama, í orustum, úr hungri og veik- indum. Efnahagstjón þjóðarinn ar áætlaði sovétstjómin síðar 60000 milijónir doilara“. Hvaðan eru þessi fræði feng- in ? Þau eru fengin úr bók sem bókaútgáfan Neistar hef- ur alveg nýlega gefið út, og heitir Samsærið mikla gegn Sovétríkjunum, eftir Banda- rikjamennina Michael Sayers og Albert E. Kahn. Hún er á 6. hundrað bls. að lengd, kost- ar 50 kr. í bandi, og þið ættuð- að lesa hana öll. Það má kallast kraftaverk að ráðstjórnin og sovétalþýðan skyldi bera hærri hlut í við- skiptum sínum við innrásar- heri Vesturveldanna og málalið- hvitliðafomingjanna. En eftir- leikurinn hófst þegar, og höf- undar Samsærisins mikla rekja. hann um aldarfjórðungs skeið, fram á árið 1946. Þeir rekja. það hvernig Ráðstjórnarríkim moruðu af innlendum og vest- rænum skemmdarverkamönnum og njósnurum, keyptum og sendum af vestrænum auðkýf- ingum, hermáiaráðuneytum og" leyniþjónpstum. Þeir lýsa ná- kvæmiega Trotskí og lagsmönn, um hans sem í vitfirrtri bar- áttu sinni gegn ráðstjórninni sukku dýpra í siðferðilega spill ingu en aðrir mannflokkar sem við höfum haft nýjar fregnir- af um sinn. Þeir lýsa því hvem ig stofnuð voru fávitafélög t Vesturevrópu og Bandaríkjun- um, til að steypa ráðstjórninni! Þeir segja frá því livemig' stjórnmálamenn Vesturveld- anna reyndu snmarið 1939 að> komast hjá samningum og sátt niálum við Sovétríkin, svo þeir- hefðu þeim mun óbundnari hendur tmi stuðning við herra Adólf Hitlcr í heittþráðri aust- urför hans. Og mörg fleiri tíð- indi hermir þessi bók, m. a.. þau hve ósigrandi , föðurland sósíalismans var 'í þessu langa. striði. Höíundarnir sækja heimi Fr&mhald á 1. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.