Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 25. júni 1950 ÞJÓÐ VI LJl XT N MOÐIR TALAR Þér segi ég söguna vegna þess að þú ert rithöfundur og ekki síður vegna hins að mér finnst ekki seinna vænna að hún 'hljómi víðar en í linnulausri einveru minni. Þú átt að gefa fátæk- um orðum mínum þann svip sem hæft getur rituðu máli. Eg treysti þér, ljáðu orðum mínum allt það afl og eftir- væntingu, alla þá depúrð og andúð sem hægt er að leggja í sögu. Það er nauðsynlegt, þá gæti verið að fólk tryði því sem ég ætla að segja. Heimili mitt er í leiguhúsi, ég er þar öllurn ókunnug og mönnum finnst ekkert for- vitnislegt við mig. Fáir þekkja mig. Gluggarnir tveir á herbergi mínu vita að skuggalegri götu, þaðan horfi ég gegnum gluggatjoldin á húsveggina handan göt unnar. Mér er engin þörf á fegurra útsýni, ég lít hvort sem er aldrei í aðra átt en . til fortíðarinnar. Einu sinni eða tvisvar daglega mætir mér fólkið í húsínu, þegár ég fer út með svörtu bögglatöskuna mína, og kem íiftur tafarlaust. Eg geng sein lega, hjartað er lélegt og ég mæðist illa. Þú hefur víst aldrei tekið eftir því hve margar ein- mana konur reika þannig úti alveg afskiptalausar. Lífið umhverfis þær er allt í þoku, sýniglúggarnir Ijóma ekki þeirra vegna, enginn veitir þeim athygli; samt eru þær lifandi, eins og utan við at- fcurðina, eins og skuggi. Samt snertir þæi" allt sem gerist umhverfis, engu síður en hina, sem teyga lífið þyrstum munni. En hak við þær er eitthvað , þungbært, einhver stór harmur sem eng inn veit framar um, einhvern veginn glatað líf, sem allir eru hættir að minnast á. Gamla konan á neðstu hæð ■— segir fólk um mig — er að íara út í búð. En einu sinni. sá búðarstúlka fæðingardag minn og skellti saman lófun- um: ,,Þú ert þá enn svona ung. Maður heldur bara hitt vegna gráa hársins.“ Það er fleira sem því veld- ur, góða mín. Og ung er ég ekki framar. Stundum finnst mér ég sé orðin þúsund ára. Og hún brosti, en augna- ráð hennar var flöktandi og ókátt, eins og hún vorkenndi mér. En hvers vegna vor- kunn? Ekki var ævi mín öll eins og nú. Eitt sinn var æv- in fögur. Okkur leið vel, mér og manninum mínum, við lifðum sæl þegar okkur fædd ist barn. Nú séyð þú sjálfur, það er ekkertvið þessa sögu, finnst þér það, þetta reyna þúsund- ir manna. Eg verð bráðum smeyk um að þig bresti þol- inmæði og þú skrifir ekki meira af jafnalgengri sögu. En gerðu samt fyrir mig að hlusta enn um stund. Stríðið kom. Ekki er það helur neitt sögulegt, við höf- um öll lifað það og reyndar vitum við öll fullvel hvern- ig það var. En finnst þér ekki líka að ekki megi segja svona blátt áfram: STRÍp? Það er ekki ,jRema orð, ’ eitt lítið atkvæði, segir ekkert um þær feiknir og ógnir, sem í orðinu felast. Það er hreint ekki rétta orðið, mér finnst það alltof lint: í því ætti að vera harkandi hávaði, málm- gjallandi, harmur, óþefur púð urs og rotnandi blóðs, samt væri það ekki nema svipur hjá sjón. Maðurinn minn háði það stríð. Ekki með vopn í höndum, það var ekki hægt þar sem við vor- um hann , var fangelsaður dæmdur og tekinn af lífi fyrir þátttöku i leynihreyfingunni Eftir varð ég ein með bamið Nú verðurðu að skilja tvennt: ógnafeikn og þunga orðsins stríð, öll starfsviðleitni manns ins verður meiningarlaus, þeg- ar dauðinn situr við sama borð og lifendur — og hins vegar yndi og þokka barns, er sof- andi kreppir litla hnefann eins og það vilji grípa hverf- ulan draum. Lýstu til dæmis þessu atriði: Sól skín á einstíg í skemmtigarði og eftir hon- um skoppar barn, syngjandi og masandi, veifandi höndum. Hver segir að þetta sé einstíg- ur í skemmtigarði, og þar sé verið að grafa sprengjuskýli, að þar sitji þögulir menn, þreyttir og niðurlútir? Víst er þetta járnbraut, brunandi á teinum, heiðblátt ævintýri og heimurinn fagur, því með einu augabragði er að hægt að breyta honum. Eða barnið gripur hausbrot inn tréhest. Samstundis lifnar trédýrið og drengurinn situr á baki fáksins, lokkabrúskinn á höfði hans lyftist eins og titr- andi blóm, en sízt vildi hann láta líkja sér við blóm, kraftamaður er hann, riddari, hann þeysir yf- ir grjót og urðir, fer yfir hvað sem fyrir er. Reiðinni ætlar aldrei að linna. Þá vekur sól- skríkja athygli hans, og jafn Tékkneski ritliöfundurinn J£rf Marek ritar þessa átakanlegu frásögn frá ógnaxtíma þýzka hemámsins í Télíkóslóvakiu. skjótt fellur tréhesturinn til jarðar og er dauður hlutur. Þarna á gluggariminni tístir sólskríkja. Drengurinn þrýst- ir nefinu á rúðuna og skilur ekki því sólskríkjan er svona síkvik. Hvers vegna rykkir hún til stélinu? Hvað segir sólskríkjan, fyrst hún getur ekki talað? Rétt seinna er marglitur bolti miklu fallegri en sólskríkja, eltkert er eins gaman og að sjá hann fljúga upp í loftið og koma niður aft- ur með spaugilegum smelli í gólfið. Á meðan eru fullorðn- ir að lesa blaðagreinar, sem þýða stríð, þjáningu og dauða. Ug þrysunn fingur íeitar í bók frá einni mynd til annarr- ar, þær eru svo fallegar: menr í bílum, ekill með svipu sína, gufuskip á fljóti. .. . Og svo ei þar ekki lengur fingur, held ur sótarinn, sem klifrar upv stigarimarnar, ein tvær, eir tvær. . , . Mamma, hvert fei sótarinn að sofa á kvöldin Hver slekkur á stjörnunum'. Er sólin stærri en diskurim minn? Oll börn eni falleg, en fal- legust meðan þau detta utai þau sökkva í drauma sín; eins og á mjúkan kodda, aug un eru varla aftur, þegar at burðir dagsins taka að bærast á vörum þeirra. Broshýr minn! Hausbrotni hesturinn kemur, boltinn, svo kemur sól- skríkjan og sezt á rúmstokk inn og það lifir allt á ný, því fegurð heimsins er takmarka- laus. Því ég tali svona lengi um þetta? Vegna þess að ég sá drenginn minn ganga til móts við dauðann. Hann gekk þania með undr- andi bemskusyip, áhyggjufull ur vegna alls sem hann sá kringum sig, hann tók annaé bam við hönd sér og þau héldu öll í fylkingu til rnóts við dauðann, og þau voru öll svo lítil, yndisleg, varnarlniu Drengurinn minn .... Nei, vertu rólegur, ég ætla eltki ao gráta, ég ræð ekki alvcg við röddina; gráturinn er liðinn hjá, skelfingin ein er eftir, en skeífingin grætur ekki. Þetta skaltu líka skrifa rétt og nákvæmlega: Það var öm- urlegt, gróðurlítið landsvæði, eyðistígur lá meðfram jára- jiauunni, sökkvandi í for. '■'"ma.n stíg þrömmuðu barns- fætur, yfir þau grúfði sig grá- v-ctn- moigunhiminn, engin hreyfing nokkurs staðar læi'ri, hvergi bærðist lauf- blað. allt var svo ofboðs hryllilegt, að sjálfur blærinn oiygðaöist sín og trén máttu rig hvergi hræra, hefðu þau ekki verið bundin jörðu sterk- um rótum, hefðu þau orðið aö hlaupast á brott frá hryllings feiknum þessa staðar. Þa.5 ar sem néraðið allit hefði ’isst mælið af hneykslun, orð :ð álagabundið, andaði ekk.i. ylkingin ein hrærðist, litlu örnin, sem séð höfðu alltof ■>argt hræðilegt. Þau fóru þama ógrátandi, því þau skildu ekki hvað var að ger- \st, eins og þau væru að koma úr skóla og gripu í góðu eftir hendi hvers annars og leidd- jsi. Ug peir sem gæta þeirra 'lamra. iárnslegnum stígvél- um. Skrifaðu það og segðu " ;: fcömin voru að fara til móts við dauðann. Lig sa þau er verið var áð lytja mig með öðrum konum. fangalest til biðsalar dauð- ans sem svo var nefndur. Það •ar hræðileg ferð, við þjáð- umst af þorsta, hungri, marg- ar okkar dóu, en sárast sveið :ð börnin vom tekin af okk- — Úvissan var voðalegust. Hvað yrði gert við þau ? Yrðu pau teKin á heimili ? Yrðu þau okuð inni á munaðarlausra- Framhald á 6. síðu SVELTUR Sjötti hver ibúi jarðarinnar á heima í Indlandi. Þetta nýstofn- aða ríki með 350 millj. íbúa er í þann veginn að verða mið- depill stjórnmála og fjármála í Asíu og ástandið í landinu getur skorið úr um örlög álf- unnar. Vandamál þessa ríkis eru mörg og þeim fjölgar. Vandræðin sem að steðja eru svo skelfileg að vér mundum helzt kjósa að vita ekki af þeim. En það er aðeins sólar- hrings flug frá London til Bom- bay og þá blasir við augum slík ofboðsleg sýn, slíkur illur draumur, að sjálft litskrúð Austurlanda rnegnar ekki að breiða yfir það nema i bili. Indverjar svelta. Það hafa þeir gert um aldir, ,en reyndar er lítil huggun að vita það. Samkvæmt varLegri áætlun gerðri af. ýfirvöldunum sveltur þriðjuiigur landsmanna, og.alm aþ- Jfriðjupgur er s yannærður í þessari athyglisverðu grein er skýrt frá ástandinu í Indlandi — harmleiknum sem gerzt hefur er „sjálf- stæfú“ Indland heldur áfram á braut alþýðukugunar brezku nýlenduharðstjór- anna. ýmist af skorti eða skökku mataræði, Það er til sanninda- merkis um að þessar áætlanir séu ekki út í bláinn, að á öllum vegum gefur að líta þús- undir af grindhoruðu fólki, sem staulast áfram nær örmagna, en fæturnir ekki annað en skinn og bein og andlitssvipurinn yf- irkominn af volæðinu, en sum- ir hafa hnigið niður á gang- stéttum eða ‘ í húsasundum, bjargarlausir , og ■ ráðþrota, 'Á hvérjum degj fæðast 27000 böm. ■ Þjóðinni fjölgax um 4 millj. á ári. Á hverjum degi eyltst ibúatalan um 12000 í þessu landi, þar sem hver bjargræðisvegur er löngu lok- aður. Því landið er langsam- lega ofsetið i hlutfalli við fram- leiðsluhættiaa. Þa3 er meira en helmingi minna að flatarmáli en Bandaríliin, en íbúatalan er miklu meira en helmingi hærri. Auk þess er mikill hluti Ind- lands eyðimörk eoa jarðvegs- lausir frumskógar'. Mikinn hluta ársins er nærri allt landið skrælþurrt. 700.000 sveitaþor.p eru í landinu og eru þau flcst: á bökkum stóránna, en í þess-! um þorpum búa 90 af hundraði landsmanna. Framfærsla þessa fólksf jölda er komin undir land-! búnaði, sem rekinn er með mið- ald-alegum aðferðum, uxar látn- ir draga tréplóga og engin á- burðarcfni notuð. Á einstöku stað eru vatnsveituskurðir, 2000 til 3000 ára gamlir og hafa ekki verið gerðir að nýju eðá haldið við .allan þennan tíma. En viðast hyar, þar sem rcynt ér að veita vatni á. jörðina, er það gert með vindum, sem. dregnar eru með ííandafli eða. af úlföldum eða buflum og gengur þetta svo seint og er- svo gagnslítið, að það er því líkast sem skvett sé vatnsdropa. á heitan ofn. Meginhluti þessa sveitafólks sveltur hálfu hungri, en hlýtur að svelta heilu hungri ef mon- 'úninn, sem venjulega kemur í uuií og júlí, bregzt. Og er þá fá:t til bjargar. Þá eru engar birgðir til og svo lítið um vegi, að það er varla nein leið a5 f’ytja að matvæli, og hvar ætii að taka þau ? Þegar svona. ‘ r. fara þeir á vergang, sem. eru rclfærir, — ömurlegt flakk t;' annarra héraða og oftast- nær gagnslaust. Þó að fólkinu fjölgi ört, e- dánartalan ákaflega liá. Ungbarnadauði er hinn mc > i í lieimi. Af 6,2 millj. dáinna á óri eru 3,1 millj. böm únnan \ið 10 ára ald- ur. 1,6 rnillj. barna deyr á Fr^jnhald á 7. siðu. , t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.