Þjóðviljinn - 27.06.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.06.1950, Blaðsíða 4
ÞJOÐVILJINX gSlÓÐVILJINN Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafeson, Eyjólfur Eyjóifsson. Auglýslngastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, aígrelðsia, auglýsingar, prentsmlðja: Skölavörðu- stig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Bjarni að fá málið? Forsjóninni sé þökk, Bjarni Benediktsson hefur fengiö málið á ný. í fyrrad. birti hann grein á 2. síðu Morgun- blaösins, aö vísu aðeins rúrna tvo dálka, en maöur verð- ur feginn hverju lífsmarki. Greinarefnið er að nú séu kommúnictar kátir, nú þyki þeim sem „sætur unaðs- söngur“ láti í eyrum. Og ástæðan til gleðinnar er með orðum ráðherrans sú að hér á landi ríkir „óhöpp, ófarn- aður og glundroði. . . . örðugleikar á sölu íslenzkra af- urða o. s. frv.“ Hér skal ekki rakið hverjir eru raunveru- lega glaðir, en þungur er dómur ráöherrans um ástandið á íslandi á miðri 20. öld, það ástand sem hann ber sjálfur öllum einstaklingum fremur ábyrgð á. Um hina langvinnu þögn sína er ráðherrann fáorð- ur, en birtir þó eftirfarandi yfirlýsingar: „Pylgjendur lýðræðisins vita, að almenningur á ekki síður rétt á því að heyra hin illu tíðihdi en hin góöu. . . . Munurinn á heiðarlegum stjórnmálamanni og kommúnista er sá, að hinn heiövirði maður segir þjóð simii sannleikann, hvort sem hann er ljúfur eða leiður." Þess er því að vænta að „fylgjandi lýðræðisins“, „hinn heiðarlegi stjórnmálamaður“ Bjarni Benedikts- son birti þjóðinni skýrslu um för sína á stríðsbanda- lagsfundinn í Lundúnum, og aö honum láist ekki heldur að skýra undandráttarlaust frá ástandinu í afuröasölu- málunum. Hann er sjálfur persónulega ábyrgur fyrir hvoru tveggja. íslendingar of samkeppnisfænr! Þegar rætt hefur verið um afurðasölumál hafa aft- urhaldsblöðin ævinlega komiö fram meö þá einu rök- semd aö íslendingar væru ekki „samkeppnisfærir“, og á þeirri forsendu var gengislækkunin fyrst og xremst rök- studd. Menn munu minnast þess að þegar þessi málflutn- ingur um allt of hátt verð á ísl. afuröum stóð hvað hæst, gripu franskir fiskimenn til samtaka sinna til aö hindra að íslenzkur fiskur væri fluttur til landsins, þar sem verðlag hans myndi algerlega eyðileggja útveg Frakka! Nú viröast hliöstæðar aðgerðir vera fyrirhug- aðar í Englandi. í Reuterskeyti frá 13. júní — sem Morg- unblaðinu hefur láðst að birta — er sagt frá því að veiði- menn í bænum Dungeness á suðurströnd Englands hafi snúiö sér til þingmanns síns og kvartaö undan því áö fisk ur frá Danmörku og íslandi sé seldur í Bretlandi fyrir allt of lágt verö. Skeytinu lýkur með þessum orðum: „Þingmaðiu-inn, H. R. Mackeson ofursti, hefur verið beð- inn að krefjast hærra verðs fyrir fisk frá Danmörku og íslandi“. Brezkir fiskimenn treysta sér sem sagt ekki til að lifa af atvinnu sinni vegna þess að íslenzkur fiskur er seldur of lágu verði, engu frekar en franskir fiskimenn í fyrra. íslendingar eru allt of samkeppnisfærir til að keppa á eymdarmörkuðum marsjallkreppunnar, þar sem er „offramleiösla" á matvælum á sama tíma og milljónir búa við næringarskort. . BH.JVUP0STIUIW Krafizt kartaflna „Kartöflulaus“ skrifar: — Ég sé að almennur fundur kvenna hefur samþykkt ýms- ar athyglisverðar ályktanir um kjaramál heimilanna. Þær hafa hafa krafizt kartaflna, lauks, sítróna og þurrkaðra ávaxta í stað lúxusbíla og gjaldeyris- flakks auðmanna, þær vilja fá nægan sykur fyrst aldrei er hörgull á þeirrí vöru til bakara og sælgætisgerðar, þær heimta að fá flónel, tvisttau, léreft og annað slíkt til að sauma úr sjálfar í stað þess að verða áð kaupa rándýrar tilbúnar vörur. Allt eru þetta hinar sjálfsögðustu samþykktir. Burt með stjórn kartöfluleysisins „En mikið undrast ég þó langlundargeð húsmæðranna. Þær vita fullvel að einokunar- herramir sem stjóma öngþveit- inu kasta samþykktum þeirra í bréfakörfuna og halda áfram að gera illt verra, því ekkert er þeim eins fjarri og lýðræð- isleg vinnubrögð. Mér finnst að húsmæður ættu nú að láta ríkisstjómina finnna að hugur fylgir máli á eftiminnilegan hátt, undir kjörorðinu: Burt með þá ríkisstjóm sem ekki getur einu smni séð fólki fyrir kartöflum. Þær eiga að fara í kröfugöngur, halda^fundi og senda samþykktir frá hverri einustu matvælabúð bæjarins. Þær eiga ekki að láta ráðherr- ana hafa nokkum stundlegan frið. Þetta er ekki af neinni illkvittni hugsað, heldur af hinu að mér finnst kartöflu- skorturinn vera það algera lág- mark sem ekki eigi að þola. Ef ráöherrunum helzt uppi að hafa landið kartöflulaust vikum og jafnvel mánuðum saman, hvers má þá ekki vænta á eftir? — Kartöflulaus“. íhaldsvinnubrögð. Hér í póstinum var í fyrra- dag vakin athygli á gönuhlaupi Ivars í sambandi við lóðirnar við bæjarbyggingarnar . við Hringbraut. Og vinnubrögð í- haldsins þar eru mjög lærdóms- rík. Það hefur verið svikizt um að fullgera ióðirnar þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir íbúanna. Fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vetur gerðust svo allt í einu þau tíðindi að flutt voru mörg vagnhlöss af stórgrýti og mold á lóðirnar: Nú skyldi haf- izt handa! En eftir kosningar var allur áhugi allt í einu rok- inn burt aftur. 1 vor fóru börn- in svo að leika sér í hinu að- flutta íhaldsgrjóti. Þau grófu imdan stórum hnullungum og bisuðu svo við að veltá steinun- um ofan í holurnar. Var þetta stórhættulegt og hrein mildi að ekki. hlutust slys af, enda kærðu íbúamir þetta að lokum fyrir Slysávamarfélaginu. Og piijilipi! fyrir nokkrum dögum gerðust svo þau tíðindi að bílar komu aftur á lóðirnar við bæjarbygg- ingamar — til að flytja burt það grjót sem hafði verið flutt þangað fyrir kosningarnar í vetur! Þetta eru hin einu sönnu íhaldsvinnubrögð, en væntan- lega er þó hneykslið orðið nægi- lega fáránlegt til að lóðimar fáist að lokum fullgerðar. Góð nyt _ 17. júní kom út ,,hátíðablað“ af Tímanum. Þegar því var flett kom í ljós að stærðin var aðeins tvö venjuleg Tímablöð, en utaná var hlaðið 31 síðu af auglýsingum — svo að segja öllum frá Kaupfélögunum. Með- al annars voru fimm heilar síð- ur frá Sambandinu, auk auglýs- ingá frá deildum þess. Mér segja fróðir menn að gróðinn af þessu tiltæki nemi á fjórða tug þúsunda króna. HÖFNIN: Togarinn Fylkir kom af veiðum skipasmiður í gærmorgun. Sex nýsköpunartog- arar voru hér í höfninni i gær. Sumir þeirra eru til viðgerðar. Eimsklp Brúarfoss fer frá Hull 27.6. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Akureyri í gær 26.6. til Siglufjarð- ar. Fjallfoss fór frá Reykjavík 25.6. til Svíþjóðar. Goðafoss fór frá Leith 25.6. til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Kaupmánnahöfn 24.6. til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Akureyri í gær 26.6. til Þing- eyrar. Selfoss fór frá Halmstad 22.6. væntanlegur til Seyðisfjarð- ar 28.6. Tröllafoss kom til N.Y. 23.6. frá Reykjavík. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 17.6. frá N.Y. Þriðjudagur 27. ■ júni -1950." 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyr- ar kl. 15.30. Til Vestmannaeyja kl. 13.30 og til Isafj., Patreksfjarðar og Hólmavikur. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar kl. 13.30 til Vestmannaeyja kl. 13.30 til Isafjarðar, Siglufjarðar og á milli Vestmannaeyja og Hellu. I gær var flogið til Akureyrar Vestm,- eyja Hellu Patreksfjarðar Isafj. Flateyrar og Bíldudals. Geysir fór kl. 09.00 í morgun í áætlunarferð til Kaupmannahafnar, með við- komu í Gautaborg, hann er vænt anlegur aftur til Reykjavikur kl. 16.00 á morgun. 20.20 Tónleikar. 20.45 Erindi: Blaða. útgáfa og blaða- mennska á Akur- eyri (Brynl.Tobías son yfirkennari). 21.15 Einleikur á píanó (Rögn- valdur Sigurjónsson): a) Nocturne í e-moll eftir Chopin. b) Átta etud ur eftir Chopin. 21.45 Upplestur: Sagnaþáttur eftir Benjamín Sig- valdason (Benedikt Gíslason frá Höfteigi). 22.00 Fréttir og veðun- fregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur)- 22.30 Dagskrárlok. Sl. sunnudag voru gefin sam an i hjónaband,. ungfrú Sigríð- : ur Sveinbjarn- ard. og Árni Kristjánsson, Kirkjuteig 25. Heim- ili þeirra er að Drápuhlíð 17. — Nýlega voru gefin saman í hjóna band hjá borgardómara Svava Jónsdóttir, símamær, Vifilsgötu 24 og Kjartan Guðmundsson, tann- læknir, Óðinsgötu 8. (e Á jónsmessumóti sósíalista á Þing- völlum opinberuðu. trúlofun sína, ung- frú Kristín Andrés r dóttir frá Hamri á Múlanesi og Einar Sturluson, í Bátasmiðastöð Breiðfirðinga, Hafnarfirði. -— Ný- lega hafa opinberað trúlofun sína,. ungfrú Margrét Snæbjörnsdóttir,. Túngötu 32 og Björn Birnir, Graf- arholti, Mosfellssveit. \''V Ríkisskip Hekla er í Glasgow. Esja er í Reykjavík og fer þaðan annað kvöld austur um land til Siglufj. Herðubreið fer frá Reykjavík ann að kvöld til Breiðafj. og Vestfj. Skjaldbreið verður væntanlega á Akureyri í dag. Þyirill er i Rvík. Ármann fer frá Reykjavik siðdeg- is í dag til Vestmannaeyja. Skipadeild SIS Arnarfell fór frá Húsavík 22. júní áleiðis til Sölvesborgar. Kom við í Kaupmannahöfn í gær. Hvassafell er væntanlegt til Fá- skrúðsfjarðar i dag. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. — Simi 7911. Gangandi vegfarendnr: Á þjóðveginum er örugg- ara að ganga á hægri veg- arbrún. Einkum er þetta áríðandi í myrkri. Haldið ■ auk þess á Ijósleitum vasa- klút í hendinni svo þér sjá- ist betur frá ljósi bifreiða. Ef slys skeður, eða þér þurfið af öðrum lífsnauðsyn legum ástæðum að stöðva bifreið á förnum vegi, þá veifið með báðum höndum í kross yfir höfði yðar. Stjórenendur ökutækja eru hérmeð vínsamlega beðnir að taka tilíit til þessara ár merkja: Hjónin Anna Ást. veig Guðmundsd. og Baldur Árna- son, Hverfisg. 42,. eignuðust 16 marka. meybarn í gær 26. júni. Alifuglarækt, tíma rit Landssambands Eggjaframleið- enda, 5. tbl. er kom. ið út. Efni: Breytt ir búnaðarhættir, Þróun hæsnaræktar í U.S.A. í 25 ár. Hús Landssambands Eggja- framleiðenda. Raddir lesendanna,- Húsmæðraþáttur o. fl. Bólusetning gegn barnaveiki. Pöntunum veitt móttaka í síma. 2781 kl. 10—12 f. h. fyrsta þriðju- dag hvers mánaðar. Fólk er á- minnt um að láta bólusetja börn sin. Maður felíur — Framhald af 8. síðu. milli skips og bryggju. Menn er voru þarna viðstaddir náðu honum fljótlega upp, en maður inn hafði þá misst meðvitund, og var hann fluttur í Landspít- alann. Raknaði hann þar við eftir nokkum tíma, en reyndist hafa meiðst talsvert við bylt- una. fónsmessumótið Framhald af 8. síðu. gegn 12. Kl. 5 síðdegis hófst svo dans og var dansað fram eftir kvöldi. Mótgestir fóru heim glaðir og ánægðir eftir óglejTnanlegan dag. - ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.