Þjóðviljinn - 22.07.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 22. júlí 1&50.
ÞJ'ÓÐVILJIEN
5
imSuður-Kóreuher er hezti
„TVTý öld er runnin upp í
•*- ’ mannkynssögunni“
varð þýzka skáldinu Göthe
að orði, er hann horfði á
tötrum klædda og illa vopn-
aða franska byltingarmenn
sigra þaulæfðan og vel bú-
inn her Prússakonungs í or-
ustunni við Valmy 1793.
Síðan þá hefur hvað eftir
annað sýnt sig, að Göthe sá
rétt, fámennt lið hefur sigr-
að ofurefli með þeim krafti,
sem hugsjón veitir. Nýjasta
dæmi þessa hefur gerzt í
Kóreu undanfama daga. Þar
hefur aiþýðuher stjómar-
innar í Pyongyang sópað á
undan sér her stjórnarinnar
í Seoul og bandarísku liði,
er sent var Seoulmönnum til
fulltingis. Borgarastyrjöld-
in í Kóreu hefur öll gengið
alþýðuhernirm í vil enda þótt
landinu væri þannig skipt
síðan 1945, að stjómin í
Pyongyang réði yfir þriðj-
ungi þjóðarinnar, um tíu
milljónum manna, en stjóm
in í Seoul yfir tveim þriðju
Kóreubúa, um tuttugu millj.
manna. Gangur borgarastyrj
aldarinnar í Kóreu er hlið-
stæður við það, ef Pólverj-
ar hefðu gjörsigrað Hitlers-
Þýzkaland haustið 1939.
Otjórnin í Seoul var vopn-
^ u5 og eíld af Banda-
ríkjamönnum og hún og þeir
lifðu í þeirri sælu vissu, að
ef í odda skærist við stjóra-
ina í Pyongyang leiddi það
af sjálfu sér, að stjóm, er
réði yfir tuttugu milljón-
um manna ætti alskostar við
stjóm, sem réði aðeins yfir
tíu milljónum. Rhee forseti
stjórnarinnar í So.ul, lýsti
því þráfaldlega yfir við
bandaríska blaðamenn, að
her sinn gæti tekið Pyongy-
ang á nokkrum dögum og
hann væri löngu búinn að
því, ef bandarískir ráðamenn
hefðu talið herinn fullbúinn
til bardaga. 1 sumar töldu
bandarískir yfirboðarar Rhee
þá stund loks komna. Frank
Gibney, fréttaritari „Time“
sem mest allra bandarískra
blaða hefur æst til hernaðar-
ævintýra í Austur-Asíu
skrifar í blað sitt 5. júní frá
Seoul: „Kóreuiýðveldinu hef-
ur munað mest fram á við á
hemaðarsviðinu, á tveim ár-
um hefur það æft og vopnað
fyrstaflokks landher. Þetta
er að miklu leyti að þakka
hernaðarráðunautum úr
Bandaríkjaher í Kóreu, sem
komu upp fótgönguliðsskóla
sniðnum eftir Fort Benning
og hafa byggt upp sjö nú-
tíma herdeildir reiðubúnar
til bardaga. Beztu liðsforíngj
ar hins nýja Kóreuhers vom
áður jápanskir majórar óg
lautinantar ... Flestir, sem
þeim málum eru kunnugir,
telja nú þennan 100.000
manna Suður-Kóreuher bezta
her í Asíu miðað við stærð.
Hraðskreiðar tylkingar hans
hafa hreinsað burt flestallar
skæruliðsveitir kommúnista.
og nú trúir enginn að Norð-
ur-Kóreuherinn, sem Rússar
hafa æft, gæti gert skjóta
og vel heppraða innrás í
Suður-Kóreu án mikils liðs-
auka ... Ekkert nema skort
ur á hernaðarflugvélum gæti
orðið til þess að Suður-
Kórea stæði höllum fæti“.
Samkvæmt frásögn þessa
Kim Ir Sen, forseti alþýðu-
stjómarinnar í Pyongyang
bandaríska fréttaritara ætti
liðstyrkur alþýðuhers stjórn
arinnar í Pyongyang og hers
Seoulstjórnarinnar að hafa
verið jafn. Gibney segir
Bandaríkjamenn hafa byggt
upp sjö herdeildir í Suður-
Kóreu og fréttaritarar í
Syngman Rhee, forseti
stjórnarinnar í Seoul
Kóreu hafa það eftir banda-
rískum herforingjum þar,
að alþýðuherinn, sem gjör-
sigraði her stjórnarinnar í
Seoul hafi talið sjö herdeild
ir. Hvað flugstyrk stríðsað-
ilanna í Kóreu snertir, segj-
ast Bandaríkjamenn frá upp
hafi hafa haft alger yfirtök í
lofti ogi beitt þeim til morð-
árása á óbreytta borgara i
borgum Kóreu. Þrátt fyrir
fullyrðingu G'tbneys er því
áreiðanlegt, að eitthvað ann-
her í Asíu^!
Móti kjarnorkuvopnum - eSa
með þeim!
að en skortur á hernaðarflug
vélum hefur valdið hrakför-
um hers stjómarinnar í
Suður-Kóreu.
A nnar Bar.daríkjamaður
en þessi afturhalds-
fréttaritari hefur reynzt get-
spakári. Asíumálafræðingur-
inn prófessor Owen Lattim-
ore segir i bók sinni „Solu-
tion in Asia“, þar sem hann
ræðir um Suður-Kóreu: „Það
er ekki hægt að treysta því
að herinn ' berjist, fólkið
treystir ekki ríkisstjórninni.
.. Ef til borgarastyrjaldar
kemur ... getur Norður-
Kórea gersigrað Suður-
Kóreu“. Kóreumaðurinn Yo-
unghill Kang sagði, er hann
kom aftur til Bandaríkjanna
til1 að taka við kennarastól
sínum við New York háskóla
eftir að hafa verið um tíma
í þjónustu stjórnar Syng-
man Rhee í Seoul: „Þá sem
Japanir höfóu fangelsað
settu Rússar í lögregluliðið,
þá sem voru lögrelguþjónar
undir stjórn Japana létu
Bandaríkjamenn halda áfram
lögrelgustörfum“. Þessir
leppar Japana breyttu ekki
um starfsaðferðir, þótt þeir
fengju nýja húsbændur. Það
sýna eftirfarandi setningar
úr bandariska borgarablað-
inu „New York Times“, tekn
ar úr skeytum frá Walter
Sullivan, fréttaritara þess í
Seoul: „Mörgum Bandaríkja
mönnum ofbýður, þegar
kommúnistar eru píndir til
bana og tekr.ir af lífi hóp-
um saman ... Nokkrum vik
um áður kom upp mikill
úlfaþytur í þinginu vegna
þess hve margir kunnir men
höfðu verið píndir til dauða
af hernum og lögreglunni.
. . Fullyrt er, að fangar sem
flýðu og náðust aftur hafi
verið skotnir á dyraþrepum
ýmissa borgara og skildir
þar eftir að því er virðist
sem áþreifanleg aðvörun...
Fjöldahandtökur hafa troð-
fyllt fangelsin“. Forseti
Korean Institute, lærdóms-
stofnunar um Kóreumál í
Wasliington, ræddi við blaða
menn eftir að borgarastyrj-
öldin braiizt út. Forsetinn,
Kóreumaður að nafni Kim,
sagði það ekkert undrunar-
efni, að her Suður-Kóreu-
stjórnar færi halloka. Stjórn
Rhee væri fádæma óvinsæl,
hún hefði svikizt um að
skipta stórjörðum milli land-
búnaðarverkamanna, látið
dýrtíð flæða yfir alla bakka
en haldið niðri launagreiðsl-
um og lögregla hennar hefði
ftomið fram af fáheyrðri
grimmd.
■%7ið allt þetta bætist að
’ stjóm Syngman Rhee
stóð eins og veggur gegn
\
Ekki þarf að minna á ógnir
þær er kjarnorausprengjurnar
á Japan ollu í Hirosima og
Nagasagi.
Eg býst varla við, að við.
sem þá vorum' komin til vits
og ára gleymum frásögnum
blaðanna af þeím atburðum,
þó við eigum ekki ímyndunarafl
til þess að setja oss skýrt fyrir
sjónir, það hyldýpi hörmunga
er af þeim hlauzt.
Vitandi um gjöreyðingar-
mátt kjarnorkusprengjunnar
hafa leiðtogar þjóðanna rifizt
um það, svo að segja frá stríðs
lokum hvort banna skyldi kjarn
orkuvopn í hernaði. án þess að
árangur sjáist.
Málsmetandi menn, um allan
heim, . sem sáu hvert stefndi,
gátu nú ekki ler.gur setið hjá,
heldur boðuðu til alþjóðlegs
þings í Stokkliólmi í þeirri von
að aimenningur þjóðanna fengi
tækifæri til þess að láta uppi á-
lit sitt.
Þetta þing hefur einhuga orð
ið sammála um ávarp, þar sem
kjarnorkuvopn eru fordæmd
og notkun þeirra talinn glæpur
gegn mannkyninu. Milljónir
manna hafa undirritað ávarpið.
Nú eigum við íslendingar
einnig kost á að undirrita það.
Við höfum lengi talið okkur
gefa stærri þjóðum gott for-
dæmi með baráttu okkar til
fullkomins sjálfstæðis með
drengilegum málflutningi og
skynsaml. rökum, enda mun
það hafa dregið okkur drýgst í
sjálfstæðisbaráttunni.
Er við fögnuðum einhuga
í'engnu frelsi 1944 l.ýstum við
yfir ævarandi hlutleysi okkar
og vopnaburður var okkur and-
styggilegt hugtak.
Nú er svo komið, að við höf-
um gengið í hernaðarbandalag,
með því að blindir leiðtogar
leiddu blinda þjóð, enda virðist
fallið framundan, jafnvel áður
en til hernaðarátaka kemur.
heitustu ósk allra Kóre-
manna, sameiningu landsins.
.Rétt áður en borgarastyrj-
öldin hófst séndi stjórnin í
Pyongyang sendiboða með
m-að sameiningartillögur til
Seoul. Svar stjómarinnar
var að varpa sendiboð-
imum umsvifalaust í fang-
elsi. Þótt stjórnin í Pyong-
yang réði aðeins yfir þriðj-
ungi Kóreubúa á hún holl-
ustu yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðarinnar í Norður
Kóreu var stórjörðum skipt
og iðnaðurinn þjóðnýttur,
framkvæmd heitustu áhuga-
mál alþýðunnar í sveitum og
borgum. Stjórnin í Seoul var
hinsvegar aðeins fulltrúi fá-
mennrar stéttar stórjarðeig-
enda og auðmanna. Banda-
ríska herstjómin leit hins-
Svo langt erum við nú leiddir
íslendingar frá 17. júní 1944,
að við fáum ekki óáreittir að
láta þá ósk skriflega í ljósi, að
notkun kjarnorkuvopna sé
glæpsamlegt athæfi gegn mann
kyninu. Svo brjálaður er ÁRÓÐ
URINN FYRIR KJARNORKU-
VOPNUM að jafnvel fyrrver-
andi málgagn verkalýðsins
(Alþýðublaðið) segir fagnandi
frá því að nú séu fclöð í Dan-
mörku farin að safna saman
nöfnum manna til þess að aft-
urkalla ósk þeirra um bann við
k jarnorkuvopnum.
Eða virðingin fyrir dóm-
greind almennings! Okkur er
jafnvel ætlað að trúa því að
Bandaríkin standi vopnlaus
gegn Rússum ef kjarnorkuvopn
eru bönnuð! Við gefum með
því "Rússum „FRJÁLSAR
HENDUR“
Þetta er sorglegur vottur um
óvirðingu fyrir dómgreind al-
mennings og sofandi samvizku
og ódrengskap gagnvart allri
menningu frá hendi blaðamanna
og blaðaútgefenda er slíkt láta.
frá sér fara.
Vopn eru búin til, til þess að
nota þau. Ef við viljum ekki
láta varpa á okkur kjamorku-
sprengjum verðum við að banna
þær.
Ef við viljum ekki banna
kjarnorkuvopn, þá viljum við
láta kasta þeim.
Á hvern?
Kristófer Grímsson
KAUPIÐ
happdrœttis-
miða Sósiai-
istaflohksins
vegar aðeins á það, að hún
réði að nafninu til vfir tveim
þriðju hlutum þjóðarinnar og
ályktaði af því, að hún ætti
alskostar við stjórnina í
Pyongyang. En' þegar svarf
til stáls kom í ljós, að Suður
Kóreuherinn sem bandarísku
herforingjarnir voru svo
stoltir af, neitaði að berjast
fyrir spillta og hataða aftur-
haldsstjórn. Þegar banda-
ríska herstjórnin og stjóm
Syngman Rhee voru orðnar á
sáttar um, að tími væri kom
inn til að láta til skarar
skriða og létu gera árás
noxðuryfir 38. breiddargráð-
una, var alþýðulierinn við-
búinn, sem ekki er furða, ef
hafðar eru í huga látlausar
árásarhótanir Seoulstjcrnar-
innar.