Þjóðviljinn - 25.07.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.07.1950, Blaðsíða 1
VILJINN 15. árgangur. Þriðjudagur 25. júlí 1950. 161. tölublað. Álþýðusamband Norðurlands lýsir sig samþykkt ákvörðun Alþýðusambandsstjérnar um Skorar á sambandsstjórn oð Jboða tafarlaust til ráSstefnu með fulltrúum verkalýSsfélaga til oð samrœma kröfur og starfsaSferSir Bandaríkst 1 'Of _ kínverskra eyja Landganga á ey hjá Amoj Utanríkisráðuneyti Bandaríkj anna lýsti yfir í gær, að floti Bandaríkjanna myndi verja al- þýðuber Kina landgöngu á Pescadoreyjum undan strönd Taivan (Formósa) engu síður en Taivan sjálfri. I gær fréttist, að lið úr alþýðuhernum hefði gengið á land á eyju útifyrir hafnarborghmi Amoj á strönd Kína gegnt Taivan. Stjórn Alþýðusambands Norðurlands, íjórðungssambands A. S. í., gerði á fundi á laugardaginn eftirfarandi samþykkt: „Fundur miðstjórnar Alþýðusambands Norðurlands haldinn 23. júlí 1950. lýsir yfir samþykki sínu við ákvörðun miðstjómar Alþýðusambands ís- lands um að beita sér fyrir því, að verkalýðsfélögin hefji sameiginlega launa- baráttu. Miðstjórnin telur að nauðsynlegt sé, til tryggingar sigursælli baráttu, að verkalýðsfélögin samræmi kröfnr sínar og tíma til aðgerða. eftir því sem unnt er. Miðstjómin skorar því á miðstjóm Alþýðusambands tslands að boða til ráðstefnu með fulltrúum verkalýðsfélaganna um eða fyrir 1. ágúst n.k. til jress að samræma kröfur og starfsað ierðir í væntanlegri launabaráttu." Alþýðuherinn tekur Mokpo syðst á Kóreu, mjög þrengt að Bandaríkjaher Alþýðuher Kóreumanna tók í gær flotahöfn- ina Mokpo á suðvesturhorni Kóreuskaga og hefur þá á valdi sínu alla vesturströnd skagans. Sókn alþýðuhersins suður vesturströndina frá Kumfljóti til Mokpo, 150 km leið, hefur verið mjög hröð, eftir að varn- arlina bandaríska innrásarhers- Á þessu korti af Suður-Kóreu sést Mokpo syðst á vestur- ströndinni og Kvangju og Nam- von nokkru norðar og austar. Suður af Namvon er Sunchon, en þangað er búizt við að al- þýðuherinn sæki næst. Auk þess sjást á kortinu Taejon, Taegu, Fusan og Yongdok. Pohang er við botn flóans beint austur af Taegu. ins við fljótið var rofin hefur ekki verið rnn neina teljandi mótspymu að ræða. Mokpo, sem yar flotahöfn bandarísku lepp- stjórnarinnar í Suður-Kóreu, var tekin bardagalaust. Norð- austur af Mokpo tók alþýðuher inn í fyrradag borgimar Kvan gju og Namvon um 50 km. frá suðurströnd Kóreu. Á miðvígstöðvunum geysaði harður bardagi í gær um smá- bæinn Y0ngdong á járnbraut- inni frá Taejon, fyrstu bráða- birgða höfuðborg leppstjómar- innar, suðaustur til Taegu, ann- arrar bráðabirgðahöfuðborgar hennar. Sumar fregnir sögðu, að alþýðuherinn hefði tekið bæ- inn, en aðrar, að Bandaríkja- menn verðust þar enn. Á austurströndinni tók al- þýðuherinn Yongdok aftur í fyrradag eftir að Bandaríkja- menn höfðu haft borgina á valdi sínu nokkra klukkutíma. Horfumax slæmar fyrir Bandaríkjamenn Eftir töku Mokpo getur al- þýðuherinn sótt austur suður- strönd Kóreu, þar sem Banda- rikjamenn em fáliðaðir fyrir. Fréttaritarar með bandaríska innrásarhernum segja útlitið mjög alvarlegt fyrir hann. Fréttaritari Reuters segir, að óhjákvæmilegt virðist að Banda rikjaher verði brátt króaður af í þröngum þríhyming á suðaust urhorni Kóreu milli Fusan, birgðahafnar Bandaríkjamanna Framhaid á 7. síðu. A-bandalagsráðið ræðir hergagna- framleiðslu í Bandariskar kröfur um stóraukin hernaðarútgjöld Vestur-Evrópuríkjanna Endurreisn hergagnaiðnaðar í Vesíur-Þýzkalandi verður eitt aðalviðfangsefni fastanefndar A-bandalagsins, sem kemur saman á fyrsta fund sinn í London á morg- un. Stjórnmálafréttaritarar í London segja að Bandaríkja- stjóm leggi áherzlu á, að nota verði iðnað Vestur-Þýzka- lands í hervæðingu Vestur-Evr- ópu og muni leggja fram á- kveðnar tillögur um það á fund inum. Sömuleiðis er búizt við bandarískri kröfu um að Vest- ur-Evrópuríkin auki hemaðar- útgjöld sin álika mikið og Bandaríkin munu gera eða yfir 75%. Sömuleiðis krefst Banda- ríkjastjórn að iðnaður Vestur- Evrópu verði látinn stórauka framleiðslu til hemaðarþarfa. Bonnstjórnin ræðir vestur-þýzkan her. Skýrt er frá því í Bonn, að Bandarikjaher litur á alla Kóreumenn sem óvinl Andstaða íbúa Suður-Kóreu gegn „bandamönnunum" knýr herstjérnina til örþrifaráða Yfirstjórn bandaríska innrásarhersins í Kóreu, sem þykist vera að „bjarga Suður-Kóreumönnum frá árás“, hefur lýst yfir að litið verði á sérhvern óbreyttan borgara, er sést nálægt vígvellinum, sem óvin. Herstjórain segir, að þessi fyrirskipan sé gefin vegna sí- vaxandi skæruliðahemaðar í- búa Suður-Kóreu gegn hinum bandarísku „bandamönnum“ þeirra. Brottflutningur og stofufangelsi. Bandaríska herstjórnin er byrjuð að flytja óbreytta borg ara nauðuga af svæðum nálægt Framhald á 8. síðu. vesturþýzka stjómin muni bráð lega ræða möguleika á stofnun hers í Vestur-Þýzkalandi, sem verði hluti af herbúnaði A- bandalagsins. Ymsir af foringj um sósíaldemókrata í Vestur- Þýzkalandi fordæmdu í gær- kvöld allar fyrirætlanir um her væðingu Vestur-Þýzkalands. Slík hervæðing væri ögrun við Sovétríkin og myndi styrkja afturhaldið í Vestur-Þýzka- landi. Truman áminnir leynilögregluna Truman Bandaríkjaforseti hefur skipað leyniþjónustu Bandaríkjanna að vera vel á verði gegn njósnurum, skemmd arvérkamönnum og undirróðurs mönnum. Jafnframt hefur hann heitið 'á bandaríska borgara, að láta leyniþjónustuna strax vita um alla, sem þeim þykja. grunsamlegir. Ókyrrð í Belgíu Mikil ókyrrð hefur verið í Belgíu síðan Leopold konungur- kom heim úr útlegð. Sprenging- ar hafa valdið skemmdum á ýmsum stöðum og verkfö’] em hafin. Miðstjórn sósía’.demó- krata segir flokkinn ekki muni linna baráttu gegn konungi fyrr en hann segir af sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.