Þjóðviljinn - 25.07.1950, Blaðsíða 8
Borgarvirklshátíðin
% k
Um tvö þúsund manns séttu hátíðahöldin aS
Borgarvirki á sunnudaginn
Eins og áður hefur verið
getið um hér í blaðinu, kom það
til umræðu í Húnvetningafélag-
inu hér í Reykjavíik fyrir rúm-
um tveim árum, að endurbyggja
hin fornu mannvirki, í Borgar-
virki í Vestui'hópi. Málaleitun
þessari var vel tekið, og ekki
leið á löngu þar til framkvæmd
Herskip í kurteisis
heimsókn
Síðastliðinn föstudag komu
hingað í heimsókn tvö æfinga-
skip úr norska flotanum. Með
skipunum eru allmörg sjóliðs-
foringjaefni og fóru þeir og
aðrir skipsmenn til Þingvalla
síðastliðinn laugardag í boði
ríkisstjórnarinnar. I gær komu
til Reykjavíkur þrír tundurspill
ar úr Bandaríkjaflotanum, en
fjórði tundurspillirinn er vænt-
anlegur í dag. Skip þessi eru
hingað komin í kurteisisheim-
sókn. 1 dag mun einnig brezka
varðskipið Wave koma í heim-
sókn, en það er til eftirlits-
hrezkum fiskiskipum hér við
iand og hefur oft komið hing-
að áður í samskonar erindum.
(Frétt frá utanríkisráðu-
neytinu).
Sænsku ferða
mennirnir farnir
heim
Erlendi ferðamannahópur-
inn, sem hingað kom þ. 8. júlí
<50 Svíar og 6 Norðmenn),
lagði af stað heimleiðis í gær-
morgun.
I fyrrakvöld var gestunum
haldið samsæti í flugvallarhót-
elinu. Ræðumenn voru: Stefán
Jóh. Stefánsson, Loftur Guð-
mundsson, Einar Magnússon,
kennari og fararstjóri Svíanna,
Emst Stenberg.
Ferðamennirnir fóru víða um
landið, austur í Mýrdal og norð
ur í land allt til Mývatnssveit-
ar. Þeir láta hið bezta af ferð-
inni, en voru þó ekki heppnir
með veður.
1 s&msætinu afhenti E. Sten-
berg, fyrir hönd ferðamann-
anna virðulegar gjafir til þeirra
;sem haft höfðu með móttök-
•urnar að gera eða verið leið-
jsögumenn á ferðalaginu hér, en
jþað voru: Þorleifur Þorleifsson
iframkvstj. Ferðaskrifstofu
ríkisins, Stefán Jóh. Stefánsson
Loftur Guðmundsson, Vilhjálm
lur S. Viljálmson, Einar Mogn-
oisson og 4 bílstjórar, sem ekið
ihöfðu með ferðalangana.
Að lokum voru dansaðir
sænskir þjóðdansar fram eft-
3r nóttu.
ir hófust og var verkinu lokið
á þessu vori.
Nokkur styrkur fókkst frá
Alþingi til framkvæmda þess-
ara, einnig lögðu margir ein-
staklingar fé af mörkum.
Borgarvirki er hið eina foma
vígi, sem til er hér á landi, og
jafnframt hið cina sem vitað er
um að gert hafi verið í forn-
öld. Það er hringmynduð
klettaborg 230 m yfir sjó.
Björn M. Ólsen lýstir. virkinu
í Árbók Foraleifafélagsins svo,
að það sé 417 feta langur klett
ur frá útsuðri til landnorðurs
þar sem hann er lengstur, en
mesta breidd 250 fet. Kletturinn
er hæstur að norðan og vest-
an, og allþverhníptur, en lægst
ur að sunnan og austan, og
þar auðveldur uppgöngu. Þegar
virkið var gert, var hláðið upp
í skarð sunnan í klettinum. Áð
austan er annað skarð, og um
það er-gengt upp í skálmynd-
aða dæld í klettinum, -og er
hún um þriðjungur klettsins að
flatarmáli. Talið er að virkið
sé hlaðið síðast á 9. öld, eða
snemma á þeirri 10.
Fjöldi manns fór héðan úr
Reykjavík á laugardáginn til
þess að vera við vígsluna. Einn-
ig fjölmenntu héraðsmenn. Á
laugardagskvöldið var -haldinn
dansleikur á sléttri gmnd fyr-
ir sunnan virkið. Þar voru tjöld
aðkomumanna og veitingatjöld.
Vígsluhátíðiii hófst ’kl. 2 e.
h. á sunnudaginn með því að
Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en
Halldór Sigurðsson setti hátíð-
ina. Friðrik Á. Brekkan, rit-
höfundur, Hannes Jónsson, fyrv
Framhald á 7. síðu.
11.561 USA-her-
menn í Bretlandi
Attlee forsætisráðherra
skýrði brezka þinginu frá því í
gær, að í Bretlandi væru nú
1.500 bandarískir sjóliðar í að-
alstöðvum flota Bandaríkjanna
á Atlanzhafi austanverðu og
10.000 menn úr flugliði Banda-
ríkjanna, er hafa flugstöðvar
nærri Oxford. Þetta lið kvað
hann hafa til umráða 180
spr eng j uf lugvél ar.
.... ....... 1 "■■■■■si' ■ —11 —
Bola verkfall frá
31. þ. m
Samband matsveina- og veit-
ingaþjóna sagði upp samning-
um sínum og ganga þeir úr
gildi imi næstu mánaðamót.
Þar sem ekki hafa náðst samn-
ingar ennþá hefur sambandið
boðað verkfall frá og með 31.
þ.m.
í Kömb-
um ogviðEngidal
Á sunnudagskvöldið kl. rúm-
lega 8 varð bilslys á Hafnar-
fjarðarveginum á móts við
Engidal. Fólksbifreiðin R-46 ók
aftan á pall vörubifreiðarinn-
ar R-2482.
Fólk sem var í fólksbílnum
meiddist, en eftir þeim upplýs-
ingum, sem blaðið fékk í gær
mun ekki hafa verið um alvar-
legar slasanir að ræða.
þiómnumn
Bræðslusíldaraílinn þriðjungi meirí
en í fyrra,
Sl. laugardag á miðnætti var
bræðslusíldaraflinn 103.494
hektol. og búið var 2.637 tunnur. að salta í
Á sama tíma í fyrra var
bræðslusíldaraflinn 33.345
hektol. en söltim var þá ekki
hafin. 159 skip, sem veiða með
157 nótum hafa fengið þennan afla, en allmörg skip eru enn
ekki komin á skrá.
Neðantalin 17 skip hafa afl- að yfir eitt þúsund mál og tunn
ur:
Helga, Reykjavík 2908
Fagriklettur, Hafnarfirði 2198
Skaftfellingur,
Vestmannaeyjum 2124
Stígandi, Ólafsfirði 1780
Fanney, Reykjavík 1520
Edda, Hafnarfirði 1487
Björgvin, Dalvík 1360
Snæfell, Akureyri Ingvar Guðjónsson, 1328
Akureyri 1291
Einar Þveræingur,
Ólafsfirði 1258
Guðm. Þorlákur,
Reykjavík 1250
Súlan, Akureyri 1218
Hilmir, Keflavík 1180
Hvanney, Homafirði 1154
Haukur I, Ólafsfirði 1150
Garðar, Rauðuvík 1148
Sigurður, Siglufirði 1024
Lítil veiði í gær
Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðv.
I gær kom aðeins eitt skip
til Sigluf jarðar með síld og var
það Arinbjöm sem kom með
400 mál í gærmorgun. Á mið-
unum er norðaustankaldi og
þoka og ekkert veiðiveður. Þó
fengu nokkrir bátar síld við
Langanes og fengu þeir sem
bezt öfluðu um 350 mál.
Um kl. átta á sunnudag lenti
bílí út af veginum neðarlega í
Kömbum. Bíllinn valt hálfan
snúning og kona sem í honum
var meiddist talsvert.
Hvert er erindi bandarísku
herskipanna fil íslands?
Það vakti mikla athygli í gær að bandarísk
herskip brunuðu inn á ytri höín og héldu síðan
upp í Hvalfjörð.
Málgagn ríkisstjórnarinnar „Vísir“ segir að „fjórir banda-
rískir tundurspillar“ hafi komið „í venjulega kurteisisheimsókn
herslcipa AÐ ÞVÍ ER VtSIR BEZT VEIT“. Þessi undarlega
viðbót eins af málgögnum ríkisstjórnarinnar hefur vakið nokkra
furðu, því venjan er að „venjulegar kurteisisheimsóknir her-
slupa“ sé'u tilkynntar fyrirfram opinberlega, að minnsta kosti
þurfi málgögn ríkisstjórnarinnar ekki að vera í vandræðum
að fylgjast með slíkum heimsóknum.
tslendingar minnast „kurteisisheimsókna“ þýzkra kafbáta
og herskipa síðustu ár og mánnði áður en heimsstyrjöldin hófst
1939 og hafa síðan iilan bifur á slíkri „kurteisi“. En þögn Bjarna
Ben. um það sem honum var fyrirskipað á stríðsráðstefnunni
i London í sumar og opinslcá skrif erlendra stríðsæsingamanna
um notkun fslands í næstu heimsstyrjöld gefa ástæðu til
fyllsfu tortryggni. Atlandshafsbandalagsmenn eru við völd á
íslandi, og þeir hafa til þessa hlýtt fyrirskipunum liúsbændanna.
Þess vegna ekki sízt er von að fslendingar hafi illan bifur á
„kurteisisheimsóknum“ herskipa og þvi að sjá enn erienda
hermenn á götum Reykjavíkur.
Skemmdarverk
í Bretlandi
Attlee forsætisráðherra skýrði
brezka þinginu frá því í gær,
að fullvíst væri, að sprengingin
í hergagnaprömmum í Ports-
mouth nýlega hefði verið af
mannavöldum. Ekkert sagði
hann vitað um, hverjir skemmd
arverkið hefðu unnið.
20% þjóðartekna
til vígbúnaðar í
10-15 ár
Taft, foringi republikana í
öldimgadeild Bandankjaþings,
sagði í gær, að nauðsynlegt
væri að stórhækka skatta vegna
vígbúnaðarþarfa. Bandaríkja-
menn myndu þurfa að vera her-
væddir næstu tíu til fimmtán
ár og verja á ári hverju um
20% þjóðarteknanna til her-
búnaðar.
Bandaríkjaher
Framhald af 1. síðu.
vígvellinum og öllum Kóreu-
mönnum á þeixn svæðum er
skipað að halda sig innan dyra
nema tvo klukkutíma á sólar-
hring, sem þeir mega nota til
að afla sér lífsnauðsynja. Bænd
um hefur verið bannað að
vinna á ökrum sínum. Þeir Kór-
eumenn, sem flýja undan bar-
dögunum, mega aðeins ferðast
með jámbrautarlestum, sem
Bandarikjamenn leggja til.
Bandaríska herstjórnin kvart
ar yfir, að skæruliðasveitir Kór
eumanna hafi laumast innámilli
bandarísku sveitanna á víg-
stöðvunum austur af Taejon,
og ráðist að baki þeim.
Orlofsferðir um
helgina
Orlofsferðir Ferðaskrifstofu
rfldsins ráðgerðar um næstu
helgi, verða sem hér segir:
1) Fjögurra daga ferð til
Snæfellsness. Lagt af stað á
laugardag 29. júlí, ekið um
Kaldadal og Borgarfjörð til
Stykkishólms og gist þar. Á
sunnudagsmorgun verður farið
út i Breiðafjarðareyjar, síðan
ekið um Kolgrafarfjörð og
Grundarfjörð til Ólafsvíkur og
Búða og gist þar. Daginn eftir,
mánudag farið að Stapa, Helln
um Lóndröngum og til baka að
Búðum. Fjórða daginn, þriðju-
daginn 1. ágúst, ekið um Borg-
arf jörð, Uxahryggi og Þingvelli
til Reykjavíkur.
2) Fjögurra daga ferð í Land
mannalaugar. Skoðaður Land-
mannahellir, gengið á Loðmund,
farið að Frostastaðavatni og
Landmannalaugum. Þaðan geng
ið á Brennisteinsöldu.
3) Þá er ráðgerð fjögurra
daga ferð um Kjöl norður í
Húnavatnssýslu. Fyrsta daginn
farið að Hvítárvatni og til
Hveravalla. Dagurinn eftir
verður notaður °til þess að
skoða sig um og fara í Þjófa-
dali. Á mánudag verður svo
ekið norður yfir Auðkúluheiði
um Svínadal til Blönduóss og
þaðan til Reykjaskóla. Fjórða
og síðasta daginn verður ferð-
ast um Borgarfjörðinn, komið
að Hreðavatni, Reykholti og
Húsafelli og heim um Kaldadal
og Þingvelli.
4) Loks verður farið inn á
Þórsmörk og er hér eins og áð-
ur um þriggja daga ferð að
ræða. Fyrsta daginn ekið í
Fljótshlíðina, þá um Markar-
fljótsaura yfir Markarfljótsbrú
og síðan inn í Húsadal. Annan
daginn dvalizt á Mörkinni, farið
í gönguferðir og loks ekið í
Framhald á 7. síðu.