Þjóðviljinn - 18.08.1950, Page 6

Þjóðviljinn - 18.08.1950, Page 6
V 6 + *■ * «%*r »«• A* firtvir*, AlþýSuflokRurinn í ríkisstjórn Framhald af 5. síðu. síðasta ári hafði • numið all- miklu yfir hálfa milljón króna. ^ Síðan gat Albýðu- blaðið komið út á ný Þegar svo var kornið fóru hinir skeleggu hugsjónamenn í stjómarandstöðu að hugleiða vandann, og úrræði þeirra urðu að sjálfsögðu þau að leita til fomra vina í stjómarliðinu, fjandaflokknum! Hófust nú á ný viðræður milii samherja úr fyrstu stjóm Alþýðuflokksins um það hvernig forða skyldi hinni konunglegu stjórnarand- stöðu frá gjaldþroti. Var það mál flestra á ráðstefnunni að það hefði verið misskilningur að leita nokkumtíma inn á braut stjórnarandstöðunnar, það væri óhagstætt hinum Sam- eiginlega málstað, skapaði ring- ulreið og giundroða, auk þess sem Alþýðuflokksforsrakkarnir hefðu ekki vald á hlutverkinu. Niðurstaðan var sú að ákveðið var að Alþýðuflokkurinn skyldi stefna að því að komast í rík- isstjóm aftur, þegar þær að- stæður væru fyrir hendi' sem gerðu slík sinnaskipti kleif. Síð- an gat Aiþýðuiblaðið kcmið út á nýjan leik. ^ Snurða á þræðinum Strax og ráðum þessum var ráóið tii lyXta sendi _stjórn Al- þýðusambandsins frá sér bréf til sambandsfél. þar sem lýst var yfir- þv.' o ð engin ástæða væri til j.róttækra aðgerða", nú væri hlutverkið þvert á móti að ,,knýja fram vinsamlega fram- kvæmd gengislækkunarlag- anna.“ Skömmu síðar sendi hin sama Alþýðusambandsstjórn frá sér „hagfræðilega greinar- gerð,“ þar sem „sannað" var að kauphækkanir væru hið versta óráð og- glapræði og sagt berum orðum að gengislækkun- in væri mun betri ráðstöfun en sú stýfing vísitölunnar sem Alþýðuflokkurinn hefur talið til helztu verðl.eika sinna! Og Alþýðublaðið- hélt áfram að koma út. En' þótt allt hefði þannig fallið í næsta Ijúfa löð voru samt átök í undirdjúpun- um. BjÖm Ólafsson, sem er harðsvíraður" kaupsýslumaður, taldi að Alþýðuflokksforsprakk- arnir liefðu gert of góð kaup, útkoma AlþýðublaðsinS’væri of litlu verði keypt. Hann gerði því skyndiárás, lét meirihluta TIL Ifojgnr imðim kauplagsnefndar falsa vísitöl- una um 8 stig og minnkaði síð- an stuldinn sjáífur um þrjú stig með bráðabirðalögum! Af þessu varð mikil ólga um siim í báðum herbúðum. Forsprakk- ar Alþýðuflokksins lýstu yfir því að ríkisstjómin hefði „svik- ið“ sig — svikið hin sameigin- legu áform frá því í vor þegar verið var að bjarga Alþýðublað- inu. Og Björn Ólafsson svaraði með því að þrýsta á sárasta blettinn, með því að benda á að ríkisstjórninni væri í lófa lagið að tæta niður allt bitlinga- og embættiskerfi Alþýðuflokksins, hreinsa til, og hvar væri flokk- urinn þá staddur ?! í haust á að láta til skarar skríða En þessar væringar stóðu að- eins skamma stund. Nú ríkir á ný hinn fomi andi. Alþýðusam- bandsstjóm er jafn afskipta- laus og þögul og fyrr þótt fyrir dyrum standi einhver víðtæk- asta kjarabarátta í sögu lands- ins. Alþýðublaðið hefur hafið sín fyrri skrif: verkalýðssam- tökin munu gæta hófs, þau em reiðubúin að hætta við kjara- baráttu sína ef ríkisstjórnin sýnir „viðleitni" í dýrtíðarmál- um! Og nú er áformað að skapa þær aðstæður í haust að Al- þýðuflokkurinn géti farið í rík- isstjórn á ný. Ætlunin er að haga málum þannig að samið verði um smávægilega hækkun á vísitölu Bjöm Ólafssonar, gefin verði loforð (eins og stundum fyrr) um væntanlega, „viðleitni“ í dýrtíðarmálum, og Alþýðuflokkurinn taki að sér að sjá um þá viðleitni í fram- kvæmd með þátttöku í ríkis- stjórn. Verður þetta allt vafið í fögur orð um nauðsyn þjóðar- einingar og allsherjarfórna á erfiðum tímum. ^ Ekki á kostnað almennings Áform leiðtoga Alþýðuflokks- klíkunnar éru þannig þau að nota verkalýðssamtökin til þess að lyfta sér upp í ráðherra- stóla á ný. Og til þess að svo megi verða er ætlunin að fórna hagsmunum alþýðusamtakanna og brýnustu nauðsyn alls al- mennings. Það skiptir vissulega ekki stóm máli hvort Stefán Jóhann og Emil Jónsson sitja í ráðherrastólum eða einhverj- um öðrum stólum, en hitt er alþýðusamtökunum lifsnauðsyn að láta ekki ganga á rétt sinn með sundrungu og blekkingum. Gengislækkunin hefur fært al- þýðumönnum heim sanninn um það að þéir eiga allir sömu hagsmuna að gæta, hvað sem stjórnmálaskoðunum líður, og þeir búa sig nú undir sameig- inlega baráttu, hlið við hlið. Þá baráttu verður að leiða fram til sigurs, og koma í veg fyrir að pólitískir hagsmunaspekúl- antár geti notað hana til að þjóna einkahagsmunum sinrnn á kostnað alis almeimings.;. t? Ví i. '11' €$ '«-■ X, •'ú ÞJÖÐVlLJtNN ,ö88f ieágá ,8Jt Föstudagur 18. ágúst 1950. watrjrmr y Ge r t r od L il j a : Hamingjuleitin 28. DAGUR ~rÍ Hilla þagði við. Síðan sagði hún: „Áttu við uppgerðarkurteisi? Milli mín og þín?“ 1 síðustu orðum hennar lá ögrun. Nú hefði Hinrik ekki þurft annað en brosa, en hann brosti ekki. „Virðing fyrir einsiaklingseðlinu er engin upp- gerðarkurteisi“. Og að svo mæltu gekk hann inn í herbergi sitt og - settist við skrifborðið. Virðing fyrir einstaklingseðlinu ? En aðeins fyrir einstaklingseðh Hinriks, ekki Hillu? Hilla var örgeðja og óendanlega hreinskilin við sína nánustu. Innhverfa menn hætti henni við að álíta undirförula. Hinrik og hún? I heimskulegri þrætu, orða- stagli — því að í rauninni voru þau sammála? Hjón sem rifust — var slíkt alveg óhjákvæmi- legt ? Maðurinn sem varði virðuleik sinn, var það þá Hinrik? Hún hafði álitið, að sá sem hefði virðuleik þyrfti ekki að verja hann .... En þegar tvær manneskjur fóru að líta gagn- rýnandi hver á aðra, gaf það tii kynna að bil væri orðið á milli þeirra: þær sáu hvor aðra í fjarlægð Hversu náið sem sambandið var milli þerra, hversu mikið eem þær elskuðust, þá voru þetta tvær persónur: og einn góðan veðurdag hitti maður á auman, óþekktan blett og þá stóðu tvær manneskjur augliti til auglist með kulda- .leg, framandi augu. Smáatvik sem óx og stækk- aði? Hugsun sem súrnaði, rotnaði og skemmdist í kyrþey? Þögnin var lífshættuleg. Hún stóð kyrr andartak, dró djúpt andann og fór svo inn til Hinriks. Hann sneri baki að henni, grúfði sig yfir stíla- bækurnar og sneri sér ekki við, þegar- hún kom inn. Hún gekk til hans. „Hinrik ef þér firnst þú hafa eitthvað að fyrirgefa mér, þá bio ég þig að fyrirgefa það.“ Hann sneri sér við. Og nú brosti hann „Þetta er nú iðrun í lagi,“ sagði hann stríðn- lega. „Þú verður að taka mig eins og ég er,“ sagði Hilla, ■ Hann reis á fætur. Hann þrýsti henni að sér, kyssti hana, og loks bar hann hana að sófanum. Á þennan hátt semur karlmaðurinn frið, hugs- aði Hilla. Gordíonshnúturinn er aldrei leystur, alltaf höggvinn sundur. Með þessari aðferð hef- ur karlmaðurinn frá alda öðli þaggað niður í konunni SJÖUNDI KAFLI VINNUKONA FÆR ATVINNU Hinrik blaðaði í dagblaði sem lá í kennarastof- unni Hann leit yfir það, las frétt í sakamála- dálkinum: stúlkan, sem fæddi barn sitt í snjón- um, hafði verið sýknuð. Hann hélt áfram og las um bílslys. Ekið hafði verið á þrjár persónur: máðirin hafði dáið, faðirinn meiðzt hættulega; tólf ára sonur hafði sloppið ómeiddur. Hinrik Jas fréttina upphátt fyriv rektorinn og Dagmar, sem voru inni í herbergir.u. „Þau voru á rör.gum vegkauti, skýringin á slysinu var eðlileg, sennilega fær bílstjórinn ekki einu sinni ámir.ningu," sagði Hinrik. „Nei sakleysi hans ætti að vera augljóst," sagð rektorinn og brosti við. „Já, spumingin er hvort hann sem reglumað- - ur hefur ekki gert skyldu sína,“ sagði Hinrik. „Var það ekki lagaleg og mórölsk skylda haris að aka á allt lifandii sem var á rpngum kanti?;‘‘ ,,Það má líka velta því fjTÍr sér, hvort allar . lagareglur og tilskipanir séu ekki siðspillandi,“ sagði rektorinn. „Þær gera alla ihugun og ábyrgðartilfinningu óvirka. Hversu mikilvægur var flýtir bílsbjórans ? Gat hann réttlætt dauða annarrar manneskju ?“ „Fjandinn hafi þao, heimskan og ruddaskap- urinn getur kæft mann,“ sagði Hinrik. Dagrnar hafði hlustað með athygli á tal rekt- orsins. Nú leit hún skelkuðum augum á Hinrik. „Fyrirgefðu, Dagmar. Það er bannað að reykja eri ekki að bölva.“ „Ætti ekki einnig að banna blótsyrði innan skólans, rektor?“ „Eg hélt að við hefðum komið okkur saman um, að of margar tilskipanir væru siðspillandi,“ sagði rektorinn brosandi um leið og hann fór út úr herberginu. „Þetta var rétt á þig,“ sagði Hinrik. „Hérna er annars sigaretta hana þér.“ Hann rétti fram veskið sitt. Dagnmr horfði lörgunaraugum á sigarettuna. „Hvernig þorirðu þetta? Eg tæmi veskið mitt á hverjum morgni til að láta ekki freist- ast.“ „Hvers vegna ertu þá svona skinhelg og tepru- leg, þegar rektorinn heyrir til?“ Dagmar roðnaði. „Eg held ég viti hvers vegna,“ sagði Hinrik. „Þú heldur að það fc( viðeigandi framkoma við roskinn heiðursmanu ? Eða ertu kannski á möti reykingum og bölvi?“ „Auðvitað. Hvað þýðir að banna nemendum að reykja, þegar þeir sjá okkur með sígarettur í munninum? Og hvernig léti það í eyrum ef við .notuðum blótsyrði í tali okkar við þá?“ „Það má vel vera að þú hafir á réttu að standa. E 'nskólareglur samræmast sjaldan per- sónulegu áliti kennarans. Hefurðu hugsað um, hvað málið yrði miklu fátæklegra, ef þessi kröftugu orð væru ekki til ?“ . „Hefurðu heyrt busa bölva?“ „Já, og það er ófagurt. En verða nokkur orð fögur í Ijótum munni? Það er allt komið undir hljömfalli og hugarfari." BAVIÐ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.