Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 3
Sunnudagur 3. septemser '950 ÞJÓÐVILJINN 3 Páll á Grænavatni sextugur Fyrir einum. 16 árum sá ég Pál á Grænavatni í fyrsta sirfn. Mér fannst hann vera einsog enskur lávarður. A þeim árum hélt ég nefnilega, að höfðing- legt svipmót næði hámarki hjá enskum lávörðum. Löngu seinna sá ég svo enskan lá- varð í eigin persónu, •— og mikið hefði hann mátt þakka fyrir að vera einsog Páll á Grænavatni. Það var góður skóli að vera hjá Páli á sumrin. Enginn hefði betur en hann getað kennt manni að bera virðingu fyrir starfi sínu. I heyskapnum hjá Páli var það ekki höfuðatriðið að slá eða raka einhver réiðinnar kynstur, — heldur skyldi fyrst og fremst vera vel slegið og vel rakað, — Eg minnist þess, að einn dag hafði ofur- lítil tugga af þeirri kjarngóðu bleikjutegund, sem er mikil prýði Grænavatnsengja, orðið útundan í rakstrinum hjá mér, og Páll, sem var þarna nær- staddur, brá við og snaraði tuggunni með sinni hrífu inní garðann; — brosti til mín um leið, en sagði ekkert. Þetta var enginn stórviðburður, samt fólst í honum haldgóður lær- dómur fyrir óþroskaðan strák: Hafirðu tekið að þér að raka ákveðið svæði, þá hlýturðu að gera það eins vel og hrífa þín frekast leyfir, — og það á ekki að þurfa annars manns hrífu til að fullkomna verkið. Eftir þessu var allt fordæmi Páls á Grænavatni; sá, sem sló tún hans eða engjar, hlaut að gera það svo, að hvergi stæði toppur eftir; sá, sem rakaði velli hans, hlaut að gera það svo, að hvergi lægi tugga eft- ir; sá, sem lagði reiðing á hesta hans, hlaut að gera það svo, að hvergi gæti sært skepnurnar; sá, sem batt bagga hans, hlaut að gera það svo, að hvergi gæti losnað úr; sá, sem bar upp hey hans, hlaut að gera það svo, að traust væri og fallegt á að líta. Samt var húsb. aldrei með nein ar ávítur eða umvandanir. Það finnast varla margir menn dag- farsprúðari en Páll á Græna- vatni. En þögult fordæmi er oft áhrifameira en hávær til- sögn og afskipta^emi. Fordæmi Páls var fólki hans óslitin kennsla í þeirri list að vanda verk sitt eftir beztu getu og bera virðingu fyrir því. Og hvað er meira virði en slík kennsla? Eg veit að minnsta kosti ekki betur en þetta sé sú siðmenning sem hin langa og erfiða þróun mannsins hefur á- vallt haft að takmarki. Páll Jónsson hefur ætíð not ið mikils álits stéttarbræðra sinna. Enda vita það allir, sem eitthvað þekkja til, að betri bóndi en hann er vandfundinn. Ef nefna ætti eitt dæmi þessu til sönnunar, mætti benda á, að árið 1942 var Páll fenginn til að gegna þeirri virðingar- Pái! Jónsson, Grænavatni stöðu að stjórna fjárbúi ríkis- ins á Hesti í Borgarfirði. Stöðu þessari gegndi hann til ársins 1946, en lét þá af henni eftir eigin ósk, og fluttist til Húsa- víkur. Eg hef alltof sjaldan hitt Pál seinustu árin. En í sumar heimsótti ég hann á Húsavík. Hann vinnur á skrifstofu mjólk urstöðvarinnar, sér um bók- haldið og fleira. Það er að segja, hann vinnur þarna frá kl. 9 á morgnana til kl. 6 eða 7 á kvöldin. Þar fyrir utan vinn ur hann við heyskap, og hirð- ingu á skepnum sínum, og er bóndi. Því að Páll á Græna- vatni gæti aldrei hætt að vera bóndi. Eg hitti Pál venjulega áður en hann fór á skrifstofuna. Hann var þá alltaf búinn aö standa við slátt á túni sínu síðan einhverntímann eld- snemma um morguninn. Á kvöldin, þegar skrifstofutíma lauk, fór hann svo aftur í vinnu fötin og hélt áfram að slá, kannski líka tók hann hrífu sína ef veður var til að þurrka. Og stundum hlýtur klukkan að hafa verið komin fast að mið- nætti, þegar hann hætti hey- skapnum. — Það var, einsog fyrridaginn, erfitt að skilja, hvenær Páll á Grænavatni hefði tíma til að sofa. Ekki er gott að vita, hvernig Framhald á 6. sfðu Skáh Ritstjóri: GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON 1 síðustu umferð Norræna skákmótsins tefldu tveir er- lendu keppendanna failegustu skákir sínar á þessu móti, skák ir sem hefðu vakið meiri at- hygli, ef þær hefðu ekki verið tefldar í þessari umferð, þar sem allt snerist um viðureign Baldurs og Vestöl. Skákdálkur- angra peðið á d6, og hann á góðan riddara á d5. En svartur á öfluga biskupa og opnar lín- i ur, og hrókar hvítur því langt til þess að koma kónginum í skjól svo fljótt sem auðið er. 9. 0—0—0 f6—Í5 10. Dd4—c4 Kb8—e6 11. Re2—c3 Bc8—eG 12. Dc4—b5 Upphaf slæmrar áætlunar. Líklega hefði verið bezt að hreinsa til á miðborðinu með inn birtir aðra skákina í dag, en exf5 og Df4. hin mun koma næst. 12. Ha8—b8 SIKILE Y J ARLEIKUR 13. Db5—a4 Hf8—e8 Kinnmark Storm Herseth 14. Bfl—b5 a7—a6! 1. e2—e4 c7—c5 15. Bb5xc6 b7xc6 2. Rbl—c3 d7—d6 16. Da4xc6 f5xe4 3. Rgl—e2 g7—R6 17. h2—h4 Dd8—a.) 4. d2—d4 c5xd4 18. Dc6xd6 Hb8xb2!! 5. Ddlxd4 Rg8—f6 Þótt ljóst váeri orðið að svart- 6. Rc3—d5 Bf8—g7 ur ætti yfirburða sóknarfæri í 7. Bcl—g5 0—0 krafti biskupanna og opnu lín- 8. Bg5xf6 e7xf6 anna á drotningarvæng, mun Hvítum hefur tekizt að ein- þessi leiftursókn hafa komið flestum áhorfendum að óvör- um. 19. Kclxb2 Beöxdö Framhald á 6. síðu. Tvær miðdegispylsur Dagana 20. og 21. júlí gerðust minnisverð tíðindi á íslandi. Ríkisstjórnin hafði þá rétt einu sinni farið ránshendi um tekjur alþýðuheimilanna, en það þótti raunar ekki minnis- verðara .öðru atferli henn- ar. Það óvænta var hitt að allt í einu heyrðist vopna- brak mikið frá efstu hæð Alþýðuhússins, þar sem um tveggja ára skeið höfðu haft aðsetur hljóð- ir og hógværir menn. Allt í einu voru þeir endurfædd- ir, birtust sem vammlausir halir og vítalausir, albúnir til orustu fyrir málstað réttlætisins. Helgi Hannes- son flíkaði kokhreysti sinni með stærilæti þess manns, sem reiðubúinn er að berj- ast til þrautar og leggja allt í sölurnar, en Sæmund- ur Ólafsson brýndi busa sinn hvað ákafast. Og eggjunarorðin kváðu við: nú skyldi íslenzk alþýða vinna upp „alla þá kjara- rýrnun, sem gengisfelling- in hefur orsakað“, nú skyldi „hið vinnandi fólk fá uppbætta þá ægilegu dýrtíð, sem yfir það hefur verið leidd með gengislækk- un krónunnar.“ Já, það yrði vissulega til nokkurs barizt. ★ Og síðan var skorin upp herör um land allt. Eitt af öðru sögðu verkalýðsfélög- in upp samningum sínum við atvinnurékendur. ís- lenzk alþýða bjóst til at- lögu samkvæmt fyrirmæl- um hinna vopnglöðu bar- dagamanna á efstu hæð Alþýðuhússins, og brátt höfðu 40—50 verkalýðsfé- lög sameinazt um að gera að veruleika eggjunarorð hins ótrauða forseta. Und- irbúningi kaupgjaldsbar- áttunnar var lokið á glæsi- legan hátt, hin víðtæka eining, sem naðst hafði gerði fullkominn sigur ör- uggan, því þótt ríkisvaldið hafi nú tök á að beygja einstök félög, fær enginn máttur staðizt heildarsam- tök verkalýðsins sameinuð. En þegar hingað var komið tóku menn allt í einu eftir því að vopnabrakið frá efstu hæð Alþýðuhússins var hljóðnað, eggjunarorð hins kokhrausta forseta heyrðust ekki lengur, og Sæmundur var hættur að brýna busann. Og þegar betur var að gáð voru hinir vammlausu halir horfnir til fyrri vina sinna, atvinnu rekenda, og ástunduðu þar svo djúpar samræður og alvarlegar að ekki gafst einu sinni tími til að anza þeim 40—50 félögum, sem hlýtt höfðu hinu upphaf- lega orustukalli. Og þannig leið tíminn, vika eftir viku. ★ Að lokum rann upp mið- vikudagurinn 30. ágúst. Sá dagur hófst líkt og allir aðrir dagar. Blöðin birtu auglýsingar um að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að hækka verð á fiski og kjöt- vinnsluvörum; og húsmæð- ur Sem komu í verzlanir og ætluðu að kaupa sínar 13 miðdegispylsur fyrir kr. 10,45 fengu þau svör að fyrir þá upphæð yrðu að- eins látnar 8 pylsur eftir- leiðis. Þessi dagur var sem sagt líkur öllum öðrum dögum í upphafi, ný á- minning til manna um að strengja betur að sér mitt- isólina. En í þann mund, sem húsmæðurnar voru að færa sínar 8 pylsur upp úr pottinum kom allt í einu framhald þeirra minnis- verðu tíðinda, sem gerðust dagana 20. og 21. júlí. Hin- ir gunnreifu bardagamenn höfðu loks lokið löngum og ströngum viðræðum sínum við fjandaflokkinn og sneru heim til liðs síns með tíðindin. Og tíðindin voru sigur, alger, fullkominn einstæður s'igur. Helgi Hannesson hóf á ný upp raust sína í dillandi fögn- uði, en Sæmundur klappaði á busann. Óvinirnir höfðu orðið svo skelkaðir að þeir gáfust upp skilyrðislaust, nú var engin ástæða lengur til að leggja til oruAtu. Og hinir sigurglöðu bardaga- menn hófu hátt á loft sig- urlaunin til þess að engum dyldist hve alger árangur hafði náðst, og sigurlaunin voru — tvær miðdegispyls- ur. í gær gátu því húsmæð- ur farið í verzlanir með kr. 12,69, fært upp úr pottin- um 10 pylsur, og sannað um leið í hversdagslegasta mataræði hve sæl þau sam- tök eru. sem eiga góða leiðtoga. Víst efaðist nú enginn um að íslenzk al- þýða hefði unnið upp „alla þá kjararýrnun, sem geng- isfellingin hefur orsakað“, að nú hefði „hið vinnandi fólk fengið uppbætta þá ægilegu dýrtíð, sem yfir það hefur verið leidd með gengislækkun krónunnar." ★ Og enn á ný hljómar vopnabrak af efstu hæð Al- þýðuhússins, enn á ný ber- ast þaðan há og snjöll eggj- unarorð. Að þessu sinni er sókninni að sjálfsögðu ekki beint gegn hinum gersigr- uðu stéttarandstæðingum, heldur vilja forustumenn- irnir nú fá sigurlaun frá samherjum sínum. Þeir vilja fá þakkir, verðugar þakkir, fyrir hin glæsilegu afrek sín. Því miður eru til menn í hópnum, sem að fyrirskipun erlends ríkis fúlsa við miðdegispylsun- um tveimur og reyna að gera hinn óvenjulega sigur sem tortryggilegastan, en aldrei hafa þeir vanþakk- látu menn átt svo mjög í vök að verjast sem nú. Svo alger sem sigur Alþýðu- sambandsstjórnar var yfir stéttarandstæðingunum hljóta yfirburðir hennar þó að verða enn stórfenglegri innan þeirra 40—50 fé- laga. sem nú hafa fengið fyrirmæli um að njóta sig- ursins. Hvað skyldi stand- ast fyrir þegar þeir ryðjast fram Helgi hinn kok- hrausti og Sæmundur með busann og veifa sem skjald- armerki tveim rjúkandi miðdegispylsum ? Já, víst mun þeim vottað þakklæti, verðugt þakklæti. A 'n*M4 * (j <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.