Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. septemner 1950 ÞJÖÐVILJIN N B HförEt 3*®rsieimss®m Undaríeg mannráki Á síðara hluta síðustu ald- ar fundu menn óvænt mann- virki inni í miðju Grindavíkur- ihraurii og ollu þau ýmsum nokkriun heilabrotiun. Brynj- ólfur Jónsson frá Minna-Núpi og Þorvaldur Thoroddsen at- huguðu þau báðir, cg skrifuðu um þau, annar í Árbók forn- leifafélagsins 1903, en hinn í Andvara, en síðan hafa menn ekki veitt þessum fornleifum frekari eftirtekt, þangað til síð- astliðið vor. Eins og kunnugt er ritaði Halldór Kiljan Lax- ness „Litla samantekt um úti- legumenn“ í Tímarit máls og menningar 1949 og komst áð þeirri niðurstöðu, að útilegu- menn hefðu sennilega aldrei verið til á ísiandi að Fjalia- Ejúindi undanskildum. Unn- endum útilegumanna fannst Kiljan gerast serio stórhöggur í þessari grein og tala gálaus- lega um viðkvæmt málefni. Úti- legumenn hafa þess vegna kom- izt aftur á dagkrá, og á næsfeu árum mup veröa úr því skorið, hverju menn eiga að trúa í þessu efni. Siðastliðið vor tóku nckkrir menn sig til og leituðu rúst- anna, sem Brynjólfur og Þor- valdur geta um, að séu í Grindavíkurhrauni, ef vera kynni að þar leyndust augljós merki um útilegumannabyggð. Eftir árangurslausa ferð fundu þeir rústirnar að tilvísan odd- vitans í Grindavík, eg nú kom í ljós, að sízt hafði verið frá þeim logið. Þessar tættur eru. þær langmerkustu sinnar teg- undar, sem fundizt hafa, og sumar þeirra svo kyndugar, að engum getum er hægt áð leiða að því, til hvers þær hafa verið notaðar. Eitt af þessum furðu- verkum er rúst, sem minnir einna helzt á skýlin á áfanga- stöoum strætisvagnanna. Þetta eru þrjár skeifulaga tættur, sem snúa göflunum saman, en um 120 gráðji, horn myndast milli opanna. Uppi á liraun- brúninni er rúst af hringlög- uðum hrauk, innanmál 75 sm. á lengd og 60 sm. á breidd, mesta hæð 122 sm. Þet.ta eru aðeins tvö af þeim tíu midar- legu mannvirkjum, sem þarna getur að líta, og munu margir spyrja, hvers konar fólk hafi verið hér að verki. ¥aniis: gegn Tyrkjum? 1 Ferðabók Þ. Thoroddsens, I. b. Khöfn 1913, bls. 174—’'75 segir Þorvaldur frá þessum fundi sínum: „Frá Járngerðarstöðum í Grindavík fórum við upp í Eld- varpahraun. Það er mjög ný- legt og fjarska illt yfirférðar. Hesti er ómögulegt að koma við og illfært gangandi manni. Hraunið er grátt af gambur- mosa, en mjög lítill jurtagróð- ur or .þar annar. 1 því skoðaði sg á einum stað gamlar mosa- vaxnar rústir. Þær er mjög ilit að finna: á afskekktum stað í versta brunahrauni. Þar hefur líklega einhvemtíma í fymdinni verið athvarf manns, sem einhverra orsaka vegna hefur orðið að flýja» úr byggðinni. Ekki er hægt að sjá þessar rústir fyrr en maður er iítt kominn að þéim. Standa þær í kvos á flötum hraunbletti og há hraun allt í kring. Fram á miðjum fletinum em þrír kofar, allir hlaðnir úr liraun- hellum og hleðslan viðast éin— Töld. Gjört hefur verið yfir byrgi þessi með stómm hraun- bellum. Allir em kofar þessir máir, 15—18 fet á lengd, og :núa dymar til norðurs. Stærsti 'cófinn er inni í hraunviki. Hafa 'iraunbrúnirnar verið notaðar 'yrir veggi. Bak við þennan 'cofa er hiaðin tóft djúp eins og r unnúr. Þar fundum við hálf-- úna tiltelgda spýtu undir nörgurn hraunhellum og mosa. Ónnur hringmynduð rúst var bar í nánd. Uppi á hæstu hraun brúninni fyrir ofan var enn eitt byrgi alveg eins og það 'iefði verið notað til þess að -kyggnast um. Allar em rúst- ir þessar mjög gamlar, því að á þeim var nærri eins þykkt mcsalag og hrauninu sjálfu. Enginn veit neitt um þessa kofa. Þeir fundust af tilviljun 1872. Það er -mjög' ólíklegt, að hér hafi verið mannabyggð 'að staðaldri; líklegra er, að ! koftún þessum hafi verið hrófl- að upp til bráðabirgða á ó- friðartímum, og að menn hafi flúið í hralinið úr Grindavík. Þar hefur oft verið agasamt. Englendingar og Þjóðverjar börðust þar 1532, og 1627 herj- uðu Tyrkir á byggðina. Gaml- ar sagnir geta um stigamenn eða útilegumenn á Baðvöllum einhvers staðar nálægt Grinda- vík, en hvort rústirnar standa í nokkru sambandi við þá ill- virkja er efasamt." Barnagarðar? Þorvaldur veit áuðsæilega ekki hváð hann á að halda um þessi mannvirki, og sömu sögu er að segja um Brynjólf frá Minna-Núpi. Þegar hann fór að leita rústanna var Sæmundur bóndi Jónsson á Járngerðar- stöðum, sá sem fylgdi Þorvaldi Thoroddsen um Grindav.hraun orðinn blindur. Fékk hann þá með sér tvo kunnuga menn, og leituðu þeir „nær heilan dag, en fundu ekki“. Með tilvísan hins blinda manns tókst þeim þó að finna rústirnar í annarri „Stærsti kofirin er inni í hraunviki ...“ ar, „að það er eins og bc'rn hafi byggt þær að gamni, og trúa mundi ég, að þetta væri allt saman eftir stálpuð börn, t. a. m. 10—14 ára gamla drengi, ef líklegt væri að þeir hefðu komið á þennan stað, en það sýnist mér ekki vera. Á vorum dögrim mundu flestir drengir kjósa annað til skemmt imar en að leita leiksviðs í ófæru hrauni, og fyrrum hef- ur hraunið þó verið enn verra yfirferðar, er það var mosa- laust og lítt saman sigið. Hafi drengir fyrri alda haft slíkar „Eitt af þessum í'Urðuverkum er rúst sem minnir einna hélzt á strætisvagnaskýlin... Þetta eru þrjár skeifulaga tættur sem snúa göflum saman Var þetta notað sem geymsluhjallur fyrir „þurrkað kjöt“? Til hvers voru þessar raufar hlaðnar í veggina? Voru það skot- göt eða aðéins eðlilegh' gluggar og loftræsting? atrennu. 1 Árbók fornleifafé- lagsins heldur Brynjólfur helzt, að tætturnar 3 í kvosinni „liefðu getað verið geymsluhjallar, t. a. m. fyrir þurrkað kjöt. í kvosarbotninum er hringmynd- uð tóft svo lág, að veggirnir eru að mestu mosa liuldir. Það gæti verið niðuihrunin fjár- rétt, en eigi bendir þáð þó til þess er Sæmundur sagði: að í henni hefði hann fundið ösku og skörung úr járni“. Brynj- ólfur fellst á, að þarna hafi verið gott fylgsni, „en clíklegt er, að menn hafi getað dvalizt til lengdar á þessum stað. Þar hefur víst verið „á flestu góðu mesta óhægð“,“ og bendir á, að þar hafi hvorki verið vatn né eldivið að fá. Kunnugir menn í Grindavík segja, að vatnsból sé sæmilegt í djúpri gjá sunnan við Eldvarpahraun um 20—30 mín. gang frá rúst- unum, en eldiviður hefur auð- vitað verið enginn nema mosi. iBrynjólfur bendir á, að srnnar af tóftum þessum eni svo smá- glæfraferðir fyrir barnaleiki og séu þessar menjar eftir þá, þá eru þær merkilegar fyrir þrosk- unarsögu vora, og þó þær séu eftir útilegumenn eru þær merkilegar, auk þess sem þær sýna eymdarstöðu slíkra manna og þao þrek sem þurfti til @3 lifa i henni; þá sýna þær einnig iþáð áræði, sem þrátt fyrir hætt- una horfði ekki í að vera svo nærri mannabyggðum. „Karl- mérinskuhugurinn harði“ lýsir sér á sinn hátt í hvoru tilfell- inu sem er.“ luakasaxnic s ' Qrmdavíh Þorvaldur og Brynjólfur vilja ekkert fullyrða um það, hverjir hafi staðið að húsagerðinni í Grindavíkurhrauni, en rústirn- ar benda ótvirætt til þess, að ednihvern tima í fyrndinni hafi menn hafzt þar við. Skammt frá sjálfum tóftunum sér móta fyrir aðhaldi og lítilli rétt, en bverjir áttu að smala á þess- um slóðum? Ef 'einhverjir ó- bótamenn hafa búið þarna, er harla ólíklegt, að einhver sögn um þá hefði ekki varðveizt, og nú vill svo vel til, að meðal Grindbikinga hefur varðveizt saga um „útilegumenn" á Reykjanessskaga. Brynjólfur frá Minna-Núpi skrásetur þessa sögu, og er hún prentuð í Huld, H. b., útg. 1892, bls. 58— 60. Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn -— tólf eða átján — hafzt við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðar staoa og Húsatófta í Grinda- vík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, 'er þeir voru í Grindavík, og róið íút úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé, og vindur standi af landi. En junkarar ,reru heidur aldrei nema þar sem vindur stóð af landi, og þá er svo var hvasst að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir í landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn því illan hug á þeim, en þorðu eklci á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar. Og þó að að menn kæmist í gerði þeirra, þá er þeir voru ekki við, þorðu menn eigi að láta junkara sjá þess merki, þá var við hefnd að bú- o.st. Menn vildu samt fyrir Iivern mun ráða þá af dögum cg leituðu ýmissa bragða til þess. Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við há- stokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið lilað- ið. Þá rann sjór inn um götin; “ii itmkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björguðust svo til lands. I annað sinn voru dregnlr af keiparnir, keipanagl- arnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aft- ur. Naglarnir brustu, þá er í land skyldi róa, því að þá var mótvindi. Þá reru junkarar við hné scr til lands. I þriðja sinn voru skautamir dregnir af ár- um þeirra, árastokkarnir svo Framh. á 7. siðu*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.