Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 8
Utanríkisráðhenaíundur Norðurlanda í Reykjavík: '* innrásarstyrjöld Bandartk]- anna gep Kireu límit 33um aiþjóðastjórn fyrir ?§rrts&alem ag rernúum helgra &taða~°2 IIIÓÐVIUINN Frá utanríkisráðuneytinu barzt Þjóðviljanum í fyrrakvöld eftirfarandi tilkynning um störf fundar utanríkisráðherra Norð- urlanda, sem' haldinn hefur verið hér í Reykjavík. „Utanríkisráðherrar Danmerkur, íslands, Noregs og Sví- þjóðar komu saman á fund í Reykjavík dagana 31. ágúst og 1. september, en utanríkisráðherrar Norðurlandanna halda að jafn aði slika fundi öðru hvoru. Á fundinum voru rædd ýmis þeirra mála, sem tekin hafa verið á dagskrá allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna, sem bráðlega verður haldið í New York. Eins og á fyrri fundum, kom það í ljós, að í verulegum atrið um var samkomulag um af- stöðu hinna fjögurra ríkis- stjórna, og varð að ráði að haida áfram á næsta allsherjar þingi þeirri nánu samvinnu, sem sendinefndir Norðurlanda hafa haft með sér á fyrri þing- um. I Kóreumálinu voru ráðherr- arnir sammála um að halda á- fram stuðningi við tilraunir ör- yggisráðsins til þess að vinna á móti árásinni gegn Kóreu og koma aftur á friði og öryggi þar. Ráðherrarnir voru sammála um að stuðla að kjöri Hollands til öryggisráðsins, í stað Nor- egs, sem víkur sæti um næstu áramót, en venjan hefur verið sú, að sæti þetta skipi eitt hinna smærri ríkja í norðvest- urhluta Evrópu. Ennfremur lýstu utanríkisráðherrar Dan- merkur, Islands og Noregs yfir því, að þeir væru reiðubúnir til þess að stuðla að kjöri Sviþjóð ar til fjárhags- og félagsmála- ráðs Sameinuðu þjóðaipia, stað fulltrúa Danmerkur, sem þar hafa setið að undanförnu. Rætt var um alþjóðastjórn fyrir Jerúsalem og verndun helgra staða. Samkomulag var um að halda fast við þá af- stöðu, sem Norðurlöndin tóku er miði að því að tryggja ó- hindraðan aðgang að hinum helgu stöðum, og jafnframt séu svo vaxnar, að bæði ísraelsríki og Jórdan geti fallizt á þær. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig um, að Norðurlöndin beiti sér fyrir því á allsherjar- þinginu, að hraðað verði tilraun um til að skipuleggja betur og samræma störf Sameinuðu þjóð anna og sérstofnana þeirra, svo að komzt verði hjá tvíverknaði og betur verði hagnýtt það fé, sem notað er til alþjóðasam- starfs á ýmsum sviðum. Menn voru sammála um, að sendinefndir Norðurlanda á síðasta allsherjarþingi og að skyldu vinna að þessu máli á stuðla að raunhæfum tillögum,' allsherjarþinginu.“ £§ var mjög taugaóstyrkur — segir Evrópumeistarinn Gunnar Huseby Litlu munaði að skóvandræði eyðilegðu alla möguleika íslendinga á Eyrópumeistaramótinu! Kaupmannahöfn, 28. ágúst 1950 Eg rakst í dag í Atlantic Palads á Gunnar Huseby, þann Evrópumanninn, sem kastar lengst kúlu. Eg flýtti mér að óska honum til hamingju og þakka honum fyrir frammistöð una í Brussel og með hans leyfi páraði ég niður helztu svörin, sem hann gaf við spurn ingum minum, til þess að lofa lesendum Þjóðviljans að heyra hljóðið í honum rétt eftir að hann hafði unnið sinn stærsta sigur. — „I hverri greininni keppt- ir þú fyrst?“ -—■ „í kringlunni. Þar var ég mjög óheppinn og komst ekki í úrslit. í forkeppninni kastaði ég aðeins liðlega 43 metrum, sem er 7 metrum styttra en Æ. F. R. Allsher j aratkvæða- greiðsla um kjör fulltrúa á sambandsþingið stend- ur yfir til þriðjudags- kvölds. Skrifstofan er opin kl. 1—5 í dag og kl. 5—7 á morgun og þriðjudag Félagar! Komið í skrif- stofuna að Þórsgötu 1 og greiðið atkvæði. Stjórn Æ.F.R. íslenzka metið mitt. Þá átti ég Þetta er ein af tréskurðarmynáiim Vesturafríkunegranna á sýn- ingu Kristjáns Davíðssonar, sem nú er opin í Listamannaskálanum ORÐSENDING til nmboðsmanna Happdrættis Þjólviljans um allt land gerið þegar ráðstafanir til að dreifa mið- unum til sölu, þar sem það hefur ekki þegar verið gert að fullu. — Látið happdrættis- nefndina vita ef þið getið tekið miða til viðbótar. — Sendið vinsamlegast skil fyrir þeim miðum sem þið hafið se!t. — Hef jum öflugt starf í þágu happdrættisins og tryggjum þar með tilætlaðan árangur þess. H APPDRÆTTISN EFN DIN. Gunnar Huseby 45 metra kast, sem hefði nægt -til að komast í úrslit, en það var dæmt ógilt“. — „Hvernig stóð á því að þú náðir eklti betri árangri i kringlunni?“ — „Það er ekki gott að segja. Eg var svolítið slappur; hitarn- ir höfðu slæm áhrif á mig fyrst í stað og skórnir voru afleitir. Það fást ekki gaddaskór heima eins og þú veizt og við ætluð- um allir að kaupa okkur skó úti, en það gekk mjög erfiðlega Skórnir, sem ég notaði í kringl- unni, voru með miklu lengri göddum en ég hafði átt að venjast heima og mjög óþægi- legir. Það munaði minnstu að skóvandræðin eyðileggðu alla okkar möguleikn á mótinu". — „Hvaða áhrif höfðu þessi úrslit í kringlunni á þig“. — „Taugaspenningurinn jókst um allan helming. Kvíð inn fyrir því að eins færi í kúl- unni og vcnin um að þar stæði ég mig aftur á móti vel tog- uðust á í mér og svoleiðis taugaspenningur leikur mann alltaf grátt. En það voru tveir dagar til stefnu og þá notaði ég vel“. — „Það hlýtur að vera. Á- rangur þinn í kúlunni er án efa þinn stærsti sigur“. — „Já, það held ég. 16.74 er irefalt met: íslenzkt met, Norðurlandamet og Evrópumet. íslenzka metið er ég því bú- inn að lengja um rúmlega 2 metra. síðan ég tók við því.“ — „Hvernig gekk þetta ann- ars fyrir sig?“ — „Eg var geysilega nervös, en ég einsetti mér að leggja mig allan fram í forkeppninni og eftir fyrsta kastið mitt þar 16.29 varð ég öruggur. Með því kasti eyðilagði ég vonir keppinauta minna í kúlunni um að þar mundi mér heldur ekki takast upp. Þetta var um morg uninn, en um kvöldið fór fram úrslitakeppnin. Þá kastaði ég 6 sinnum og anr.að kastið var bezt: 16.74. Rússinn varð númer 2 (hálfum cðrum metra styttra) og ítalinn varð númer 3“. — „Þetta ný.ja Evrópumet hefur auðvitað vakið mikla hrifningu meðal áhorfenda og keppenda?"- — „Já, þótt cg segi sjálfur frá, voru fagnaðarlætin mikil og mér þótti gaman að færa íslandi í annað sinn Evrópu- meistaratitilinn í kúluvarpi með nýju Evrópumeti og verða þjóð minni þannig til sóma. Þessi ferð heíur orðið hin mesta frægðarför, því að nú. eigum við tvo Evrópumeistara Afrek Torfa í langstökki var alveg einstakt. Keppnin stangarstökki cg langstökki Hinn nýi sendiherra Hollands Ilinn nýskipaði sendiherra Hollands hér á landi, hr. J. W. M. Snouck Hurgronje, gelck á fund forseta íslands á fimmtu- dag og afhenti honum skil- riki sín. Sendiherrann, ásamt Arent Claessen, aðalræðismanni Hol- lands hér, átti tal við frétta- menn í fyrradag. • Hr. Hurgronje hefur starfað í utanríkisþjónustu Hollands hart nær þrjátíu árum í ýmsum löndum. Á árunum 1936—’37 var hann í Kaupmannahöfn og kynntist þá Sveini Björnssymi, forseta, sem þá var sendiherra Islands þar. Hr. Hurgronje hef- ur verið sendiherra í Mexico og Canada, og setið á þingi SÞ af hálfu Hollands. Hann er nú sendiherra í Irlandi og býr í Dublin. Sendiherrann ræddi um við- skipti íslendinga og Hollend- inga, en þau hafa verið óvenju- lega mikil á þessu ári, og kvaðst hann vona, að þau gætu Framhald á 7. siðu. var um svipað leyti og óger- legt fyrir hann að ná góðum árangri í báðr.m greinunum. Hann sleppti stangarstökkinu því að hann hafði meiri mögu- leika í langstökkinu, og varð hann þar Evrópumeistari með nýju íslenzku meti: 7.32.“ — „Hvenær farið þið heim?“ — „Við förum til Osló héðan. og keppum þar 1. og 2. sept., en síðan höldum við víst heim á leið. Okkur líður öllum vel og biðjum kærlega að heilsa heim“. Ingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.