Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.09.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN Suimudagur 3. september 1950 Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurina. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. FréttaritStjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólávörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Kjarslaráitai! heldur áfram Ráðamenn Alþýðusambandsins hafa svikið í kjara- baráttunni. Kjarabaráttan heldur áfram og skal verða til lykta leidd með fullum sigri. En áður en hægt verður að hefja þá sókn sem und- irbúin var með uppsögn 40—50 öflugustu verkalýðsfé- iaga landsins verður að gera upp við svikarana sem vógu aftan að alþýðusamtökunum á úrslitastund. Næsti á- fangi kjarabaráttunnar fer fram innan verkalýðsfélag- anna sjálfra, í hverju einasta félagi og að lokum á þingi Alþýðusambandsins í haust. Markmið þeirrar baráttu er að fjarlægja úr öllum áhrifastöðum í verkalýðshreyfingunni þá menn sem nú hafa svikið samtökin og alla samherja þ'eirra. Kosninga- baráttan í verkalýðsfélögunum verður bein kaupgjaldsbar átta; hver einasti verkamaður verður þá að gera upp við sig hvort hann vill sætta sig við smánarbætur tveggja- krónusvikaranna eða koma á þeirri stéttareiningu sem enginn máttur fær staöizt. Kosningarnar til sambands- þings eru allsherjaratkvæðagreiðsla um það hvort verka menn vilja vinna upp þá óhemjulegu kjaraskerðingu sem orðið hefur toein afleiöing gengislækkunarinnar eða beygja sig undir okið og sætta sig við eina árásina ann- ari þungbærari. Fyrir tveimur árum sýndu sameiningarmenn fram á það að þeir menn sem sölsað höfðu undir sig yfirráðin yfir Alþyðusambandinu með lögleysum og ofbeldi væru beinir erindrekar atvinnurekenda sem hefðu það eitt hlutverk að gera heildarsamtök verkalýðsins óvirk. Auð- mannastéttin vissi fullvel að einhuga samtök alþýðunnar voru þaö afl sem ekki varð unnið í beinum átökum; eini möguleikinn var að sundra þeim innan frá. Bitlingaklíka Alþýöuflokksins tók það hlutverk að sér og tókst að hrinda því í framkvæmd. Og þau tvö ár sem hún hefur drottnað yfir alþýðusamtökunum hefur ein stórárásin á lífskjör almennings rekið aðra. Allar þessar árásir voru því aðeins mögulegar að Alþýðusambandið var í höndum atvinnurekenda, sjálf gengislækkunin var framkvæmd í þeirri öfuggu vissu að takast myndi að koma í veg fyrir gagnaðgerðir verkalýðssamtakanna. Með gengislækkuninni var hins vegar teflt á tæpasta vaö. Það var ekki lengur talið ráðlegt aö bitlingahjörð Al- þýðuflokksins tæki þátt í ríkisstjórn, henni var falið að beita sér eingöngu að því að „stjófna baráttu alþýöu- samtakannna." í júlí voru síðan búnar til þær „uppbæt- ur“ sem Alþýðusamtökin áttu að fá! því aöeins var vísi- talan fölsuð að ætlunin var frá upphafi að endurgreiða tveggj akrónusmánarbætur þær sem nú er daglega lýst í Alþýðublaðinu, sem „einum stærsta sigri alþýðusam- takanna.“ Og Alþýðusambandsstjórnin vann sitt hlut- verk af trúmennsku, boðaði fyrst til baráttu til að vega upp „alla kjaraskerðingu gengislækkunarlaganna,“ og vóg síðan aftan að félögum þeim sem hlýtt höfðu kalli hennar. Og nú hrósar auðmannastéttin sigri en ráðherrastól- arnir blasa á ný við bitlingaklíkunni. En kjarabaráttan lieldur áfram. Það tilræði sem tókst fyrir tveim árum xnun ekki veröa endurtekið nú. íslenzk alþýða mun taka undir hvatningarorð þeirra þriggja forustumanna sem birt voru í Þjóðviljanum 1 gær: „Við heitum á alla einlæga verkalýðssinna, á Krossgáta nr. 22. Alþýðublaðið setur met. Verkamaður skrifar: „Oft hefur mér blöskrað Al- þýðublaðið undanfarandi ár en sjaldan eins og í dag þegar það reynir að telja okkur trú um að unninn hafi verið stórsigur fyrir alþýðuna með samningum Alþýðusambandsins um rúm- lega tveggja króna kauphækk- un á dag. Það líður varla svo dagur að ekki komi tilkynning- ar í útvarpi og blöðum um nýjar og nýjar verðhækkanir á brýnustu lífsnauðsynjum, og ef marka má tóninn í samþykkt- um bænda er vist ekki langt að bíða að yfir skelli nýjar verð- hækkanir á mjólkurvörum og kjötmat. Fiskurinn hækkar, en hækkar ekki líkt því nóg segja fiskkaupmennimir og loka búð- um sínum til þess að fá meiri hækkim. Svona er það með eina vöruna af annarri. Allt hækkar gífurlega, ekki um aura, heldur heilar krónur og margar krón- ur. ★ Túkallinn hrekkur skammt. Það lítur einkennilega út fyr- ir þeim sem þurfa að vinna fyrir stórum heimilum og sjá daglega hvemig kaupið verður sífellt minna virði, að kaup- hækkun um rúmar tvær krónur á dag sé „stórsigur" fyrir al- þýðuheimilin. Enda duga eng- in Alþýðublaðsskrif til að hamra það inn í hausinn á okkur, hér hefur það sama gerzt eins og svo oft áður þeg- ar Alþýðuflokksbroddar eiga að stjórna baráttu, úr því verður engin barátta heldur samninga- makk við óvini verkalýðsins, og svo er samið um einhverjar hundsbætur handa verkamönn- um. en stóra bitlinga, stundum ráðherrastóla handa broddum Alþýðuflokksins. ★ Afturhaldið fagnar „stórsigri" alþýðusam- takanna. Ef nokkur verkamaður væri í efa um það sem gerzt hefði þarf hann ekki annað en líta í afturhaldsblöðin þessa daga. Við reykvískir verkam. vitum hvemig syngur í tálknum þess- ara auðvaldsmálgagna þegar verkalýðsfélögin vinna raun- vcrulega stórsigra. Þar er ekki um að villast. En nú bregður svo við að öll afturhaldshers- ingin, öll blöðin sem berjast eins og vitlaus gegn bættum kjörum verkamanna, gegn mál- stað verkamanna í hverju ein- asta verkfalli, þau fagna nú úr- slitunum, og Vísir kallar það „smámuni“ sem verkamenn hafi fengið fram. Það hefur áreið- anlega aldrei komið fyrir að þessi auðvaldsblöð fagni stór- sigri verkamanna. Fögnuður þeirra er vitnisburður um það hverjir hafa sigrað í þessari deilu, ef nokkur þyrfti þar vitnanna við. En við ættum að þekkja betur þá menn sem mis- nota jafnsvívirðilega samtök okkar, í beinni samvinnu við verstu andstæðinga verkalýðs- hreyfingarinnar, eftir það sem gerzt hefur síðustu dagana“. ★ Bíkisskip: Hekla fór frá Glasgow í gær á leið til Thorshavn og Reykjavíkur. Esja er á Austfjörðum á leið til Siglufjarðar. Herðubreið var á Patreksfirði i gær á vesturleið. Skjaldbreið var á Hólmavík í gær á suðurleið. Þyrill er í Rvík. Ár- mann er á Hornafirði. Eimskip: Brúarfoss kom til Akureyrar í gærmorgun fer þaðan til Húsa- víkur. Dettifoss fór frá Akureyri 1 .9. til Hollands og Hamborgar. Fjallfoss kom til Leith 1. 9. fer þaðan í gær til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Rvíkur um kl. 34.00 í gær frá Akranesi. Gull- foss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith og Rvíkur. Lagar- foss kom til N. Y. 27. 8. fer það an væntanlega 7. 9. til Halifax og Rvíkur. Selfoss kom til Gautaborg ar 31. 8. Tröllafoss fór frá Rvik 27. 8. til Botwood í New Found- land og fermir þar 2500 tonn af pappír til N. Y, Messur í dag: Laugarneskirkja. Messa k'l, 11 f. h. Sr. Garðar Rvbvarrson. Nes- prestaitall. Messa í kapellu Háskól- skólans kl. 2 e. h. — Sr. Jón Thor- arensen. Hallgrímskirkja. Messað kl. 11 f. h. Magnús Már, prófessor. Dómkirkjan. Messað kl. 11 f. h. Sr. Bjarni Jónsson. Sr. Jakob Jónsson er í sumarfiíi. Unglingar seai vilja selja Arbók Slysa- varnaféiags Islands eru beðnir aö mæta í skrifstofu félagsins í Hafn arhúsinu kl. 9 á mánudagsmorgun. Siysavarnai'élag Isiands. Helgidagslæknir er Karl Sig. Jónasson, sími 5970. Næíurvörður er í Laugavegsapó- teki ,sími 1616. alla andstæðinga gegnislækkunarinnar, að gera næsta ]>3ng ASÍ að baráttuþingi íslenzlta verkalýðs- ins með því að fella frá fulltruakjöri alla forsvars- menn núverandi sambandsstjórnar, en kjósa full- trúa. hvar í flokki sem þeir annars standa, sem vilja skapa Alþýðusambandinu nýja sambandsstjórn sem verkalýðurinn getur borið fullt traust til og sem er fær um að leiða réttláta baráttu hans fyrir bætt- um lífskjörum fram til sigurs.“ Lárétt: 1. mikilmenni — 7. hljóð — 8. iiát — 9. nögl — 11. vindur — 12. 2eins — 14. samhl. — 15. tók — 17. 2eins — 18. reykja. — 20. hlær. Lóðrétt: 1. rita — 2. hljóð — 3. samhl. •— 4. trjátegund — 5. inn- yfli — 6. smáki — 10. títt — 13. tjóns — 15. blessuð — 16. sníkju- dýr — 17. vond — 19. 2eins. Laus ná nr. 21. Lárétt: 1. dvergur — 7. AA — 8. rota — 9. ull — 11. rak — 12. of — 14. RA —• 15. akra — 17. ós — 18. áta — 20. Skortur. Lóðrétt: 1. daun — 2. val —• 3. KR — 4. gor — 5. at-ar — 6. rakar — 10. lok — 13. frár —• 15. ask — 16. att — 17. ós — 19. au. /ýS' Útvarpið í dag: 11.00 Messa í Laug arneskirkju (séra Garðar Svarsson). 15.15 Miðdegistón- leikar (plötur): a) Tíu tilbrigði í G-dúr (K455) eftir Mozart. b) t,Kindentotenlieder“ eftir Hahler. c) Svita nr. 4 í D-dúr eftir Bach. 16.15 Útvarp til Islendinga erlendis: Fréttir. 16.30 Tónleikar: Lög við ljóð eftir Shakespeare (plötur). 18.30 Barna- timi (Þorsteinn Ö. Stephensen): a) Upplestur og tónleikar. b) Framhaldssagan: „Óhappadagur Prillu" (Katrín Ólafsdóttir). 19.30 Tónleikar: Píanólög eftir Chopin (plötur) 20.20 Tónleikar. Hornsón- ata í F-dúr op. 17 eftir Beethoven (plötur). 20.35 Erindi: Sveinn Jóns son og kvæði hans (Ólafur Gunn- arsson frá Vík í Lóni). 21.00 Tón- leikar (plötur): Pittsburgh sinfón- íuhljómsveitin leikur; Reiner stj.: a) Sinfóníetta eftir Nicolai Lop- atnikoff. b) Tveir rúmenskir lans ar eftir Bela Bartok. 21.30 Staðir og leiðir: Úr Borgarfjarðar- og Breiðafjarðardölum (séra Emil Björnsson). 21.55 Danslög (plötur). 22.05 Danslög (plötur). Útvarplð á morgun: 19.30 Tónleikar: Lög úr kvik- myndum (plötur). 20.20 Útvarps- hljómsveitin (Þórarinn Guðmunds- son stjórnar): Lagaflokkur eftir Smetana. 20.45 Um daginn og veg- inn (Magnús Jónsson lögfræðing- ur). 21.05 Einsöngur: Ninon Vallin syngur (plötur). 21.20 Þýtt og end ursagt (Frlðrik Hjartar skólastj.). 21.45 Tónleikar: Lög leikin á ýmis hljóðfæri (plötur). 22.10 Létt lög. Útvarpið, þriðjudaginn 5. sept.: 19.30 Tónleikar: Óperettulög (plöt- ut'). 20.20 Tónleikar (plötur). a) Kvartett í C-dúr op. 1 nr. 6 eftir Haydn. b) Tríó op. 70 nr. 5 (Vofu- tríóið) eftir Beethoven.' 20.45 Er- indi: Hrfðafræðingar rækta risa- dýr (dr. Áskell Löve). 21.10 Tón- leikar (plötur). 21.20 Upplestur (Sigurður Skúlason magister). 21.35 Vinsæl lög (plötur) 22.10 Tónleikar: Svíta nr. 2 í h-moll eftir Bach (plötur). Bölnsetning gegn barnaveiki fer fram í Templarasundi 3, miðvikudaginn 6, se.ptember, Pöntunum veitt mót taka í síma 2781 mánudaginn 4. sept. og þriðjuöaginn 5. sept. „Þeim er orðið brátt í brók“ Verkaraaður’ orti eftir fyrirlest- ur Hriflu-Jónasar í Austurbæjar- bíó: Ameríska öxi skók auðvalds kjaftaskjóða.. Þeim er orðið brátt í brók böðlum frjálsra þjóða. S. Hafið þið munað eftir að líta yfir smáauglýsingarnar á 7. síðu?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.