Þjóðviljinn - 09.09.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 09.09.1950, Síða 4
f ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. sept. 1950. PIÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Auglýsingastjórl: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skóiavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. elnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Svikararnir iilakka of sneimna Sama daginn og bæjarstjórnaríhaldið samþykkir að leggja á reykvískan almenning nýja neyzluskatta að upphæð 11,5 milljónir króna á ári og hækka þannig útgjöld meðalheimihs um ca. 100 kr. á mánuði sitja leigupennar Alþýðubiaðsklíkunnar á ýrnsurn hæðum Al- þýðuhússins og skrifa eina siðuna af annari um „hinn mikla sigur“ Alþýöusambandsstjórnar. í sama mund sem bæjarstjórnarmeirihlutinn réttir upp hendur sínar til aö velta bagganum á almenning eru prentararnir í kjall- ara Alþýðuhússins aö setja vísdóm eins og þann að ríkisstjórnin hafi „orðið bókstaflega við öllum kröfum Alþýðusambandsstjórnar“ í þeirri baráttu sem að sögn forsetans var hafin til þess að „uppbera alla þá kjara- rýrnun sem gengisfellingin hefur orsakað.“ Og í sama mund og húsmæður bera heim til sín að morgni rán- dýra mjólk og okurskyr, er þessi blaðsnepill borinn út með hlakkandi ögrunargreinum í garð Dagsbrúnar- manna: Hvers vegna gera þeir ekki verkfall einir?“ Það er ekki að undra þótt þeir hælist um tveggja- krónusvikarar Alþýðublaðsklíkunnar. Þeir hafa stungið rýtingi í bak verklýðssamtakanna, íxifið með svikum þá einingu sem var forsenda sigursællar baráttu og þykj- ast nú hafa lokið til fullnustu því hlutverki sem þeim var ætlað að framkvæma. Þeir halda að þeir hafi nú komið í veg fyrir kjarabaráttu verkalýðshreyfingarinnar oghafi því efni á glciðgosalegum ögrunum: „Hvers vegna farið þið ekki 1 verkfall?“ En svikararnir hlakka of snemma. Dagsbrúnarmenn og verkamenn um land allt hafa síður en svo hætt við kjarabaráttu sína og þeir eru vissulega reiðubúnir til að beyja verkfallsbaráttu ef þörf krefur til að tryggja sér mannsæmandi lífskjör. En þeirra bíður örlítið hlutverk fyrst. Áður en hægt er að halda sókninni gegn auð- mannastéttinni áfram af fullum þrótti þarf að gera upp við svikarana innan raða verkalýðsins. Næsta stig kaupgjaldsbaráttunnar er háð innan verklýðshreyfing- arinnar sjálfrar, og sú barátta ræður vissulega miklum úrslitum. í hverju einasta félagi munu verkamenn gera xipp sakirnar við Alþýðusambandsstjórn og alla stuðn- ingsmenn hennar, markmið allra heiðarlegra verklýðs- sinna, hvar í flokki sem þeir standa, veröur að senda á Alþýðusambandsþing þá menn eina sem hægt er að treysta í brýnustu hagsmunamálum allrar alþýðu. Á Alþýðusambandsþinginu skal verða sköpuð sú órjúfan- lega eining sem tveggjakrónusvikurunum tókst að eyði- leggja í toili og er forsenda sigursællar kaupgjaldsbaráttu. Hinir hlakkandi svikarar hlakka of snemma, 'enda cr geigur þeirra, einnig greinilegur. Uppreisn Vestfjarða- félaganna sýnir þeim að pólitískar flokkslínur munu ekki skipta verkamönnum í kosningunum í haust held- ur eingöngu afstaðan til kjaramálanna. Því hefur nú á ný verið leitað til atvinnurekendablaðanna um opinbera aðstoö. Morgunblaðið hefur nú í þrjá daga birt greinar um verklýðsmál, hvatt verkamenn til að styöja núverandi Sambandsstjórn og reka „kommúnista“ af höndum sér. Sýnir það glöggt hvers auðmannastéttinni þykir nú við þurfa. En þessi aðstoö mun þó verða til þess eins að afhjúpa tveggjakrónusvikarana enn betur og samband jþeirra við gengislækkunarstjórnina. Hún mun verða til þess eins að þoka öllum einlægum verklýðssinnum enn fastar saman þvert yfir allar flokkalínur. Krossgáta nr. 26 „Hér liefur rignt í átta vikur“. „N.N. frá Nesi“, gamall kunningi Bæjarpóstsins skrifar: — „Heill og sæll, Bæjarpóstur! — Höfuðdagurinn er í dag. „Norðurland — Norðausturland og Austfirðir-----“ segir veð- urspáin og hótar norðaustan- átt dag eftir dag. Hér hefur rignt í átta vikur. Vaðstígvél fást ekki í landinu. — Sunnan- lands eru þurrkar í norðaustan- átt. Það er margt ólíkt með landsfjórðungunum og byggð- um landsins yfirleitt. Við erum ekki fullnuma íslendingar, ef við höfum ekki bæði þurrkað hey í sunnanátt á Norðurlandi og bölvað þeirri sömu átt í illviðri simnanlands. —r Náttúra íslands er svo fjölbreytt, að við verðum seint fullnuma ís- lendingar. Sá, sem aldrei hefur séð hillingar á Rangárvöllum hefur farið á mis við undra- verða sjón. Og sá, sem ekki hefur séð fuglabjörgin vestra, á enn ólærðan dálítinn kafla um land og þjóð. Skelfing halda Reykvíkingar að þeir séu mennt aðir, þegar þeir spyrja, hvort ekki sé ósköp „gamaldags" eða „á eftir“ á þessum eða hinum útkjálkanum. Bóndinn hérna segir reyndar, að allt ólundar- skraf um útkjálka sé úrelt, síð- an jarðýtan kom til sögunnar, við vegagerð. Það hafði ég raunar heyrt fyrr, en hún hélt áfram: „Veiztu hvað! þegar ég var í Reykjavík lærði ég bæði ensku og dönsku í námsflokkunum. Ég var á saumanámskeiði Og svo vann ég auovitað fyrir kaupi, og ég ■— —“. — Flestir eru að eðlisfari námfúsir. En ungling- ar, sem liafa ofétið sig á skyldunámsgreinum, telja víst ekki áönskutimana með gleði- stundum æfinnar. Hvað er langt síðan orðið námsleiði kornst inn í málið? — Þetta var nú á þeim útkjálkanum. En svo er það nesið okkar hérna, þar sem norðaustanáttin er slæm. í dag er Höfuðdagurinn. Fólk trúði þvi áður fyrr, að tíð breyttist með Höfuðdegin- um. Og þrátt fyrir öll veður- vísindi bíðum við Höfuðdags- ins með óþreyju. — Svona er grunnt á hjátrúnni. Ekki er góðverk að æsa hana, eins og nú er að komast í hefð. Hnaus- Framhald á 7. síðu. Ekki samræða að tala um peninga. „Ég dvaldi um tima í Reykja vík í vor. Menn töluðu um dýr- tíð: Vöruskort og dýrtíð, gengis fall og dýrtíð, viðskiptaklæki og dýrtíð. Rétt eins og þyrfti að fræða einhvern um, að kom- in væri dýrtíð! — Dýrtíðin var ekki nærri eins fyrirferðarmikil þar sem ég kom til að heilsa upp á kunningja mína í af- skekktri sveit. Ég kom á bæ, þar sem bóndinn og nágrann- inn voru í fjörugum samræð- um — ekki um dýrtíðina, held- ur um lausavísur og hnittin svör ýmissa nafngreindra manna. Það ætti að vera hægt að fylgja'St með vísitölunni án þess að láta vitsmunalífið hrörna. I sveitunum hafa sarn- ræður emivekki lagzt niður. Ég kalla það ekki samræður að tala um peninga. — Ég kom á annan bæ. Þar voru þrir bræð- ur um tvítugs aldur. Enginn þeirra reykti. Ég frétti líka af útiskemmtun, þar sem ekkert ungmenni bragðaði vín og tæp- .ast var sjáanlegt að áfengi væri haft um hönd. Aumt er að slíkt skuli teljast frétt á íslandi. Gi*unnt á hjátrúnni. „Ung kona sagði við mig: „Dásamleg er nú Reykjavik“. Elmsklp: Brúarfoss var við Hrísey í gær 8.9. fer þaðan væntanlega til Húsa víkur. Dettifoss fór frá Rotterdam 7.9. til Hamborgar, Antverpen og Reykjavíkur. Fjallfoss kom til R- víkur 7.9. frá Leith. Goðafoss fór frá Reykjavík 6.9. til Hull, Brem- en, Hamborg og Rotterdam. Gull- foss fer frá Reykjavík kl. 12.00 í dag 9.9. til Leith og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss kom til N.Y. 27.8. átti að fara þaðan 7.9. til Halifax og Reykjavíkur. Selfoss fór væntanlega frá Gautaborg í gær 8.9. til Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá Botwood í New Found land 6.9. til N.Y. Leiðrétting. 1 frásögn blaðs- ins í gær af bæjarstjórnarfund- inum varð sú prentvilla að Sig- fús Sigurhjartarson hefði flutt þá breytingartillögu við hækk- unartillögu Ihaldsins að heita vatnið hækkaði ekki nema í kr. 1,25, en átti að vera kr. 1,55 og leiðréttist þetta hér með. Loftleiöir h.f. Innanlandsflug 1 dag er áætlað að fljúga til Vestmj- eyja kl. 13.30 og kl. 17.30. Til Akur- eyrar verður flog- ið kl. 13.30. Til Isa fjarðar kl. 09.30. Auk þess til Pat- reksfjarðar og Plólmavikur. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja og Akureyrar. Freyr, ágúst-heftið er komið út. Efni: Grænfóður, Skóg- ur — Skógrækt, Um sauðfjártrygg- ingar, eftir Þor- stein Þórarinsson, Rekstrarafkom- an 1949, Jarðræktarframlagið 1949, Frostörn, Sinubál eða búpeningur, eftir Sigurð Jónsson frá Brún, AGA-vélin er bezt, eftir Pál Guð- mundsson, Frá Húsmæðrakennara skóla Islands, Listi yfir útskrifaða búfræðinga frá Hvanneyri og Hól um vorið 1950,- Húsmæðraþáttur, Ending kúnna er háð uppeldisað- ferðinni o.fl. Lár. 1 tjörnina — 7 ró — 8 ráða — 9 óra — 11 iaf — 12 SS — 14 Ra — 15 skál 17 ot — 18 púa — 20 Jónatan. Lóðr. 1 tróð —- 2 jór — 3 RR — 4 nál — 5 iðar — 6 nafar —■ 10 ask — 13 sápa — 15 stó — 16 lút — 17 oj — 19 AA. Lausn á nr. 25 Lár. 1 svíkja — G þreytu —■ 7 2eins — 8 strákana —• 10 gaffal —■ 11 minna — 14 áflog — 15 elska — 17 ílátin. Lóðr. 2 fæða — 3 sápuvatn — 4 stóð ekki — 5 datt — 7 sterlc — 8 kirkjuhöfðingja — 9 dýrin — 12 borðandi — 13 barst — 16 ó- nefndur. 19.30 Tónleikar: Samsöngur. 20.30 Útvarpstríóið: Tríó í B-dúr eftir Moz- art. 20.45 Upplest- ur og tónleikar. a) Við höfum yndi af söng, sögu- kafli eftir Axel Munthe (Ævar R. Kvaran leikari les). b) Melachrino strengjasveitin leikur (plötur). c) Lítill drengur, smásaga eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson (Höskuldur Skagfjörð les). 21.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Jóh. Ásdís Jónasdóttir, skrif- stofumær frá Siglu *• firði og stud. med. Birgir J. Jóhannsson frá Ólafsfirði. Sl. Sunnudag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Guðm. Benediktssyni, Barði i Fljótum, Rósa Pálsdóttir kennari og Eirík- ur J.B. Eiríksson, prentari, Siglu- firði. — Nýlega voru gefin saman í hjónaband af sr. Sveini Víking, Lára Ingibjörg Ágústsdóttir miðill og Steingrímur Sigursteinsson, bif reiðastjóri frá Alcureyri. — Ný- lega voru gefin saman i hjónaband á Núpi í Dýrafirði, ungfrú Ingi- björg Jónsdóttir frá Gemlufalli í Dýrafirði og Gísli Andrésson, hreppstjóri, Neðra Hálsi í Kjós. MESSUR Á MORGUN: Eríkirkjan. Messa kl. 2 e.h. — Séra Þorsteinn Björns- son. Nesprestakall. Messa í Mýrar- húsaskóla kl. 2.30 Séra Jón Thorarensen. — Laugarneskirkja. Messa kl. 11 — Séra Garðar Svavarsson. —■ Öliáði söfnuðurinn. Messa í Stjörnu bió kl. 10 f.h. — (Ath. breyttan messutíma). Sálmanúmer: 43—131 —35—378—304. — Sr. Emil Björns- son. Menn eru löngu hættir að kippa sér upp við það, þótt fréttirnar, sem Vis- ir flytur, einkum frá útlöndum, séu dálítið skrýtnar, en stundum keyra skemmtilegheitin þó svo um þver- bak, að mönnum verður á að hugsa, hvort einhver þeirra, sem rita í blaðið sé ekki með réttu ráði. — Eitt af þessum óútreiknanlegu köstum kom yfir Vísi i fyrradag. Þá flutti hann tvidálka frétt á átt- undu síðu af fundi öryggisráðsins daginn áður og er skemmst frá að segja, að í fréttinni er ekki orð af viti og hætt er við, að fund- armennirnir í Lake Success yrðu langleitir, ef þeir fengju að sjá, - Framhald á. 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.