Þjóðviljinn - 17.09.1950, Side 1
15. árgangur.
Sunnudagur 17. sept. 1950.
208. töíublað.
Haf-
magns-
eléavél
er einn
vinningurinn
HAPPDRÆTTI
ÞJÖÐVILJANS
simbandskosn-
ingarnar hefjast í dag
Mikilvægasta kfarabaráíía sem íslenzk
alþýdnsamtök hafa nokkru sinni háð
í dag hefjast kosningar til Alþýöusambandsþinjs,
einhver afdrifaríkasta kjarabarátta sem verklýðsfélögin
hafa háð. Samkvæmt upplýsingum frá stjórn Alþýðu-
sambandsins í gær verða kosnir rúmlega 280 fulltrúar
frá 153 félögum, en talsverður hluti þeirra er sem
kunnugt er gervifulltrúar, þar sem afturhaldið hefur
auðvitað ekki fengizt til þess að leiðrétta meðlimaskrár
og mun beita enn hatramari bolabrögöum og lögleysum
en í síðustu kosningnm. Þegar í dag hefst kosning í
Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, sjómannafélag-
inu þar á staönum og eflaust víðar. Kosningarnar í
Reykjavík hefjast á þriðjudag með allsherjaratkvæða-
greiðslu í Hreyfli og síðan munu kosningarnar halda
áfram í félagi af félagi.
Alþýðusambandskosningam-
ar eru að þessu sinni einhver
afdrifaríkasta kjarabarátta sem
verkiýðssamtökin hafa háð. —
Ekki er nema rúmlega hálfur
mánuður liðinn síðan núver-
andi ráðamenn Alþýðusam-
bandsins sviku samtökin á lúa-
legasta hátt sem hugsazt gat,
eömdu á bak við þau við geng-
isiækkunarstjórnina og tvístr-
uðu síðan þeim 50 félögum sem
voru reiðubúin til samstilltrar
sóknar til að fá bættar afleið-
ingar gengislækkunarinnar. Þau
svik sem þá voru framin munu
verða bætt í kosningunum til
Alþýðusambandsþings, í þeim
mun verða sköpuð sú eining
sem er forsenda að sigri og
tryggð sú forusta sem hvorki
lætur múta sér né hræða sig til
uppgjafar. Kjörorð allra verk-
lýðssinna er að fella frá kosn-
ingu i öllum félögum alla stuðn
Kágunarlög gegn
brezkum verka-
mönnum?
Isaacs verkalýðsmálaráðherra
Bretlands hefur í ræðu á þingi
skýrt frá að ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins hafi til athug-
unar að setja lög til að ná
sér niðri á verkamönnum, sem
beita sér fyrir verkföllum í
trássi við stjórnir verkalýðs-
félaga.
Arthur Deakin, formaður
fjölmennasta verkalýðsfélags
Bretiands, þar sem mest hefur
borið á hinum svonefndu „ó-
opinberu verkföilum" hefur
skorað á ríkisstjórnina að
banna Kommúnistaflokk Bret-
lands.
ingsmenn núverandi sambands-
stjómar.
'En hins ber jafnframt að | inn nú.
gæta að núverandi sambands-
stjórn mun beita öllum ráðum
til að halda aðstöðu sinni og
hefur nú fengið bæði fjármuni
og aðra aðstoð frá gengislækk-
unarflokkunum í þakklætisskyni
fy^ir tveggjakrónasvikin. —
Agentar þessara flokka munu
einskis svífast, einnig þeim er
ljóst að kosningabaráttan er
kjarabarátta og mun ráða mikl-
um úrslitum urn kjör auð-
mannastéttarinnar. En atvinnu-
rekendaþjónarnir munu kom-
ast að raun um að sami leikur-
inn og Ieikinn var fyrir tveim-
ur árum verður ekki endurtek-
Vill einn A-bandalagsher
undir bandarískri stjórn
Ráðherrar Vestur-Evrópuríkjanna streitast á móti
Dean Acheson utanríkisráðherra Bandaríkjanna hef-
ur lagt til á fundi utanríkisráðherra A.-bandalagsríkj-
anna í New York, að herir allra A.-bandalagsríkjanna
verði sameinaöir undir bandarískri yfirstjórn.
Fréttaritari Reuters í New
York segir að Acheson leggi
til, að i A-bandalagshemum
verði bæði bandarískar og þýzk-
ar sveitir.
Tillaga Achesons hefur mætt
mótspymu ráðherra ýmissa V-
Evrópulanda, einkum þeirra
Bevins og Schumans. Utanrík-
isráðherrar Bretlands og Frakk-
lands snúast einkum gegn stofn
un þýzks hers þegar í stað.
Telja fréttaritarar að Acheson
muni sætta sig við að sam-
þykkti verði á þessum fundi að
stofna vestur-þýzkan her en
látið bíða að ákveða nánar
hvernig stofnun hans verður
hagað.
1.300.000 atvinnu-
lausir í V-Þýzkal.
Tala atvinnuleysingja i Vest-
ur-Þýzkalandi og Vestur-Beriín
var við síðustu inánaðamót
1.300.000. Hæst komst atvinnu-
leysingjatalan þar í febrúar s.
I., var þá yfir tvær milljónir.
Banárikjamenn repa að rjúfa
samgöngur í Kóreu með því
al taka Seoul
MacArthur yfirhershöföingi bandaríska innrásar-
hersins í Kóreu, hefur lýst yfir aö markmiðið með land-
göngunni á vestm'ströndinni sé að rjúfa samgöngur
milli suður- og noröurhluta Kóreu.
MacArthur sagði að herinn
ætti að taka Seoul, höfuðborg
Kóreu, en um hana lægju
allar samgöngurleiðir milli al-
þýðuhersins á vígstöðvunum í
Suður-Kóreu og birgðastöðva
hans í Norður-Kóreu.
Bandaríkjaher tilkynnir, að
landsetning herliðs og vopna
haldi stöðugt áfram í Inchon
og sótt sé til Seoul. Fréttarit-
arar segja, að framsveitir
Bandaríkjamanna séu komnar
að úthverfum Seoul. — Engar
fregnir berast af landgöngunni
við Yongdok á austurströnd-
inni.
e
Bandarískar
gagnárásir
Á vígstöðvunum í suðaustur-
horni Kóreu segir Bandaríkja-
herstjórn að gagnsókn sé haf-
in á allri víglínunni frá suður-
ströndinni og norður fyrir Ta-
egu. Segjast Bandaríkjamenn
hafa sótt fram 3—5 km.
1 herstjórnartilkynningu al-
þýðuhersins er skýrt frá banda-
rískum gagnárásum á austur-
ströndinni og við Taegu en ekki
minnzt á landgönguna við In-
chon.
Hervæðing Japans
deiluefni
Spender utanríkisráðherra
Ástralíu hefur lýst yfir, að
Ástralíumenn muni berjast með
hnúum og hnefum gegn endur-
vopnun Japans. Var Spender
að svara yfirlýsingu frá banda-
ríska utanríkisráðuneytinu, þar
sem mælt er með þvi að Jap-
anir fái að koma sér upp her.
Kvenfélag Sósialista
heldur íélagsíund
íimmtudaginn 21. þ.
m. — Fundurinn verð-
ur nánar auglýstur
síðar.
Sósíalistaíélag Reykjavíkur
TRÚNAÐARMANHAFUNDUR
veröur n. k. þriðjudag klukkan 8.30 e. h. í Bað-
stofu iðnaöarmanna.
Áríöandi mál á dagskrá.
Trúnaöarmenn eru beðnir að fjölmenna á
fundinn og mæta stundvíslega.
Stjórnin.
39Sigurinm
99.
Kjöf hækkar um fjórðung-Kartöflur um helming
Framleiðsluráð landbúnað
arlns auglýsti í gærkvöld
nýtt verð á kjöti og kart-
öflum. Samkvæmt tilkynn-
ingu ráðsins skal verð á
súphkjöti vera kr. 13,10 pr.
kg., en var um sama leyti
í fyrra kr. 10,35. Hækkunin
nemur því kr. 2,75 pr. kg.
eða 27%. Saltkjöt kostar nú
kr.. 13,50 pr. kg., en kost.r
aði kr. 10,60 um sama Ieyti
í fyrra. Hækkar saltkjötið
því um kr. 2,90 pr. kg. eða
27% eins og súpukjötið.
Verðhækkunin á kartöfl-
um er þó enn gífurlegri.
Kartöflur í fyrsta verðflokki
eiga að kosta kr. 1,95 hvert
kg., en kostuðu um sama.
leyti í fyrra kr. 1,30 í þeim
flokki. Hækkunin neinur
semsé 65 aurcm á kílói eða
50%.
Verðhækkuuin nær vitan-
Iega einnig til annarra slát-
urafurða en. kjöts, hækkar
tólg, mör og slátur sam-
bærilega við kjöthækkanina.
Þessi verðhækkun á slát-
urafurðum og kartöflum er
alveg tilsvarandi þeirri hækk
un sem gerð var á mjólkur-
afurðum í haust, þó annað-
væri látið í veðri vaka ]:á.
Það verður því ekki annsð
sagt en „sigur“ Alþýðu-
sambandsstjórnarinnar æ'.Ii
að reyr.ast fullkominn.