Þjóðviljinn - 24.09.1950, Qupperneq 4
1
ÞJÓÐVJLJINN
Sunnudagur 24. sept. 1950.
þióðmfiNH
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurina.
Kltstjórar: Magnúa Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsssn.
Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason.
BlaSamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi óiafsson,
Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraidsson.
Kitstjóm, afgrelðsla, auglýsingar, prentsmiSja: Skólavörðu-
sUg 19. — Síml 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 80 aur, elnt,
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Niðurlæging A!þýSufIokksins
í upphafi verklýðssamtaka á íslandi var skilningur
á gildi þeirra mjög takmarkaður. Meginþorri verkafólks-
ins leit á atvinnurekendur sem forsjá sína og taldi sig
skuldbundinn til að þjóna þeim og hlýða í einu og öllu.
Uppreisn gegn þessum ,,máttarstoðum“ nálgaðist upp-
reisn gegn sjálfri tilverunni.
Til þess að breyta þessum rótgrónu sjónarmiðum
þurfti mikið uppeldisstarf, og það starf vann fyrst og
fremst Alþýðuflokkurinn á fyrstu árum sínum. En hann
átti við ramman reip að draga þar sem var tregða hins
eldra verkafólks, og auk þess beittu atvinnurekendur
áhrifum sínum miskunnarlaust, lokkuðu og hótuðu, og
sendu út agenta sína og flugumenn til að eyöileggja
verkalýðsfélögin, skipuleggja verkfallsbrot og koma á
sundrungu.
Þegar þessi barátta stóð sem hæst voru forustumenn
Alþýðuflokksins ofsóttir, hundeltir og svívirtir, þeim voru
■valdar nafngiftir eins og „rússabolar“ og þeir voru taldir
■vinna samkvæmt erlendum fyrirskipunum og fyrir erlent
gull. En þeir létu sér fátt um finnast, þeir vissu að þeir
’vom að berjast fyrir göfugri hugsjón. Og þeir vissu að
-verstu fjandmenn verkalýðsins voru þeir agentar sem
atvinnurekcndur sendu frá sér til að sundra og tvístra.
Sú barátta sem hafin var í upphafi verkalýðshreyf-
ringarinnar stendur enn yfir. Eins og í upphafi beita at-
'vinnurekendur áhrifum sínum miskunnarlaust, lokka og
hóta, og senda frá sér agenta og flugumenn til að eyði-
ieggja verkalýðsfélögin, skipuleggja verkfallsbrot og koma
á sundrungu. Barátta þeirra er skipulagðari og ofsa-
iengnari nú en nokkru sinni fyrr, því nú eru alþýðusam-
tökin að verða það vald sem mestu gæti ráðiö í þjóðlífinu.
En þótt atvinnurekendur hafi síöur en svo breytt um
afstöðu, er sá flokkur sem kallar sig Alþýöuflokk ger-
■breyttur. Hann er nú löngu hættur að vinna uppeldisstarf
innan verkalýðshreyfingarinnar — þvert á móti hafa at-
vinnurekendur náð þeim mikilvæga árangri að gleypa
Jorustu hans alla. Þessi þróun á sér alllangan aðdraganda
en nær hámarki í Alþýðusambandskosningunum nú. í
hessum kosningum eru þeir stóratburðir að gerast að
Alþýðuflokksforustan er að afhenda íhaldinu öll þau
"völd innan verkalýðssamtakanna sem tiltæk eru. í einu
Jélaginu af öðru eru beinir agentar atvinnurekenda
'boðnir fram og studdir af ofstæki af Alþýðublaðinu og
-Alþýöuflokknum. Alþýðuflokksmenn fá aðeins að fljóta
með í framboðum af náð, og þá aðeins einn maður í
Ihverju félagi. Kosningabaráttan er skipulögð opinberlega
Jrá aðalbækistöðvum atvinnurekenda, Sjálfstæðishúsinu,
>og samtök atvinnurekenda leggja fram stórfé í áróður,
bílakostnað og kaup handa ageníunum. Greinar eru
samdar í Sjálfstæðishúsinu og birtar samtímis í Morgun-
blaðinu, Alþýðublaðinu og Tímanum, eins og í Hreyfils-
kosningunum og nú í Iöjukosningunum. Myndamót eru
búin til af agentum atvinnurekenda og birtar samtímis í
sömu blöðum með þeirri sameiginlegu yfirskrift að þetta
séu ,,lýðræðissinnar“. Það eru atvinnurekendur sem.opin-
berlega hafa tekið forustuna, og Alþýðuflokksbroddarnir
*eru aðeins peð sem teflt er fram.
Þetta er þróun sem engum getur dulizt. Til skamms
líma hafa verið til verkalýðssinnar sem fylgdu Alþýðu-
Jlokknum af gamalli tryggð. Nú getur enginn maður,
sem af einlægni lætur sér annt um hag verkalýðsstéttar-
ánnar, fylgt þeim flokki framar.
Sjö afmyndaðir lýðræðis-
sinnar og tveir
myndlausir
I gær birtu Morgunblaðið og
Alþýðublaðið myndir af sjö lýð-
ræðissinnum í Iðju og báðust
bæði afsökunar á því að því
miður hefði ekki verið hægt
að fá myndir af tveimur lýð-
ræðissinnum í viðbót. Lýðræðis-
sinnar þeir sem myndirnar eru
birtar af virðast vera meinhæg-
asta fólk af svipnum að dæma,
og því miður er engin önnur
ályktun möguleg um verðleika
þess. Allir lýðræðissinnarnir
eiga það sem sé sammerkt að
þeir hafa aldrei komið á fund
í félaginu, aldrei skipt sér neitt
af kjarabaráttu þess, aldrei
lagt á sig hálfrar stundar erf-
iði í þágu þess — nema ef telja
skyldi þá fórn að sitja fyrir
hjá ljósmyndara. En sennilega
er einmitt þetta kennimerki
hins sanna lýðræðissinna — að
minnsta kosti eiga allir þeir
lýðræðissinnar sem myndir hafa
birzt af í blöðum til þessa
sammerkt í alfullkomnu áhuga-
leysi um hagsmunamál félaga
sinna. Og þeir eiga raunar enn
eitt sameiginlegt, þeir eru allir
íhaldsmenn, valdir úr kjör-
skrám atvinnurekendaflokksins
niðri í Sjálfstæðishúsi — að
undanteknum einum í hverju
félagi, Alþýðuflokksmanni sem
fær að fljóta með af náð.
•
5020, 7105 og 6066
Með myndunum af hinum
sjö lýðræðissinnum fylgir áróð-
ursgrein um að berja nú á
„kommúnistum“ í Iðju, en
„kommúnistar“ eru þeir menn
sem byggt hafa Iðju upp, lagt
á sig fórnfúst starf í þágu
hennar og þannig tryggt iðn-
verkafólki þau lífskjör sem það
hefur búið við undanfarin ár.
Áróðursgrein þessi er samin
niðri í Sjálfstæðishúsi — af
Jóhanni Havsteen kammerherra
— og hún er birt á áberandi
hátt í Morgunblaðinu, Alþýðu-
blaðinu og Tímanum, sem þann-
ig lúta nú einni yfirstjórn í
verkalýðsmálum, — yfirstjóm
kammerherrans. Alþýðublaðið
birtir auk þess tilkynningu um
að kosningasímar lýðræðissinna
í Iðju séu 5020, 7105 og 6066.
Gái maður í Símaskrána kemur
í ljós að 5020 er flokkssími Al-
þýðuflokksins, 7105 er flokks-
simi Ihaldsflokksins og 6066 er
flokkssími Framsóknarflokks-
ins.
Iðnrekendur borga
inginn til Iðnrekendasambands-
ins, sem hefur þann gróða af
starfi iðnverkafólks að hægt er
að sjá af álitlegum fúlgum í
þágu lýðræðisins. Þeir sem tor-
tryggnari eru munu hins vegar
minnast þess að hvorki iðnrek-
endur, þríflokkarnir né blöð
þeirra hafa áður sýnt samsvar-
andi áhuga á málefnum Iðju,
t. d. í kjarabaráttu hennar.
Það er t. d. ekki langt liðið
síðan iðnrekandinn Sæmundur
Ólafsson, varaforseti Alþýðu-
sambandsins, krafðist þess í A1
þýðublaðinu að Iðja yrði lögð
niður í miðri kaupdeilu og undir
það var tekið af mikilli gleði
í Morgunblaðinu og Tímanum.
Þeir sem þetta muna eru ekki
í miklum vafa um það að til-
gangur hinnar miklu lýðræðis-
ástar nú er að leggja Iðju nið-
ur, brjóta á bak aftur baráttu
iðnverkafólks fyrir bættum
kjörum. En lýðræðissinnarnir
sem myndirnar voru birtar af
í blöðunum í gær hafa eflaust
ekki hugmynd um þetta, því
þeir hafa aldrei komið á félags-
fund, aldrei skipt sér neitt af
kjarabaráttu Iðju og aldrei
lagt á sig hálfrar stundar erfiði
í þágu hennar, þegar frá er skil-
in myndatakan.
★
Skipaútgerð ríkisins.
Hekla er í Reykjavík. Esja er
fi. Austfjörðum á norðurleið. Herðu
breið fér frá Reykjavík á morg-
un til Breiðafjarðar og Vestfjarða-
hafa. Skjaldbreið fór frá Akureyri
i gær vestur um land til Reykja-
víkur. Þyrill var í Hvalfirði i gær
kvöld. Ármann var í Vestmanna-
eyjum í gær.
Sklpadelid S.l.S.
Arnarfell er í Napóli. Hvassa-
fell lestar saltfisk á Vestfjörðum.
Eimsklp
Brúarfoss er i Gautaborg. Detti
foss kom til Vestmannaeyja í gær
morgun 23.9. fer þaðan til Kefla-
vikur og Vestfjarða. Fjalifoss fór
frá Akureyri 22.9. til Húsavíkur.
Goðafoss kom til Hull 21.9. fer
þaðan 23.9. til Leith og Reykjavík-
ur. Gullfoss fór frá Reykjavik kl.
12.00 í gær 23.9. til Leith og Kaup-
mannahafnar. Lagarfoss er í R-
vík. Selfoss fór frá Sauðárkróki í
gær 23.9. til Hjalteyrar og Akur-
eyrar. Tröllafoss er í N.Y., fer
þaðan væntanlega 26.9. til Halifax
og Reykjavikur.
Reykvíkingar I
Nú heita konur í Hallgrimssókn
á ykkur að koma í Oddfellow í
dag frá kl. 2—6 og drekka eftin-
miðdagskaffi. Aldrei hefur meira
né betra verið á borð borið. Kom
Ið sjáið og sannfærist.
Þannig leggja nú blcð þrí-
flokkanna og skrifstofur þeirra
á sig fórnfúst starf í þágu lýð-
ræðisins í Iðju. Starf þetta er
að vonum næsta kostnaðarsamt,
fjöldi manns starfar á fullum
launum og ógrynni af bílum er
til taks, en sem betur fer er
kostnaðurinn endurgreiddur. —
Það þarf aðeins að senda reikn-
15.15 Miðdegistón-
leikar. 16.15 Út-
varp til Islendinga
erlendis: Fréttir.
18.30 Barnatími
(Þorsteinn Ö. Step-
hensen): a) Ævintýri: „Eitt fær-
ir þú mér gott“ eftir Einar M.
Jónsson (höfundur les). b) Saga:
„Lífið er fagurt" eftir Einar Loga
Einarsson, 12 ára (höfundur les).
c) Tónleikar o.fl. 19.30 Tónleikar.
20.00 Tónleikar: Kvártett í F-dúr
Krossgáta nr. 39
Lár. 1 merkja — 6 afhýddi — 7
frumefni — 8 geymsluna — 10 op
— 11 hross — 14 sjá nr 7 — 15
íðngrein — 17 mynt.
Lóðr. 2 máttur — 3 máttlaus —
4 á vog — 5 falla — 7 gana —
8 hugsa sig um — 9 fuglinn — 12
eign — 13 skyldmenni — 16
skammast.
Lausn á nr. 38 *
Lár. 1 skóla — 6 asi — 7 tá —
8 framtíð — 10 æki — 11 skatt —
14 au — 15 ótt — 17 loginn.
Lóðr. 2 kar — 3 ósana — 4 lim
— 5 háðið — 7 tík — 8 fúsa — 9
tætti — 12 kul — 13 tóg — 16
TN.
op. 3 nr. 5 eftir Haydn. 20.35 Er-
indi: Stjórnarskrármálið (Jónas
Guðmundsson skrifstj.) 21.00 Tón-
leikar: Tónverk fyrir víólu og
hljómsveit. a) Ensk þjóðlög eftir
V. Williams. b) Konsert eftir
William Walton. 21.35 Upplestur
(Broddi Jóhannesson). 21.45 Tví-
söngur úr óperum: Giuseppe de
Luca og fleiri syngja. 22.05 Dans-
lög. 23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
20.20 Útvarpshlómsveitin (Þórar-
inn Guðmundsson stjórnar). 20.45
Um daginn og veginn (frú Bjarn-
veig Bjarnadóttir). 21.05 Einsöng-
ur: Maggie Teyte syngur. 20.20
Upplestur: „Pólskt sveitalif" bók-
arkafli eftir Wladislaw Reymont
(Magnús Magnússon ritstj.). 21.40
Tónleikar. 22.00 Fréttir og veður-
fregnir. 22.10 Létt lög. 22.30 Dag-
skrárlok.
Helgidagslæknir: Axel Blöndal,
Drápuhlíð 11. — Sími 3951.
Næturvörður er í Ingólfsapóteki,
sími 1330.
MESSUR 1 DAG.
CúlVi’B Laugarneskirkja.
Uuvfclp Messa kl. 11 f. h.
hannssen prédikar.
UniKfe? Óháðl fríkirkju-
söfnuðurlnn. Messa
í Stjörnubíói kl. 11 f.h. Sálma-
númer: 671—264—238—682—240. —
Sr. Emil Björnsson. — Fríkirkjan.
Messa kl. 2 e.h. — Sr. Þorsteinn
Björnsson.
Opinberað hafa
trúlofun sína ung-
frú Gyða Ingólfs-
dðttir og Sveinn
R. Eiðsson frá Fá-
skrúðsfirði.
Næturlæknir
er í Austurbæjarskólanum. —
1 gær voru gef-
in saman í
hjónaband af
sr. Jóni Thórar-
ensen ungfrú
Kristín Magnús
dóttir, Hamri við Isafjörð og Ing
var Jónsson, skipasmiður, Kapla-
skjólsvegi 12, Reykjavík.
SÖFNIN:
Landsbókasafnið er opið alla
virka daga kl. 10—32, f.h. 1—7 og
8—10, nema laugardaga kl. 10—12
f.h. og 1—7 e.h. — Þjóðminjasafnið
er opið kl. 1—3 þriðjud., fimmtu-
daga og sunnudaga. — Náttúru-
gripasafnið er opið sunnudaga lcl.
1.30—3 og þriðjudaga og fimmtu-
daga kl. 2—3. ;— Listasafn Einars
Jónssonar er opið kl. 1.30—3.30 á
sunnudögum.
Ungbarnavemd Líknar
Templarasundi 3, verður fram-
vegis opin þriðjudaga kl. 3.15—4
og fimmtudaga kl. 1.30-—2.30, ein-
göngu fyrir börn sem fengið hafa
kighósta eða hiotið hafa ónæmis-
aðgerð gegn honum. — Ekki verð-
ur tekið á móti kvefuðum börnum.
Sími 5030.