Þjóðviljinn - 24.09.1950, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 24.09.1950, Qupperneq 5
Sunnudagur . 24. sept. 1950. ÞJÓÐVILJIN N B Jökulfararnir voru 21 klst. á göngu Þorsteinn Þorsfemsson seglr frá björgunarafrekinu Hin giítusamlega björgun áhafnarinnar af Geysi er á hvers manns vörum. Þorsteinn Þorsteinsson sem stjórn- aði björgunarleiðangrinum frá Akureyri upp á Vatna- jökul þar sem hann er hæstur, er maður á sjötugs aldri og hefur dugnaður hans vakið þjóðarathygli. Fréttaritari Þjóðviljans á Akureyri hafði tal af Þcr- steini Þorsteinssyni þegar hann kom heim úr björgunar- leiðangrinum og sagðist honum frá á þessa leið: Við lögðum af stað frá Akur- eyri á mánudagskvöldið 18. þ.m. í 9 jeppum og einum vcrubíl. 1 leiðangrinum voru alls 23 menn, þar af 15 frá Akureyri og 8 úr Reykjavík. Fóm dagfari og náttfari Á mánudagskvöldið var hald- ið að Reykjahlíð við Mývatn og komið þangað kl. 12 á mið- nætti. Var þar sezt að borðum, en flugráð hafði pantað mat fyrir leiðangursmennina. Síðan hvíldu menn sig í 2—3 stundir og var farið á fætur kl. 4 um nóttina og kl. 5 voru allir komn ir af stað. Haldið var sem leið liggur um Mývatnsfjöll austur undir Jökulsárbrú og síðan vestan Jökulsár á Fjöllum um Herðu- breiðarlindir, suður austan Dyngjufjalla, hjá Dyngjuvatni og inn að Dyngjujökli vestan við Holuhraun. Merktu leiðina upp á jökulinn Þegar þangað var komið voru athugaðar leiðir upp á jökul- inn, en hann reyndist mjcg sprunginn og ógreiðfær. Var svo haldið suðvestur með jökul- röndinni að Kistufelli; hafði þá verið ekið 171 km. frá byggð (Reykjahlíð við Mývatn) og var ekki fært lengra á bifreiðum, enda .komið í krikann milli jck- ulsins og Kistufells, og var kl. þá 5 síðdegis. Eftir að hafa tjaldað og mat- azt voru þeir Tryggvi Þor- steinsson (sonur fararstjórans) og Jón Sigurgeirsson sendir upp á jökulinn til að taka stefnuna á slysstaðinn og merkja leiðina áleiðis þangað. Mansfmétið Framhald af 8. síðu. og strax á eftir leika Valur og Víkingur. Það má búast við að keppni verði mjög tvísýn og hörð, þar sem öll félögin hafa haft stöð- ugar æfingar. Einnig er alltaf meiri hraði í klukkutíma leikj um, og síðast en ekki sízt má geta þess að Valur og Víkingur munu hafa áhuga á að Fram og K.R. séu ekki einráð í sigr- um sumarsins. Mótið hefst kl. 2 í dag. nóttina og voru þá jökulfar- arnir búnir að vera rúmlega 21 klst. á göngu. Líðan fólksins var góð eftir ástæðum, eri flestir orðnir mjög þreyttir. Bandaríkjamennirnir sóttir og búizt til heimferðar Þriggja manna hjálparsveit var þá send á móti bandarísku flugmönnunum og var kcmið með þá í tjaldstað kl. 4 um nóttina. Var þá allt fókið komið af jöklinum, en skilinn hafði verið eftir uppi á hájckli skíðasleði með allmiklu dóti, en sleðinn hafði reynzt mjög illa, og varð því að senda 4 menn til að ná honum. Klukkan 7 var farið að búast til heimferðar. Flugvél sækir flugmennina Klukkan 9 var haldið úr tjald stað, voru þá komnar 2 flug- vélar frá Reykjavík og leiðangr inum tilkynnt að þær myndu setjast á söndunum norðau Dyngjujökuls. Var siðan haldið þangað og kl. 10 fóru 10 mena í flugvélarnar og héldu til Reykjavíkur. Heimferð leiðangursins gekk ágætlega og var komið til Ak- ureyrar um miðnætti s. 1. fimmtudag. „Heillarík viðbrögð“ Þorsteinn Þorsteinsson Jökulgangan hafin um nóttina OTI'Z’K* S 3B'." B 91 í S »I! t Z C’T» Næsta morgun kl. 3 var far- jð að undirbúa jökulgönguna og kl. 5 héldu 13 menn frá tjaldstaðnum upp á jckulinn og var þá kolniðaþoka, ísing og mikið frost á jöklinum. Farið var upp meðfram Kistu felli upp á jökulinn cg þaðan samkvæmt áður merktri stefnu suðvestur á Bárðarbungu að slysstaðnum á suðaustanverðri bungunni. Komu að Geysi eftir 9 stunda göngu Þegar komið var upp á jökul- inn snéri Þorsteinn Þorsteins- son niður af jöklinum við fjórða mann, en 9 menn undir fararstjórn Tryggva Þorsteins- sonar, héldu áfram á slysstað- inn og komu þangað kl. 2 e.h. á miðvikudag. Voru þá komnir á slysstaðinn 2 Bandaríkjamenn og Sigurður Jónsson skrifstofu- stjóri flugvallastjóra í flugvcl sem lent hafði á jöklinum, svo alls voru fyrir á jöklinum 10 menn. Voru 21 klst. á göngu Klukkan 4 um daginn var haldið af stað með alla Islend- ingana áleiðis niður af jöklin- um, en BandarLkjamennirnir vildu ekki fara frá flugvélinni fyrr en leyfi væri komið frá yfirmcnnum þeirra. Þegar komið var röska 10 km. áleiðis kom flugvél og til- kynnti jökulförunum að nú vildu Bandaríkjamennirnir fá fylgd niður af jöklinum og varð þá að senda 2 menn til að sækja þá. Fyrri hópurinn, en í honum voru allir íslendingamir 7, kom í tjaldbúðirnar kl. 2 um ( INN af ráðsmönnum Evr- ópu, Stefán nokkur Jó- hann sem margir íslending- ai; kannast við, sagði nýlega fréttir í Ríkisútvarpinu af þingi sínu í Strassburg. Með- al annars gat hann álykt- unar sem hann sjálfur ásamt fleiri mikilmennum stóð að, þar sem Sameinuðu þjóðun- um (þ. e. þeim hluta þeirra sem gerður hefur verið að falsdulu amerískrar heims- valdastefnu) voru tjáðar þakkir fyrir heillarik við- brögð til varnar frelsinu og lýðræðinu austur á Kóreu- skaga. Morguninn eftir var kvart- að yfir því í erlendum frétt- um útvarpsins að fátt væri nú eftir iðnaðarstöðva í Norð urkóreu til að jafna við jörðu — ameríski flugher- inn væri búinn með það sem staðið hefði á hans lista! Þessi eftirtektarverða um- kvörtun gefur nokkra bend- ingu um þau heillaríku við- brögð sem mikilmenni Is- lands var að þakka hinu vestræna stríðsgróðavaldi svo hjartanlega fyrir. Og kaldranalegt nokkuð verður að telja þetta svar formanns Alþýðuflokksins við ávarpi Te Sen Chans, foringja suðurkóreskra sós- íaldemokrata, til flokks- bræðra sinna um heim all- an, þar sem hann heitir á þá til fulltingis og lætur meðal annars svo um mælt: „Bandarísku heimsvaldasinn- arnir og leppur þeirra Syng- man Rhee hyggjast gera Suðurkóreu að nýlendu sinni og þjóðina að þrælum“. En Evrópuráðsmaðurinn Stefán Jóhann hefur öðru að sinna en kveinstöfum manna sem ekki hafa svikið hugsjón sína — hitt er ærn- ara áhyggjuefni að hótelin í Strassburg geta eiginlega varla heitið boðleg regluleg- um mikilmennum íslenzkum. Aðspurður af fréttastjóra telur ráðsmaðurinn að vísu að heimsstyrjöld muni brjót- ast út — því miður segir hann dapurlega. En maður finnur að þetta með hótelin er samt stórum alvarlegra. JÁ, „vissulega" hafa Sam- einuðu þjóðirnar sýnt hrjáðum börnum jarðarinnar sín „heillaríku viðbrögð“. I styrjaldarlok losnaði kór- eska þjóðin undan kúgunar- oki Japana, en eins og víðar var landinu skipt I tvö her- námssvæði, rússneskt og bandarískt. Hin fræga 38. breiddargráða skildi á milli. Norðan við bauginn óx nú fram voldug þjóðfrelsis- hreyfing er leiddi til sam- fylkingar allra stjórnmála- flokka landsins. Samfylking þessi boðaði til kosninga sem sprengdu þannig af sér allar gráðúr að af þeim 527 þingmönnum sem kosningu hlutu voru 360 frá Suður- kóreu, kjörnir þar á laun. Markmiðið var fullkomin sameining þjóðarinnar í #1- frjálsu landi. Sunnan við bauginn upp-' hófst aftur á móti grimmi- leg harðstjórn á vegum ame- rískra heimsvaldasinna, sízt mildari en hin japanska áð- ur. Atvinnuvegir þjóðarinn- ar fóru í kaldakol og komst þó vinnutími upp í 90 stund- ir á viku, auk þess sem börn voru látin þræla í verksmiðj- um, verkalýðsfélögin voru ýmist kúguð eða bönnuð og foringjar þeirra fangelsaðir eða myrtir — þar á meðal þúsundir flokksbræðra Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar. Jafnvel máltól auðvaldsins gátu ekki orða bundizt. Það var þessi ógnarstjórn sem alþýða Kóreu, beggja vegna 38. breiddargráðunn- ar, reis upp á móti síðari hluta júnímánaðar í ár. Eng- in öskur stríðsæsingamanna fá liaggað þeirri staðreynd. Og hversu mörg þakkará- vörp sem ráðsmenn Evrópu senda til Ameríku heldur frelsinu og lýðræðinu áfram að blæða út á Kóreuskaga. Lík krataforingjans Lyeng Wun Henng rotnar í Suður- kóreu, rödd krataforingjans Te Sen Chan hrópar frá Norðurkóreu, meðan krata- foringinn Stefán Jóhann er að jafna sig eftir hótelin í Strassburg. ^IÐ munum þegar evr- ópsku fasistarnir voru að hjálpa Franco til að murka lífið úr spánska lýðveldinu hvernig Þjóðabandalagið gamla hélt að sér höndum og horfði rólega á leikinn. Hversu sár og brennandi var ekki reiði manns í þá daga. En — hvað var það hjá því sem nú hefur skeð ? Það er ekki svo sem að Sameinuðu þjóðirnar okkar í dag leiði hjá sér íhlutun ameríska fas- ismans í Kóreustyrjöldina. Nei, ég held nú síður: þær láta hann þvert á móti stinga sér lireinlega í vas- ann, gera sig að árásaraðila — það er undir fána Sam- einuðu þjóðanna sem nú er verið að murka lífið úr kór- esku þjóðinni. Aumingja Tryggvi Lie sem maður hélt að væri sam- vizkusamur og réttsýnn. Er hann orðinn of feitur? Eða hefur hann lent á slæmu hóteli? Eða getur Ijómi doll- arans verið svona hryllilega blindandi ? En ameríski flugherinn er sem sagt búinn með þær iðn- aðarstöðvar sem stóðu á hans lista. Það er með öðr- um orðum búið að leggja landið í rúst beggja vegna 38. breiddargráðunnar. Þetta gengur ekki, herra Tryggvi Lie. Ameríski flugherinn verð ur að hafa verðugt skotmark til að miða á. Nú þarf heilla- rík viðbrögð og það strax. Munið þér ekki að kín- versku kommúnistarnir gerðu uppreisn í sínu landi engu síður en þeir kóresku? Hví þá að láta þeirra full- trúa fá sæti í Öryggisráði í stað þess að afhenda Sjang- kajsék fána Sameinuðu þjóð- anna? Þá hefðu þó flug- drengirnir hans Trumans eitthvað sér til dundurs á meðan. Og svo mætti athuga rússana á morgun. HVERSIJ vort ægi girta land er orðið skammt frá öðrum þjóðum. Nú á það hálfan þriðja Évrópumeist- ara og hálfan þriðja Evrópu- ráðsmann. Einu sinni átti það ekki nema hálfan ann- an kotungsson. En getur ekki öll þessi evrópska verið hættuleg meðan Ameríka er að vinna friðinn? Ætli það? Við ger- um þá aldrei nema fá okkar Syngman Rhee og kannski yrðu atvinnutækin stöðvuð og kannski yrðu verkalýðs- félögin bönnuð og kannski yrðu - kommarnir þurrkaðir út — eins og það væri þá ekki bættur skaðinn? Að öðru leyti þurfum við engu að kvíða ef við bara elskum frelsið og lýðræðið. Því hvað varðar okkur um einhverja heiðgula helvítis labbakúta austur í Asíu — ég held það séu bara heilla- rík viðbrögð að þeir drepist. Aðalatriðið er að fá dollara til þess að Alþýðublaðið geti komið út og sagt okkur sannleikann. Og eitt er víst hvernig sem fer: þó Stefán Jóh. sé ráðs- maður Evrópu verður hann aldrei myrtur af amerískum leppum eins og aumingja Lyeng Wun Henng — sönnu nær væri hitt að Bjarni Benediktsson útvegaði hon- um sæmilegt hótelherbergi fyrir westan.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.