Þjóðviljinn - 24.09.1950, Blaðsíða 8
Prentaraíélagið og niálarasveinafé-
fulitráa á
samkndsfe í
ag
í dag kl. 1.30 heldur preutarafélagið fund í Alþýðu-
húsinu og verffa þar kosnir tveir fulltrúar á 22. þing Al-
þýðusambands íslands. Þá hefst í dag allsherjaratkvæða-
greiðsla um fulltrúakjör í málarasveinafélaginu. Fer hún
fram í skrifstofu Sveinasambands byggingarmanna í
Kirkjuhvoli kl. 1—9 og áfram á morgun kl. 2—10. Fram-
bjóðandi sameiningarmanna er Kristján Guðlaugsson
og Ásgeir Guðmundsson til vara.
VINNAN komin út
Vinnan, tímarit Alþýðusambands íslands og Full-
trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík kom út í gær.
Eru það þrjú tölublöö, 8.—10. tbl., 4 arkir í einu hefti,
og flytur greinar um verkalýösmál, sögur, kvæöi og ýmis-
legt annaö til fróöleiks og skemmtunar.
Forystugrein Vinnunnar
nefnist: „Það sexn kom úr ský-
inu — og mesta hagsmuna-
málið“. Aðrar greinar eru: Að
loknu kjörtímabili, eftir Guð-
mund Vigfússon, Gengislækkun
in og þáttur Benjamíns og Ól-
afs, eftir Hauk Helgason, Þjóð
ir Asíu brjótast úr fjötrum, eft
ir Magnús Torfa Ólafsson, Það
búa Inúkar á Grænlandi, eftir
Ragnar V. Sturluson, Alþýðu-
sambandið aftur í hendur al-
þýðunnar. (Ávarp frá form.
Dagsbrúnar, Þróttar á Siglu-
firði og Verkamannafélags Ak-
Reykjavíkur
1 dag hefst á Iþróttav. síðasta
knattspyrnumót ársins í meist-
arafl. Mót þetta heitir „Haust-
mót Reykjavíkur i meistarafl,“
fyrirkomulag mótsins er þannig
að leiktími er aðeins 1 klukku-
stund, og leiknir 2 leikir hvern
sunnudag, meðan mótið stend-
ur yfir.
1 mótinu er keppt um bikar
sem knattspyrnufélagið Fram
gaf til minningar um Ólaf Kal-
stað, og hefur verið keppt um
þennan grip í eitt skipti, en það
var síðast liðið haust.
1 dag leika svo fyrst Is-
Iandsmeistararnir K.R. gegn
Reykjavíkurmeisturunum Fram,
Framnaid á 5. síðu
H e / / ö s
Nýtt bindi aí Söau
mannsandans eftir
Ágúst H. Bjarnason
Út er komin þriðja bókin í
iritsafni Ágústs H. Bjarnasonar,
Saga mannsandans. Heitir þstta
bindi Hellas og fjallar um sögu
og menningu Forn-Grikkja. —
Bókin er hátt á fjórða hundrað
blaðsíður, með fjölda myndum
og kortum af sögusvæðunum.
"'Bókar þessarar útgefandi er
Hlaðbúð, Reykjavík.
ureyrarkaupstaðar. Sjómenn
kæra stjómarkjörið í Sjómanna
félagi Reykjavíkur, Óafsakan-
leg framkoma, eftir Jóhann L.
Einarsson, Verkföll í tíma og
ótíma, Hneyksli í markaðsmál-
um.
Björn Bjarnason skrifar
þáttinn: Af aíþjóðavettvangi.
Björn Sigfússón: Aldir meist-
ara Jóns. Björn Þorsteinsson:
Til gamans og fróðleiks (ls-
lenzkir hugvitsmenn og Verð-
lag á Islandi 1420). Þá er För
til Mið-Evrópu, kafli úr óprent
aðri bók eftir Jón Rafnsson. Á-
varp verkalýðsleiðtogans Louis
Saillant til unnenda friðarins.
Mvndir og frásagnir af vinnu-
heimili SÍBS í Reykjalundi.
Sjálfvirkar verksmiojur, kafli
úr samnefndri bók rússneska
rithöfundarins Michail Iljin.
Birtar eru sögur eftir Maxim
Gorki, Árna úr Eyjum, P. .
Wodehouse og kvæði eftir
Kristján frá Djúpalæk, Bene-
dikt Gíslason frá Hofteigi og
Svás Svaldal. Vísnabálkar eft-
ir Hólmfríði Jónasdóttur og
Orm Ólafsson. Einar Bragi
skrifar um málverkabók As-
gríms. Birt eru tvö sönglög á
nótum: Fánascngur eftir Hall-
grím Jakobss. og Veröld fláa
eftir Þórarinn Jónsson. Þá eru
Kóreumolar, Um Rcykjavíkur-
lffið áður fyrr, Esperantonám-í
keið fyrir byrjendur, Frá
verkalýðssamtökunum og ýmis
legt fleira. — Ritið er prýtt
fjölda mynda og hið vandað-
asta í alla staði.
og sprengjnr
A Ríkissíjórnin sendi í gær frá
sér fréttatilkynningu þess efn-
is að framlag hennar til Kóreu
styrjaldarinnar yrði að gefa
Suðurkóreubörnum 125 tonn
af þorskalýsi. Nú er það að
sjálfsögðu fallegt og lofsvert
að gefa börnum lýsi, en fram-
Iag íslenzku ríkisstjórnarinnar
cr því miður annað og meira.
Hún hefur lýst yfir ánægju
sinni og tekið móralska ábyrgð
á morðárásum Bandaríkjanna
á varnarlausar kóreskar borgir
þar sem myrt hafa verið í þús
unda tali saklaus börn, svo að
ckki sé minnzt á fullorðið fólk.
-ár Vera má að Iýsisgjafirnar
séu hugsaðar sem friðþægingar
fórn ríkisstjórnarinnar, en þær
munu aldrei geta vakið til lífs-
ins hin myrtu börn. Og það er
engum cfa bundið að cf Banda-
ríkin gætu gert morðsprengju
úr lýsinu myndu börnum Kór-
eu vera fært það í þeirri mynd,
enda hefði ríkisstjórn íslands
etlaust fagnað slíkri hagnýt-
ingu.
LIINN
Stærstu votheysturnar landsins
byggðir á Morpulfssiöðum
9 votheys§ryfj;us byggSe; raeð sjálflyftandi
steypamótnm
Þessa dagana er verið að byggja tvo stærstu votheys-
turnalandsins á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit. Annar turninn
var þegar tilbóinn í gær og byrjað að láta í hann há. Mun hvor
turninn um sig rýma 30 kýrfóður.
Turnamir eru byggðir með
hinum fullkomnu steyputækj-
um, er sænski verkfræðingur-
inn E. Lindmann fann upp, en
hann var hér á ferð í fyrra-
haust og kenndi þá notkun
tækjánna. Keypti SlS þessi
tæki til landsins í fvrra að
frumkvæði Gísla Kristjánsson-
ar, ritstjóra Freys.
SÍS keypti upphaflega þrjú
sett af umræddum steypu-
tækjum. Lét það Samvinnu-
byggingafélagi Eyjafjarðar eitt
ifl
SigurSur GuSmundsson
Ijósmyndari heiSraBur
r ctr*’. ',íí* p
Á föstudagskvöldið komu
templarar saman að Jaðri til
að heiðra Sigurð Guðmundsson
ljósmyndara í tilefni þess, að
hann átti nýlega fimmtugsaf-
mæli. Það var stjórn Jaðars og
Þingstúka Reykjavíkur sem
stóðu fyrir hófinu. Vinir Sig-
urðar færðu honum forkunnar
fagran göngustaf að gjöf, og
einn af velunnurum Jaðars,
Björgvin Jónsson, færði staðn
um sólúr að gjöf, en eins og
kunnugt er hefur Sigurður
verið einn allrahelzti hvata- og
ráðamaður starfsins að Jaðri
frá upphafi og formaður Jaðar
stjórnarinnar í mörg ár, og
fátt gleður hann meira en það
sem gert er til .að fegra og
prýða Jaðar.
Það kom greinilega í ljós
í þessu samsæti að Sigurður
er vinsæll, enda hefur hann
hvorki sparað tíma né fyrir-
höfn tö að leggja góðum mál-
um lið. Um það ber starf hans
að Jaðri og önnur störf hans
innan Góðtemplarareglunnar
vott, en Sigurður er einnig með
al fremstu og kunnustu ljós-
myndara bæjarins og mjög
starfsamur innan stéttarsam-
taka þeirra, en fyrst og fremst
er hann góður drengur og vin-
sæll af öllum sem til hans
þekkja.
Nýr tafli Hring-
brautarinnar
opnaður
I gær um hádegi var opnað-
ur til mnferðar nýr hluti Hring
brautarinnar, en það er um
400 metra kafli frá háskólalóð-
inni að Njarðargötu og hefur
verið malbikaður undanfarið.
Eftir viku til hálfan mánuð
verður síðan opnaður annar
kafli í austurátt frá Njarðar-
gC'tu að Liljugötu.
HAPPDRÆTT1SVINNINGUR LANDSSAMBANDS BiANDAÐRA KÖRA
Meðal vinninga í happ-
drætti L.B.K, er „Piper
Cub“ landflngvél. Myndin
sýnir sjófTugvél sömu
gerðar. Flugvél þessi tek-
ur þátt í flugdeginnm.
Þeir sem kaupa 10 eða
fleiri miða eiga kosf á
ókeypis flugferð yfir
bæinn.
tækið í té, og hefur það byggt
turna fyrir norðan. Tækin eru
af tveim stærðum, 4m í þver-
mál og 5 m í þvermál. Byggja
má í hvaða hæð sem er, allt
uppí 16 m.
I fyrra voru byggðir 9 turn-
ar á vegum véladeildar SlS.
Þrír þeirra voru 14 m háir og
5 m víðir, en 6 turnar 12(/> m
háir og 4 m víðir. Á þessu ári
sá véladeild SlS um byggingu
9 votheysgryfja í Borgarfirði,
með tækjum þessum og eru
gryfjurnar 6 m djúpar og 4 m
víðar. Auk þess var turn byggð
ur við Víðines á Kjalarnesi I
sumar.
Leifur Bjarnason, fram-
Framh. á 7. síðu,
Kinnarhvols-
systur sýndar í
Vestmannaeyjum
Frá fréttaritara Þjóðviljans
Vestmannaeyjum í gærkvöldi,
f gærkvöldi var hér frum-
sýning á Kinnarhvolssystrum,
Leikstjóri var Einar Pálsson.
Var leiknum mjög vel tekið. Sér
staklega þótti góður Ieikur
Unrar Guðjónsdóttur í hlut-
/erki Ulrikku.
Einar Pálsson hefur dvalið í
Vestmannaeyjum undanfarin
mánuð við að æfa leikinn. Áður
en leikurinn hófst flutti hann
ávarp til áhorfenda og skýrði
frá því að hann starfaði á veg
um Sambands islenzkra leik-
félaga en það ætlar að aðstoða
leikfélög úti um land með leik
stjórn, búninga o. fl. og væri
þetta fyrsta sýningin á vegum
þess.
Varizt
hættulegar
a
víðavaitgi
Laugardaginn 16. sept. kom
Önundur Jósepsson að 5 börn-
um sem voru að leika sér að
sprengju í Kársnesi við Skerja-
f jörð þannig að sum þeirra lágu
yfir henni og voru að slá stein-
um í hana. Litlu munaði að
þarna yrði stórslys, er því full
ástæða til þess að aðvara bæði
unga og gamla, sem finna slík
morðtól að afhenda þau næsta
yfirvaldi sem næst í.
Þessi sprengja var afhent Iög
reglunni í Reykjavík og var
hún fullvirk.