Þjóðviljinn - 08.10.1950, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.10.1950, Qupperneq 5
Sunnudagur 8. október 1950. ÞJÓÐVILJINN 8 Frá fréftaritara ÞióSviljans i Sfokkhólmi - SÆNSKAR KOSNINGAKRÆSINGAR Að morgnl: Morð .............20 aurar Um miðjan dag-: Morð og nauðgun. . 20 aurar Að kvöldi: Morð, nauðgun og kynvilla.......... 20 aurar • ANNIG lítur kosninga- matseðill sænsku borgarablað- anna út í stórum dráttum. Hinn 17. september voru sem kunnugt er háðar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar um alla Svíþjóð. Þegar mánuður var eftir til kosninga, gerðust borgarablöðin afar óglöð í bragði — og til þess voru vissulega ærnar ástæður. Morð hafði ekki verið framið frá því einhvern tíma í sumar, að gamall bóndi úr Dölum gekk milli bols og. höfuðs á konu sinni úti á miðjum þjóðvegin- um, þegar þau voru á leið til sálusorgara síns, sem ætlaði að gera tilraun til að tala milli þeirra. Bóndinn kvaðst ekki hafa viljað eiga á hættu, að klerki tækist að telja sér hug- hvarf og fá sig til að hverfa heim í kotið með konunni aft- ur. — 1 hart nær tvo mánuði hafði ekki heldur verið framin nein nauðgun, sem væri svo ruddaleg, að rútineraðir sorp- blaðamenn hefðu verulega nautn af að sökkva sér niður í nákvæma rannsókn hennar og lýsingu í smáatriðum. Horfum- ar á heimavígstöðVunum voru sem sagt uggvænlegar: Yfir blöðunum vofði beinlínis sú hætta að þurfa að fara að tala við fólkið um stjómmál — og slíkt er ekkert spaug, allra sízt þegar kosningar fara í hönd. ★ En GÆFAN var ei gengin frá Guðmundi á Felli. Um það bil mánuði fyrir kosningar fengu blöðin sitt langþráða morð, og það ekkert ómyndar- legt svoddan, heldur hvorki meira né minna en þrímorð. Vitskertur bílstjóri í Hrásundi myrti á einu bretti 17 ára stúlku, lögregluþjón í blóma lífsins og síðan sjálfan sig. Það spillti ekki blaðamatnum, að tugir manna í nágrenninu höfðu verið í yfirvofandi lífshættu vegna æðisgenginnar skothríð- ar frá íbúð vitfirringsins, áð- ur en hann svipti sig lífinu. Siðar vitnaðist, að hann hafði haft á prjónunum nákvæma á- ætlun um að tortíma foreldr- um stúlkunnar og systkinum öllum 1 einu lagi, svo að þetta var lopi, sem vandalaust var að teygja yfir nokkrar síður daglega í eina viku án þess að fólkið missti áhugann. ★ R.AUNAR hefði mátt nota þetta þrímorð miklu lengur, en forsjónin sá svo um, að þess varð ekki þörf: Sólbjartan sunnudag viku síðar fannst nefnilega fráskilin ekkja kyrkt og kúrandi í umkomuleysi í sængurfataskúffunni undir dív- aninum sínum. Að þessu sinni var fórnarlambið að vísu aðeins eitt, en dramatísk tilþrif skorti ekki þennan sorgleik fyrir því. Konan var nakin, þegar hún fannst, og það er ákaflega vel séð meðal útgefénda og æsi- ritara borgarablaðanna — það skapar nefnilega markað fyrir 20 þúsund fleiri eintök en þeg- ar líkið er í fötum. Hér bætt- ist það við, að 6 ára dóttir hennar hafði leikið sér alllengi við jafnöldru sína inni í ibúð- inni um morguninn án þess að verða nokkurs vör — og það þýddi minnst 10 þúsund ein- tök umfram það, sem ella hefði selzt. Þá var morðinginn alveg nýbrautskráður frá geðveikra- hæli, og það gaf. blöðunum til- efni til hneykslunar á slælegri gæzlu geðbilaðra — og er þó vandséð, hvemig sensasjóns- pressan gæti þrifizt án utan- kleppsvitfirringa. ★ En NÚ VORU kosningar fram undan, og þá verða rosa- fregnimar h e 1 z t að vera enn- þá rosalegri en venjulega, því að annars g e t u r alltaf svo farið, að ein'hverjir .fari að spyrja stjómmálamennina að þvl, um hvað eigi að kjósa. Og þess vegna gerðust blöðin aftur dauf í dálkinn, þegar að- eins vom 10 dagar til kosninga. „Aftonbladet" reyndi að vinna tíma með þiví að birta fram- haldssögu um 19 ára gamalt morð á veitingakonu í Uppsöl- um, en engum gat dulizt, að það var hreinasta neyðarbrauð — ef til vill nothæft hey í harð- indum, en öldungis óbjóðandi fyrir kosningar. En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Einmitt, ein- mitt á stundu hinnar sárustu neyðar hélt síra Kejne innreið sína í stjómmálin og með því- líku brauki og bramli, að eng- in hætta var á, að hinar fáu lágróma fyrirspurnir um aðra eins smámuni og liúsnæðis- skort, launarán og ofsagróða auðhringa heyrðust — í það minnsta fyrr en eftir kosningar. ★ KkEJNE-MÁLIÐ, sem upp frá þessu var aðalmálið — já, raunar eina númerið — í kosn- ingabaráttunni, á sér nokkra forsögu, sem rifja verður upp vegna ókunnugra. Séra Kejne er starfandi prestur í þeim hluta Stokkhóims borgar, sem nefnist Östermalm. Meðal annarra verka hefur hann með höndum eftirlit með nokkrum þeirra unglinga, sem yfirvöldin hafa tekið „úr um- ferð“ til að bjarga þeim úr klóm kynvillinga. Snemma í vor kærði sira Kejne ónafngreind- an „predikara" í nágrenni sínu fyrir að hafa haft mök við ein- hvem eða einhverja af skjól- stæðingum sínum. Einhverra orsaka vegna gekk Kejne mjög erfiðlega að fá lögregluna til að taka kæruna til greina og hefja rannsókn málsins. Kom brátt á loft orðrómur um, að menn á æðri stöðum — jafnvel æðstu stöðum — hefðu beitt áhrifum sínum til að tefja fyrir málinu: Víst er um það, að Kejne fékk bráðlega á hálsinn fjölmenna og volduga kliku kynvillinga, sem reyndu að gera honum hvem þann grikk, sem hún gat. Einn var sá, að hinn kærði „prcdikari", fékk unglingspilt uta^af landi til að fara til lög- reglunnar og segja henni, að Kejne væri kynvillingur, sjálf- ur hefði hann haldið við Kejne, og kvaðst hann geta sannað þetta með því, að hann hefði gleymt áletruðum vasahníf í Framhald á 6. s9ðu. Sæluríkið er í nánd Við íslendingar eriun fáir og tiltölu- lega nægjusamir, og þarfir okkar eru ekki stórt brot af framleiðslu heims- ins. Þeir spöku menn sem um innflutn- ingsmálin fjalla telja að 160 milljónir króna í erlendum gjaldeyri nægi til þess að sjá íslendingum í heilt ár fyrir hvers kyns matvælum sem inn- flutt eru, fatnaði, skóm, eldsneyti, hreinlætisvörum og öðrum daglegum nauðþurftum heimilanna. Flestum öðr- um myndi þykja upphæðin hlægilega lág en þó virðist hún ekki hafa verið tiltæk þessari þjóð á undanfömum ár- um. Allar hinar hversdagslegustu nauðsynjar hefur vantað til skiptis vikum og jafnvel mánuðum saman, jafnt fæði sem klæði; aðems menning- ardrykkurinn kókakóla hefur ævinlega verið á boðstólum, svo sem til þess að sýna að á einu sviði gætu Islend- ingar þó látið eftir sér að njóta nægju sinnar. En 160 milljónir á ári, þvílík býsn hafa Islendingar ekki haft hand- bær til lífsviðurværis. Fyrir nokkrum dögum skýrðu blöð- in hins vegar frá því að á undan- förnum tveimur árum hefði góðgerðar- stofnun sú fyrir vestan haf sem kennd er við stríðsráðherrann Marsjall gefið I'slendingum af náð sinni og mildi 20,2 milljónir dollara. I íslenzkum krónum samsvarar sú upphæð á núverandi gengi 330 milljónum króna. Við höf- um sem sé þegið frá þessum hjálpfúsu vinum okkar riflega þá upphæð sem nægt hefði fyrir öllum innfluttum mat, klæðnaði og öðrum nauðsynjum heimil- anna. En hvaðan stafar þá allur skort- urinn, hvernig getur það þá komið heim að hversdagslegustu nauðþurftir hafa verið ófáanlegar vikum og mán- uðum saman ? Hin mikla vestræna gjafmildi er staðreynd og ársþarfir heimilanna eru önnur staðreynd; þess- um tveim staðreyndum semur aðeins ekki innbyrðis. Skýringin á þessu er ofureinfaldlega sú, áð við erum að paufast við að vinna framleiðslustörf. I stað þess að kaupa eingöngu mat, klæðnað og ánnað það sem nægjusamt fólk þarf til lífsins erum við að flytja inn rekstrarvörur til framleiðslunnar, hrá- efni, vélar og verkfæri. Við erum að streitast við að gera út báta og skip, við erum að bögglast við að starf- rækja fiskiðju, við erum að föndra við að hlúa að íslenzkum iðnaði, við er- um meira að segja að brjótast í því að byggja 'hús, þó allt það brask sé nú orðið af skornum skammti sem betur fer. Og allt er þetta mesti eymdarfar- angur. Fiskframleiðslan hrúgast upp í landinu óseljanleg, og það sem t. d. er flutt út til Bandaríkjanna er fram- leitt með halla, greiddum af marsjall- fé. Atvinnureksturinn er raunar allur stundaður með halla eins og alkunnugt er af skrifum Morgunblaðsins. Þegar þetta er orðið ljóst blasir lausnin við eins og hvert annað egg Kóiumbusar: að leggja niður allt þetta umstang og vés en nota hina vestrænu rausn til lífsuppeldis. Sem betur fer eru ráðamenn lands- ins nú að sjá þessi einföldu og snjöllu sannindi. Togaraflotinn, mikilvirkustu tæki framleiðsluimar, hefur nú verið stöðvaður í 100 daga, þegar frá eru skilin nokkur skip sem kommúnistar eiga ítök í, en þeir eru sem kunnugt er seinþreyttir til óþurftarverka og vilja allt til vinna að leiða eymd yfir mannfólkið. Bátaflotinn er allur gjald- þrota og auðvelt að stöðva hann hve- nær sem vera skal. Fiskiðnaðurinn hef- ur þegar verið stöðvaður að veru- legu leyti og Fiskiðjuver ríkisins aug- lýst til uppboðs vegna skuida. íslenzk- ur iðnaður framleiðir aðeins brot af getu sinni og hafinn er söngur á síð- asta versi byggingarframkvæmdanna. Þannig stefna nú valdhafarnir af mik- illi forsjálni að þeirri sælustund að felld verði niður öll sú önn sem fals- postular nýsköpunaráranna lögðu hvað mesta áherzlu á en þjóðin verði í þess stað alin eins og gauksungi í hreiðri af hinum óþreytanlegu hjálpræðis- mönnum vestursins. Og þá verður ekki lengur neirni skortur á íslandi. En þar með er þó ekki upp talin öll sú dýrð sem hinir spakvitru leið- togar stefna að. Þegar hætt verður við að breyta lifandi fiskum sjávarins í steindauða og óseljanlega freðfisk- hrauka á landi og öðru því basli af- létt sem ill örlög hafa bakað þjóðinni allt til þessa, losnar mikil orka til annarra og skynsamlegri nota. Og sízt mun vef jast fyrir valdhöfunum að beina henni inn á réttar brautir. Nú er öryggi landsins sem kunnugt er í hinni mestu hættu og öllu öðru brýnna að stofna íslenzkan her. Gæti það orð- ið fjölmennasti her í heimi — miðað við fóiksfjölda -— þegar framleiðslu- störf eru hætt að tefja þjóðina. Mun sízt standa á góðverkamönnunum miklu að sjá vamarlausu fólki fyrir byssum og öðrum þeim tækjum sem sjávarútvegsmálaráðherrann falaðist hvað ákafast eftir fyrir tæpum tveim- ur árum, og danskir dátar munu síðan taka að sér að kenna þjóðinni hvern- ig hagkvæmast sé að drepa fólk til öryggis í stað þess að myrða þorsk til einskis gagns. yerður fyrst haf- izt handa um þau „hjaðningavig inn- byríis“ sem Kristján Guðlaugsson boðaði af spámannlegri andagift í mál- gagni rnenn’ ngarinnar fyrir nokkrum dögum, g’.æpa’ýður upprættur og þeirri lífsstefnu tortímt sem lýsir sér í því að veiía karfa á sama tíma og sannir íslendingar hafa bundið skip sín í 100 daga. Mun þá einnig léttast á fóðrum velgerðarmannanna, þannig að meira verður í hlut hinna galvösku verndara öryggisins. Og síðaii mun sæluríkið taka við: stríðalin þjóð sem gegnir því háleita hlutverki einu að bíða með fingur á gikkum eftir þeim austrænu fjöndum sem vilja svipta hana örygginu. A 'TZ^Uó

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.