Þjóðviljinn - 21.10.1950, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 21.10.1950, Qupperneq 1
Sjómaimafélags- fundurinn í fyrrkvöld var á margan hátt sögulegur. Sæmundur var óvenju hreinskilinn um afstöðu sína til togarasjó- manna og kallaði þá AND- STÆÐINGA sína. — Nánar um fundinn á morgun. INHU6A UM KRÖFUR 12 stunda hvild á öllum veiium og mannsæmandí kaup og kjör Neifa með 1SS atkv. gegn 65 aS veita sfjSrnlnni falln aðar Hmboð að semja am kjörin — Engar ákvarðanir verði teknar án samfsykkis félagsfmáar — Þriggja manna nefnd úr hépi togaraháseta kosin Sjómenn sýndu þaö á fundum sínum í Reykjavík og Hafnarfirði í fyrrakvöld að þeir standa í órofa einingu um kröfur sínar um 12 stunda hvíld á öllum veiðum og mannsæmandi kaup og kjör. Minnugir dýrkeyptrai* reynslu af stjórn sjómannafélagsins harö'neituðu þeir að afhenda henni réttinn til að semja um kjör sín. í Reykjavík neituðu þeir með 186 atkv. gegn 65 að afhenda sæmundunum samningsumboð og í Hafnar- firði með 45 atkv. gegn 6. Sjómenn hafa lýst yfir ákvörðun sinni um að hopa hvergi frá kröfum sínum. Útgerðarauðvaldið hefur nú bundið togarana við iand í 113 daga og rænt af þjóðinni 85 millj. kr. í dýr- mætum gjaldeyri. Það er krafa alls ahnennings, allra réttsýnna manna, krafa þjóðarinnar að nú þegar verði gengið að hinum sanngjömu kröfum sjómanna um mannsæmandi lífs- kjör og togaramir sendir á veiðar. Hvika ekki frá 12 stunda hvíldinni — Kjósa þriggja manna nefnd úr sínum hépi Á íundi Sjómannaíélags Reykjavíkur var eftir- farandi ályktun samþykkt einróma: „Fundur haldinn í Sjómannafélagi Reykjavík- ur 19. okt. 1950 lýsir yfir að ekki komi til mála að ganga frá samningum um kaup og kjör togarasjómanna er ekki feli í sér ákvæði um 12 stunda hvíld á öllum veiðum. Ennfremur að ekki verði gengið frá samning- um nema togarasjómenn fái tækifæri til að kynna sér sarnningsuppkastið rækilega, enda verði þau rædd á fundi þeirra og borin undir atkvæði. Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd úr hópi togarasjómanna til að fylgjast með og kynnast á milli funda samningaumleitunum og sáttatillögum." Skcra á Aiþsitgi a§ samþykkja fnimvarpið am 12 stunda hvíidima Þá samþykkti fundurinn ennfremur einróma: „Fundui haldinn í Sjómannafélagi Reykja- víkur samþykkir að skora á Alþingi að samþykkja tafarlaust fmmvarp það sem nú liggur fyrir um 12 stunda lágmarkshvíld á sólarhring á togurum, þar sem hann telur togaradeiluna óleysanlega fyrr en gengið hefur verið að þessum lcröfum." í þriggja manna nefndina úr hópi togarasjómanna kaus fundurinn þá Bjarna Bjarna- son, K&rl Sigurbergsson og Þor stein Þorsteinsson. Frá hluíleysi til meðmæla. Þáttur stjórnar Sjómanna- félags Reykjavíkur á þessum fundi var hinn lærdómsríkasti. Hún lagði engar ákveðnar til- lögur um kjör sjómanna fyrír fundinn heldur bað einungis um umboð fyrir sjálfa sig til að semja við útgerðarmenn, en. mælti þó með samkomulagstil- boði (stórútgerðarmannanefnd- arinnar!) sem hún gaf engar viðhlýtandi skýringar á. Sæ- mundur sagðist vita meira en ekki geta sagt frá því!! Jafn- framt var hún með dulbúnar hótanir um að ef sjómenn legðu nú ekki allt vald í hendur stjómarinnar myndu þeir illa staddir. Ferill stjómar Sjómanna- félags Reykjavíkur í verk- fallsmálinu er í stuttu máli þessi: Hún fer með sjómannafé- lagið út í verkfall á þeim tíma sem útgerðarauðvald- inu er hagkvæmastur. Sjómannafélagsstjómin stöðvaði karfaveiðarnar að sjómönnum sjálfum fornspurð um og bannaði þeim þannig að vinna fyrir sæmileg kjör. Hún var „hlutlaus“ um smánartilboðið. Nú er hún komin frá „hlut leysi“ yfir á það að mæla með samningatillögum stór- útgerðarmanna. Kjaraorku- vandamálið NtR BÆKLINGUR Eftir hádegi í dag verður seldur á götunum nýr bækl- íngur „KjarnorkuvandamáJ- ið: Það sem menn þurfa að vita.“ Höfundur hans er einn af kunnustu kjarnorku fræðingum Frakka, Pierre Biquard, og dregur hann saman í stuttu máli helztu staðreyndirnar um kjarnorku sprengjuna og áhrif hennar og giidi friðarbaráttunnar. Útgefandi bæklingsins er íslenzka friðarnefndin, og verður hann seldur til ágóða fyrir friðarbaráttuna hér innanlands. Stokkhólmsávarpið VÉR HEIMTUM skilyrðislaust bann við kjarn- orkuvopnum, vopnum til að skelfa og myrða með friðsaman almúga. VÉR KREFJUMST þess að komið sé á ströngu alþjóðlegu eftirliti til tryggingar því, að þessu banni verði framfylgt. VÉR ÁLÍTUM að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitir kjarnorkuvopnum gegn hvaða þjóð s'em er, fremji brot gegn mannkyn- inu og geri sig seka um stríðsglæpi. VÉR HEITUM á alla góðviljaða menn hvar- vetna um heim að undirrita þetta ávarp. Nafn Atvinna og lieimilisfang Þeir sem ekki hafa haft aðstöðu til að skrifa undir Stokkhólmsávarpið á annan hátt geta skrifað nöfn sín liér, klippt ramman út og sent hann afgreiðslu Þjóðvilj- ans, Skólavörðustíg 19, Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 19, Bókabúð KRON, Alþýðuhúsinu, Skrif- stofu Dagsbrúnar, Alþýðuhúsinu eða Skrifstofu Sósíal- istafélags Reykjavíkur, Þórsgötu 1. Allir þeir sem vilja taka virkan þátt í söfnun und- irskrifta eru beðnir að snúa sér til Skrifstofu Sósíal- istafélags Reykjavíkur, Þórsgötu 1, í dag. Sykur fyrir 12 milljónir’- sement fynr fimm! Fyrstu átta mánuði ársins í fyrra var fluttur inn sykur fyrir tæpar fimm milljónir og sement fyrir rúmar flmm, fyrstu fimm mánuði ársins í ár var sykur fluttur inn fyrir tæpar 12 milljónir — en sement fyrir rúmar íimm! Miðað við gengislækkunina hefur sementsmagn- ið þannig minnkað um a.m.k. þriðjung, en sykurmagnið aukizt verulega. Sú aukning hefur þó ekki farið til heim- ilanna svo neinu nemi heldur til framleiðslu á sælgæti og hverskyns gumsi, að ógleymdum menningardrykkn- iim kókakóla Magnús Kjartansson benti á þessa staðreynd á þingi í gær í framsöguræðu fyrir frum- varpi sósíalista um húsnæðis- mál, en í því er svo fyrir mælt að lögin um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis taki fullt gildi á ný. Minnti Magnús á að loforðin um að hluti af gróða bankanna vegna gengislækkun- arinnar skyldi renna til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næðis hefðu reynzt alger svik og rakti í stórum dráttum eymd arástand í húsnæðismálunum, sívaxandi húsnæðisskort og sí- minnkandi byggingarfram- kvæmdir. Þingmenn annarra flokka sáu enga ástæðu til að ræða málið og var því vísað til annarrar umræðu og félagsmálanefndaru

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.