Þjóðviljinn - 21.10.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 21.10.1950, Side 4
3 WÓÐVILJINN Laugardagur 21. október 1950 þJÓÐVILJINH Ctgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — SósíalÍBtaflokkurlnn. Rltstjórmr: Uagnúa Kjartansson (áb.) Stgurður Guðmundsson. Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Arl Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnas. Auglýstngastjóri: Jónstetnn Haraldsson. Rltetjóm, afgrelðsla, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðu- stíg 19. — Símt 7500 (þrjár línur). Askrlftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. etnt, Prentsmlðja Þjóðvlljans h. í. SJÓMENN FASTIR FYRlR í leiðara Þjóðviljans á fimmtudaginn var talið líklegt, að „sáttanefnd" Óíafs Thórs og Emils Jónssonar hefði verið skip- •uð í því skyni að vega aftan að togarasjómönnum, Sjálfstæðis- flokkurinn væri að herða á steinbítstakinu sem auðvald lands- ins hefur á forystuliði Alþýðuflokksins svo nægði til að láta klíku Sigurjóns og Sæmundar sprikla frá áður gefnum loforð- um og hreystiyrðum og misnota enn aðstöðu sína sem stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur til að þvinga í gegn samninga sem enginn togarasjómaður teldi viðunandi. Vel má vera að ein- hverjum heiðarlegum Alþýðuflokksmanni, sem ekki hefur fe'ng- ið að skyggnast inn í þá óþókka samvinnu Sem bitlingahjörð Alþýðuflokksins og svörtustu burgeisaklíkur landsins eru komn- ar í, hafi fundizt þetta óþarfar og illgjarnar getsakir. Fram á fimmtudagskvöld hefðu ýmsir fylgismenn Alþýðuflokksins í Sjó mannafélagi Reykjavíkur og Sjómannafélagi Hafnarfjarðar vel getað verið þeirrar skoðunar. En eftir .þá fundi er það ólíklegt. Aðvörun Þjóðviljans um , sáttanefnd" Emils Jónssonar og Ólafs Thórs reyndist á rökum byggð. Þegar á fundi sjómanna- félaganna kom skýrðu Alþýðuflokksforingjarnir frá nýjum til- lögum um lausn deilunnar, eða réttara sagt sögðu undan og of an af frá nýjum tillögum Emils og Ólafs Thórs, og reyndu að hræða sjómenn til fylgis við þær með dulbúnum hótunum um annað verra, ef þessu yrði ekki tekið. Og stjómir Sjómannafé- lags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar fóru þess á leit að fá fullt umboð til samninga af hálfu félaganna. Auðskilið er að slík framkoma hefur verið fyrirskipuð þessum ,,verkalýðsforingjum“ af þeirri yfirstjórn sem ræður pólitík samfylkingar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins i verkalýðsmálum, því elkkert gat fremur veikt aðstöðu stjórna sjómannafélaganna í samningunum en einmitt slikt umboð, hitt er að sjálfsögðu miklu traustari aðstaða að geta hvenær sem er skírskotað til sjómannanna sjálfra, látið vilja þeirra manna sem eiga að búa við kjörin ráða úrslitum þegar að því kemur að hafna eða samþykkja. Og að ætla að neyða sjómenn til þess að glöggva sig á jafnflóknum samningum og hér um ræð- ræðir, þar sem vísvitandi er reynt að blekkja með því að fara inn á nýjan grundvöll iaunagreiðslna sem erfitt er að bera sam- an við ákvæði fyrri samninga með nokkurri vissu, er óþöika- skapur og ósvífni við félagsmenn sem hafa staðið hátt á f jórða mánuð í verkfalli, án þess að hægt hafi verið að nudda Sig- v.rjóni og Sæmundi til að halda nema einn fund. Sjómenn gengu ekki í þá gildru, sem stjórnir félaganna settu þeim með þessari framkomu. Þeim kom það undarlega fyr- ir sjónir eftir öll hreystiyrði Sæmundar, ef nú ætti að semja án þess 12 stunda hvíldin yrði viðurkennd á öllum veiðum, og þeir tóku þann sjálfsagða kost að fela mönnum úr sínum hópi að Ikynna sér vandlega hverjar nýjar tillögur, sem fram koma og hafa síðan úrslitavald á samþykkt þeirra eða synjun í almennri atkvæðagreiðslu. Svar sjómanna verður Iengi munað. Þeir gáfu lelagsstjóm um sínum þá áminningu fyrir þessa augljósu atvinnurekenda- þjónustu að varla munu þess dæmi í sögu verkalýðshreyfingar- innar íslenzku að félagsstjórnir hafi fengið slíka útreið. Svar reykvískra og hafnfirzkra sjómanna, manna sem staðið hafa í verkfalli hátt á fjórða mánuð, var svo einbeitt og eindregið að útgerðarburgeisamir, nánustu bandamenn Alþýðufl'okksins 1 SjómannafélagSkosningunum og verkalýðsmálum almennt; öskra upp í Morgunblaðinu í gær um „cngar sættir í togaradeilunni“. Sjómenn hafa í eitt skipti fyrir öll sagt það skýrt og afdráttar- laust að það er ekki hægt að ljúka þessu togaraverkfalli með því að Alþýðuflokkurinn láti hagsmuni togarasjómanna upp i bitlingaskuldir sínar við Sjálfstæðisflokkinn, að margfenginni xeynslu vita sjómenn að engum er betur trúandi til ákvarðana um brýnustu mál .þeirra en þeim sjálfum. .............. Þarna sjá menn kúgunina hjá Rússum! Dagbók Morgunblaðsins sleppir sér stundum útí heim- spekilegar hugleiðihgar, og er þá gjaman gaman að henni. Til dæmis um daginn, þá fékk hún snert af andríki vegna úr- slitanna á Evrópumeistaramót- inu i Briissel. Við Islendingar, smáþjóðin, við fengum tvo meistara, sagði Dagbókin, en Rússar, sem eru meira en þús- und sinnum fjölmennari en við, þeir fengu ekki nema einn meistara. (Anzar auðvitað ekki þeirri staðreynd að Rússar fengu fjölda meistara í íþrótt- um kvenna). Og hver er ástæð- an? Auðvitað sú, að við Is- lejndingar erum frjáls þjóð, Rússar hinsvegar, þeir eru ó- frjáls þjóð, þeir eru kúgaðir, þeir em í hlekkjum, og þess- vegna ómögulegir íþróttamenn. • Kúgunin hjá frændum okkar Héraa er sem sagt mæli- kvarðinn á frelsi þjóða, ein- faldur og ljós einsog öll sönn vísindi: Hvemig gengur þeim á íþróttamótum ? — Fyrir fjór- mn árum fengu Svíar ellefu Evrópumeistara, nú fengu þeir aðeins einn. Aumingja Svíar, mikið er búið að kúga þá síðan fyrir fjórum árum. Eða þá Danir. I Brússel fengu þeir ekki einn einasta meistara, komust jafnvel hvergi lengra en í 5. eða 6. sæti. Ekki vildi ég vera danskur og elska frels- ið. — Það er með öðmm orðum ekki sérlega fagur vitnisburður sem fæst um ástandið hjá frændum okkar á Norðurlönd- um, þegar það er athugað í Ijósi hinnar nýju vísindakenn- ingar um útreikning á frelsi þjóða „samkvæmt finnsku stiga töflunni". m Er steinninn ekki á réttum stað? „Gamall grúskari" skrifar: „Mér datt í hug, í sambandi við skrif Bæjarpóstsins um leiði Sigurðar Breiðfjörð, að skjóta þar að fáeinum orðum. — Ein- hvem tíma sagði mér gamall maður, að steinninn á leiðinu hefði áður staðið á öðrum stað en hann stendur nú, ofurlítið neðar, skildist mér, og vildi þessi gamli maður halda því fram, að nú væri hann ekki lengur þar yfir sem Sigurður liggur grafinn.... Mér þætti vænt um, ef fróðir menn vildu annað hvort hnekkja þessari sögu gamla mannsins, eða stað- festa hana. Því að auðvitað fyndist manni viðkunnanlegast að steinn til minningar um Sigurð stæði nákvæmlega þar sem hann liggur grafinn. — Gamall gruskari“. Vantar jafnvel klósett- pappír í spítölonum N. N. skrifar: „Kæri Bæjar- póstur! —Ég var að, lesa hjá þér í dálkunum bréf eftir einhvern, sem er ekkert hrif- inn af þessum stjómendum okk- ar, sem ekki geta einu sinni séð þjóðinni fyrir klósettpappír .... Þó er ástandið í þessum málum ef til vill ennþá verra en almenningur heldur. Það sannar m. a. feftirfarandi dæmi. Maður, sem ég þekki, þurfti nýlega að leggjast á sjúkra- hús til uppskurðar, haldinn sjúk dómi í þörmunum. Og hvers- konar pappír halda menn að honum hafi verið ætlað að nota, þegar hann þurfti að fara á salerni? Það voru dag- blöð, gömul dagblöð, sem höfðu gengið mann frá manni. Sótt- hreinsaður klósettpappír virðist þannig ekki einu sinni vera til á sjúkrahúsum þjóðarinnar. — N. N.“. Vinnupallar loka gangstóttum Loks fáein orð um vinnu- palla: ,,. .. . Skyldi hvergi vera tekið fram í reglugerð um þessa vinnupalla, hvað þeir mega ná langt út á gangstéttina. Þó er kannski ennþá verra, að stundum er ekki hægt að kom- ast undir þá fyrir fjölunum, sem negldar eru þvers og kruss, og loka bókstaflega alveg gang- stéttinni.... Hér finnst mér að þörf sé strangari fyrirmæla. — R. I.“. víkur. Goðafoss kom til Gauta- borgar 16.10. frá Keflavík. Gull- foss er i Kaupmannahöfn. Lagar- foss fór frá Kaupmannahöfn 19.10. til Flekkefjord, Ekersund og R- vikur. Selfoss er i Stokkhólmi. Tröllafoss fór frá Reykjavík 18.10. til N-Foundland og N.Y. & yy 14.00 Útvarp frá hátíðasal Háskól- ans; — Háskóla- hátíðin 1950: a) Háskólarektor, Al- exander Jóhannes- son þrófessor flytur ræðu. b) Jó- hann Sæmundsson prófessor flyt- ur fyrirlestur: Helztu nýjungar síðustu ára í lyflæknisfræði. c) Dómkirkjukórinn syngur; Páll ls- ólfsson stjórnar. 15.30—16.25 Mið- degisútvarp. -— 16.25 Veðurfregnir. 20.20 Kvöldvaka: a) Hugleiðingar við missiraskiptin (séra Sveinn Víkingur). b) 20.40 Takið undir! Þjóðkórinn syngur; c)20.55 Úr gömlum blöðum og bréfum. Upp- lestraþættir. d) 21.35 Takið undir! Þjóðkórinn syngur; 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. 01.00 Dagskrárlok. Ríkisskip Hekla er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Esja er á Austfjörð- um á suðurleið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið var vænt- anleg til lsafjarðar í gærkvöld. Þyrill er væntanlegur til Reykja- víkur í dag. M.b. Þorsteinn fer frá Reykjavík kl. 12 á hádegi í dag til Vestmannaeyja. SkipadeUd SIS Arnarfell var væntanlegrt til Skagastrandar í morgun. Hvassa- fell er í Genúa. Eimsklp Brúarfoss fór frá Þórshöfn í Færeyjum 7.10., væntaniegur til Grikklands 19.—20.10. Dettifoss kom til Hull, 18.10. fer þaðan 20.10. til Leith og Rvíkur. Fjallfos? fór frá Gautaborg 18.10. til Reykja Morgunblaðið segr ir í gær að Tímlnn líki landbúnaðin- um við iotterú Skilsí manni jafn- framt, að Tírninn sé orðinn Iiálf þreyttur á því lott- eríi, — og styður þetta þann grun sumra, að Halldór frá Kirkjubóii hafi þar roynzt blaðinu næsta þungbær vinningur. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Elín Hall- dórsdóttir, Dálks- stöðum Svalbarðs- strönd. og Óttar Ketilsson, Finnastöðum, Eyjafirði. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Rósfríður Vilhjálms- dóttir Sniðgötu 3, Akureyri og Hörður Garðarsson búfræðingur, Rifkelsstöðum. — Nýlega opinber uðu trúlofun sína ungfrú Laufey Jóhannsdóttir Hlíðarhúsum, Sand- gerði og Ingvi Þ. H. Geirsson, Hafnargötu 65, Keflavík. — Ný- lega opinberuðu trúlofun sína ung frú Gróa Finnsdóttir frá Flateyrl og Ólafur K. Björnsson, loftskeyta maður á b.v. lsborg. MESSUR A MORGUN: Nesprestakali. Messa . í Mýrar- húsaskóla kl. 2.30 síðdegis. Sr. Sig- urður Pétursson. prédikar. — Sr. Jón Thórarensen. — Laugarnes- kirkja. Messa kl. 2 e.h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10.15 f.h. — Séra Garðar Svavarsr son. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e. h. — Sr. Þorsteinn Björnsson. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn. Fermingar- guðsþjónusta í kapellu Háskólans kl. 4 e.h. — Sr. Emil Björnsson. 1 dag verða gefin saman S hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ung frú Katla Ólafs dóttir, Tryggvagötu 6 og Ari Guð- mundsson bankaritari, Barónsstig Framhald á 1. síðu. Pehhirðu bœinn? Myndaþraut 1. Hér munu næstu dagana birtast myndir frá ýms- um stöðum í bænum, til- gamans lesendum að spreyta sig á því, hvort þeir getl þekkt það sem þar gefur að iíta, og jafnframt fundið út hvað an myndirnar eru tekn- ar. Hvað er það t. d. sem helzt sést á myndinni hér til vlnstrl og hvaðan er hún tekin? — Lausn verður blrt á þriðjúdag- inn kemur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.